Morgunblaðið - 15.03.2014, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 15.03.2014, Qupperneq 11
Hópurinn Hópur geimferðalanga við Spacestation America sem er í miðri Mojave eyðimörkinni í Nýju-Mexíkó. Aftan við hópinn er sérhönnuð flugvél. kvíðir því ekki að kveðja eiginkon- una þar. Við mun taka tveggja klukkustunda geimflug þar sem far- þegar fá að upplifa geiminn og horfa á jörðina langt fyrir neðan. Að tveimur stundum liðnum lendir geimflaugin aftur á vélinni í 60.000 feta hæð og lendir með geimfarana og föruneyti á jörðinni. Branson og börn í fyrstu ferð Kliður fór um geimferðalang- ana þegar Richard Branson til- kynnti að hann myndi fara í fyrstu ferðina út í geim ásamt börnum sín- um. Til stóð að það yrði á síðasta ári en ljóst er að það verður á þessu ári. Alls hafa rúmlega 600 manns keypt sér miða út í geim með Virgin Ga- lactic og eflaust eiga fleiri eftir að bætast í hópinn þegar reynsla verð- ur komin á ferðirnar. „Við hittumst öll fjórum sinn- um á ári og það er ótrúlega skemmtilegt!“ segir Gísli enda er fólkið sem hefur keypt sér miða úr í geim varla það sem kallast getur hefðbundið. Hvernig fólk er þetta? „Það er annaðhvort mjög ríkt fólk og þar skiptir verðið ekki nokkru máli því það vill bara gera eitthvað skemmtilegt, ríkt ævintýrafólk. Hins vegar er þarna fólk eins og ég sem ákveður að gera þetta og finnur einhverja leið til þess, eins og ein vinkona mín í hópnum sem er rússnesk. Hún fékk krabbamein, ung kona, veðsetti íbúðina sína og keypti sér miða. Hún sagði við mig að eftir að hún fékk krabbamein ætlaði hún bara að gera það sem hana langaði til. Þarna er líka ungur Finni sem fjármagnar ferðina sína með því að halda fyrir- lestra um geiminn, ferðina og kallar sig finnska geimfarann,“ segir Gísli. Það er ekkert launungarmál að ferðin kostar rúmar tuttugu millj- ónir króna, eins og fram kemur á síðu Virgin Galactic. 64 lönd en geimurinn eftir Gísli nýtur þess að ferðast og hefur komið til sextíu og fjögurra landa. Fæst þeirra eru það sem kalla mætti hefðbundnir ferða- mannastaðir og einn áhugaverðasti staður sem Gísli hefur komið á er Norður-Kórea. „Þangað var mjög sérstakt að koma og sömu sögu er að segja af Moldavíu. Staður sem hefur verið lokaður inni í komm- únísku umhverfi og hefur verið mjög einangraður. Það var mikil sorg þegar kommúnisminn féll því fólk áttaði sig þá á að alla ævina að heimurinn var ekki eins og það hafði haldið alla sína ævi. Maður getur ekki ímyndað sér hvað gerist þegar fólkið í Norður-Kóreu sér raunveru- leikann. Ég fann að fólkið þar trúði því innilega að það hefði það betra en restin af heiminum,“ segir Gísli. Margt leynist í eyðimörkinni Inni í miðri Mojave eyðimörk- inni í Nýju-Mexíkó leynist all- sérstök flugstöð. Hún heitir Space- port America og var byggð fyrir tilstilli hugsjónar ríkisstjórans Bill Richardson, skattgreiðenda og Richards Bransons. Þegar maður skoðar myndir af geimstöðinni er óhætt að segja að þetta minni einna helst á skot úr framtíðarmynd en eftir sem áður er þetta nútíminn og hefur stöðin þegar verið vígð. „Ég spurði Branson hvernig Félagar Gísli Gíslason og Richard Branson eru spenntir að fara út í geim. þetta hefði eiginlega komið til og þá var það þannig að þeir hefðu hist í einhverju boði og Richardson spurt þar Branson hvort þeir ætluðu ekki einhvern tíma að gera eitthvað sam- an. „Jú, ég er að fara út í geim. Get- urðu ekki búið til fyrir mig geim- stöð?“ mun Branson hafa spurt. Ríkisstjórinn gerði þá svohljóðandi samning við hann: „Ef þú býrð til flugvél sem fer út í geim, þá skal ég búa til geimstöð.“ Þannig gerðist þetta. Í fylkinu var haldin atkvæða- greiðsla þar sem samþykkt var að allir legðu einhverja upphæð af skattinum um einhvern tíma til að byggja geimstöð fyrir Richard Branson til að hægt væri að hafa hana í Nýju-Mexíkó,“ segir Gísli. Þetta var í kringum árið 2005 og síðan þá hafa flugvélarnar verið smíðaðar, flugmenn þjálfaðir, geim- stöðin smíðuð og nú eru hópar geim- fara byrjaðir í geimþjálfun. Geimferð til góðs Gísli hefur gaman af því að láta gott af sér leiða. Bæði hefur hann áhuga á að vernda perluna bláu, jörðina, og því að styðja góð mál- efni. Aðspurður hvort hann ætli sér eitthvað meira með geimferðinni en að fara í ferðalag segir hann til- ganginn sannarlega stærri og meiri. Gísli hefur frá aldrei glatað sann- færingunni um að allt sé hægt. Hann sannfærðist um það í æsku og er nú sannfærðari en nokkurn tíma. „Mig langar til að vera með stærstu söfnun Íslandssögunnar og safna milljón dollurum í þágu góðs mál- efnis. Ef ég fer út í geim þá verður hægt að heita á mig. Þetta er það sem mig langar að nota ferðina í og gefa henni tilgang,“ segir ævintýra- og hugsjónamaðurinn Gísli Gíslason sem lætur drauma sína rætast og jafnvel drauma annarra í leiðinni með því að safna áheitum í leiðinni. Stærsta söfnun Íslandssögunnar færi fram úti í geimi og það er sann- arlega eitthvað sem ekki hefur verið gert áður og nánar verður fjallað um þegar nær dregur. Nánari upp- lýsingar um Virgin Galactic er að finna á www.virgingalactic.com. NASA Gísli heimsótti bandarísku geimferðastofnunina á einu ferðalaganna. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2014 www.odalsostar.is Nýjasti meðlimur Óðalsfjölskyldunnar er framleiddur í Skagafirði og nefndur eftir fjallinu Tindastól. Tindur er einstakur ostur sem fengið hefur drjúgan þroskunartíma þar til hinu einkennandi þétta bragði hefur verið náð. Óðals Tindur er sérstaklega bragðmikill, hæfir við ýmis tækifæri og er dásamlegur einn og sér. Tindur parast vel með sterku bragði enda lætur hann fátt yfirgnæfa sig. TINDUR NÝROSTURÚR SKAGAFIRÐINUM ÍS LE N SK A SI A. IS M SA 68 18 7 03 /1 4 Hjónin Áslaug Guðrúnardóttir og Runólfur Ágústsson ætla að halda bókamarkað heima hjá sér í Þing- holtsstræti 14 á morgun, sunnudag, milli klukkan 13 til 17. Þau eru að flytja og ætla að selja kiljur á 100 kr. og innbundnar bækur á 200 kr. Öll innkoma mun renna til styrktar Barnaspítala Hringsins. Fleira góss verður líka til sölu. Nú er lag að gera góð bókakaup og styrkja í leiðinni gott málefni. Bókamarkaður í heimahúsi Morgunblaðið/Styrmir Kári Bækur Aldrei nóg af þeim. Losa sig við bækur vegna flutninga Á morgun, sunnudaginn 16. mars, klukkan 15 verður listamaðurinn Har- aldur Jónsson með leiðsögn um sýn- ingu sína HNIT sem hefur verið í Hafnarborg frá því í janúar. Sýning- unni lýkur á morgun og verður lista- maðurinn með gjörninginn L I T að leiðsögn lokinni. Á sýningunni eru ný verk af ýmsum toga, teikningar og skúlptúrar sem hvert og eitt virkjar skynjun manns- ins á eigin tilfinningum, upplifun af rými og táknum. Titillinn er leiðarstef í gegnum sýninguna og segir í sýn- ingarskrá að sýningin sé eins konar ferðalag um sýnilegan og ósýnilegan arkitektúr. Sýningunni lýkur form- lega klukkan 17 á sunnudaginn. Gjörningur í Hafnarborg Sýningarrými Skynjunin er virkjuð. Leiðsögn um H N I T

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.