Morgunblaðið - 15.03.2014, Page 23

Morgunblaðið - 15.03.2014, Page 23
FRÉTTASKÝRING Hörður Ægisson hordur@mbl.is Lítið þokast í átt að samkomulagi milli Lands- bankans og slitastjórnar gamla Landsbankans (LBI) um endurskoðun á greiðsluskilmálum 240 milljarða erlendra skulda Landsbankans við LBI. Enn eru engar formlegar viðræður hafnar. Meira en fimm mánuðir eru síðan LBI féllst á beiðni bankans að hefja viðræður en ekki hefur tekist að ná saman um tillögur að viðræðuskilmálum. Fram kemur í skýrslu slitastjórnar LBI til kröfuhafa, sem var lögð fram á kröfuhafafundi bankans sl. miðvikudag og Morgunblaðið hefur undir höndum, að „talsvert ber á milli“ Lands- bankans og LBI í þessum efnum. Landsbankinn vildi ekkert tjá sig um sam- skiptin við LBI þegar eftir því var leitað. Seðlabanki Íslands hefur talað opinskátt um nauðsyn þess að lengja í endurgreiðsluferli skulda Landsbankans áður en hægt verður að afnema fjármagnshöft. Vegna óvissu um aðgengi Lands- bankans að erlendri fjármögnun telur Seðlabank- inn „óvíst að hægt verði að standa skil á afborg- unum bréfanna, að minnsta kosti ekki án þess að valda verulegum þrýstingi á gengi krónunnar“. Að óbreyttu þarf bankinn að greiða upp skuld sína við LBI að fullu 2018. Bankinn á þó verulegt lausafé í erlendri mynt, yfir 160 milljarða, og hef- ur sagt að fjármögnun sé tryggð til 2016. Á kröfuhafafundi LBI þann 2. október 2013 var greint frá því að slitastjórnin hefði samþykkt að viðræður byggðar á þeim tillögum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins gerðu tillögur LBI meðal annars ráð fyrir að ekki væri hægt að fall- ast á viðræður um að lengja í endurgreiðsluferli skuldanna og samtímis að vextir héldust óbreytt- ir. Landsbankinn skoðar nú einkum þann mögu- leika hvort bankinn geti sótt sér lánsfé á erlendum mörkuðum til að endurfjármagna hluta skuldanna við LBI. Það verður hins vegar hægara sagt en gert að fá slíkt fjármagn á viðunandi vaxtakjörum. Hækkun á lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins og frekari skuldabréfaútboð þess gætu þó hugsan- lega haft jákvæð áhrif fyrir Landsbankann. taka til skoðunar ósk Landsbankans um að hefja viðræður um ýmsar skilmálabreytingar á skulda- bréfunum. Þær breytingar lutu að því að lengja í skuldunum um tólf ár – lokagjalddagi 2030 í stað 2018 – og að þáverandi vextir myndu haldast óbreyttir næstu fimm árin. Í október sl. hækkaði vaxtaálagið á skuldum bankans við LBI úr 1,75% í 2,9%. Aðrar breytingar voru að kröfur um lág- marksveðsetningu lækkuðu úr 124,7% í 105%. Slitastjórn LBI kynnti sínar eigin tillögur að viðræðuskilmálum (e. Heads of Terms) fyrir Landsbankanum um miðjan janúar. Í bréfi sem var sent slitastjórn tveimur vikum síðar hafnaði Landsbankinn því hins vegar að hefja formlegar Engar formlegar viðræður hafnar Morgunblaðið/Kristinn Landsbankinn Þarf að óbreyttu að greiða upp 240 milljarða króna erlenda skuld við LBI.  „Talsvert ber á milli“ Landsbankans og slitastjórnar LBI um að ná samkomulagi um skilmálabreyt- ingar á 240 milljarða erlendum skuldum Landsbankinn hafnaði tillögum LBI að viðræðuskilmálum FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2014 ● Advania tapaði 360 milljónum króna á síðasta ári, en það er talsvert betri niðurstaða en árið á undan þegar fyrir- tækið tapaði 1,7 milljörðum króna. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 1,3 millj- arðar og jókst um tæplega einn milljarð króna milli ára. Heildartekjur jukust um 2,5% á milli ára, voru 26,5 milljarðar króna samanborið við 25,8 milljarða króna árið á undan. Nánar á mbl.is 360 milljóna króna tap hjá Advania í fyrra Morgunblaðið/Ómar Advania Þrátt fyrir tap í fyrra var útkom- an mun betri en árið 2012. ● Greiningardeild Arion banka spáir 0,4% hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) í mars sem þýðir að tólf mánaða verðbólga muni mælast 2,3% reynist deildin sannspá. „Lítill verðbólguþrýst- ingur er um þessar mundir en líklegt er að útsöluáhrifin gangi til baka og verði veigamesti þátturinn til hækkunar á verðbólgu í mars. Krónan hefur haldið áfram að styrkjast frá síðustu verð- bólgumælingu og hefur gengisvísitalan farið undir 206 í mánuðinum en það hefur ekki gerst síðan í desember árið 2010,“ segir í spá Arion banka. Arion banki Spáir 0,4% verðbólgu. Spáir 0,4% verðbólgu í marsmánuði ● Velta í dagvöruverslun jókst um 3,0% á föstu verðlagi í febrúar miðað við sama mánuð í fyrra Um 60% aukning varð að raunvirði á sölu farsíma miðað við febrúar í fyrra. Snjallsímavæðingin heldur því enn áfram og líklega má leiða líkur að því að tölvusamskipti færist í sífellt meira mæli yfir í símtækin. Þótt verslun sé smám saman að aukast á ný á hún enn langt í land með að ná fyrri styrkleika. Þetta kemur fram í smásöluvísitölu Rannsóknarseturs versl- unarinnar. Nánar á mbl.is 60% aukning í sölu snjallsíma í febrúar ● Rætt var um miðilinn auroracoin á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í gærmorgun, en þar var lögð áhersla á að vara neytendur við áhættunni sem fyrirbærið kunni að skapa. Pétur Blön- dal, varaformaður nefndarinnar, segir að mikil áhætta gæti skapast af notkun miðilsins. Nánar á mbl.is Ræddu um auroracoin                                     ! "# ""#   $ # #  ! $ %&'() '*'      +,%-%*./ ,&*'0'12% 34*'1.4 5 $ "5 "   ! 5 "  ! #   "5 "$ "#! 5  $5$  ! "  !$ $5$ "$5$"$ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Seðlabanki Íslands gæti ekki veitt LBI undanþágu frá fjár- magnshöftum til að greiða út um 260 milljarða í gjaldeyri til forgangskröfuhafa nema að viðhöfðu samráði við Bjarna Benediktsson fjármálaráð- herra. Samkvæmt breytingum á lögum um gjaldeyrismál í mars 2013 eru allar undan- þágur frá höftum sem eru að hærri fjárhæð en 25 milljarðar háðar samráði Seðlabankans við fjármálaráðherra og und- angenginni kynningu á efna- hagslegum áhrifum fyrir efna- hags- og viðskiptanefnd Alþingis. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá hefur LBI sent tvær undanþágubeiðnir til Seðla- bankans, samtals að fjárhæð um 260 milljarðar. Þarf samráð við ráðherra UNDANÞÁGUBEIÐNI LBI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.