Morgunblaðið - 25.02.2014, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 25.02.2014, Qupperneq 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2014 Það var rauna- dagur laugardagur- inn 8. febrúar þegar okkur barst sú frétt að varðstjórinn okk- ar og samstarfsmaður til margra ára, Einar Erlendsson, væri lát- inn. Bráðkvaddur í ferðinni til Kanarí sem hann hafði áður hlakkað svo mikið til að fara og hringdi meðal annars í okkur, þegar hann var staddur á flug- vellinum, til að láta vita af sér kátur og glaður. Hann skrapp öðru hvoru utan með vinum og leyndi gleðin sér ekki þegar þær ferðir voru fyrirhugaðar. Einar hafði þann vana að láta okkur vita með fyrirvara um ferðir sín- ar, hvort sem það var að fara til Egilsstaða að hitta barnabörnin, Reykjavíkur eða til útlanda, að það mætti samt hringja í hann þó að hann væri í fríi. Í okkar starfi ef eitthvað kom upp á var hann tilbúinn að fórna öllu til að reyna leysa vandann þó að hann væri búinn að standa vaktina lengi. Einar hafði mikinn áhuga á fjölskyldu sinni og deildi með samstarfsmönnum sínum fregn- um af börnum sínum og barn- börnum stoltur á svip, einnig hafði hann áhuga fyrir fjölskyld- um okkar og þekktu börnin hann vel og var hann jafnvel kallaður afi af sumum þeirra. Tómlegt er um að litast þegar farið er í Rauðakrosshúsið og enginn Einar þar, enginn að hella upp á kaffi, spá í hver hafi lagt bílnum síðast, hvernig flutn- ingur hafi gengið og annað sem tengdist starfinu. Margar uppá- komur og atvik væri hægt að rifja upp í tengslum við starfið sem ekki er leyfilegt að opinbera en þó getum við glaðst yfir síð- asta sjúkraflutningi Einars sem var tilefni tilhlökkunar og var mikill heiður að fá að taka þátt í honum. Við förum í síðasta flutn- ing með Einari í dag, hans verð- ur sárt saknað. Fyrir hönd sjúkraflutninga- manna í Rangárþingi, Eirika Benny Magnúsdóttir. Dauðinn gerir ekki alltaf boð á undan sér. Svo var einnig með vin okkar Einar Erlendsson, hann gerði ekki alltaf boð á und- an sér. Kom beðinn og óbeðinn til að líta eftir, spjalla og liðsinna eftir atvikum. Við hittumst reifir og reffilegir fyrir nokkrum vik- um, lífið var gott þrátt fyrir ákveðið mótlæti, og dauðinn var fjarlægur, en Einar varð bráð- kvaddur 8. febrúar á Kanaríeyj- um. Kynni okkar Einars hófust fyrir rúmum áratug. Ég var læknir á Hvolsvelli en hann var húsvörður, smiður, sjúkrabíl- stjóri og eiginlega allt í öllu á heilsugæslustöðinni sem var starfsvettvangur hans í rúm 20 ár. Strax á fyrsta degi sýndi hann hvaða mann hann hafði að geyma, úrræðagóður og bóngóð- ur. Hann sýndi síðan í öllum sín- um störfum og viðkynningu, ein- staka trúmennsku gagnvart vinnustaðnum, starfsfólkinu og skjólstæðingunum. Allt sem laut að hans viðfangsefnum á heilsu- gæslunni og eignum hennar var óaðfinnanlegt, bílarnir klárir, snjórinn mokaður, kaffi fyrir geðilla lækna, bókstaflega allt sem þurfti að vera klárt á tveim- ur heilsugæslustöðvum og hús- eignum. Stundum er það reyndar þannig að enginn tekur eftir þessum verkum sem sinnt er fyrr en þau eru látin ógerð. Samstarf okkar varð eiginlega Einar Erlendsson ✝ Einar Erlends-son fæddist 6. desember 1946. Hann lést 8. febr- úar 2014. Útför Einars fer fram 22. febrúar 2014. óvenjulega náið. Hann var hjálpar- hella sem hægt var að leita til hvenær sem var. Hann var sjúkraflutninga- maður meðfram sín- um störfum og í mínum huga þar fremstur meðal jafningja, enda var hann fádæma far- sæll í því erfiða starfi. Hann sýndi á ögur- stundum úr hverju hans innri maður var gerður, sem ekki var alltaf augljóst af hæglátri fram- göngu hans frá degi til dags. Sjúkraflutningar, og það sem þeim tilheyrir, var honum hjart- ans mál og allt sem laut að því á Hvolsvelli var undir óeigin- gjarnri og styrkri stjórn Einars, samfélaginu og heilsugæslu hér- aðsins og sýslunnar til ómetan- legs framdráttar og hagsbóta. Einar sinnti samfélaginu með forystu í Rauða krossi héraðsins og málum honum tengdum, barst ekki mikið á en var virkur þátt- takandi í öflugu starfi. Persónulega kynntumst við óeigingirni, trygglyndi og einnig viðkvæmri lund manns sem var í vissum skilningi einfari, áskapað eða álagt. Návist og vinátta Ein- ars var þægileg, skemmtileg og einlæg. Einar var stoltur af sínu fólki, stoltur af verkum sínum og vinnustað en flíkaði því ekki nema í notalegheitum einkasam- talsins. Hann gat einnig verið sposkur á sinn sérstaka hátt. Ég kveð vin minn og sam- starfsmann með virðingu og söknuði. Læknishéraðið, sem Einar var á margan hátt órjúf- anlegur hluti af, stendur fátæk- ara og berskjaldaðra eftir við fráfall hans. Samstarfsfólk sakn- ar vinar og starfsfélaga. Sveit- ungar minnast trausts samferða- manns. Einar lagði sig í aftanskininu í sólarlandaferð og vaknaði ekki aftur til þessa lífs. Ég vil trúa því að þetta síðasta sólarlag hafi verið milt. Í mínum huga er einhver birta og bros- mildi yfir minningu Einars Er- lendssonar. Aðstandendum vott- um við samúð. Guðmundur Benediktsson og Ingibjörg Faaberg. Í dag kveðjum við góðan vin og samstarfsfélaga, Einar Er- lendsson. Við andlátsfregn sem þessa verður allt svo undarlega hljótt og sálin hnýtur um minn- ingabrot sem hvelfast yfir og kalla fram tár jafnframt sem bros. Það er stórt skarð sem er svo snögglega höggvið í starfs- mannahóp Heilsugæslu Rangár- þings. Við samstarfsfólk Einars við Heilsugæslu Rangárþings minnumst hans með söknuði og þakklæti. Þakklæti fyrir fjöl- margar ánægjulegar samveru- stundir á liðnum árum, um- hyggju fyrir velferð okkar og þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast góðum manni sem vildi hvers manns vanda leysa. Á hverjum morgni er við mættum til vinnu tók á móti okk- ur kaffiilmur og notalegheit, enda Einar alltaf fyrstur manna til að undirbúa daginn. Hnyttin svör og góðlátlegt glott er nokk- uð sem við minnumst Einars fyr- ir. Samverustundir utan vinnu voru okkur og Einari dýrmætar. Þar naut hann sín í að sýna um- hyggju og velvild í okkar garð. Einar tók þátt í öllum okkar uppátækjum hvort sem um var að ræða mannfögnuði, konfekt- gerð, þæfingu eða kransagerð. Við sendum fjölskyldu Einars og öðrum aðstandendum innileg- ar samúðarkveðjur Vel sé þér, vinur, þótt vikirðu skjótt Frónbúum frá í fegri heima. Ljós var leið þín og lífsfögnuður, æðra, eilífan þú öðlast nú. (Jónas Hallgrímsson) Hvíldu í friði kæri vinur. Fyrir hönd samstarfsfólks á Heilsugæslu Rangárþings, Ólöf Árnadóttir. Það er með sorg sem ég skrifa þessi orð við skyndilegt fráfalls Einars Erlendssonar. Ég kynnt- ist Einari vorið 2001 þegar ég hóf störf sem læknir á Heilsugæslu Rangárþings. Strax við fyrstu kynni var ljóst hvers konar mað- ur Einar var. Einar var ávallt tilbúinn að hjálpa og hafði sterka föðurlega ábyrgðarkennd gagn- vart vinum sínum og samstarfs- fólki. Upphaflega var planið að vera í þrjá mánuði fyrir austan en á endanum urðu þeir 18. Á þeim tíma skapaðist vinsemd milli okkar sem hélt alla tíð. Við Einar unnum náið saman á þeim tíma sem ég var fyrir austan enda hafði hann yfirumsjón með sjúkrabílunum á Hvolsvelli. Ein- ar hafði mikinn áhuga á kennslu og kom þar aftur inn sú föður- lega ábyrgðarkennd að tryggja að félagarnir hefðu sem besta þekkingu og að sjúklingarnir fengju sem besta þjónustu. Í öll- um þeim erfiðu verkefnum sem við lentum í var það alltaf frá- bært að hafa Einar með sér og yfirvegun hans og stuðningur hjálpaði okkur að yfirstíga verk- efni, sem í fyrstu litu út fyrir að vera óyfirstíganleg. Mjög oft á þeim tíma sem ég var fyrir aust- an fékk ég símtöl frá Einari þar sem hann spurði hvort ég væri ekki að koma í mat. Þetta gerði hann án þess að það væri fyr- irfram ákveðið og til þess eins að tryggja að ungi læknirinn fengi nú örugglega eitthvað að borða. Þessum símtölum var alltaf svar- að játandi og ekki sjaldan endaði kvöldið með sameiginlegu útkalli. Eftir að ég flutti í bæinn héld- ust tengsl okkar áfram í gegnum vinnuna enda Einar oft að koma með sjúklinga niður á Bráðamót- töku LSH. Alltaf fékk maður að heyra frá sjúklingunum hversu frábæra þjónustu þeir hefðu fengið og hversu örugga þeir upplifðu sig í höndum Einars. Einar vandi líka komur sínar á heimili mitt ef hann átti ferð í bæinn. Oft kom hann með eitt- hvað meðferðis handa krökkun- um og var honum oft tekið eins og afa. Allar þessar heimsóknir bar að með sama hætti. Einar bara mætti og bankaði upp á. Hann var ekkert að gera eitthvað mikið úr þessu. Maður fékk það aldrei á tilfinningunni að hann væri á hraðferð og hann hafði alltaf tíma til að spjalla. Einar var þó alltaf með fingurinn á púlsinum og vissi hvað var að gerast. Eitt sinn var ég í hópi sem stoppaði kvöldstund á Hvolsvelli. Við vorum rétt sest inn til að fá okkur að borða þegar Einar labbaði inn enda hafði hann heyrt að ég væri í bænum. Auðvitað endaði allur hópurinn heima hjá Einar í góðu spjalli. Eftir að ég flutti til Edinborg- ar 2008 minnkuðu samskipti okk- ur í gegnum vinnuna en Einar hélt alltaf sambandi, annað hvort í gegnum síma eða tölvu. Í einu símtalinu tilkynnti hann að hann væri búinn að kaupa ferð til Ed- inborgar til að hitta okkur. Eins og áður gert án þess að vera með mikið veður út af þessu eða lang- an aðdraganda. Við áttum frá- bæra helgi í Edinborg og hann naut sín í faðmi fjölskyldunnar. Takk, kæri vinur og félagi, fyrir allar samverustundirnar og föðurlega stuðninginn. Ég veit að þú átt eftir að halda áfram að fylgjast með okkur og passa upp á okkur. Fjölskyldu Einars sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Bjarni Þór Eyvindsson, læknir. Við Einar frændi ólumst upp saman í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík, þar sem þrjár kyn- slóðir deildu kjörum á tveimur hæðum. Hann var að læra skipa- smíði fyrst þegar ég man eftir honum og ég að vaxa úr grasi. Sem lítill patti leit ég upp til Ein- ars, sem var flottur náungi, snaggaralegur og skemmtilegur. Átta ára drengur þóttist aldeilis maður með mönnum þegar hann fékk að fara út í sjoppu með Ein- ari frænda að kaupa kók og prins til að hafa með sjónvarpinu í faðmi fjölskyldunnar. Síðar flutti Einar til Hvolsvall- ar og litli pattinn fór að læra í út- löndum og þá urðu fundirnir færri. Samt var ávallt gaman að koma í heimsókn til hans í Litla- gerðið á Hvolsvelli. En eftir að ég kom heim frá vinnu við hjálp- arstörf erlendis árið 1999 fórum við að hittast oftar, og þá vegna sameiginlegra starfa fyrir Rauða krossinn. Einar var bæði sjúkraflutn- ingamaður og formaður Rauða krossins á Hvolsvelli og í starfi mínu fyrir Rauða krossinn í Reykjavík náðum við frændurnir saman á ný. Hann lét sig aldrei vanta á fundi, þar sem menn réðu ráðum sínum um skipulagningu starfsins, og við þær aðstæður áttum við ófáar samræðurnar. Einar fylgdist vel með starfi félagsins og það var hægt að leita til hans um allt sem því viðkom. Hann brann fyrir sjúkraflutn- ingana og það öryggi sem vel skipulagðir flutningar geta veitt smáum samfélögum. Í því fóru hagsmunir saman enda hefur það ætíð verið mikið hugðarefni Rauða krossins að tryggja gæði sjúkraflutninga um allt land, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu. Fréttin um fráfall Einars frænda á Kanaríeyjum kom illi- lega á óvart. Ekkert benti til þess að við myndum ekki njóta samvista við hann lengi enn. Fjölskyldan er öll harmi slegin. Ég mun sakna félaga úr Rauða krossinum en umfram allt frænd- ans sem ég dáði þegar ég var ungur og naut þess að vera í samskiptum við síðar. Hann var alltaf glaðvær, alltaf skrafhreif- inn, og það var notalegt að um- gangast hann. Hans verður sárt saknað. Við Adda Steina vottum börn- um hans, barnabörnum og ást- vinum öllum samúð og vonum að þær góðu minningar sem Einar skilur eftir ylji þeim á komandi tíma veiti þeim styrk. Þórir Guðmundsson. ✝ Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, stjúpfaðir, afi og langafi, SNORRI SNORRASON, Löngumýri 38, Selfossi, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands mánudaginn 17. febrúar, 85 ára að aldri. Jarðarförin fer fram frá Selfosskirkju fimmtudaginn 27. febrúar kl. 13.30. Halldóra Ármannsdóttir, börn, tengdabörn, stjúpbörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir og sambýlismaður, SIGURÐUR HALLGRÍMSSON, Siggi Hall, bifreiðastjóri, Vík í Mýrdal, lést miðvikudaginn 19. febrúar. Útför fer fram frá Víkurkirkju laugardaginn 1. mars klukkan 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvinasjóð Hjallatúns. Ingibjörg Þórdís Sigurðardóttir, Sigurður Nikulásson, Sólborg Sæunn Sigurðardóttir, Margrét Sigurðardóttir, Þórhallur Sæmundsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Einar Ólafur Valdimarsson, Svandís Salómonsdóttir og afabörn. ✝ Ástkær eiginkona, móðir, stjúpmóðir, tengdamóðir, dóttir og amma, KRISTÍN KÁRADÓTTIR, Naustabryggju 57, andaðist á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut fimmtudaginn 20. febrúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 28. febrúar kl. 13.00. Albert Sigtryggsson, Sigurður H. Hlöðversson,Þorbjörg Sigurðardóttir, Hlín Hlöðversdóttir, Guðmundur Jón Tómasson, Sigtryggur Albertsson, Ragnheiður Sóley Stefánsdóttir, Arnar Albertsson, Inga Björg Stefánsdóttir, Atli Þór Albertsson, Anna Ósk Ólafsdóttir, Aðalheiður Ísleifsdóttir og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG JÓHANNA ÞÓRÐARDÓTTIR kennari, Hrafnistu í Hafnarfirði, áður til heimilis á Þinghólsbraut 72, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 28. febrúar kl. 13.00. Unnsteinn Þórður Gíslason, Magnús Gíslason, Kristján Gíslason, Guðrún Benedikta Elíasdóttir, Gísli Örn Gíslason, Birna Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL ÞÓR ELÍSSON, Melgerði 13, áður Gimli, Reyðarfirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupsstað fimmtudaginn 20. febrúar. Útförin fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju laugardaginn 1. mars kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Austfjarða. Bjarney A. Pálsdóttir, Vilhelm Jónsson, Georg Þór Pálsson, Hjördís Ingvadóttir, Sigrún Pálsdóttir, Leopold Castro, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HÓLMFRÍÐUR FINNSDÓTTIR frá Straumfjarðartungu, andaðist sunnudaginn 23. febrúar. Útförin verður frá Fáskrúðarbakkakirkju föstudaginn 28. febrúar kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á minningarsjóð Brákarhlíðar í Borgarnesi. Valgeir Ingólfsson, Jóhanna Þ. Björnsdóttir, Guðbjörg Ingólfsdóttir, Gunnar Ragnarsson, Finnur Ingólfsson, Guðríður Ebba Pálsdóttir, Páll Ingólfsson, Brynja Þórhallsdóttir, Þórður Ingólfsson, Haraldur Ingólfsson, Steinunn Ingólfsdóttir, Helgi Valur Friðriksson, Baldur Ingólfsson, Guðrún Helga Helgadóttir, ömmu- og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.