Morgunblaðið - 15.03.2014, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 15.03.2014, Qupperneq 10
Malín Brand malin@mbl.is Sum okkar sætta sig enganveginn við fullyrðingarannarra um að þetta eðahitt sé „ekki hægt“. Gísli Gíslason er einn þeirra og hefði aldrei tekið mark á þeim sem hefði sagt við hann að hann gæti ekki far- ið út í geim. Hann vissi betur og nú liggur það ljóst fyrir að hann mun svífa í geimnum á næsta ári eða því þarnæsta ásamt fleira fólki sem deilir áhuga hans á hinu óend- anlega. „Ég hef alltaf haft áhuga ein- hverju svona skrítnu og öðruvísi og trúi því að allt sé hægt. Það er nú grunnpunkturinn,“ útskýrir Gísli þegar hann er spurður um tildrög geimferðarinnar en slíkar ferðir verða farnar fyrir tilstilli Richards Bransons og Virgin Galactic. Stefnt er að því að fyrsta holl, sem saman- stendur af sex geimförum og tveim- ur þrautþjálfuðum flugmönnum, fari á þessu ári. „Þegar ég frétti að verið væri að hugsa um að fara út í geim fór ég strax að sýna þessu áhuga. Svo var það um miðjan dag, á fimmtudegi sumarið 2011, að ég var heima og á netinu að einhverjar fréttir af þessu fóru að detta inn. Konan mín var í vinnunni og ég hugsaði með mér að ef ég bæði hana um leyfi til að fara út í geim myndi hún segja nei og ekki taka þetta í mál. Þannig að ég ákvað bara að slá til og skrifaði þeim, fékk strax svar, skráði mig og borgaði inn á. Ég fékk samninginn sendan og kvittaði undir, svo sagði ég konunni. Hún var ekki mjög glöð en núna er hún orðin róleg,“ segir Gísli um þann dag sem þessi ákvörðun var tekin. Hann sér ekki eftir að hafa tekið þessa ákvörðun og er fullur tilhlökkunar að litast um í öðru hvolfi. Kveður í 60.000 fetum Eiginkona Gísla er langt frá því að vera óvön háloftunum enda hefur hún starfað lengi sem flugfreyja. Hún kann ágætlega við sig undir 40.000 fetunum og lætur það nægja. Gísli, hins vegar, vill fara ofar. „Það er vél sem fer með eld- flaugina upp og sleppir henni í 60.000 fetum og konan mín ætlar að koma með þangað. Ég má taka með mér gest þangað,“ segir Gísli sem Lætur gott af sér leiða með geimferð Ævintýramaðurinn Gísli Gíslason lærði ungur að árum að ekkert væri ómögu- legt. Einn besti vinur hans þegar hann var að alast upp var handalaus drengur sem bjó í sama húsi. Að sjá hann geta gert allt það sama og þeir sem höfðu hend- ur, fékk Gísla til að trúa því enn frekar að allt væri hægt. Sjálfur er hann á leið út í geim og telur niður dagana í næstu geimþjálfun sem er síðar í mánuðinum. Ljósmynd/Bonni Geimfari Gísli tekur sjálfan sig ekki of hátíðlega og hefur gaman af því að bregða á leik eins og hann gerði hér í geimbúningi við Leif Eiríksson. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2014 Í dag kl. 10.30 til 13.30 verður árleg barna- og unglingabókaráðstefna í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Á ráðstefnunni verður fjallað um leiðir til að kveikja áhuga barna á lestri. Yrsa Sigurðardóttir glæpasagnahöf- undur ætlar að fjalla um hvers vegna barnabækur læðast meðfram veggj- um, en hún hóf feril sinn sem barna- bókahöfundur. Herdís Anna Friðfinns- dóttir leikskólakennari fjallar um lestrarvenjur ungra bókaorma, Davíð Stefánsson, bókmenntafræðingur og rithöfundur, fjallar um hvernig við sköpum þegar við lesum og við lesum þegar við sköpum. Því mynda lestur og sköpun eilífan tvíhöfða sem ekki verður aðskilinn og býr innra með öll- um. Marta Hlín Magnadóttir og Birg- itta Elín Hassell fjalla um áskoranir sem nýgræðingar í útgáfu unglinga- bóka standa frammi fyrir. Allir eru velkomnir og ókeypis aðgangur. Vefsíðan www.gerduberg.is Morgunblaðið/Heiddi Bókaormur Að lesa bækur er afar dýrmætt og opnar nýjan heim fyrir börnum. Kveikjum eld og vekjum áhuga Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Karlakórinn Heimir er iðinn við að gleðja fólk með söng sínum og nú er komið að Húnvetningum að njóta þeirra. Kórinn verður með tónleika á morgun, sunnudag, kl. 16 í félags- heimilinu á Hvammstanga. Með þeim verður einsöngvarinn Garðar Thor Cortes og því engin ástæða til annars en búast við fjarska fínum tónleikum. Þeir rjúka svo af stað eftir tónleika til að halda aðra strax um kvöldið, syngja í Hólaneskirkju á Skagaströnd kl. 20.30. Þeir eru ekki af baki dottnir söngmennirnir fyrir norðan. Endilega … Heimir Margir kunna vel að meta söng karlakóra. … heyrið og sjáið Heimismenn syngja hljómmiklum röddum H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3 -2 9 1 9 Draumaferð á hverjum degi Ef þú vilt sparneytinn og rúmgóðan fjölskyldubíl sem kemur skemmtilega á óvart er óþarfi að leita lengra. Nýr Mercedes-Benz B-Class eyðir frá 4,1 l/100 km í blönduðum akstri og mengar svo lítið að hann fær frítt í stæði í Reykjavík í 90 mínútur. Gerðu allar ferðir að draumaferðum á Mercedes-Benz B-Class. Hjá Öskju á Krókhálsi 11 bíður þín glæsilegur B-Class til sýnis og reynsluaksturs. ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook Mercedes-Benz B-Class 160 CDI, dísil, beinskiptur 6 gíra. Verð frá 4.790.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.