Morgunblaðið - 25.02.2014, Page 30

Morgunblaðið - 25.02.2014, Page 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2014 Það voru viss for- réttindi fyrir okkur bræður, sem fæddir voru um og eftir miðja síðustu öld, að fá að alast upp í ömmu- og afahúsi í faðmi stórfjölskyldunnar, þar sem alltaf var einhver til staðar fyrir okkur á Brennulóð, Berg- staðastræti 12 í Reykjavík. Í gömlu Brennu, sem enn stendur, bjó náið skyldfólk, Sigga afasystir og Gvendur frændi. Í húsinu við götuna bjó Ásta föð- ursystir og hennar fjölskylda á efstu hæðinni, amma og afi á mið- hæðinni, og fjölskylda okkar, fyrst í bakhúsinu og síðar á neðstu hæðinni. Allt var við hönd- ina í hverfum bæjarins, mjólkur- búðir, nýlenduvöruverslanir, bakaríin og fiskbúðir, nánast allt á næsta horni. Leiksvæði okkar krakkanna voru portin við húsin og göturnar, því ekki var umferð bíla að trufla okkur, enda fáir slíkir í umferð. Frá þessum tíma hafa orðið gífurlegar breytingar á byggð- inni, úr bæ í borg og lífsháttum fólks. Þessi tími er horfinn og við sem upplifðum þennan tíma erum að hverfa einn af öðrum og heyra sögunni til. Ragnar Gíslason annar yngri bræðra minna, sem báðir eru nú fallnir frá, var frábær einstak- lingur, góðum gáfum gæddur, at- hugull, úrræðagóður, skipulagð- ur, fjölhæfur, áhugasamur um menn og málefni og sannur vinur vina sinna. Með þessa kosti hélt Ragnar út á lífsins braut. Ungur að árum kynntist Ragnar sinni æskuást, Ingi- björgu Gunnarsdóttur. Þau reistu sér bú í heimabæ hennar, Hafnarfirði, og hófu þar sín störf og síðar í Garðabæ. Uppeldi þriggja barna þeirra Ragnars og Ingibjargar hafði alla tíð forgang. Umhyggja og samheldni í fyrir- rúmi. Í Efstalundi 4 sló hjarta fjölskyldunnar. Þar var miðstöð barna þeirra hjóna, barnabarna og tengdasona. Fyrir þremur árum greindist Ragnar með alvarlegan blóðsjúk- dóm. Hörð barátta var háð við vá- gestinn og allan þennan tíma var Ragnar vel studdur af eiginkonu og fjölskyldu. Aðdáunarvert var hvernig Ragnar tókst á við sjúk- dóminn af einstakri hugprýði og æðruleysi, allt þar til yfir lauk. Ragnar var ekki einungis ást- kær bróðir, heldur minn allra besti vinur í leik og starfi. Til Ragnars var gott að leita. Úr- lausnir mála flæktust ekki fyrir. Öll mál voru leyst á einfaldan og fagmannlega hátt. Ég kveð minn kæra bróður með miklum söknuði. Ég og fjöl- skylda mín vottum fjölskyldu Ragnars, eiginkonu og börnum samúð á sorgarstundu. Minning um einstakan mann mun lifa. Einar bróðir. Í dag kveð ég Ragga föður- bróður minn. Raggi háði baráttu við hvítblæði í hátt á þriðja ár en Ragnar Gíslason ✝ Ragnar Gísla-son fæddist 24. október 1951. Hann lést 14. febrúar 2014. Útför Ragn- ars fór fram 24. febrúar 2014. vágesturinn hafði því miður betur í þessari baráttu. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann á þessari stundu, minningar úr æsku minni en um tíma bjuggu Raggi og Ingibjörg kona hans ásamt börnum í sama hverfi og við í Hafnarfirðinum. Það var oft kátt á hjalla og hljóp ég oft yfir á Flókagötuna til að fá félagsskap enda frænkur mínar á svipuðum aldri og ég. Oftar en ekki var Raggi að spila á gítarinn eða á orgelið og hafði ég unun af því að hlusta á enda var hann afar mús- íkalskur. Á þessum árum var mikill samgangur á milli heimila og þótti mér toppurinn á tilver- unni að vera boðin í mat á Flóka- götuna því Raggi borðaði á þeim árum nánast alltaf franskar með mat og var mikill sælkeri, en það var nýmæli á þessum árum. Raggi var góður og traustur maður, glaðlyndur og mikill húmoristi. Umfram allt lét hann sig sitt nánasta umhverfi miklu varða. Hann fylgdist til dæmis alltaf með því sem ég, litla frænka, var að gera og þegar fram liðu stundir hvað börnin mín voru að sýsla. Þegar Einar Orri, elsti sonur minn, fermdist bjuggum við fjölskyldan í Dan- mörku, Raggi tók sig þá til og kom í ferminguna með pabba, og þótti okkur í fjölskyldunni mjög vænt um heimsóknina. Við átt- um góðar stundir með bræðrun- um sem heilluðu danskar vin- konur mínar með „einstakri“ dönskukunnáttu sinni. Raggi var mjög barnelskur enda tileinkaði hann ævistarf sitt umönnun og menntun barna, en hann var einnig mikill afi og á heimili þeirra Ingibjargar var alltaf tekið á móti barnabörnun- um með mikilli gleði, ást og væntumþykju og er missir þeirra því mikill. Eftir stendur stórkostleg og sterk amma sem verður áfram til staðar fyrir barnabörnin. Elsku Ingibjörg, Gunnar Bjarni, Sigga Lísa, Jonni, Ragga Dís, Úlfar og fjölskyldur, megi góður Guð styrkja ykkur í sorg- inni. Munið að þegar þið eruð döp- ur þá skuluð þið skoða hjarta ykkar og þá munuð þið sjá að það sem grætir ykkur er það sem gladdi ykkur áður. Þóra Einarsdóttir. Góður drengur er fallinn frá friður Guðs honum veri hjá, – söknuður ríkir sár. Minning hans lifir ljúf og skær lýsir og vermir nær og fjær, – glitra á hvörmum tár. Á því augnabliki sem einhver okkur kær kveður þetta líf finn- um við að myndir og minningar frá langri samferð hrannast upp í huganum og verða aflvaki þess sem ber að þakka og sem gott er að njóta um ókomin ár. Tærar og ljóslifandi minningar vekja sterkar tilfinningar, sára eftirsjá og sorg og þakklæti fyrir að hafa átt langa samfylgd með þeim sem horfinn er. Ragnar Gíslaon, hann Raggi Gísla, var ekki einungis sam- ferðamaður. Hann var um langt árabil náinn samverkamaður og þar varð til vina- og trúnaðar- samband sem aldrei bar skugga á. Úr leiftri minninga: kennara- árin í Öldutúnsskóla; Söngsveitin Randver, skipuð vinum úr kenn- araliði Öldutúnsskóla; Randvers- ferðalög um landið; hljómplötuút- gáfa; blaðaútgáfa; skólastjórafélagar; skólastjóra- ferðir; traust fjölskyldu- og vina- tengsl. Raggi var mikill skólamaður. Faglegur metnaður hans og glögg sýn á skólastarf einkenndi allt hans starf á þeim vettvangi og bar árangur sem eftir er tekið. Strax í Öldutúnsskóla komu þess- ir eiginleikar hans í ljós og fengu síðan farsælan framgang í skóla- stjóratíð hans bæði í Foldaskóla og síðar í Garðaskóla. Honum var lagið að laða fólk til jákvæðs sam- starfs og samskipti hans við nem- endur einkenndust af skilningi, umhyggju og virðingu. Þessa mikilvægu þætti í fari stjórnand- ans Ragnars Gíslasonar fékk hann að verðleikum oftsinnis endurgoldna. Raggi var listamaður í eðli sínu. Hann var góður hljóðfæra- leikari. Gítar, mandólín og munn- harpa voru hans hljóðfæri. Þá skrifaði hann bækur, samdi texta og lög og hafði gott auga fyrir myndlist. Hetjuleg barátta Ragga gegn miskunnarlausum sjúkdómi sem fyrir þremur árum hreif þennan góða dreng með sér út í óvissuna var einstök. Hann hefði verð- skuldað annan endi en varð. Hver dagur var dagur hetjudáða. Lífs- þránni og lífsgleði var stillt í fyr- irrúm og gengið til hverrar orr- ustu með ríka sigurvon. Þótt oft væri erfitt að kveldi átakadags var löngunin eftir nýrri dagrenn- ingu með nýjum tækifærum og greiðari leiðum öllu öðru yfir- sterkari. Bjartsýni hans og trú á sigur lífsins var aðdáunarverð. Fjölskylda Ragga hlúði að honum og styrkti æðruleysi hans og baráttuþrek. Eiginkona hans, Ingibjörg, börn þeirra og fjöl- skyldur voru ekki síst vermandi og umvefjandi sólargeislar hverr- ar dagrenningar. Raggi hefur verið leystur und- an þjáningu og raun. Kærleikur Guðs tekur nú við þessum góða dreng, leiðir hann um grænar grundir og að vötnum þar sem hann mun hvílast og næðis njóta. Við söknum sárt, en þakklætið fyrir góðan vin lifir. Elsku Ingibjörg, Gunnar Bjarni, Sigga Lísa og Ragga Dís og fjölskyldur ykkar. Guð veri með ykkur, styðji og styrki í sárum söknuði. Megi dýrmætar minningar um ástríkan eiginmann, föður, afa og tengdaföður verða ykkur til huggunar. Ellert Borgar og Erna. Það fyrsta sem kemur upp í hugann eru öll áramótin sem við áttum saman með Ragga, Ingi- björgu og krökkunum. Þau voru okkur og börnunum okkar dýr- mæt og enn er verið að tala um það sem fram fór á þakinu á mið- nætti. Minningar okkar um Ragga frá því við vorum börn snúast fyrst og fremst um það hversu gott okkur þótti að koma heim til þeirra Ingibjargar frænku og oft fengum við að gista, sem var allt- af sérstakt tilhlökkunarefni. Raggi gaf sér alltaf góðan tíma til að veltast um með okkur krökk- unum og sá hlutina oftar en ekki með augum húmoristans, popp- aði heimsins besta popp og í meira magni en flestir aðrir. Hann sýndi okkur krökkunum athygli og bjó almennt yfir þeim góða eiginleika að hafa áhuga á fólki og því sem aðrir voru að gera. Í minningunni var hann líka alltaf með myndavélin eða upp- tökutækið á lofti og skráði þannig uppvaxtarár krakkanna sinna og barnabarna, sem og auðvitað há- punkta fjölskylduboðanna í Efstalundi á spjöld sögunnar. Hann var líka sá sem kunni á öll hljóðfærin og spilaði jafnvel stundum á þau mörg í einu. En við minnumst Ragga líka fyrir það að hann var alltaf sá sem var boðinn og búinn ef einhvern vant- aði aðstoð, var mættur fyrstur ef eitthvað þurfti að framkvæma, í málningargallanum og til í slag- inn. En fyrst og fremst var Raggi pabbi þeirra Gunnars Bjarna, Siggu Lísu og Röggu Dísar, pabbi sem var stoltur af krökk- unum sínum og lagði sig fram um að vernda þau og styðja. Elsku Ingibjörg, Gunnar Bjarni, Sigga Lísa og Ragga Dís, megi Guð styrkja ykkur kæra fjölskylda á þessum erfiðu tím- um. Gunna Dóra, Helga Björg, Kristján og Gunnar Axel. Góður félagi og vinur, Ragnar Gíslason skólastjóri, er fallinn frá á besta aldri eftir tvísýnt veik- indastríð í rúm tvö ár. Þessa hæfa og farsæla skólamanns verður sárt saknað af þeim sem hann þekktu og var svo mörgum okkar góð fyrirmynd og leiðtogi. Þegar ég hóf störf við Rimaskóla fyrir tveimur áratugum hafði Ragnar stýrt Foldaskóla í eitt ár og hafði þá þegar komið á fyrirmyndar skólastarfi á svo mörgum sviðum. Á þessum árum áttum við Ragn- ar mjög gott og ánægjulegt sam- starf og á milli okkar myndaðist traust vinátta. Metnaður okkar og væntingar tengdust velferð nemenda og skoðanir okkar í for- varnarmálum fóru saman. Hinn mikli árangur sem niðurstöður kannana á stórminnkandi neyslu vímuefna nemenda á grunnskóla- aldri sýna er mikið að þakka hug- myndum og verkefnum Ragnars í félagsstarfi meðal nemenda. Samstarfsár okkar í Reykjavík voru ár mikilla breytinga, krefj- andi en spennandi verkefna. Ein- setning grunnskóla, tilfærsla skólanna yfir til sveitarfélaga og ráðning viðbótarstjórnenda í fjöl- mennustu skólunum voru á verk- efnaskrá okkar. Ragnar var frumkvöðull í hópi skólastjóra og hugsjónir hans í skólastarfi voru ferskar og árangursríkar. Oft sátum við Ragnar saman á fund- um og ráðstefnum. Bárum við saman bækur okkar, bæði í gamni og alvöru, og þar þurfti engar málalengingar því að skoð- anir okkar og viðhorf voru eins. Ragnar var spaugsamur og skemmtilegur félagi sem á góðri stundu tók upp mandólín eða harmónikku og leiddi söng skóla- stjórahópsins, ásamt sínum besta vini og félaga, Ellerti Borgari Þorvaldssyni. Að fá að kynnast honum og eiga að vini var mann- bætandi. Ég sakna sárt góðs vin- ar og votta konu hans og börnum mína dýpstu samúð. Helgi Árnason. Mikill skólamaður og góður drengur, Ragnar Gíslason, er lát- inn fyrir aldur fram. Orrustu sína við heilsuleysið og dauðann háði Ragnar af miklum hetjuskap, neitaði að láta undan, vildi eðli- lega sinna skyldum sínum áfram gagnvart fjölskyldu og skólasam- félaginu. Á stundum vonlaus, ringlaður og hræddur, en líka sterkur, raunsær og vongóður í sinni baráttu. Skiljanlegar til- finningar manns sem heyr bar- áttu upp á líf og dauða fyrir fjöl- skyldu sína sem hann ann svo óskaplega mikið. „Mig langar til að halda áfram að leggja mitt af mörkum til skólastarfs í Garðabæ“ sagði hann við mig fyrir nokkrum vik- um þegar ég heimsótti hann á heimili hans, glaðan í bragði en máttfarinn. Við Ragnar sátum lengi og spjölluðum saman m.a. um skólastarf og um Öldutúns- skóla þar sem Ragnar steig sín fyrstu spor sem kennari og ég sem nemandi. Hann sagði mér líka frá því þegar hann kynntist Ingibjörgu sinni á unglingsaldri, „það var mín mesta gæfa“, sagði hann. Við töluðum um handbolta og FH, um samferðamenn, minn- isstæða persónuleika frá Hafnar- firði og samkennara úr Öldu- túnsskóla sem hann bar ómælda virðingu fyrir. Einnig bar blokk- artímabilið á góma, en báðir átt- um við á tímabili heima á Öldu- götu 48 í Hafnarfirði. Já ótrúlega margt gátum við rifjað upp. Ég man að móðir mín skrifaði mér til Þýskalands og sagði mér að í blokkina væri flutt fjölskylda sem henni litist vel á, ungt og fal- legt par. Hann er kennari og spil- ar á hljóðfæri, stóð í bréfinu. Orrustunni er lokið og kallið komið, en margs er að minnast og margt að þakka. Minningin um góðan dreng lifir, áherslur og við- horf skólamannsins Ragnars Gíslasonar lifa áfram. Í ársbyrjun 2002 tók Ragnar við starfi skóla- stjóra Garðaskóla og leiddi þar áfram áherslur skólans á sterka faggreinakennslu og fjölbreytt námsframboð. Í öllum samskipt- um við bæjaryfirvöld hafði Ragn- ar hagsmuni nemenda í fyrir- rúmi. Nemendur í Garðaskóla hafa verið mjög jákvæðir gagn- vart skólanum sínum, líður þar vel og ná góðum árangri í námi. Það er ekki síst Ragnari Gísla- syni að þakka, en hann innleiddi, með sínu nefi, uppbyggingar- stefnuna sem styrkti enn betur jákvæðan skólabrag í Garða- skóla. Um leið og ég votta Ingi- björgu, börnum og barnabörnum mína dýpstu samúð vil ég fyrir hönd Garðabæjar þakka Ragnari fyrir samfylgdina og framlag hans til okkar samfélags. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Kveðja frá Garðaskóla Það er áfall fyrir skóla að missa skólastjórann sinn og hug- ur starfsmanna í Garðaskóla er hjá fjölskyldu Ragnars Gísla- sonar sem hefur staðið eins og klettur og stutt við hann í veik- indum undanfarin misseri. Í veikindum Ragnars hafa nemendur og samstarfsfólk í Garðaskóla fundið að hjartsláttur skólans hefur dofnað lítið eitt. Hlutverk Ragnars í skólanum var að stýra áherslum, beina athygli að því sem vel var gert og hlúa að því. Hann tryggði að forsendur framúrskarandi skólastarfs væru til staðar. Þetta gerði hann með því að hlusta vel á nemendur, bæta aðbúnað og öryggi þeirra og kenna bæði nemendum og starfsmönnum að þekkja sjálfa sig betur. Ragnar kynnti hugmyndir uppbyggingarstefnunnar í Garðaskóla og innleiddi þær í starfshætti skólans á þann hátt að starfsmönnum fannst þeir í raun alltaf hafa unnið samkvæmt sömu hugmyndafræði. Það er mikil list að stýra fólki þannig að því finnist það vera að stjórna sér sjálft og þessari list beitti Ragn- ar. Hann byggði upp jákvæðan skólabrag á markvissan hátt löngu áður en það fyrirbæri var skilgreint í lögum um grunn- skóla. Ragnar beindi athygli nem- enda og starfsfólks að eigin líðan og kenndi að ef okkur líður ekki vel þá getum við ekki unnið vel. Nærvera Ragnars var alltaf hlý og skemmtileg. Hann gaf sig að hverjum nemanda, fylgdist með litlum en mikilvægum málum og dreifði umhyggju og gleði í starfi skólans. Við brottfall Ragnars skóla- stjóra þurfa starfsmenn og nem- endur Garðaskóla að skapa sér nýjan hjartslátt. Veganestið frá Ragnari styrkir okkur á þeirri vegferð og minningin um góðan samstarfsmann og umhyggju- saman leiðtoga mun lifa í skólan- um. „Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin, sem er uppspretta gleðinnar, var oft full af tárum. Og hvernig ætti það öðruvísi að vera? Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur það rúmað. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Spámaðurinn) Fyrir hönd starfsmanna Garðaskóla, Brynhildur Sigurðardóttir. Við viljum minnast Ragnars Gíslasonar skólastjóra fáeinum orðum. Leiðir okkar lágu saman þegar við gengum til liðs við starfshóp um samfélagsfræði, snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Verkefni hópsins var að semja nýtt námsefni í samfélags- greinum, ekki aðeins í átthaga- fræði, sögu, landafræði og fé- lagsfræði, heldur átti efnið að hafa miklu víðari skírskotun og sækja til fleiri sviða, m.a. sál- fræði, heimspeki og mannfræði. Hópurinn starfaði á vegum skóla- rannsóknadeildar menntamála- ráðuneytisins undir stjórn dr. Wolfgangs Edelstein, þess mikla hugsuðar og skólamanns. Ragnar var kallaður í hópinn vegna þess að af honum fór það orð að hann væri framúrskarandi kennari, þó ungur væri, rétt rúm- lega tvítugur. Þær kennsluað- ferðir sem áhersla var lögð á í þessu þróunarstarfi höfðuðu til hans; leitarnám, hópvinnubrögð, samræður, vettvangsnám og hvers konar skapandi vinna. Margt af þessu hafði hann prófað með nemendum sínum og sam- kennurum í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði með góðum árangri. Fljótlega höguðu atvik því svo að við urðum nánir samstarfs- menn og störfuðum náið saman í rúman áratug við námskrár- og námsefnisgerð. Við nutum góðs af hæfileikum hans og lifandi áhuga. Ragnar var lausnamiðaður og drífandi dugnaðarforkur. Margþættir hæfileikar hans nutu sín vel í þessu starfi. Hann tók snemma að sér að stýra öllu umbroti á námsefninu en á því sviði varð hann fljótt meistari, enda hug- myndaríkur og útsjónarsamur. Hann var fundvís á snjallar lausnir, hvort heldur var að setja texta og myndir fram með áhuga- vekjandi hætti, eða að móta ögr- andi og skapandi verkefni. Allt framlag hans litaðist af áhuga hans á því að leggja af mörkum til enn betri skóla. Minnisstæð er ferð okkar til Póllands með þeim Ingibjörgu árið 1980, rétt áður en járntjaldið féll. Verkefni okkar var að safna efni til nýs námsefnis um Evrópu – en þetta viðfangsefni var hon- um sérstaklega hugleikið. Seinna skildu leiðir í störfum, en alltaf var stutt á milli okkar þegar við hittumst. Kraftur, metnaður, góðvild og fag- mennska einkenndi allt það sem hann tók sér fyrir hendur; hvort heldur var kennsla, útgáfa, skriftir eða skólastjórnun. Við kveðjum hugsjónamann og eldhuga í sorg, en með þakklæti fyrir allt sem hann lagði af mörk- um. Við biðjum allar góðar vættir að styðja fjölskyldu hans og ást- vini. Ingvar Sigurgeirsson, Erla Kristjánsdóttir. Það var stór hópur af nemend- um sem mætti í stóra sal Öldu- túnsskóla haustið 1971 til að hefja nám í 1. bekk. Margir höfðu verið áður í skólanum í tímakennslu sem þá var en aðrir að mæta í fyrsta sinn. Spenningur í lofti í hvaða bekk menn færu og hver yrði kennari. 1964-árgangurinn var stór árgangur og var því skipt í fjóra bekki. Þegar búið var að skipta í bekki og þrír reyndir kennarar búnir að draga miða Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 ALLAR SKREYTINGAR UNNAR AF FAGMÖNNUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.