Morgunblaðið - 15.03.2014, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2014
BAKSVIÐ
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Skerðing á raforku Landsvirkjunar
vegna lélegs vatnsbúskapar annað ár-
ið í röð er farið að valda stórnotend-
um búsifjum. Nemur samanlagt
tekjutap milljörðum króna, líkt og
Fréttablaðið greindi fyrst frá í vik-
unni, þar af um 1,5 milljörðum króna
hjá Alcoa-Fjarðaáli. En áhrifin geta
náð lengra. Skerðingin er farin að
valda áhyggjum meðal erlendra fjár-
festa sem mögulega hafa áhuga á að
koma hér upp orkufrekum iðnaði eða
starfsemi.
Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýs-
ingafulltrúi Alcoa-Fjarðaáls, segir að
miðað við núverandi skerðingu á raf-
orku þá tapist 6 til 7 þúsund tonn í
framleiðslu álversins í Reyðarfirði.
Dagmar upplýsir ekki um tekjutapið
en miðað við álverð á heimsmarkaði
gæti það numið um 1,5 milljörðum
króna.
Óþægileg staða
„Framleiðslutapið er alvarlegt mál.
Umhverfið er ekki vænlegt ef við
sjáum fram á skerðingar ár eftir ár.
Við þurftum að skerða hjá okkur í
fyrra, þegar við fengum boðun um
skerðingu, og framleiðslutapið nam
nokkrum þúsundum tonna. Við finn-
um fyrir því hjá okkar móðurfélagi að
því finnst þetta vera óþægileg staða.
Félagið hefur einmitt bent á að í aug-
um erlendra fjárfesta sé þetta ekki
gott,“ segir Dagmar en fleiri viðmæl-
endur blaðsins hafa staðfest að þess-
ar áhyggjur séu til staðar.
Í samningum Landsvirkjunar við
stórnotendur er gert ráð fyrir
ákveðnum sveigjanleika varðandi
ótrygga orku en Dagmar bendir á að
fyrirtækin geri ekki ráð fyrir skerð-
ingum ár eftir ár. Skert raforka kem-
ur misjafnlega niður á stórnotendum.
Norðurál finnur lítið sem ekkert fyrir
skerðingu þar sem aðeins um þriðj-
ungur af orkuþörf þess kemur frá
Landsvirkjun. Samkvæmt upplýsing-
um frá Rio Tinto Alcan í Straumsvík
þarf að hægja á framleiðsluaukningu
álversins á meðan skerðingin stendur
yfir. Er framleiðslan innan við 5 þús-
und tonnum minni en ella. Að sögn
Ólafs Teits Guðnasonar upplýsinga-
fulltrúa er framleiðsluaukningin
komin til vegna aukinnar orku frá
nýrri Búðarhálsvirkjun. „Við erum
beinlínis ekki að draga úr framleiðsl-
unni því við erum ekki að taka fullt
afl, miðað við það sem ættum rétt á
samkvæmt samningum. Landsvirkj-
un miðar skerðinguna við fullt afl,“
segir Ólafur Teitur en Rio Tinto Al-
can mun taka inn um 60 MW af þeim
75 sem samið var um frá Búðarhálsi.
Minni orkuvinnslugeta
Á meðan tíðarfarið leikur Lands-
virkjun grátt þá bætir flutningskerfi
Landsnets ekki úr skák. Landsnet
hefur á seinni árum ítrekað bent á að
styrkja þurfti flutningskerfið, til að
geta flutt meiri raforku á milli lands-
hluta, sér í lagi á milli Norður- og
Suðurlands. Þó að skerðing á raforku
til stórnotenda létti eitthvað á flutn-
ingsálaginu tímabundið þá hefur
Landsvirkjun á síðustu tveimur árum
ekki getað samkeyrt miðlanir sínar
vegna flöskuhálsa í flutningskerfinu.
„Við höfum ekki heldur getað flutt
raforku austur í nægu magni, eins og
til fiskimjölsverksmiðja þar sem út-
gerðirnar hafa fjárfest fyrir milljarða
til þess að fara úr olíu yfir í rafmagn,“
segir Þórður Guðmundsson, forstjóri
Landsnets, sem bendir á að um 25%
tímans á síðasta ári hafi virkar skerð-
ingar verið í flutningskerfinu austur á
land.
„Ef Landsvirkjun hefði getað sam-
keyrt sínar miðlanir, eins og hugur
þeirra stóð til, þá hefðu þeir mögu-
lega getað fært til orku á milli svæða
og þar með minnkað sínar skerðing-
ar. Staðreyndin er sú að með alla
þessa flöskuhálsa í flutningskerfinu
þá er orkuvinnslugeta virkjananna
ekki eins mikil og hún annars gæti
orðið,“ segir Þórður.
Aðspurður segir hann einu lausn-
ina þá að styrkja flutningskerfið,
fyrst og fremst á milli Norður- og
Suðurlands. Það sé hægt að gera með
ýmsum hætti og þurfi nauðsynlega að
gerast í náinni framtíð.
Engar ákvarðanir hafa verið tekn-
ar af hálfu stjórnvalda um að styrkja
flutningskerfið. Þórður segir stjórn-
völd aðeins hafa haft uppi góð orð um
málið en engar athafnir fylgt því eftir.
„Öll framtíðaruppbygging flutnings-
kerfisins er í frosti á meðan engin
stefnumótun hefur farið fram í þess-
um jarðstrengjamálum. Þess vegna
höfum við lagt á það áherslu við
stjórnvöld að móta einhverja stefnu
fyrir Landsnet, þannig að það sé
hægt að hafa hana til hliðsjónar í við-
ræðum við hagsmunaaðila um lagn-
ingu flutningslína. Á meðan ekkert
gerist í þessu þá verður flutnings-
kerfið ekki styrkt,“ segir Þórður.
Skert raforka veldur áhyggjum
Skerðing Landsvirkjunar á raforku gæti smitað út frá sér Móðurfélag Alcoa-Fjarðaáls og fleiri er-
lendir fjárfestar hafa áhyggjur Flöskuhálsar í flutningskerfinu Veldur milljarða króna tekjutapi
Vatnsforðinn
» Vatnshæð í Þórisvatni er í
sögulegu lágmarki og í Blöndu-
lóni er staðan lítið betri.
» Einnig hefur vatnshæðin
lækkað í Hálslóni en það skýrist
einkum af flutningi orku frá
Fljótdalsstöð, til að spara vatn á
Tungnaár- og Blöndusvæðinu.
» Innrennsli í Hálslón hefur
verið í meðallagi, sem Lands-
virkjun telur góðar fréttir miðað
við stöðuna annars staðar.
» Þar sem það vorar fyrr á Suð-
vesturlandi en hálendinu gæti
komið til þess að flytja orku
austur ef mjög lítið verður í
Hálslóni í vor.
Vatnshæð í þremur miðlunarlónum Landsvirkjunar
Blöndulón Hálslón Þórisvatn
Núverandi vatnsár Meðalhæð Yfirfall Vatnsárið 2012-2013 Lægsta og hæsta gildi
480
475
470
465
640
620
600
580
560
590
580
570
560
Va
tn
sh
æ
ð
(m
.y
.s
.)
Va
tn
sh
æ
ð
(m
.y
.s
.)
Va
tn
sh
æ
ð
(m
.y
.s
.)
1. nóv. 1. nóv. 1. nóv.1. jan. 1. jan. 1. jan.1. mars 1. mars 1. mars1. maí 1. maí 1. maí1. júlí 1. júlí 1. júlí1. sept. 1. sept. 1. sept.
Áætlað meðaltal
Morgunblaðið/ÞÖK
Raforka Allt stefnir í slæm vatnsár tvö ár í röð hjá Landsvirkjun, með til-
heyrandi skerðingu á raforku til stórnotenda og í heildsölu.
„Það verður að skoða þetta í því ljósi að þessi
staða er mjög óvenjuleg og afar sjaldgæft að grípa
hafi þurft til skerðinga af þessu tagi, að ekki sé tal-
að um tvö ár í röð,“ segir Ragnheiður Elín Árna-
dóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um raforku-
skerðingar Landsvirkjunar.
Hún segir aðspurð að sá möguleiki sé vissulega
til staðar að þetta geti haft einhver áhrif á fjárfest-
ingu, þ.e. ef þessi þróun heldur áfram, en bætt
flutningskerfi myndi að sjálfsögðu vera til bóta.
„Við vitum ekki til þess að áhyggjur af þessu tagi
hafi komið upp varðandi þau fjárfestingarverkefni
sem eru uppi á borðum núna,“ segir Ragnheiður Elín. bjb@mbl.is
Gæti haft áhrif á fjárfestingu
ef þessi þróun heldur áfram
IÐNAÐAR- OG VIÐSKIPTARÁÐHERRA UM ORKUSKERÐINGUNA
Ragnheiður Elín
Árnadóttir
Kringlunni 4 | Sími 568 4900
Er ferming framundan