Morgunblaðið - 25.02.2014, Síða 17

Morgunblaðið - 25.02.2014, Síða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2014 SVIPMYND Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Dregið hefur úr ágreiningi í frímín- útum í skólum og krakkarnir hreyfa sig meira eftir að svokallað Vinaliða- verkefni hefur verið innleitt í nokkr- um grunnskólum víða um land. Verkefnið var fyrst tekið upp í þremur grunnskólum í Skagafirði árið 2012 að norskri fyrirmynd. Markmið verkefnisins er að stuðla að fjölbreyttari leikjum í löngu frí- mínútum í skólanum. Í gegnum leik- inn er nemendum gert kleift að tengjast sterkum vinaböndum. Með þeim hætti er unnið gegn einelti. Vinaliðaverkefnið hefur gefið góða raun. Á tæpum tveimur árum hafa fleiri skólar bæst í hópinn. Samtals eru skólarnir orðnir 13 tals- ins, víða um land. Fyrsti skólinn á höfuðborgarsvæðinu bættist í hóp- inn nýverið, Hólabrekkuskóli. Í næstu viku verður þar haldið leikja- námskeið þar sem krakkarnir læra hina ýmsu leiki. Annað landslag á skólalóðinni „Landslagið á skólalóðinni núna er allt annað. Krakkarnir leika sér miklu meira,“ segir Inga Lára Sig- urðardóttir, kennari og verkefnis- stjóri vinaverkefnisins í Árskóla. Hún bendir á að ekkert verkefni sem hún hefur tekið þátt í hafi virk- að jafn fljótt og vel. Árskóli inn- leiddi verkefnið haustið 2012. Löngu frímínúturnar í Árskóla voru lengdar úr 20 mínútum í 30 mínútur á miðstiginu til þess eins að krakkarnir gætu notið sín betur í leikjunum. Flestir taka þátt og eng- inn er neyddur til að vera með. Fyrirkomulagið er með þeim hætti að valdir eru vinaliðar innan bekkja eða bekkjadeilda sem skipu- leggja leiki í frímínútunum og ganga úr skugga um að farið sé eftir leik- reglum. Mikilvægt er að allir eru boðnir velkomnir í leikinn og það með nafni. Þessir vinaliðar fá kennslu og þjálfun á leikjanám- skeiðum og einnig leiðtogaþjálfun. Eingöngu þeir nemendur sem sýna góða hegðun eru gjaldgengir. Vina- liðunum er umbunað með ýmsum hætti; m.a. með því að fá frítt í sund og á íþróttakappleiki. „Hegðun hefur batnað. Áður eyddu skólaliðarnir miklum tíma í að útkljá mál sem komu upp á skóla- lóðinni en núna er lítill ágreiningur. Nú er nóg um að vera og hægt að velja úr mörgum leikjum þar sem reglurnar eru skýrar,“ segir Inga Lára. Töff unglingar leika sér líka Í Árskóla var tekið upp á því að færa verkefnið upp á unglingastig. Í stað þess að hafa leiki á hverjum degi eins og tíðkast á miðstiginu þá er í boði fyrir unglingana að taka þátt í skipulögðum leikjum tvisvar í viku í íþróttasalnum. Inga Lára seg- ist fyrirfram hafi verið örlítið efins um að eins vel myndi takast á ungl- ingastigi og á miðstigi. En útkoman kom á óvart. „Mér finnst þetta mjög skemmti- legt og gaman að taka þátt í þessu. Ég hélt að ekki allir myndu vilja taka þátt. Það finnst ekki öllum ung- lingum töff að leika sér en það er mjög góð mæting,“ segir Fanney Rós Konráðsdóttir, vina- liði og nemandi í tíunda bekk í Ár- skóla. Hún segist hafa kynnst fullt af krökkum. „Núna getur maður tal- að við alla.“ Ekki skemmi fyrir að þau hafa lært fullt af nýjum leikjum. Í vor er stefnt að því að leika sér úti. Endurvekja leiki með skipulagðri útiveru „Við lítum á verkefnið sem kær- komið tækifæri að skipuleggja úti- veru, endurvekja leiki og virkja krakkana í að stjórna leikjunum. Með þessu vinaliðaverkefni tekst það og við erum afskaplega ánægð,“ segir Jónína Magnúsdóttir, skóla- stjóri grunnskóla Fjallabyggðar. Vinaliðaverkefnið var innleitt í skólann í janúar. Jónína segir verk- efnið fara afskaplega vel af stað. En nemendur eru mjög áhugasamir um að fá að verða vinaliðar og það hvetji til góðrar hegðunar. Til að byrja með er verkefnið á miðstigi og yngsta stigið nýtur góðs af því. Þá er stefnt á að innleiða verkefnið á unglingastiginu á næstunni. Skipulagðir leikir úti á skólalóðinni  Fleiri skólar feta í fótspor Skagfirðinga og innleiða vinaliðaverkefni  Markmiðið að auka fjöl- breytta leiki á skólalóðinni  Dregið úr ágreiningi og hreyfing aukist  Hreyfa sig í hálftíma á dag Ljósmynd/Árskóli Vinaliðar Þessir nemendur eru fyrstu vinaliðar í Skagafirði, að launum fyrir að hafa staðið sig vel og stjórnað leikj- um fengu þau að fara í skíðaferðalag. Einungis þeir nemendur sem sýna góða hegðun fá að vera vinaliðar. idex.is - sími: 412 1700 - merkt framleiðsla • tré- eða ál/trégluggar og hurðir • hámarks gæði og ending • límtré úr kjarnaviði af norður skandinavískri furu • betri ending—minna viðhald • lægri kostnaður þegar fram líða stundir • Idex álgluggar eru íslensk framleiðsla • hágæða álprófílakerfi frá Schüco • Schüco tryggir lausnir og gæði • Þekking og þjónusta • Áralöng reynsla Fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi tegundum bygginga GLUGGAROGGLERLAUSNIR Byggðu til framtíðar með gluggum frá Idex

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.