Morgunblaðið - 15.03.2014, Page 6

Morgunblaðið - 15.03.2014, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2014 Viltu selja eða kaupa fyrirtæki? Firma Consulting, Þingaseli 10, 109 Reykjavík, GSM: (+354) 820 8800 og (+354) 896 6665, Fax: (354) 557 7766, Veffang: firmaconsulting.is Magnús Hreggviðsson viðskiptafræðingur og lög- giltur fyrirtækja-, fasteigna- og skipasali. Magnús er með áratuga reynslu af endurskoðunarstörfum, sem rekstrarráðgjafi, fyrirtækja- og fasteignasali, útgef- andi, fasteignarekandi, „land-developer“ í Smára- hvammi og starfandi stjórnarformaður í nokkrum fyrirtækjum. Er aðalráðgjafi hjá Firma Consulting. (magnus@firmaconsulting.is) Firma Consulting (www.firmaconsulting.is) er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við kaup og sölu millistórra og stórra fyrirtækja. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Samningar eru á lokastigi um að Jarðboranir taki að sér boranir fyrir Reykjavik Geothermal á jarðhita- svæði í Eþíópíu í sumar. Eftir er að ganga frá fjármögnun og vonast er til að það klárist á næstu vikum. Eins og fram kom í Morgunblaðinu fyrr í vetur gerði Reykjavik Geo- thermal (RG) samning við ríkisstjórn Eþíópíu um að byggja og reka allt að 1.000 MW jarðvarmaorkuver í tveim- ur 500 MW áföngum á næstu árum. Áætluð fjárfesting verkefnisins er um 500 milljarðar króna og er þetta eitt stærsta verkefni sem íslenskt orku- fyrirtæki hefur nokkurn tímann tekið að sér. Til samanburðar er uppsett afl Hellisheiðarvirkjunar um 300 MW. Verkefnið nýtur m.a. stuðnings bandarískra stjórnvalda en ríkis- stjórn Baracks Obama hefur í gegn- um stofnunina US Aid lagt Afríku- ríkjum til fjármagn í uppbyggingu raforkuvera í álfunni. Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri RG, var nýlega á ferðinni í Eþíópíu með fulltrúum US Aid, til að sýna þeim að- stæður á háhitasvæði Corbetti-öskj- unnar í suðurhluta landsins. Með í för voru erlendir blaðamenn og hafa áform RG því ratað í heimsfréttirnar. „US Aid lítur á þetta sem gott verkefni til að styðja við, en allar framkvæmdir eru enn byrjunarreit,“ segir Gunnar Örn, sem vonast til að boranir geti hafist í sumar. Hann seg- ir RG leggja áherslu á samstarf við önnur fyrirtæki og það sér gleðiefni að geta fengið Jarðboranir í lið með sér. Nú þegar séu nokkrar íslenskar verkfræðistofur að störfum fyrir RG vegna verkefnisins í Eþíópíu. Spennandi verkefni Baldvin Þorsteinsson, forstjóri Jarðborana, segir verkefnið í Eþíópíu vissulega mjög spennandi en tekur þó fram að ekki sé búið að ganga end- anlega frá samningum. „Þetta er gríðarlega stórt jarðhita- verkefni á heimsvísu. Við erum spenntir fyrir þessu og að sjálfsögðu tilbúnir í slaginn,“ segir Baldvin. Gangi allir samningar eftir verður byrjað með einn bor í sumar. Ef þær boranir skili góðum árangri segir Baldvin að bæta þurfi við 3-4 borum. Í einni áhöfn eru 20-30 manns og að sögn Baldvins eru starfsmenn Jarð- borana langflestir íslenskir. Jarðboranir eru nú að stöfum í Malasíu, Karíbahafinu og á Fill- ippseyjum. Alls starfa nú um 100 manns hjá fyrirtækinu. „Nokkrir borar standa núna að- gerðalausir þannig að við erum alltaf að leita nýrra verkefna og tökum þátt í útboðum um allan heim. Við gerum okkur vonir um að landa fleiri verk- efnum en það er of snemmt að greina frá því hver þau eru,“ segir Baldvin. Samningar á lokastigi um jarðhitaboranir í Eþíópíu  Verkefni RG nýtur m.a. stuðn- ings Obama Eþíópía Starfsmenn Reykjavik Geothermal í rannsóknum. Þingvallanefnd hefur samþykkt breytingar á veiðireglum í þjóðgarðinum. Heimilt verður að byrja veiðar í Þingvallavatni 20. apríl í ár, en áður hefur verið miðað við 1. maí. Í apríl og maí verður hins vegar aðeins heimilt að veiða með flugu og sleppa skal urriða. Í fundargerð Þingvallanefndar kemur fram að tillagan hafi verið lögð fram eftir náið samráð við veiðifélög og einstaka veiðimenn. Tilgangurinn er að bæta veiðimenningu við Þing- vallavatn og styrkja urriðastofninn. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðs- vörður segir að urriðinn í Þingvalla- vatni sé í vexti og með breytingunum sé verið að styðja við þann vöxt. „Urr- iðinn gengur á grunnslóð á þessum tíma og er oft auðveiddur,“ segir Ólafur. „Mörg dæmi eru um að veiði- menn hafi verið með nokkrar stangir úti og sótt grimmt í urriðann, en með þessum takmörkunum verður breyt- ing á. Þá viljum við líka sjá bætta veiðimenningu við vatnið. Alltof mikið hefur verið um draslaralega um- gengni og margir skilja matar- umbúðir og -leifar, dósir og girni eftir á bökkunum.“ Frá 1. júní verða veiði- reglur eins og þær voru áður og að- eins bannað að nota beitu sem getur valdið smithættu. „Þá er unnið að því að ná til allra veiðiréttarhafa umhverfis vatnið til að endurvekja veiðifélag Þingvalla- vatns, sem ekki hefur verið virkt,“ segir Ólafur. „Ásókn í veiðarnar eykst stöðugt því veiðimönnum er að fjölga og margir sem áður stunduðu laxveiði sækja nú í silung. Samfara þessu hefur áhugi manna á urriðan- um stóraukist og farið er að markaðs- setja veiðar í Þingvallavatni. Þar er Orkuveita Reykjavíkur í fararbroddi og hefur framleigt Þorsteinsvík í landi Nesjavalla. Þar er veiðileyfið selt á 15 þúsund krónur á dag í aprílmánuði og 25 þúsund í maí. Þar er eingöngu veitt á flugu og sleppa skal öllum urriða,“ segir Ólafur. aij@mbl.is Veitt með flugu og urriða sleppt  Veiðireglum breytt á Þingvöllum Ólafur Örn Haraldsson Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Umboðsmaður Alþingis gerir ekki athugasemdir við innheimtu á gestagjöldum við Silfru á Þing- völlum, né framkvæmd gjaldtökunnar. Tvö fyrir- tæki, Straumhvörf og Scuba Iceland, kvörtuðu vegna gjaldsins og töldu m.a. að lagastoð skorti fyrir innheimtunni, sem í raun væri skattheimta þar sem sérgreind þjónusta væri ekki veitt gegn greiðslu gjaldsins og uppfyllti því ekki reglur um þjónustugjöld. Þessu hafnar umboðsmaður og vitnar í lög um þjóðgarðinn frá 2004. Þar segi að Þingvallanefnd semji reglugerð um þjóðgarðinn, verndun og meðferð hans en ráðhera staðfesti. Í reglugerð megi ákveða að taka gestagjöld innan þjóðgarðsins fyrir veitta þjónustu og dvöl þar til að mæta kostnaði og eft- irliti með dvalargestum. Á grundvelli þessara laga hafi slík reglugerð verið sett og staðfest af forsætisráðherra, en þar er kveðið á um gesta- gjöld fyrir köfun í Silfru. Aðstaða til að veita þjónustu Í greinargerð umboðsmanns er sérstak- lega fjallað um ákvæði í lögunum þar sem segir að heimilt sé að taka gjald fyrir veitta þjónustu og dvöl til að mæta kostnaði við þjónustuna og eftirlit með dvalargestum. Í greinargerðinni segir m.a.: „Af lögskýringargögnum við ákvæð- ið verður ráðið að meðal þeirrar þjónustu sem hægt sé að fella undir ákvæðið sé gjald fyrir „tjaldstæði, leiðsögn og aðgang að ákveðnum stöðum“ og „þá aðstöðu sem komið hefur verið upp til að veita hana“.“ Þannig geti tilteknir stofnkostnaðarliðir fallið undir gjaldtökuheimildina, þ.e. kostnaður við að koma upp aðstöðu til að veita þjónustu. Í kvörtuninni eru einnig gerðar athuga- semdir við þá kostnaðarliði sem liggja til grund- vallar gjaldinu. Því er haldið fram að gjaldið standist ekki jafnræðisreglu þar sem innan þjóðgarðsins hafi verið ráðist í margs konar uppbyggingu af svipuðum toga án gjaldtöku. Kostnaður vegna afmarkaðra þátta Umboðsmaður Alþingis segir í áliti sínu að umræddir kostnaðarliðir hafi lotið að afmörk- uðum þáttum í starfsemi þjóðgarðsins, þ.e. við Silfru. Ekki að almennum framkvæmdum í þjóðgarðinum s.s. við gerð stíga, uppsetningu salerna fyrir almenna gesti þjóðgarðsins eða uppbyggingu eða þjónustu sem almennt er veitt á vegum þjóðgarðsins, t.d. í þjónustumiðstöð. Umboðsmaður telur sig ekki hafa for- sendur til að gera athugasemdir við útreikning á fjárhæð gjaldsins. Heimilt að taka gjald við Silfru  Umboðsmaður Alþingis gerir ekki athugasemdir við innheimtu gjalds eða framkvæmd hennar Ljósmynd/Einar Á.E. Sæmundsen Við Silfru Kafarar koma að bryggju sem Þingvallanefnd lét byggja í fyrra. Nýtt hjúkrunarheimili Hrafnistu á Nesvöllum í Reykja- nesbæ var vígt í gær að viðstöddum fjölmörgum gestum. Reykjanesbær lét byggja heimilið sem rúmar sextíu íbúa og á að fela í sér sameiningu á bestu kostum sjálfstæðrar búsetu og öryggis hjúkrunarheimila. Húsnæðið er byggt upp á litlum einingum með eldhúsi, setustofu og borðstofu í miðju hússins, sem mynda eiga umgjörð um daglegt líf á heimilinu. Morgunblaðið/Páll Ketilsson Nýju hjúkrunarheimili fagnað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.