Morgunblaðið - 25.02.2014, Síða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2014
Í dag kveð ég
mína dásamlegu
ömmu og börnin
mín langömmu sína.
Í mínum huga eru
það forréttindi að hafa fengið
tækifæri til að hafa ömmu mína
alltaf nærri mér. Geta heimsótt
hana í öll þessi ár og stutt hana
og aðstoðað á síðustu árum.
Börnin mín búa einnig að því að
hafa umgengist langömmu sína
mikið svo þau munu minnast
hennar. Amma var einstök. Í
mínum huga var hún dugleg,
nægjusöm, skemmtileg og
áhugaverð. Amma tók ávallt vel á
móti mér og í seinni tíð manni
Katrín
Sigurjónsdóttir
✝ Katrín Sigur-jónsdóttir
fæddist 3. júní
1927. Hún lést 11.
febrúar 2014. Katr-
ín var jarðsungin
22. febrúar 2014.
mínum og börnum.
Lundi og svartfugl-
segg voru iðulega á
borði eftir langan
akstur frá Reykja-
vík til Stykkishólms
á mínum yngri ár-
um. Enn í dag eru
þetta einir af mínir
uppáhaldsréttum.
Amma var einstak-
lega áhugasöm um
að spila og var ávallt
spilað mikið í heimsóknum mín-
um og, í seinni tíð, fjölskyldu
minnar á Bók 7. Kani, manni og
rommý var mikið spilað. Ömmu
fannst ég nú óttalegur klaufi við
spil en var öllu sáttari við mann-
inn minn þegar þau spiluðu sam-
an. Enda bæði útsjónarsöm og
skynsöm með spil á hendi. Virð-
ing og rólegheit einkenndu sam-
band mitt við ömmu. Mér leið
alltaf vel hjá ömmu þar sem ná-
lægðin við hana var góð og hún
umhyggjusöm. Skemmtilegar
samræður þar sem „kallinn í
tunglinu“ kom oft við sögu og
húmorinn ekki langt undan var
einkennandi fyrir ömmu. Ég er
stolt að hafa átt sterka ömmu
sem var skynsöm, dugleg og
áhugasöm og þar sem æðruleysi
og hæfilega mikið af kæruleysi
var ekki langt undan.
Elsku amma, við elskum þig
og söknum þín.
Edda Sif og fjölskylda.
Amma í Stykkó. Fyrsta orðið
sem kemur upp í hugann þegar
við hugsum til ömmu í Stykkó er
æðruleysi. Amma var ætíð með
æðruleysisbænina innan seiling-
ar, en hjá henni voru þetta ekki
bara orð á blaði eða falleg bæn,
amma var í okkar huga æðrulaus.
Við getum okkur til að amma
hafi að hluta öðlast æðruleysið
við það að eignast átta börn á tíu
árum, ala þau upp og koma þeim
öllum vel til manns. Þegar við
spurðum hana í forundran, með
eitt barn hvor, hvernig í ósköp-
unum hún hefði farið að þessu
svaraði hún stutt og laggott: „Ég
hugsaði ekkert um þau!“
Amma tileinkaði sér það sem
lífið kenndi henni. Auk æðruleys-
isins hafði lífið líka kennt henni
umburðarlyndi og fordómaleysi
gagnvart umhverfi og samferða-
fólki. Einhvern tíma í samræðum
um fordóma og samkynhneigð
sagði hún að gamalt fólk hefði
ekki fordóma – það vissi betur!
Við eigum margar góðar
minningar úr Stykkó. Skólafrí
byrjuðu einatt á fimm klukku-
stunda rútuferð í Stykkishólm
með góðu stoppi á hótelinu í
Borgarnesi. Í Stykkó dvöldum
við í rólegheitum og afslappelsi,
enda asi og stress það síðasta
sem einkenndi ömmu og heim-
ilislífið á Bók7. Lunda, svartfugl-
segg og lambalæri í hádegismat á
sunnudögum fengum við bara
hjá ömmu. Við deildum áhuga
hennar á spilum og sjónvarps-
glápi langt fram eftir nóttu ef
þannig bar við. Amma var óþrjót-
andi í hvoru tveggja. Hún lagði
kapla og spilaði við okkur
rommý, manna og kana. Við
kveðjum ömmu með söknuði og
geymum í huganum minningu
um yndislega ömmu.
Gerður Björk og
Katrín Helga.
Fyrir tæpum 20
árum var Tennis-
höllin fyrri vígð í
Dalsmára Kópa-
vogsins. Gunnar
fregnaði af þessu undarlega
uppátæki, tók spaðann upp aftur
en hann hafði um árabil leikið
tennis á Melavellinum á sínum
tíma. Enda spengilegur með
góða tækni, tímasetningu og fín-
hreyfingar.
Í Kópavoginum lék hann tví-
liðaleik með nokkrum aldur-
hnignum görpum fram í nóv-
emberlok síðasta árs. Þá var
sárlega af honum dregið. Þótt
hann væri ekki þrotinn að kröft-
um var síðasta lotan í æðru-
lausri og áralangri baráttu við
vægðarlausan og illvígan sjúk-
dóm runnin upp. Komið var að
leiðar- og leikslokum, tími til að
leggja niður og kveðja vopnið,
afhenda skotfærin (sænskir Tre
Torn X-boltar) – eftir margan
sætan sigurinn.
Gunnar var ljúfmenni til orðs
og æðis, í senn heiðurs- og
heimsmaður. Hann bjó yfir fág-
un og forvitni fræðimannsins,
fíngerður, fyrirferðarlítill, hlé-
drægur, orðvar, leitaði stöðugt
Gunnar Daníel
Lárusson
✝ Gunnar DaníelLárusson
fæddist 6. maí
1930. Hann lést 2.
febrúar 2014. Útför
Gunnars fór fram
24. febrúar 2014.
fullkomnunar í leik
sínum, hvað mætti
betur fara, var
samfellt að læra.
Var metnaðarfull
fyrirmynd í leik og
starfi.
Og svo hafði
hann skopskyn. Var
staða leiksins 40:15
eða 30:30 eða var
lotunni lokið? Þá
þurftu minnugir
öldungarnir að rifja upp síðustu
boltana – eða finna ásættanlega
málamiðlun. Örstutt var í hlát-
urinn, mikið lifandis skelfingar
ósköp var gaman að leika tennis.
Sól hækkar á lofti, lóan ku
víst vera komin, vorið rétt hand-
an við himinlána – og hægt
verður að leika útitennis í kvöld-
húmi lognsins milli sjávarfalla.
En enginn Gunnar kemur leng-
ur akandi í sínum silfurgráa
Audi – með strók vindlareyks
upp úr opinni þaklúgunni – við
kynngimagnaða tónlist Beetho-
vens. Það verður bæði söknuður
eftir Gunnar og sjónarsviptir að
honum.
Sævar Tjörvason.
Það er orðið fyrir margt
löngu síðan að við Gunnar Daní-
el Lárusson urðum málkunnug-
ir. Við syntum í flokki Björgvins
af Vaðnesi lengi án þess að tala
mikið saman. Þá voru farnar
menningarferðir til Kristjáns
Ziemsen á Elliðavatn þar sem
foringinn dreypti á „Fivlevin“
sem var búið til úr þúsund fífl-
akrónum eftir leynilegri formúlu
apótekarans undir eftirliti Lillu
Laxdal. Þar voru góðar stundir
og hlátrasköllin hljóma enn í
minningunni.
Árin liðu. Svo var það einn
dag um 1990 að ég fór að teikna
í tölvu í stað þess að tússa. Þá
tókum við Gunnar tal og þá var
hann orðinn þróaður í þrívídd-
arteikningum sem fáir léku þá.
Ég fór í kennslutíma til hans og
undraðist stórum að sjá teikn-
ingar sem voru eins og ljós-
myndir.
Svo liðu enn árin og snemma
á þesari öld fórum við að vinna
saman þar sem ég fékk að læra
af Gunnari um loftræstikerfi
sem hann var búinn að sérhæfa
sig í. En hann var flugvélaverk-
fræðingur að mennt og átti að
baki starfsferil á því sviði. Hann
fór létt með að skipta á milli
Autocad og Microstations og
hann kenndi mér svo að nýta
það fyrrnefnda sem ég kunni
greinilega of lítið í þótt ég þætt-
ist annað. Þetta voru góðar
stundir að kynnast svo vönd-
uðum fagmanni sem hann var.
Hans teikningar voru sérstæðar
í nákvæmri þrívídd og mátti
taka hvert stykki út og smíða
eftir því málsettu. Og allt féll
þetta svo í eina heild á bygging-
arstað.
Eitt sinn talaði hann um að
hann hefði spilað tennis á Mela-
vellinum í gamla daga. Þá vor-
um við byrjaðir að spila nokkrir
félagar og Gunnar slóst í hópinn
og við spiluðum saman í meira
en áratug við mikla kátínu og
ánægju. Þesssi spilamennska
stóð alveg fram undir jól á síð-
asta ári þar til að heilsu Gunn-
ars fór að hraka meira.
Gunnar var sérstakur
lífskúnstner. Reykti stóra vindla
í skipulagi og naut þess svo að
unun var á að horfa. Hann var
vandvirkur og formfastur í lífinu
og hafði ánægju af tækni og
góðum bílum. Vinnusamur og
góður félagi. Ráðagóður við erf-
iðustu vandamál. Það var stund-
um ótrúlega gaman að horfa á
hann flétta loftræsistokka og
lagnir í mikið spaghetti. Allt féll
þetta svo saman í eina heild í
smíðinni. Mörg stórhýsi njóta
verka hans í dag.
Gunnar var kjarkmaður með
afbrigðum. Hikaði ekki við að
ráðast einn á tvo ræningja sem
höfðu rænt veskinu úr jakka
hans á skrifstofunni. Þeir lögðu
á flótta en Gunnar reif veski sitt
úr innanávasa annars þegar
hann hljóp þá uppi út á götu.
„Maður er ekkert að hugsa svo-
leiðis“ sagði hann með hægð
þegar ég spurði hann um hætt-
una sem þessu fylgdi. Hann var
jafngeiglaus gagnvart veikind-
um sínum og ræddi lítt. Það
þýðir ekkert að súrmúla svona
sagði hann við mig þegar þess
þurfti með.
Hann var glæsimenni að vall-
arsýn, fríður sýnum, grannur og
bar sig vel. Orðvar og umtals-
frómur. Hugumstór og hugprúð-
ur til hinsta dags. Hann gerði
sér auðvitað grein fyrir því
hvert stefndi eftir margra ára
frækilega baráttu við krabba-
meinið. Aldrei eitt æðruorð
heldur að allt væri í lagi. Frá-
bær maður og félagi. Farðu vel
vinur.
Halldór Jónsson.
Látinn er traust-
ur og góður félagi,
Halldór Valgeirs-
son. Hann ólst upp í stórum
systkinahóp og var snemma kall-
aður til ábyrgðar og fyrirvinnu
innan sem utan fjölskyldunnar.
Halldór hefur verið góður og
glöggur nemandi og hefði viljað
leggja langskólanám fyrir sig, en
Halldór
Valgeirsson
✝ Halldór Val-geirsson fædd-
ist 1. desember
1937. Hann and-
aðist 17. febrúar
2014.
Halldór var jarð-
sunginn 24. febrúar
2014.
þröngt var í búi. Fór
hann ungur sem
messi á Gullfoss og
vann einnig í frysti-
húsi og launin hygg
ég að hafi gengið til
heimilisins. Hann
tók landspróf og fer
svo í stóra bekkjar-
deild í Samvinnu-
skólanum 1954-55.
Sá skóli varð nem-
endum sínum og
lífsstarfi þeirra notadrjúgur.
Þetta mun hafa verið síðasti vet-
ur Jónasar Jónssonar við skólann
og miklar kröfur gerðar og langir
skóladagar. Í skólanum hafði
vaxið það félagshyggju- og sam-
vinnustarf sem renndi styrkum
stoðum undir verslun, iðnað og
sjálfstæði þjóðarinnar.
En þetta var ekki nóg fyrir
Halldór og sýnir næsta skref sem
hann tók víðsýni hans og gáfur.
Hið bóklega var gott en hvað með
hið verklega? Þá fyrir milligöngu
Árna G. Eylands fer Halldór til
Noregs í nám við Búnaðarskól-
ann Stend í Noregi og er þar 2 ár
m/útivinnu á sumrin eða frá
ágúst 1955 og kemur svo heim í
júní 1957. Þarna hefur Halldór
öðlast mikið bóklegt og starfs-
tengt nám sem hann og þau störf
sem hann tók að sér nutu síðar.
Það verður svo hlutskipti Hall-
dórs að glöggir menn fá hann til
samstarfs í bókhaldi og endur-
skoðun og hlaut hann löggildingu
í endurskoðun 1975.
Halldór eignast sinn trausta
lífsförunaut, dugnaðarforkinn
Ernu Helgadóttur, 1967 og sam-
an eiga þau þrjá drengi, en fyrir
átti Erna tvö börn, Guðnýju og
Helga. Þetta var því stór fjöl-
skylda. Þau hjónin stofna til
verslunar, „Saumasporið“, og
byggja stórhýsi í Laufbrekkunni
– fjölskyldan uppi og verslun og
iðnaður niðri. Alltaf sívinnandi,
eins og frá unga aldri. Erna féll
frá fyrir nokkrum árum og var
Halldóri sár missir.
Allir sem kynntust Halldóri
lærðu að meta hyggindi hans og
holl ráð og svo þessa djúpu gam-
ansemi sem læddist svo hlýlega
fram. Ég veit að hann minntist
frá æskuárum sínum stríðsár-
anna og hergöngu með trébyssu
á eftir dátum og hendast svo skjól
í kjallara þegar sírenurnar höfðu
vælt um hríð og ná þá þangað –
um það leyti sem aðrir voru á
leiðinni aftur upp. Ekki fór
framhjá neinum lífsbarátta al-
mennings á þeim árum með vöru-
skorti og skömmtunarseðlum.
Með Halldóri er fallinn góður
drengur sem ætíð stóð fyrir sínu.
Hann er kært kvaddur.
Gunnar Gunnarsson.
✝
Yndislegur eiginmaður minn, faðir okkar og
sonur,
PÁLL VIDALÍN JÓNSSON,
andaðist í London þriðjudaginn 18. febrúar.
Minningarathöfn fer fram síðar.
Brigitte Chastanet,
Magnús Vidalín,
Daníel Vidalín,
Oliver Vidalín,
Jón Bergsson.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og
afi,
HJÁLMAR RÚNAR JÓHANNSSON,
er látinn.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 27. febrúar kl. 15.00.
María Vala Friðbergs,
Sigrún Birna, Hrafnhildur,
María Lára og Sandra Rún.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
STEINÞÓR JÓHANNSSON,
húsa- og húsgagnasmíðameistari
og Kópavogsskáld,
Auðbrekku 2,
Kópavogi,
lést þriðjudaginn 11. febrúar.
Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn
27. febrúar kl. 13.00.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans
er bent á söfnunarreikning vegna útgáfu óútkominnar ljóða-
bókar Kópavogsskáldsins. Kt. 201280-5409, 0130-05-071954.
Albert Steinþórsson,
Jórunn Helga Steinþórsdóttir, Guðjón Elmar Guðjónsson,
Helgi Jónsson, Hrönn Þráinsdóttir
og barnabörn.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
EINAR ÁRNASON
frá Vík í Mýrdal,
síðast til heimilis að Brákarhlíð,
dvalar- og hjúkrunarheimili í Borgarnesi,
lést laugardaginn 22. febrúar.
Útförin fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi
föstudaginn 28. febrúar kl. 13.00.
Helga Einarsdóttir, Karl Magnús Kristjánsson,
Arna Einarsdóttir, Konráð Konráðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JÓHANNA M. STEFÁNSDÓTTIR,
Staðarbakka 20,
andaðist þriðjudaginn 18. febrúar.
Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn
28. febrúar kl. 13.00.
Stefán Ólafsson, Ragnheiður G. Sumarliðadóttir,
Sigurður Ólafsson, Fjóla Agnarsdóttir,
Anna Ólafsdóttir,
barnabörn og langömmubarn.
✝
Hjartkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi,
METÚSALEM ÓLASON,
Miðvangi 6,
áður Selási 21,
Egilsstöðum,
lést föstudaginn 21. febrúar á hjúkrunardeild
HSA, Egilsstöðum.
Útför hans fer fram frá Egilsstaðakirkju
laugardaginn 1. mars klukkan 14.00.
Rósa Bergsteinsdóttir,
Guttormur Metúsalemsson, N. Snædís Jóhannsdóttir,
Óli Grétar Metúsalemsson, Ragnheiður Kristjánsdóttir,
Bergsteinn H. Metúsalemsson, Rannveig Sigurjónsdóttir,
afabörn og langafabörn.