Morgunblaðið - 25.02.2014, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2014
Smiðjuvegi 34 |Rauð gata | www.bilko.is | Sími 557-9110
Tökum Olískort.
Einn aðal þáttur í reglulegu
viðhaldi bíls er að passa að
vélin sé smurð á réttum tíma.
Láttu okkur um að smyrja
bílinn, -notum aðeins hágæða
olíu frá Olís.
Kom
du n
úna
og fá
ðu fr
ía
vetr
arsk
oðun
í lei
ðinn
i!
Í vetr
arsko
ðun p
össum
við
að fro
stlög
ur sé
í lagi
, peru
r
og rú
ðuþu
rrkur
í
topp
stand
i. Að
auki
álags
prófu
m við
rafge
yma.
Lionsklúbbur Seltjarnarness færði
nýlega Skólalúðrasveit Seltjarnar-
ness nýjan barítónsaxófón að gjöf.
Gjöfin var afhent í opnu húsi í
Tónlistarskóla Seltjarnarness í til-
efni af degi tónlistarskólanna.
Haukur Gröndal, kennari við
skólann, fékk það hlutverk að vígja
gripinn með stórsveit skólans.
Sveitin var sérstaklega sett saman
af þessu tilefni og skipuð kennurum
og fyrrverandi nemendum skólans.
Fram kemur í tilkynningu, að í
Tónlistarskóla Seltjarnarness séu
nú um 220 nemendur og þar starfi
rúmlega 20 kennarar. Auk þess séu
starfandi tvær lúðrasveitir við skól-
ann og fjöldi samspilshópa og
hljómsveita.
Gjöf Kári Húnfjörð Einarsson, stjórnandi
skólalúðrasveitarinnar, og Haukur Gröndal
kennari með nýja hljóðfærið ásamt Sigurði
Engilbertssyni, formanni Lionsklúbbsins.
Gáfu skólalúðra-
sveit saxófón
Opinn morgun-
verðarfundar um
konur í hefð-
bundnum karla-
störfum verður á
morgun, miðviku-
dag, á Grand Hótel
Reykjavík. Mark-
mið fundarins er
að efna til umræðu
um mögulegar
leiðir til að fjölga konum á fagsvið-
um þar sem karlar hafa verið í
meirihluta. Haraldur Johannessen
ríkislögreglustjóri fer yfir stöðu
jafnréttismála innan lögreglunnar,
Hilmar Bragi Janusson fjallar um
hvers vegna nauðsynlegt er að vera
með jafnt kynjahlutfall í verkfræði
og náttúruvísindum. Pallborðs-
umræður. Dagskrá hefst kl. 8.30
með ávarpi Eyglóar Harðardóttur,
félags- og húsnæðismálaráðherra.
Leiðir til að fjölga
konum í karlastörfum
Eygló Harðardóttir
Miðaldastofa og Alþjóðamálastofn-
un/Rannsóknasetur um smáríki
efna til málþings í dag um Ísland í
hringiðu stórveldaátaka á Norður-
Atlantshafssvæðinu á tímabilinu
1400-1600.
Málþingið hefst klukkan 16.30 í
stofu 101 í Lögbergi. Helgi Þorláks-
son, Baldur Þórhallsson og Sverrir
Jakobsson flytja þar erindi.
Ísland í hringiðu
stórveldaátaka
STUTT
SVIÐSLJÓS
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Davíð Gíslason í Árborg í Manitoba í
Kanada slær ekki slöku við að þýða
íslensk ljóð á ensku. Fyrir skömmu
lauk hann við enn eitt verkið, þýð-
ingu á ljóðinu Sandy Bar eftir Gutt-
orm J. Guttormsson, sem bjó í Ri-
verton, norðaustan við Árborg, í
næsta nágrenni við Sandy Bar, þar
sem til stóð að Íslendingar settust að
1875.
Davíð birti þýðingu sína ásamt
ljóði Guttorms í vesturíslenska
blaðinu Lögbergi-Heimskringlu í
ársbyrjun eftir að hafa hugsað lengi
um að þýða ljóðið og unnið að þýð-
ingunni í nokkur ár. „Ég hef lengi
dáðst að þessu ljóði,“ segir hann.
„Sandy Bar er meistaraverk Gutta,
tilfinningaríkt ljóð sem segir okkur
svo mikið um fólkið sem flutti hingað
vestur frá Íslandi og hvernig kring-
umstæður voru þegar það kom. Ég
lærði það utan að fyrir löngu og hef
flutt það oft.“
Magnþrungið ljóð
Sandy Bar er 10 erindi, 10 línur
hvert. Eins og Davíð segir er ljóðið
ekki aðeins tilfinningaríkt heldur
magnþrungið. Hann staldrar sér-
staklega við 5. erindið:
Heimanfarar fyrri tíða
fluttust hingað til að líða,
sigurlaust að lifa, stríða,
leggja í sölur heilsufar.
Falla, en þrá að því að stefna
þetta heit að fullu efna:
Meginbraut að marki ryðja
merkta út frá Sandy Bar,
braut til sigurs rakleitt rétta
ryðja út frá Sandy Bar.
Og þýðing Davíðs:
Those who left their island nation,
for this hopeful destination
broken, lost through tribulation,
strength and health and guiding star.
Stumbled, yet gave full attention
true to their avowed intention,
to clear a path was their ambition –
blaze a trail from Sandy Bar,
a road to triumph straight and certain
reaching out from Sandy Bar.
Erfið þýðing
Davíð bendir á að ljóðið sé óvenju-
legt, til dæmis rími fyrstu þrjár ljóð-
línur hvers erindis.
„Sandy Bar stóð lengi í mér og
það var mjög erfitt að byrja að þýða
það en það leystist þegar Sigurður
Ingi Snorrason sendi mér skeyti
einn daginn og bað mig um að þýða
tvö erindi úr ljóðinu því hann og
hópur hans, Diddú og Drengirnir,
vildu hafa það með á plötunni Songs
from the New World. Ég gerði það
og seinna, þegar ég var eitt sinn á
leiðinni til Íslands hugsaði ég um
ljóðið og hélt áfram að þýða það
meðan ég var í vélinni. Þetta kom
smám saman en ég lauk ekki við
þýðinguna fyrr en 2012. Þá lagði ég
það til hliðar, hugsaði áfram um það,
lagfærði orð og orð og birti loks þýð-
inguna nú í janúar.“
Síðasta erindið hljóðar svo:
Stytti upp og himinn heiður
hvelfdist stirndur, meginbreiður,
eins og vegur valinn, greiður,
var í lofti sunnanfar.
Rofinn eldibrandi bakki
beint í norður var á flakki.
Stjörnubjartur, heiður himinn
hvefldist yfir Sandy Bar,
himinn, landnám landnemanna
ljómaði yfir Sandy Bar.
Og í þýðingu Davíðs:
Brightened up, the skies were clearing,
countless twinkling stars appearing,
like a chosen highway nearing
From the southern reaches far.
Fire blasted clouds were burning,
Bearing north, in haste returning.
Starry bright, the hope filled heavens
held their peace o’er Sandy Bar,
Heaven, pioneers’ appointment
glimmered over Sandy Bar.
Fyrsta ljóðið sem Davíð þýddi var
Íslendingafljót eftir Guttorm. Gerði
það fyrir Íslendingadagsnefnd og
flutti á hátíðinni á Gimli 1998. Síðan
hefur hann þýtt mörg ljóð og 2010
kom út bókin The Fifth Dimension
með þýðingum hans.
„Ferðalok eftir Jónas Hallgríms-
son er eitt af uppáhaldsljóðum mín-
um og það var afar skemmtilegt að
vinna að þýðingu þess,“ segir Davíð.
„Þegar Guðni Ágústsson kom hing-
að í heimsókn sem landbúnaðar-
ráðherra sagði hann mér að Ferða-
lok hefði þótt eitt fegursta ástarljóð
Íslendinga og ég ákvað að hafa þýð-
ingu á því tilbúna á 200 ára afmæl-
isári skáldsins 2007. Það tókst og ég
er afar ánægður með hvernig til
tókst.“
Þýðing Davíðs á Sandy Bar á
ensku er ekki sú fyrsta en hann seg-
ist alltaf gæta sín á því að vera ekki
undir áhrifum annarra þýðenda þeg-
ar hann þýði ljóð. Mikilvægast sé að
skynja það sem höfundur segir með
ljóði sínu. „Með hverjum lestri og
hverjum flutningi hef ég skilið
Sandy Bar æ betur, íslensku land-
nemana og hvernig þeir ruddu leið-
ina fyrir afkomendur sína.“
Í háskóla
Davíð Gíslason talar nær lýta-
lausa íslensku. Hann lærði málið
sem barn enda í íslensku umhverfi í
Manitoba. „Ég lærði aldrei að lesa
eða skrifa á íslensku til nokkurs
gagns en komst betur inn í málið
með því að lesa bækur, sem mér
fannst léttari en aðrar, með orðabók
við hönd. Ég fékk líka mörg tæki-
færi til þess að nota íslensku og
smám saman náði ég tökum á mál-
inu. Ég fékk líka fáeinar hljóðbækur
að gjöf og mér fannst ansi þægilegt
að hlusta á þær í þreskivélunum úti
á akri, því þar var ég í friði og ró í
nokkra klukkutíma á hverjum degi.
Þar æfði ég mig líka í því að hafa
upphátt eftir sögumanni.“
Þó að Davíð kunni vel íslensku vill
hann bæta málfræðikunnáttuna og
hefur setið á skólabekk í íslensku-
deild Manitoba-háskóla í vetur. „Ég
vil ná betri tökum á málfræðinni og
styrkja mig þannig í málinu,“ segir
Davíð.
Hefur þýtt meistaraverk Guttorms
Davíð Gíslason í Árborg í Manitoba í Kanada er byrjaður að safna í sarpinn fyrir nýja bók
„Með hverjum lestri og hverjum flutningi hef ég skilið Sandy Bar æ betur,“ segir Davíð
Íslendingaslóðir Davíð Gíslason við gröf Betsey Ramsey á Sandy Bar, en
John, eiginmaður hennar, var Íslendingum á svæðinu stoð og stytta.