Morgunblaðið - 25.02.2014, Side 26

Morgunblaðið - 25.02.2014, Side 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2014 ✝ Margrét AldaÚlfarsdóttir fæddist á Seyðis- firði 5. júlí 1940. Hún lést á krabba- meinsdeild Land- spítalans 15. febr- úar 2014. Margrét var dóttir Úlfars Karls- sonar, f. 1896, d. 1996 og Helgu Jón- ínu Steindórs- dóttur, f. 1905, d. 1974. Systkini Margrétar eru Karl Guðgeir f. 1924, d. 1925, Guðrún Eva f. 1925 , d. 2012, Karl, f. 1927, d. 2007, Ágústa, f. 1928, Steindór, f. 1929, d. 2009, Ásgeir Páll, f. 1932, d. 2000, Emelía Dóra, f. 1942. Þann 5. júní 1960 giftist Mar- grét Guðbjarti I. Gunnarssyni, f. 1940. Börn þeirra: 1) Inga Stein- þóra Guðbjartsdóttir, f. 1959, 1994, Viktor Hrannar, f. 1998. Margrét ólst upp á Seyðisfirði til 17 ára aldurs en flutti þá með foreldrum sínum til Reykjavík- ur. Hún stundaði nám við Verzl- unarskóla Íslands og lauk þaðan verslunarprófi 1959. Margrét hóf búskap ásamt Guðbjarti í Reykjavík en þau fluttu til Hafn- arfjarðar árið 1962. Þar bjuggu þau þar til þau fluttu út á Álfta- nes árið 1996. Á árunum 1990 til 1992 og allt árið 1999 fram á mitt ár 2000 dvaldist hún með eiginmanni sínum í Namibíu þar sem hann starfaði fyrir Þróun- arsamvinnustofnun Íslands. Margrét starfaði lengi við verslunarstörf og rak m.a. eigin vefnaðarvöruverslun. Hún starfaði um margra ára skeið í Bókasafni Hafnarfjarðar, allt þar til hún fór á eftirlaun. Hún var einn af stofnendum Seyð- firðingafélagsins og sat þar í stjórn í nokkur ár, einnig var hún í Félagi eldri borgara á Álftanesi og sat í stjórn félags- ins í tvö ár. Útförin fer fram frá Bessa- staðakirkju í dag, 25. febrúar 2014, kl. 15. sambýlismaður Sig- urður Jónsson. Börn hennar og Jóns Valgeirs Kristensen: Mar- grét Lena, f. 1987, Katrín Birna, f. 1997. 2) Emelía Dóra, f. 1964, sam- býlismaður Birgir Viðarsson. Börn hennar og Reynis Guðmundssonar: Guðbjartur Karl, f. 1984, Fríða María, f. 1988, sambýlismaður Jón Hannes Stefánsson, Samúel, f. 2001. 3) Úlfhildur Helga, f. 1966. Börn hennar og Bjarka A. Brynjarssonar: Elvar Bragi, f. 1992, Birgitta Feldís, f. 1995, Anna Bríet, f. 2000. 4) Hrönn, f. 1967. Börn hennar og Jóns Bjarnasonar: Guðrún Eydís, f. 1990, sambýlismaður Ívar Daði Þorvaldsson, Helga Sædís, f. Elsku mamma. Það er svo þungbært að kveðja þig. Minn- ingarnar hellast yfir mig og ég fyllist þakklæti fyrir að hafa átt mömmu eins og þig. Það var al- veg sama hvað maður leitaði til þín með, stundum hlustaðirðu bara, stundum lagðirðu eitthvað til málanna en þú virtir alltaf mína ákvörðun sama hvað ég tók mér fyrir hendur, misgáfulegt reyndar, en þú stóðst alltaf með mér í gegnum súrt og sætt. Þú hefur kennt mér svo margt og kenndir mér fram í andlátið því mamma, ég hræðist ekki lengur dauðann því friðsældin þegar þú kvaddir var svo mikil. Á þeirri stundu fannst mér sársauki minn óbærilegur, en þegar frá líður verð ég þakklát fyrir að eiga þessa stund með þér. Hún amma hefur tekið á móti þér opnum örmum. Ég sé fyrir mér að hún hafi lagt á borð brúntertuna sína, sem var svo góð beint úr ísskápn- um, afi hefur verið búinn að hita handa þér kakóið sitt eftir ferða- lagið. Kalli og Steindór grínast í þér og Bói og Eva með Jón Úlfar sér við hlið fylgjast kankvís með. Svona sé ég fyrir mér endurfund- ina þína með fjölskyldunni þinni sem þér þótti svo vænt um og þú saknaðir. Það er af svo ótal miklu að taka þegar ég minnist þín. Þú varst svo fjölhæf og gerðir allt vel sem þú tókst þér fyrir hendur. Ég mun hugsa til þín á hverjum degi og hafa þín gildi og lífsvið- horf að leiðarljósi og ylja mér við góðar minningar. Ég kveð í bili með bæninni sem amma kenndi mér: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þín dóttir, Dóra. Mikið sakna ég þín, elsku amma. Þegar ég hugsa til þín, þá sé ég okkur fyrir mér þar sem þú situr í hægindastólnum með handavinnuna í fanginu og ég í sófanum við hlið þér. Við gátum rætt saman um hvað sem var og það var svo gott að vita að þú varst alltaf einlæg við mig og hreinskilin. Þú fórst ekki hátt með það en það blundaði í þér listamaður. Handavinnan og fallegu vatns- litamyndirnar þínar sýna það. Ég man líka svo vel þegar þú sýndir mér hvernig spila ætti á gítar. Þá var ég varla orðinn sex ára. Þú spilaðir fyrir mig Guttavísur. Ég var gjörsamlega dáleiddur af fal- lega hljómnum í gítarnum á með- an þú slóst á strengina í takt og söngst lagið. Þarna vaknaði gít- aráhugi minn sem hefur fylgt mér æ síðan. Þegar ég fór svo í kennslu, þá lánaðir þú mér gít- arinn þinn til að læra á. Einnig man ég svo vel þegar ég og vinir mínir ákváðum, um tólf ára, að gefa út blað til að dreifa í skólanum. Þá þurftum við að finna stað þar sem við kæm- umst í heimilistölvu til að vinna á. Þá vorum við velkomnir í Eini- bergið til ykkar afa. Þar stóðu dyrnar ykkar opnar fyrir unga stráka með stóra drauma í blaða- mennsku. Vinirnir urðu svo alveg gáttaðir á því hvað ég átti nýj- ungagjarna ömmu, sem ekki bara tók að sér að gera við tölvur fyrir fjölskylduna en hafði meira að segja gaman af því að spila tölvu- leiki. Þegar ég hugsa svona til baka, þá finn ég hvað allar minningar mínar um þig eru góðar og hlýj- ar. Ég er svo þakklátur fyrir hve margar ég fæ. Það er erfitt að setja umhyggj- una sem þú geislaðir frá þér í orð. Hún birtist aðallega sem þessi þægilega tilfinning sem ég fann fyrir þegar við hittumst. Hvort sem það var í einni af veiðiferð- inni, bíltúrnum út úr bænum eða yfir kaffibolla inní stofu á Álfta- nesinu. Nú þegar kominn er þessi tími til að kveðja þig, þá vil ég þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og allt sem þú kenndir mér. Ég bý svo vel að því. Þitt barnabarn Guðbjartur Karl. Elsku besta amma mín er farin frá okkur. Þetta gerðist allt svo skyndilega að maður er ekki bú- inn að átta sig ennþá. Ég fékk þó að spjalla við hana rétt áður en hún fór og er ég þakklát fyrir það, en það var á sjúkrastofunni. Mér finnst vert að nefna það stutta atvik hér, því þetta lýsir ömmu svo vel. Þegar við komum inn á sjúkrastofuna knúsuðum við systkinin hana í stærðarröð (en hún tók auðvitað eftir því, ömmu líkt). Þegar við svo kvödd- um þá ákváðum við að gefa henni knús frá okkur í öfugri stærðar- röð. Það fannst henni fyndið. Það var alltaf stutt í brosið hjá ömmu, það þurfti ekki mikið til. Minningabankinn er fullur af skemmtilegum minningum og verður gaman að grúska í honum það sem eftir er, fyrst ég fæ ekki að hafa hana lengur hjá mér. Ein af þeim minningum tengist kaffi- boðum fjölskyldunnar þar sem amma töfraði fram ýmsar kræs- ingar og í hvert skipti sem það hittist þannig á að allir þögðu í smástund þá heyrðist í ömmu: „Þarna flaug engill yfir.“ Nú veit ég að englarnir hafa fengið nýjan engil til liðs við sig. Takk fyrir allt amma mín. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Fríða María. Elsku besta amma mín er farin frá okkur. Þetta gerðist svo skyndilega að maður er ekki bú- inn að átta sig ennþá. Ég fékk þó að spjalla við hana rétt áður en hún fór og er ég þakklát fyrir það, en það var á sjúkrastofunni. Þegar við komum inn knúsuðum við systkinin hana í stærðarröð (hún tók auðvitað eftir því, ömmu líkt). Þegar við svo knúsuðum hana bless þá ákváðum við að knúsa hana í öfugri stærðarröð. Það fannst henni fyndið. Það var alltaf stutt í brosið hjá ömmu. Minningabankinn er fullur af skemmtilegum minningum og verður gaman að grúska í honum það sem eftir er, fyrst ég fæ ekki að hafa hana lengur hjá mér. Ein af þeim minningum tengist kaffi- boðum þar sem amma töfraði fram ýmsar kræsingar og í hvert skipti sem það hittist þannig á að allir þögðu í smástund þá heyrð- ist í ömmu: „Þarna flaug engill yfir.“ Nú veit ég að englarnir hafa fengið nýjan engil til liðs við sig. Takk fyrir allt amma mín. Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum lifum í trú, að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Emelía Dóra Guðbjartsdóttir. Elsku besta, yndislega amma mín. Ég trúi því ekki að þú sért farin, ég trúi því ekki að ég muni ekki heyra röddina þína aftur en ég veit að þú ert komin á betri stað núna. Þú ert komin til himnaríkis til mömmu þinnar og pabba sem þú saknaðir svo mikið. Takk fyrir allt sem þú kenndir mér. Allt sem ég kann á tölvu kemur frá þér. Það fer ekki á milli mála að þú varst tölvusnill- ingur. Þú gast alltaf lagað allar tölvur, þurrkað út vírusa og feng- ið tölvurnar til að virðast nýjar aftur. Þú hjálpaðir mér með allt, hvort sem það tengdist tölvum, lærdómi, einhverjum ráðum sem tengdust bakstri eða ég vildi breyta fötunum mínum. Þú prjónaðir, heklaðir og saumaðir af mikilli snilld. Þú varst alltaf til staðar og mér fannst ég alltaf getað leitað til þín og spurt þig um hvað sem var og ég er óend- anlega þakklát, elsku amma mín, að hafa átt þig að. Allt sem þú kenndir mér mun koma mér að góðum notum, bæði núna og enn meira í framtíðinni. Þú varst al- gjör hetja. Ég man eftir því þegar þú og afi bjugguð í Hátúninu. Ég og Birgitta fengum að geyma trampólínið okkar þar. Við hopp- uðum allan daginn á því og þegar við komum síðan inn varst þú bú- in að baka þessar yndislegu og gómsætu kökur. Kökurnar þínar voru þær bestu og ég get ennþá fundið bragðið af hálfmánunum, sem þú bjóst alltaf til og þeir voru og eru uppáhaldskökurnar mínar. Ég man eftir því, alltaf þegar þú bakaðir, þá tókstu alltaf strax til eftir þig og þú sagðir við mig að þannig væri best að baka, að taka strax til eftir sig og ekki bíða með það. Ég man líka eftir því þegar ég var lítil og þið voruð með sand- kassa í garðinum og gamalt grill. Ég, Anna Bríet og Viktor lékum okkar þarna svo oft og garðurinn hjá ykkur var svo stór og við fór- um í feluleik í öllum trjánum. Það var eiginlega svona leynileið í garðinum ykkar, sem við lékum okkur í, það var svo gaman. Það var alltaf svo gott að koma til ykk- ar, það var alltaf svo hlýlegt og manni leið bara svo vel að koma til ykkar afa. Eitt af því skemmti- legasta sem ég gerði var að mála með þér. Þú leyfðir mér alltaf að mála og hrósaðir mér svo alltaf fyrir myndinar sem ég málaði, en það sem ég málaði komst ekki einu sinni nálægt því sem þú mál- aðir. Myndirnar þínar eru hreint stórkostlegar og svo ótrúlega fal- legar. Þú varst stórkostleg mann- eskja og komst mér alltaf til að brosa. Minningarnar um þig munu alltaf lifa í hjartanu mínu. Ég á eftir að hugsa um þig á hverjum degi. Takk fyrir allt, elsku amma mín. Ég elska þig. Amma mín, nú ertu farin, orð lýsa því ekki hvað ég sakna þín, ó, elsku amma mín. Minningarnar okkar hverfa aldrei. Minngarnar okkar eru svo margar, þú varst mín amma, ég elska þig. Katrín Birna. Elsku amma, núna ertu farin frá okkur. Það er rosalega skrítið að hugsa til þess að þú munir aldrei bjóða okkur eitthvað með kaffinu aftur eða að þú munir aldrei aftur taka á móti okkur með opinn faðm. Það var svo rosalega gaman að tala við þig um ævintýri okkar erlendis því þú hafðir svo mikinn áhuga á því sem gerðist og gast spurt endalaust. Þú áttir líka svo margar sögur frá Namibíu sem var svo gaman að hlusta á. Eins og konan sem vann hjá ykkur sem hafði samband við galdralækni og lét jólapakkana vera svo lengi á leiðinni að þeir komu ekki fyrr en í júní. Það var svo gaman að koma í heimsókn og fá að spila tölvuleiki í tölvunni þinni, því þú áttir nóg af þeim. Það eru líka ekki margir sem geta farið til ömmu sinnar til að láta laga tölvuna sína. Þú áttir það til að vera pínulítið hrekkju- svín og við gleymum aldrei tyggjópakkanum sem gaf manni straum ef maður reyndi að fá sér tyggjó. Þú varst þó farin að gera minna af því að hrekkja fólk í seinni tíð. Þú hafðir svo gaman að því þegar Svíþjóðarbúarnir komu til Íslands og tókst svo vel á móti okkur. Það er eins og jörðinni hafi verið svipt undan fótum okkar, tilhugsunin um að þú verðir ekki hjá okkur, það er svo mikið sem við eigum eftir að gera og það er svo erfitt að ímynda sér að gera það án þín. Þú varst einstök og við munum aldrei gleyma þér. Guðrún Eydís, Helga Sædís og Viktor Hrannar. Fallega amma mín, nafna mín og vinkona hefur kvatt okkur og lagst til hinstu hvíldar. Allt er enn svo óraunverulegt, stundum finnst mér eins og ég geti kíkt í heimsókn til hennar og talað við hana í eigin persónu en tímarnir eru aðrir og nú verð ég að tala við hana í huganum eða fara í kirkjugarðinn. Mér þykir gott að hugsa aftur í tímann og sjá fyrir mér allar góðu minningarnar okkar sam- an. Hún fóðraði mig þegar ég var svöng og veitti mér hlýju þegar mig vantaði. Hún var alltaf til staðar og alltaf tilbúin að gefa ást sína til okkar barnabarna, alltaf opið hús og svo umhyggju- söm. Amma var svo flink í höndun- um, alltaf að búa til eitthvað fal- legt, ullarsokka, vettlinga, háls- men, málaði fallegar myndir. Ég hef alltaf óskað þess og geri enn að ég verði eins flink í fingrunum og amma, að ég geti málað eins fallegar myndir og hún. Það er ekki svo langt síðan að hún mál- aði fyrir mig mynd sem passar svo vel í eldhúsið, mynd af katli, eplum, vínberjum og fleiru, með fallegum skuggum og svo flott og vel gert. Mér þykir svo óraunverulegt að skrifa minngargrein um þig amma og nú get ég aðeins hugs- að til baka og talað við þig í hug- anum en ég veit að þú heyrir í mér og ég get alltaf spjallað við þig. Ég bið fyrir þér, amma mín, að þér líði vel. Ég þakka fyrir all- ar góðu stundirnar okkar saman, allt spjallið sem við áttum. Ég þakka þér fyrir að hugsa svo vel um mig og nú falla tár úr augum mínum við allar þessar hugsanir. Megir þú hvíla í friði, ég mun alltaf hugsa til þín, fallega amma mín. Margrét Lena Kristensen. Til ömmu minnar. Hvernig er hægt að þakka, það sem verður aldrei nægjanlega þakkað. Hvers vegna að kveðja, þann sem aldrei fer. Við grátum af sorg og söknuði en í rauninni ertu alltaf hér. Höndin sem leiddi mig í æsku mun gæta mín áfram minn veg. Ég veit þó að víddin sé önnur er nærveran nálægt mér. Og sólin hún lýsir lífið eins og sólin sem lýsti frá þér. Þegar að stjörnurnar blika á himnum finn ég bænirnar, sem þú baðst fyrir mér. Þegar morgunbirtan kyssir daginn, finn ég kossana líka frá þér. Þegar æskan spyr mig ráða, man ég orðin sem þú sagðir mér. Vegna alls þessa þerra ég tárin því í hjarta mínu finn ég það, að Guð hann þig amma mín geymir á alheimsins besta stað. Ótti minn er því enginn er ég geng áfram lífsins leið. Því með nestið sem amma mín gaf mér, veit ég að gatan hún verður greið. Og þegar sú stundin hún líður að verki mínu er lokið hér. Þá veit ég að amma mín bíður og með Guði tekur við mér. (Sigga Dúa) Birgitta Feldís. Elsku amma. Hún amma mín sagði mér sögur er skráðust í huga minn inn, Margrét Alda Úlfarsdóttir HINSTA KVEÐJA Amma mín. Megir þú hvíla í friði. Man ég allar minningarnar. Allar sem við áttum saman. Minnist ég þín með þessu kvæði. Alltaf varstu svo ljúf og indæl, góð þú alltaf varst við mig, góð við allt og alla. Amma mín. Þitt barnabarn, Samúel. ✝ Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐBJÖRG RÓSA HERMANNSDÓTTIR, lést á Landspítalanum í Fossvogi 20. febrúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtu- daginn 27. febrúar klukkan 13.00. Hermann Gunnarsson, Svava Viktoría Clausen, Alfreð Örn Hermannsson, Gunnar Axel Hermannsson, Svava Óttarsdóttir, Gestur Hermannsson, Hjördís Jóhannesdóttir, Viktoría Hermannsdóttir. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og vinur, KARL EIRÍKSSON fv. forstjóri, lést fimmtudaginn 20. febrúar sl. Jarðarför auglýst síðar. Þeim sem vilja minnast hans er bent á ABC Barnahjálp eða Skógræktarfélag Reykja- víkur. Eiríkur Karlsson, Ragnheiður Pétursdóttir, Þóra Karlsdóttir, Bergrós Hauksdóttir, Fjóla Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir og afi, LEIFUR SVEINSSON lögfræðingur, Tjarnargötu 36, Reykjavík, lést laugardaginn 15. febrúar á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Lilja Leifsdóttir, Jens Ágúst Jónsson, Bergljót Leifsdóttir Mensuali, Enrico Mensuali, Soffía Rúna Jensdóttir, Kristján Þórðarson, Linda Mensuali.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.