Morgunblaðið - 15.03.2014, Side 16

Morgunblaðið - 15.03.2014, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2014 HJÓLA-OGSPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · REYKJAVÍK · SÍMI 5 200 200 · GAP.IS MYNDFRÁADVANIA VILTUKOMAUPPAÐSTÖÐUÁÞÍNUMVINNUSTAÐ? HAFÐUSAMBANDOGVIÐFINNUMBESTU LAUSNINAFYRIRÞIG! WWW.SPAIN.INFO VELKOMIN Á SPÆNSKAN FERÐADAG Í DAG, LAUGARDAG, KL. 11-17 Spænskur ferðadagur á Blómatorginu í Kringlunni Ferðakynningar, spænsk tónlist og ljúffengar spænskar veitingar. Andlitsmálun, teiknileikur og fleiri uppákomur fyrir börnin. Kynntu þér spennandi áfangastaði! BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is Breskur karlmaður á þrítugsaldri sem aldrei skiptir skapi, sýnir ekki tilfinningar sínar og hörfar frá átök- um og ágreiningsefnum. Svona er manninum lýst sem ákærður er fyrir að hafa orðið fimm mánaða gamalli dóttur sinni að bana með því að hrista hana kröftuglega þegar hún hætti ekki gráta að kvöldi 17. mars 2013. „Þetta voru aðstæður sem hann réði ekki við á nokkurn hátt,“ sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir rík- issaksóknari. „Í þessum aðstæðum getur hann ekkert gengið burtu. Hann er einn og verður að gera eitt- hvað. Hann getur ekki látið barnið hætta að gráta. Það er á því byggt að hann hafi, því miður, beitt barnið þessu ofbeldi í þetta skipti, hrist barnið með þessum afleiðingum.“ Saksóknari fer fram á allt að 16 ára fangelsi yfir manninum en að minnsta kosti 8 ára fangelsi. Aðstæðum mannsins var lýst með þeim hætti að hann kynni lítið til verka þegar að börnum kæmi. Hann hefði legið undir gagnrýni frá konu sinni vegna þess að hann lagði ekki nógu mikið í samband þeirra, hjálp- aði ekki til við barnið eða heimilis- störfin og var samband þeirra á brauðfótum. Hann hafði nýlega misst vinnu sína og var búinn að missa stað sinn í rúmi þeirra þar sem litla stúlkan svaf uppi í hjá móður sinni. Með tilkomu barnsins hefði ástríkt samband breyst og var hann orðinn aukahlutur sem konan vildi helst losna við. Ofan á allt tengdist hann ekki barninu og fór það raunar að gráta þegar það sá hann, föður sinn. Maðurinn hefði því verið undir miklu álagi. Móðir barnsins var að reyna að að- laga sig vinnu sinni á nýjan leik og hinn örlagaríka dag ætlaði hún að vera þar í þrjár klukkustundir eða svo. Maðurinn settist því yfir barnið en tók með sér tölvu sem hann hafði verið í lungann úr deginum. Vildi saksóknari meina að hann væri lík- lega tölvufíkill. „Barnið vaknar og hann þarf að slíta sig frá tölvunni. Þetta eru aðstæður sem hann réði ekki á nokkurn hátt við.“ Maðurinn er ákærður fyrir að hafa hrist barn sitt kröftuglega með þeim afleiðingum að það hlaut heilablæð- ingu og heilabólgu sem leiddu til dauða þess. Saksóknari vísaði meðal annars til sérfræðings í heila- og taugalækningum sem framkvæmdi aðgerð á stúlkunni en hann sagði fyr- ir dómi að bláæðatengingar hefðu verið í sundur í höfði barnsins. Það átti sér aldrei viðreisnar von og eftir að það fékk áverkan hafi aðeins nokkrar mínútur liðið þar til meðvit- und barnsins skertist. Fleira sem kemur til greina Maðurinn neitar sök og krafðist verjandi hans, Víðir Smári Petersen, að héraðsdómur sýknaði hann meðal annars vegna þess að ekki væri úti- lokað að barnið hefði látist af öðrum orsökum en vegna hristings. „Sam- félagið vill að sjálfsögðu koma í veg fyrir ofbeldi gegn börnum, en á móti er ekkert hræðilegra en að vera ranglega dæmdur fyrir að valda dauða barns síns,“ sagði Víðir Smári og bætti við að rannsókn hefði verið áfátt. Útiloka hefði átt alla aðra möguleika, sem væru tugir ef ekki hundruð. Þannig yrði að skoða sjúkrasögu beggja foreldra og úti- loka alla sjúkdóma sem gætu valdið heilablæðingu. „Að mati ákærða stendur enn eftir spurningin: Hvaða sjúkdómar voru útilokaðir og með hvaða hætti?“ Hann sagði greinilegt á skýrslu réttarmeinafræðings að hann hefði verið búinn að komast að niðurstöðu áður en skýrslan var skrifuð. Því hefðu ekki aðrar ástæður en „shaken baby syndrome“ verið kannaðar. „Það hefði þurft rækilegri og ítar- legri skoðun. Það er ekki sannað með óyggjandi hætti að hún hafi látist af völdum „shaken baby syndrome“ og algjörlega ósannað hvenær þessi hristingur átti sér stað. Þetta er grundvallaratriði því [móðirin] hefði getað valdið þessu. Ákærði var bara einn með henni í eina klukkustund en hún var ein með henni í nokkur skipti sama dag og í dágóðan tíma.“ Hann sagði þetta ekki snúast um að sanna sekt móðurinnar heldur að benda á að ekki væri sannað að fað- irinn hefði framið ódæðisverk sem þetta. Vísaði hann engu síður til þess að móðirin hefði verið greind með fæðingarþunglyndi tíu dögum áður en dóttir þeirra lést. Því hefði til dæmis verið nauðsynlegt að fram- kvæma geðlæknismat á henni. Það hefði ekki verið gert þrátt fyrir að rætt hefði verið um það undir rann- sókn málsins. Þar hefði rannsókn lögreglu verið ábótavant. Óhuggandi barn aðstæður sem hann réði ekki við  Farið fram á allt að 16 ára fangelsi yfir manni vegna láts fimm mánaða dóttur Morgunblaðið/Þórður Aðalmeðferð Guðrún Sesselja Arnardóttir, réttargæslumaður konunnar, ræðir við Víði Smára Petersen, verjanda mannsins, í Héraðsdómi Reykjavíkur. Við hlið mannsins, ákærða í málinu, situr svo Ellen Ingvadóttir dómtúlkur. Garðar Eiríksson, talsmaður land- eigenda við Geysi, ítrekaði í samtali við Morgunblaðið undir kvöld í gær að enn standi til að hefja gjaldtöku við Geysissvæði. Engu breyti þótt ríkissjóður hafi skorað á landeig- endur að fresta gjaldtöku þar til lög- mæti gjaldtökunnar hafi verið stað- fest af dómstólum. Í gær sendi lögmaður ríkissjóðs lögmanni land- eigenda bréf þar sem fram kemur að ríkissjóður harmi mjög að Landeig- endafélag Geysis ætli að hefja inn- heimtuna þrátt fyrir að lögmæti gjaldtökunnar liggi ekki fyrir. Ennfremur kemur fram í bréfinu að láti Landeigendafélag Geysis ekki af fyrirætlunum um gjaldtöku áskilji ríkissjóður sér rétt til að sækja skaðabætur á hendur félag- inu. Garðar segir þetta engu breyta. Í gær birti ferðaþjónustufyrir- tækið Iceland Excursions Allra- handa svo tilkynningu þar sem fram kemur að farþegar á vegum félags- ins verði ekki rukkaðir um aðgangs- eyri. Landeigendafélagið hafði ósk- að eftir að stærstu fyrirtækin sem bjóða dagsferðir frá Reykjavík hefðu aðgangseyri að Geysissvæðinu innifalinn í gjaldinu. vidar@mbl.is Ítreka að gjaldtaka standi til Morgunblaðið/Kristinn Geysir Landeigendur ítreka vilja sinn um að hefja gjaldtöku í dag.  Skaðabótakrafa breyti engu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.