Morgunblaðið - 25.02.2014, Page 44

Morgunblaðið - 25.02.2014, Page 44
ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 56. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Framkoman í Biggest Loser ... 2. Ættarsvipurinn þynnist út 3. Fjölmenni á Austurvelli 4. Fyrir og eftir-myndirnar ... »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti hefur samið við bandaríska útgáfu- fyrirtækið Columbia Records um út- gáfu á plötu sinni In the Silence sem fyrirtækið mun gefa út 4. mars í sam- starfi við One Little Indian, útgáfu- fyrirtækið sem Ásgeir er á mála hjá. Morgunblaðið/Kristinn Ásgeir Trausti semur við Columbia Records  Nýtt verk eftir danshöfundinn Margréti Söru Guðjónsdóttur, Targeted, verður flutt í Riksteatern í Hallunda í Sví- þjóð á fimmtu- daginn. Verkið er hluti af dans- syrpu hennar, Soft Target, pantað af sænska ballettflokknum Cullberg. Nýtt verk eftir Mar- gréti flutt í Hallunda  Norræn þjóðlistahátíð verður haldin í fyrsta sinn á Akureyri 20.- 23. ágúst nk. Á henni munu koma fram tónlistarmenn og dansarar frá Norðurlöndum. „Aldrei fyrr hefur verið haldin listahátíð með þjóð- tónlist og þjóðdansi allra landanna,“ segir í tilkynningu. Íslenskir tónlistarmenn, hljóm- sveitir og dansarar geta sótt um að taka þátt á tradition.is, til og með 1. maí. Norræn þjóðlistahá- tíð haldin á Akureyri Á miðvikudag Norðaustan 13-18 m/s norðvestantil, annars víða 8-13. Snjókoma fyrir norðan, él austanlands en bjartviðri á SV-landi. Á fimmtudag Norðaustan 10-20 m/s, hvassast um landið norðvestanvert. Slydda eða snjókoma á norðanverðu landinu. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlægar áttir og él, einkum austanlands, en þurrt á SV- og V-landi. Bætir í vind og ofankomu síðdegis. VEÐUR Deildarmeistaratitill karla í körfubolta blasir við KR- ingum eftir að þeir sigruðu Keflvíkinga með eins stigs mun, 90:89, í dramatísku uppgjöri toppliðanna í gær- kvöld. Brynjar Þór Björns- son skoraði sigurkörfuna undir lokin með þriggja stiga skoti. KR þarf nú að tapa tvisvar í síðustu fjór- um leikjunum til að Kefla- vík geti náð efsta sætinu. »2 Efsta sætið blasir við KR-ingum „Aðalmálið hjá okkur núna er að tryggja okkur inn í úrslitakeppnina. Við leyfum okkur ekki að hugsa neitt lengra,“ segir Kolbeinn Aron Ingi- bjargarson, markvörður ÍBV í hand- boltanum, sem er leikmaður 15. umferðar hjá Morgun- blaðinu fyrir frammistöðu sína gegn Akur- eyri um síðustu helgi en auk hand- boltans vinnur hann þessa dagana við að stækka og endurbæta Hótel Vestmannaeyjar. »2-3 Við leyfum okkur ekki að hugsa lengra Óhætt er að segja að stór skörð séu höggvin í raðir íslenska kvennalands- liðsins í fótbolta sem er á leiðinni í tvö stór verkefni á næstu vikum. Úr EM-hópi síðasta árs vantar fimm reyndar landsliðskonur sem hafa leikið samtals 400 landsleiki og skor- að samtals 124 mörk fyrir Íslands hönd. Farið er yfir þetta í fréttaskýr- ingu um val landsliðsins. »4 Stór skörð höggvin í raðir landsliðsins ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Umræður eru hafnar um að „hinir fjórir fræknu“ komi saman sem sveit á ný og tefli á Evrópumótinu, sem verður í Reykjavík á næsta ári. „Fjórmenningaklíkan“ svonefnda, Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason og Margeir Péturs- son, tók þátt í Stórmeistaramóti Vildarbarna Icelandair á Hótel Hilton Reykjavík Nordica í fyrra- dag. Það gerði Friðrik Ólafsson einnig, en rætt er um að hann verði með sveitinni á umræddu móti haustið 2015. Þessir kappar hafa engu gleymt og keppnisharkan er svo sannar- lega fyrir hendi, en tíu stórmeistar- ar tóku þátt í móti helgarinnar. „Ég átti að vinna þetta, vann sjö fyrstu skákirnar en klikkaði svo í lokin,“ segir Helgi, sem varð í öðru sæti með 7,5 vinninga af níu mögulegum, en næst á eftir honum komu Mar- geir og Jóhann. Í hópi þeirra bestu Það er ekki á hverjum degi sem skákmenn besta landsliðs Íslands tefla á sama móti. Sumarið 1980 tefldu þeir á helgarskákmótum víða um land og komu því vel undirbúnir til leiks með Friðriki Ólafssyni á Ól- ympíuskákmótið á Möltu sama ár. „Þetta var mjög skemmtilegt,“ rifjar Helgi upp og bætir við að Friðrik hafi verið forseti FIDE á þessum tíma og fjórmenningarnir því teflt flestar skákirnar. „Við vor- um í toppbaráttunni og á næstu ár- um vorum við í hópi tíu bestu sveita á þessum stórmótum.“ Alltaf hóg- vær Helgi, því liðið náði oft að blanda sér í baráttuna um fimm til átta efstu sætin. Ísland hefur átt ótrúlega marga góða skákmenn, en aldrei eins sterka sveit og þegar Helgi, Jó- hann, Jón og Margeir skipuðu hana. „Liðið var mjög þétt og með- alaldurinn viðunandi enda gott að hafa fríska og unga menn í eldlín- unni,“ segir Helgi. Hann segir að andinn í hópnum hafi verið góður og athygli hafi vakið hvað liðsmenn- irnir voru glaðsinna. „Við vorum yf- irleitt í góðu skapi,“ segir hann og minnist þess ekki að menn hafi deilt innbyrðis. Yfirleitt hafi verið raðað á borð eftir stigum og menn hafi einbeitt sér að því að ná sem best- um árangri. „Menn voru tilbúnir að leggja mikið á sig í gamla daga,“ segir Helgi og bendir á að þá hafi skák- menn til dæmis nánast velt sér upp úr skáktímaritum og -bókum en nú sé mun erfiðara að fá unga skák- menn til þess að skoða skákbækur. „Nú eru allir í tölvum og við þessir gömlu erum úti á þekju með bæk- urnar,“ segir hann. Strákarnir tefldu síðast á sama móti 1999, en 2004 voru þrír þeirra með á alþjóðamóti í Reykjavík. Jón L. sá þá um skákskýringarnar. Ára- tug áður tefldu þeir hins vegar síð- ast saman í landsliðssveit Íslands. Evrópumót landsliða verður í Reykjavík haustið 2015 og er áhugi á því að „hinir fjórir fræknu“ og Friðrik verði saman í sveit á mótinu. „Menn eru að velta þessu fyrir sér, að við yrðum aukasveit, a- eða b-sveit eða sveit eldri manna,“ segir Helgi. „Þetta er auðvitað bara á umræðustigi enn sem komið er en það er stemning fyrir þessu. Hins vegar er eitt og hálft ár í mótið og það getur margt gerst á skemmri tíma en við höfum allir alltaf jafn gaman af því að tefla. Það var mjög gaman í mótinu á sunnudag og það er aldrei að vita nema við tökum upp þráðinn saman aftur.“ Hinir fjórir fræknu saman á ný  Hafa sett stefn- una á Evrópumót- ið haustið 2015 Morgunblaðið/Ómar Aftur saman Fjórmenningaklíkan og Friðrik tefldu á Stórmeistaramóti helgarinnar. Frá vinstri eru Margeir Pétursson, Helgi Ólafsson, Friðrik Ólafsson, Jón L. Árnason og Jóhann Hjartarson. Morgunblaðið/Bjarni J. Eiríksson Ólympíulið Íslands 1986 Stórmeistararnir frá vinstri Jón L. Árnason, Margeir Pétursson, Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.