Morgunblaðið - 15.03.2014, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2014
KOLAPORTIÐ
kolaportid.is
Einstök stemning í 25 ár
Opið laugardaga og sunnu
daga
frá kl. 11-17
Það var til dæmis fyrsta fyrirtækið í
Evrópu sem fékk svokallaða BAP-
vottun á framleiðsluaðferðum við
laxeldi og umgengni við náttúruna.
„Þetta er algert lykilatriði fyrir
okkur sem búum svona afskekkt.
Við finnum mun minna fyrir verð-
sveiflum en þeir sem eru í magn-
framleiðslu og fáum að jafnaði
hærra verð,“ segir Höskuldur Stein-
arsson, framkvæmdastjóri Fjarða-
lax.
Fyrsta lífræna aðlögunin
Dýrfiskur hf. sem er með eldi á
regnbogasilungi í Dýrafirði og víðar
er að stíga skrefið lengra, fara út í
lífræna framleiðslu. Fyrirtækið hef-
ur fengið vottun á lífræna aðlögun
sem leiðir til þess að í fyllingu tím-
ans verður hluti af framleiðslu þess
lífrænt vottaður.
Sigurður Pétursson fram-
kvæmdastjóri segir að dýrara sé að
framleiða lífrænan regnbogasilung.
Fyrst þarf að tryggja að hrognin
séu úr lífrænum stofni. Dýrfiskur
kaupir þau frá Danmörku. Minni
þéttleiki þarf að vera í seiðaeldinu
og sjókvíaeldinu, en hefðbundnu
eldi og fóður á öllum stigum þarf að
vera lífrænt vottað. Fóðrið er flutt
inn en Dýrfiskur er í þróunarverk-
efni með innlendum fóðurframleið-
enda sem stefnir að því að fá vottun
á framleiðslu fóðurs. Sigurður getur
þess að fóðrið sem keypt er frá
Skotlandi sé um 30% dýrara en
venjulegt eldisfóður. Fóðrið er
stærsti kostnaðarliðurinn í rekstr-
inum og því þurfa tekjurnar að
aukast verulega til að standa undir
kostnaði við lífræna framleiðslu.
„Þetta er okkar leið til að skapa
okkar framleiðslu sérstöðu. Það er
aukin eftirspurn eftir lífrænt vott-
uðum fiski í Evrópu og á síðasta ári
var verð fyrir lífrænt vottaðan fisk
nærri helmingi hærra en fyrir
venjulegan fisk. Hann þarf að vera
það vegna kostnaðaraukans. Þá er
markaðurinn fyrir lífrænan fisk
nokkuð stöðugur á meðan verðið á
almenna markaðnum er ansi sveiflu-
kennt,“ segir Sigurður.
Vakning á Vestfjörðum
Stjórnendur Fjarðalax eru farnir
að huga að því að stíga næsta skref
með því að sækja um vottun á að-
lögun að lífrænni framleiðslu. Hösk-
uldur framkvæmdastjóri segir
stefnt að því og telur raunhæft að
miða við næstu tvö til þrjú ár.
Þótt Fjarðalax standist nú þegar
kröfur Whole Foods Market og full-
nægi stórum hluta af lífrænu kröf-
unum þarf fyrirtækið að leggja í
verulegan kostnað til viðbótar til að
geta framleitt lífrænt vottaðan lax.
„Við teljum það siðferðilega
skyldu okkar að gera þetta því
þessa framleiðslu er betra að stunda
hér á landi en víða annars staðar
þar sem laxalús og sjúkdómar eru
viðvarandi. Það er líka til mikils að
vinna,“ segir Höskuldur.
Stóru fiskeldisfyrirtækin á Vest-
fjörðum hafa verið að byggja upp
samstarf í fiskeldisklasa með At-
vinnuþróunarfélagi Vestfjarða. Þar
hefur verið fjallað um sameiginlegt
átak í að efla fiskeldið með auknum
gæðum. Sveitarfélögin vinna einnig
að umhverfisvottun sem nýtist fyrir
ferðaþjónustufyrirtæki og ferða-
áfangastaði og óbeint fyrir fiskeldið
með betri gæðaímynd svæðisins.
Fyrirhugað er að halda ráðstefnu
á Patreksfirði í haust þar sem
fjallað verður um alla þessa þættir,
fiskeldi, ferðaþjónustu og umhverf-
isvottanir. Forsvarsmenn fiskeldis-
fyrirtækjanna vonast til að það geti
skapað vakningu á svæðinu
Sérstaða í betri framleiðsluháttum
Dýrfiskur ríður á vaðið með lífræna framleiðslu á regnbogasilungi Fjarðalax selur kröfuhörðustu
kaupendum heims lax Hugað að næstu skrefum Þurfa hærra verð vegna lakari staðsetningar
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Slátrun Laxinn sem framleiddur er á Vestfjörðum er ísaður og fer ferskur á markaði í Bandaríkjunum og Evrópu.
Miklar kröfur eru gerðar til gæðanna. Eldismenn sjá möguleika í lífrænu eldi á fiski í sjókvíum.
Tölur frá Evrópu
» 20.600 tonn af lífrænt vott-
uðum eldislaxi fór á Evr-
ópumarkað á árinu 2012 sem
er 1,4% heildarframleiðsl-
unnar.
» Írar framleiða mest af líf-
rænt vottuðum laxi, 9.600
tonn sem var 70% framleiðslu
þeirra á árinu 2012.
» Til samanburðar má geta
þess að á síðasta ári voru
framleidd um 3.000 tonn af
laxi hér á landi.
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Stór fiskeldisfyrirtæki í sjókvíaeldi
stefna að lífrænni framleiðslu á
regnbogasilungi og laxi, að hluta
eða öllu leyti. Þannig hyggjast þau
auka sérstöðu afurðanna og tryggja
sér hærra og jafnara verð í framtíð-
inni. Miklu þarf að kosta til og ekki
fullljóst hvernig markaðir bregðast
við.
Ávallt verður dýrara að framleiða
laxfiska í sjókvíum hér við land en í
bestu fiskeldislöndum. Hitastig er
lægra en við Færeyjar og suður-
hluta Noregs og þar af leiðandi vex
fiskurinn hægar. Fiskeldið er frekar
afskekkt, í fjörðum á suðurhluta
Vestfjarða og á Austfjörðum og því
verður flutningur á fóðri og öðru
hráefni til framleiðslunnar og á af-
urðunum á markað ávallt meiri en
hjá samkeppnisfyrirtækjum sem
liggja nær mörkuðum.
Aðrir kostir vega upp á móti.
Einn helsti mótleikurinn er að
standa þannig að eldinu að fiskurinn
fái viðurkenningu sem heilnæm af-
urð og seljist á hærra verði.
Framleiðsluaðferðin lykilatriði
Fjarðalax sem borið hefur uppi
þá miklu aukningu sem verið hefur í
sjókvíaeldi á laxi hér við land í
þeirri uppbyggingarbylgju sem nú
stendur yfir hefur frá upphafi lagt
áherslu á kynslóðaskipt eldi til þess
að draga úr hættu á að sjúkdómar
og lús valdi erfiðleikum og draga úr
álagi á umhverfið. Það er gert með
því áframeldið fer fram í þremur
fjörðum. Seiðin eru alin til slátrunar
í tvö ár og hvílt á þriðja ári.
Fjarðalax hefur fengið viðurkenn-
ingar kröfuhörðustu kaupenda á
laxi, keðju sælkerabúða sem reknar
eru undir nafni Whole Foods Mar-
ket í Bandaríkjunum og víðar um
heim. Fyrirtækið hefur einnig verið
að fá vottun frá ýmsum samtökum
sem hjálpar fyrirtækinu við mark-
aðssetningu á öðrum mörkuðum.
„Þetta er stór áfangi fyrir lífræna
framleiðslu hér. Dýrfiskur er
fyrsta eldisfyrirtækis sem fer í líf-
ræna framleiðslu. Íslendingar eiga
mikið verk að vinna við að ná sama
dampi í lífrænni framleiðslu og
grannþjóðirnar,“ segir Gunnar
Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Vottunarstofunnar Túns.
Markaður fyrir lífræna laxfiska
er ekki stór í Evrópu en fer vax-
andi. Írar hafa lagt langmesta
áherslu á lífræna framleiðslu og er
meirihluti allrar framleiðslu þaðan
lífrænt vottaður.
Kröfurnar sem þarf að uppfylla
til að fá vottun á lífrænni fram-
leiðslu taka til allra stiga fram-
leiðslunnar, allt frá klakstofni til
slátrunar og flutnings á markað.
Sem dæmi má nefna að fiskurinn
fær tvöfalt meira rými í kerunum
en við hefðbundnar eldisaðferðir.
Minni líkur eru á að sjúkdómar og
sníkjudýr komi upp í stöðvum sem
nota aðferðir lífrænnar fram-
leiðslu, að sögn Arnþórs Gústavs-
sonar, sérfræðings hjá Hólaskóla
og úttektarmanns vottunarstof-
unnar.
Ef eigi að síður koma upp
vandamál á að hafa velferð fisksins
í forgangi við meðhöndlun við
sjúkdómum eða sníkjudýrum.
„Neytendur sem treysta vott-
uninni greiða hærra verð fyrir þá
hugmyndafræði sem að baki ligg-
ur, að varan sé heilnæm, að velferð
fisksins hafi verið eins góð og unnt
er og framleiðslan hafi sem minnst
áhrif á umhverfið,“ segir Arnþór.
Stór áfangi fyrir
lífræna framleiðslu
Skilyrði líf-
rænnar vottunar á
öllum stigum
Morgunblaðið/Sverrir
Laxaflök Mikið er framleitt af laxi í
Evrópu en lítill hluti með vottuðum
lífrænum aðferðum.