Morgunblaðið - 25.02.2014, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 25.02.2014, Qupperneq 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2014 Hvern ætlar þú að gleðja í dag Bíólistinn 21.-23. febrúar 2014 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd Lego The Movie Gamlinginn Ride Along Lífsleikni Gillz RoboCop I, Frankenstein Cloudy with a Chance of Meatballs 2 Out Of The Furnace Nymphomaniac part 1 Justin and the Knights of Valour 1 Ný Ný 2 3 Ný 5 4 7 8 2 1 1 3 2 1 6 2 2 4w 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 The Lego Movie, eða Lego-myndin, var langbest sótt um helgina af þeim kvikmyndum sem sýndar eru í bíóhúsum landsins. Um 19 þúsund miðar hafa verið seldir á hana frá frumsýningardegi, þar af um 7.300 um helgina. Aðsóknin að næst- tekjuhæstu mynd helgarinnar, Gamlingjanum sem skreið út um gluggann og hvarf, var öllu minni, um 2.800 miðar seldir. Gaman- myndin Ride Along, sem segir af ör- yggisverði sem dreymir um að verða lögreglumaður, var ágætlega sótt, um 2.000 miðar seldir á hana yfir helgina. Bíóaðsókn helgarinnar 19 þúsund Lego-miðar Lego-æði Landsmenn flykkjast á Lego-myndina, The Lego Movie. María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Nýju verkefni á vegum Hönnunar- sjóðs Auroru og fleiri aðila sem ber nafnið Hæg breytileg átt hefur ver- ið ýtt úr vör. Verkefnið er á sviði byggða- og íbúðaþróunar en mikið hefur verið rætt um íbúðarkosti síðustu misserin. Um er að ræða vettvang þverfaglegrar hugmynda- vinnu þar sem reynt verður að varpa ljósi á vistvænni, hagkvæm- ari og framsæknari íbúðarkosti í ís- lensku þéttbýli. Skipulag íbúða- hverfa og íbúðarhúsin sjálf eru sögð hafa lítið þróast undanfarna áratugi og mikilvægt sé að þau taki mið af breyttum lífsstíl fólks og breyttu samfélagsmynstri hvers tíma. Anna María Bogadóttir arkitekt situr í stjórn verkefnisins. Hún tel- ur að samfélagið verði að koma til móts við breytt lífsmynstur kyn- slóðanna sem eru að koma inn á húsnæðismarkaðinn og kalla verður eftir sjónarmiðum sem endurspegla þessar nýju áskoranir. „Þetta er þróunarverkefni á sviði íbúða- og byggðaþróunar. Gert er ráð fyrir þessu sem hugmynda- fræðilegum vettvangi þar sem varpað verður ljósi á mögulegar lausnir með tilliti til húsnæðiskosts þar sem áhersla er lögð á þarfir kynslóðarinnar sem er að koma inn á íbúðamarkaðinn. Sérhver samtími þarf að horfa til félagslegra þátta þegar kemur að því að hanna íbúðir og við viljum horfa til þessarar nýju kynslóðar og leggja drög að því að það sé byrjað á réttum enda,“ segir Anna María. Breyttar áherslur kynslóðanna „Það er margt sem bendir til þess að þessi hópur hafi aðrar þarf- ir og áherslur en kynslóðirnar á undan en með hverri nýrri kynslóð á alltaf einhver endurskoðun sér stað. Kannanir hafa til dæmis bent til þess að langstærstur hluti ungs fólks kýs helst að búa í miðbænum eða í Vesturbænum þar sem er þéttasta byggðin. Þá eru einnig ýmis teikn á lofti um það að þessi kynslóð ætli sér ekki endilega að kaupa sér fast- eignir í eins miklum mæli og hing- að til hefur verið hefð fyrir og kjósi heldur meiri sveigjanleika og jafn- vel minna húsnæði en það sem al- mennt tíðkast. Þá er ungt fólk að horfa í auknum mæli til þess að leigja með öðrum og jafnvel deila með öðrum grunnaðstöðu eins og eldhúsi. Fjölbreytt fjölskyldumynstur hefur að sama skapi áhrif á innra skipulag íbúða og húsnæðis. Í mörgum tilfellum eru til dæmis börn að alast upp á tveimur heim- ilum sem þau eiga jafnmikið tilkall til og allt eru þetta þættir sem hafa áhrif á hönnun húsnæðis.“ Mikil fagleg breidd Áhersla verður lögð á samfélags- lega afstöðu, frjálst og óhefðbundið hugmyndaflæði og vistvæna og byggingartæknilega framsækni. Þá skiptir góð nýting á fermetrum máli sem og mótun inni- og úti- rýma. Anna María segir að viðtökurnar hafi verið afar góðar. „Margir hafa sýnt þessu verkefni mikinn áhuga. Umsóknarfresturinn rann út á föstudaginn og við erum bjartsýn á að hafa fengið margar spennandi umsóknir. Við vitum að það eru margir hér á landi sem eru með spennandi hugmyndir og með þessu verkefni erum við að skapa vettvang fyrir þær hugmyndir.“ Athygli vekur að ekki var ein- ungis sóst eftir arkitektum eða hönnuðum heldur er vonast til þess að í hverjum hópi séu einn til tveir arkitektar og tveir til fimm ein- staklingar úr öðrum greinum. „Breidd verkefnisins er mjög mikil sem sjá má endurspeglast í bakhjörlum þess en þeir koma úr ólíkum áttum. Við vorum því ekki einungis að kalla eftir umsóknum frá til dæmis arkitektum og hönn- uðum heldur vonumst við til þess að hóparnir sem taka þátt í þessu verkefni hafi faglega breidd og komi úr ýmsum atvinnugreinum, eins og til dæmis tæknigeirum, raunvísindum og félagsvísindum.“ Mikilvægt innlegg Anna María reiknar með að áfram verði unnið með hugmynd- irnar í framhaldi af þessu verkefni. „Vonandi verða hugmyndirnar þróaðar áfram í framtíðinni og framkvæmdar. Það lítur allt út fyr- ir að farið verði í miklar byggingar- framkvæmdir á komandi árum og þá kemur þetta til með að vera mikilvægt innlegg í þá umræðu.“ Þátttakendur verða kynntir þann 7. mars en formleg vinna við verk- efnið hefst 11. mars „Í lok maí verður opið málþing og þá verða hóparnir komnir vel áleiðis í sinni vinnu og geta jafnvel kynnt grunnskissur og hugmyndir. Í ágúst verða síðan lausnirnar kynntar á þar til gerðri sýningu.“ Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á heimasíðunni: www.haegbreytilegatt.is Kalla eftir nýjum hugmyndum  Nýju samstarfsverkefni ýtt úr vör  Skipulag hverfa og íbúðarhúsa taki mið af breyttum áherslum samtímans  Mikilvægt að byrja á réttum enda  Fleiri vilja deila húsnæði með öðrum Morgunblaðið/Þórður Skipulag Anna María Bogadóttir arkitekt er í stjórn verkefnisins. Bakhjarlar verkefnisins eru Hönn- unarsjóður Auroru ásamt Hönn- unarmiðstöð, Reykjavíkurborg, Samtök iðnaðarins, Félagsbústaðir, Búseti og Félagsstofnun Stúdenta. Verkefnisstjórar eru Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir og Hrefna Björg Þorsteinsdóttir, arkitektar FAÍ. Stjórn verkefnisins skipa Anna María Bogadóttir, Auðunn Freyr Ingvarsson, Árni Jóhannsson, Guð- rún Björnsdóttir, Guðrún Ingvars- dóttir og Páll Hjaltason. Leitað var að þátttakendum úr ýmsum ólíkum starfsgreinum. Reiknað er með að hóparnir verði þrír til fimm talsins og hver hafi á að skipa fjórum til sex einstakl- ingum. Hver hópur fær síðan 4,5 milljónir króna sem greiðist út í fimm hlutum við samþykkt skil á hverjum áfanga vinnunnar. Hóp- arnir koma sér svo saman um skiptingu þóknunarinnar innbyrðis. Hæg breytileg átt BAKHJARLAR VERKEFNISINS Háhýsi Margir sækjast eftir því að búa miðsvæðis í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.