Morgunblaðið - 25.02.2014, Side 20

Morgunblaðið - 25.02.2014, Side 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2014 Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími 564 6070 fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is BAKSVIÐ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkja- forseta hefur hvatt stjórnvöld í Rússlandi til að senda ekki her- menn á Krímskaga eða önnur svæði í Úkarínu eftir að Viktor Janúkó- vítsj var steypt af stóli forseta í Kænugarði. Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hefur sakað andstæð- inga Janúkóvítsj um að hafa brotið samkomulag sem náðist á föstudag- inn var fyrir milligöngu utanríkis- ráðherra þriggja ríkja Evrópusam- bandsins og fulltrúa Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands. Lavrov sagði að stjórnarandstaðan hefði „í raun hrifsað völdin í sínar hendur, neitað að afvopnast og haldið áfram að veðja á ofbeldi“. Rússneska stjórnin kallaði sendiherra sinn í Kænugarði heim til að ræða ástandið í Úkraínu eftir að þing landsins samþykkti um helgina að víkja Janúkóvítsj úr embætti for- seta. Susan Rice, þjóðaröryggis- ráðgjafi Bandaríkjaforseta, lét í ljósi áhyggjur af því að Pútín sendi hermenn til Úkraínu. „Það væru al- varleg mistök,“ sagði Rice í sjón- varpsviðtali um hugsanlega hernaðaríhlutun af hálfu Rússa. „Það þjónar ekki hagsmunum Úkraínu, Rússlands, Evrópu eða Bandaríkjanna að landið klofni.“ William Hague, utanríkis- ráðherra Bretlands, sagði að Rúss- ar hefðu ekki hag af því að beita Úkraínu frekari þvingunum. „Við vitum auðvitað ekki hver næstu við- brögð Rússlands verða,“ sagði Hague þegar hann var spurður hvort Rússar kynnu að senda skrið- drekasveitir inn í Úkraínu. Fall Janúkóvítsj og ríkisstjórnar hans er mikið áfall fyrir Pútín sem hefur lagt mikla áherslu á að tryggja að Úkraína verði áfram á áhrifasvæði Rússa. Pútín vill byggja upp bandalag fyrrverandi sovétlýðvelda, Evrasíusambandið svonefnda, en margir Rússar telja að án Úkraínu sé hugmyndin um slíkt bandalag nánast andvana fædd. Líta á Krím sem hluta af Rússlandi Um það bil þriðjungur íbúa Úkraínu hefur rússnesku að móð- urmáli og flestir þeirra búa í aust- an- og sunnanverðu landinu þar sem stuðningurinn við Janúkóvítsj og náin tengsl við Rússland er mestur. Stuðningsmenn Rússa hafa með- al annars skipulagt mótmæli í Krím til að krefjast þess að skaginn fái aukin sjálfstjórnarréttindi. Svarta- hafsfloti rússneska sjóhersins er með bækistöð í Sevastopol, stærstu borginni í Krím og næststærstu hafnarborg Úkraínu. Herstöðin veitir Rússum greiðan aðgang að Miðjarðarhafinu og Krím hefur því mikla hernaðarlega þýðingu fyrir Rússa. Nýleg skoðanakönnun bendir til þess að um 56% Rússa líti á Krím sem rússneskt landsvæði. Skaginn var hluti af Rússlandi frá átjándu öld en var færður undir stjórn Úkraínu árið 1954 þegar Níkíta Khrústsjov var leiðtogi Sovétríkj- anna. Margir Rússar rekja þá ákvörðun til þess að Khrústsjov var lengi leiðtogi kommúnistaflokksins í Úkraínu áður en komst til valda í Kreml eftir dauða Jósefs Stalíns. Eftir að Úkraína fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum árið 1991 hélt landið yfirráðunum yfir Krím en gerður var samningur við Rússa um að þeir héldu herstöðinni í Sevastopol til ársins 2042. Telur innrás ólíklega Lilit Gevorgjan, sérfræðingur í málefnum Rússlands og annarra fyrrverandi sovétlýðvelda, telur að Rússum geti reynst erfitt að leggja Krím undir sig með hjálp rúss- neskra þjóðernissinna á skaganum. Hún bendir á að í Krím eru aðrir hópar sem vilja ekki að skaginn verði hluti af Rússlandi, meðal ann- ars tartarar sem sættu ofsóknum í valdatíð Stalíns. Tony Barber, fréttaskýrandi The Financial Times, telur að Evrasíu- sambandið, sem Pútín vill byggja upp, verði ekki burðugt bandalag án Úkraínu. Hann telur þó ólíklegt að Pútín fyrirskipi innrás eins og í Georgíu árið 2008 vegna deilunnar um héruðin Suður-Ossetíu og Abkhazíu sem lýstu yfir sjálfstæði frá Georgíu. Aðeins fimm ríki viðurkenna sjálfstæði héraðanna, en önnur lönd líta svo á að Rúss- land hafi hernumið þau. Barber telur að Rússar myndu frekar vilja láta stuðningsmenn sína í Úkraínu um að „vinna óþverraverkin fyrir sig“. Hann Rússar beiti ekki hervaldi  Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta skorar á Rússa að hertaka ekki Krím eða önnur svæði í Úkraínu  Forsætisráðherra Rússa segir þá ekki geta samið við „vopnaða uppreisnarmenn“ AFP Fórnarlambanna minnst Kona kveikir á kerti fyrir utan skrifstofu fastanefndar Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum í New York til að minnast tuga manna sem létu lífið í átökunum í miðborg Kænugarðs í vikunni sem leið. Janúkóvítsj eftirlýstur » Nýr innanríkisráðherra Úkraínu fyrirskipaði í gær handtöku Viktors Janúkóvítsj vegna árása öryggissveita á mótmælendur í miðborg Kænugarðs áður en honum var steypt af stóli forseta. Innan- ríkisráðuneytið segir að 88 manns hafi beðið bana í átök- unum í borginni. » „Hafin hefur verið saka- málarannsókn vegna fjölda- morða á friðsömum borgurum. Janúkóvítsj og nokkrir aðrir embættismenn eru eftirlýstir,“ sagði Arsen Avakov sem var skipaður innanríkisráðherra til bráðabirgða. » Avakov sagði að Janúkóvítsj hefði reynt að flýja land á laugardaginn var frá borginni Donetsk í austurhluta Úkraínu. Janúkóvítsj hefði komist und- an með lífvörðum sínum á þremur bílum til Krím og ekki væri vitað hvar hann væri niðurkominn nú. Lögreglan í Rússlandi handtók á þriðja hundrað mótmælenda fyrir utan dómhús í Moskvu í gær. Þar voru sjö aðgerðasinnar dæmdir í allt að fjögurra ára fangelsi fyrir mótmæli gegn Vladimír Pútín árið 2012. Nokkur hundruð stuðningsmenn mótmælendanna mættu fyrir utan dómhúsið í gærmorgun og tók ör- yggislögreglan hart á þeim. Yfir 200 voru handtekin fyrir að spilla friði, að sögn lögreglunnar. Sumir hinna handteknu klæddust fanga- búningi í mótmælunum og báru grímu af andliti Pútíns forseta. „Þessi dómar eru harðir og óviðeig- andi,“ sagði Dmitry Agranovskí, lögmaður Yaroslavs Belousovs, sem var dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar. „Dómarnir eru byggðir á pólitík.“ Flestir þeir sem dæmdir voru í fangelsi hafa þurft að dúsa í varð- haldi allt frá handtökunum í maí ár- ið 2012. Fjöldamótmæli brutust út í Moskvu þegar Pútín var kjörinn forseti í þriðja sinn eftir að hafa gegnt embætti forsætisráðherra. sunna@mbl.is EPA Dæmdir Hér má sjá aðgerðasinnar fyrir rétti í Moskvu í gær. Dæmdir í fangelsi fyrir mótmæli gegn Pútín  Yfir 200 handtekin við dómhúsið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.