Morgunblaðið - 15.03.2014, Síða 26

Morgunblaðið - 15.03.2014, Síða 26
Auðvelt erað kallatilkomu netsins og verald- arvefsins bylt- ingu. Á þeim 25 árum sem liðin eru frá því að Tim Berners- Lee lagði fram tillöguna sem varð að veraldarvefnum, hafa orðið straumhvörf í að- gengi að upplýsingum. Upp- lýsingaöflun, sem áður hefði kostað ómælt grúsk í skjöl- um og skræðum, tekur nú nokkur sekúndubrot. Og hún kostar ekki krónu. Eða hvað? Veraldarvefurinn er grundvöllur allra samskipta á netinu og þau eru ekki lítil. Eins og fram kemur í frétta- skýringu Kjartans Kjartans- sonar í Morgunblaðinu í gær er ætlað að í fyrra hafi um 2,7 milljarðar manna notað netið. Netið er hins vegar óvarið og mótsögn í sjálfu sér að tala um það og friðhelgi einkalífs í sömu andrá. Fyrr í þessum mánuði birtist grein eftir blaðamanninn Juliu Angwin í dagblaðinu New York Times þar sem hún varpar fram spurningunni hvort friðhelgi einkalífsins sé orðin munaðarvara. Hún keypti sér sérstaka þjónustu til að dulkóða upplýsingar, sem hún geymdi í netskýi, sérstaka skjávernd til að ekki væri hægt að hnýsast í það sem hún var að gera þeg- ar hún sat á kaffihúsum og aðgang að netþjónustu, sem gerði henni kleift að forðast óvarðar tengingar til að vera varin fyrir glæpamönnum og hökkurum. Að auki keypti hún sér þjónustu til að vernda hana fyrir sölu á per- sónulegum upplýsingum um hana. Þegar þarna var komið sögu voru útgjöldin farin að nálgast hundrað þúsund krónur. Fólk þarf því að hafa peninga milli handanna vilji það verja einkalíf sitt. Það kostar mikla fyrirhöfn að verja einkalíf sitt á netinu og síðan er undir hælinn lagt hvort þjónustan í boði virk- ar. Sú var tíðin eins og Ang- win bendir á að fólk borgaði fyrir fréttir og póst. Nú er þessi þjónusta „ókeypis“, en þó ekki. Upplýsingar um not- endurna ganga kaupum og sölum. Þar við bætast njósnir. Breska leyniþjónustan hefur nú orðið uppvís að því að fara inn á og geyma myndir úr vefmyndavélasamtölum milljóna manna sem ekki lágu undir grun að hafa gert neitt af sér. Uppljóstr- anir Edwards Snowdens um njósnir banda- rísku leyniþjón- ustunnar NSA á samskiptum almennra borgara í tölvu og síma hafa vakið marga til umhugsunar. Í kjölfar þessara upp- ljóstrana hefur eftirspurn eftir búnaði til að verjast aukist. Mun til dæmis mikill áhugi vera á væntanlegum síma, sem á að vera búinn hugbúnaði sem dulkóðar skilaboð og samtöl jafn- harðan. Áðurnefndur Berners-Lee hefur áhyggjur af því hvað netið er berskjaldað eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær þar sem hann ýjar að því að það séu mannréttindi að hafa aðgang að veraldar- vefnum. „Ætlum við að halda áfram veginn og leyfa ríkis- stjórnum að stjórna og hafa sífellt meira eftirlit? Eða ætlum við að setja upp eitt- hvað í líkingu við Magna Carta fyrir veraldarvefinn, nú þegar hann er svona mik- ilvægur, svona stór hluti af lífi okkar, að hann jafnast á við mannréttindi?“ spurði hann í viðtali við BBC í til- efni af afmæli sköpunarverks síns. Þótt umræða um netið og friðhelgi einkalífs fari vax- andi bendir ekkert til þess að almenningur hafi áhyggjur af þróuninni, að minnsta kosti ekki nægar til að sjá ástæðu til aðgerða. Njósn- irnar minna vissulega á framferði stjórnvalda í ríkj- um á borð við Austur- Þýskaland, en þær eiga sér stað í ríkjum sem búa við svo gerólíkt stjórnarfar að sam- anburðurinn stenst ekki nema að takmörkuðu leyti. Líklega yrðu viðbrögðin harðari og víðtækari ef um væri að ræða þjónustu sem borgað væri fyrir. En við- brögðin eru linkuleg og þeg- ar almenningi stendur á sama er þrýstingurinn lítill á stjórnvöld. Staðreyndin er hins vegar sú að friðhelgi einkalífsins er ein af grunnstoðum réttar- ríkisins og það er hlutverk stjórnvalda að gæta þess að hún sé virt í stað þess að vinna gegn henni. Nú blasir við sú staða að rétturinn til friðhelgi einkalífs nýtur for- takslaust viðurkenningar, það kostar bara að fá að njóta hans. Friðhelgi einkalífs- ins er orðin tóm á tímum nets og veraldarvefs} Réttindi gegn gjaldi 26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þ að getur komið sér vel að vera ljót- ur, slímugur og illa lyktandi og ekki skemmir fyrir ef þú lifir á öðrum lífverum og frændur þínir eru þekktir smitberar. Það felst máttur í ófrýnileikanum og mögulega ertu versta martröð tvífætlinga sem eru þúsund sinnum stærri en þú en það kann að breytast; það er innihaldið sem skiptir máli, ekki útlitið. Þú og þínir eruð næringarríkir, óteljandi og á hraðleið inn í fæðupíramídann. Það kann að vera tímaspursmál hvenær skordýrafræðingar verða eftirsóttustu starfs- menn landbúnaðarráðuneyta og mat- vælastofnana heimsins. Jarðarbúum fjölgar í sífellu, loftslagsbreytingar ógna vatnsbúskap og jarðnæði og baráttan við að fæða menn og búfénað eykst með hverjum áratugnum sem líður. Það liggur á að finna lausnir og þær kunna að fel- ast í moldinni. Flestum Vesturlandabúum býður eflaust við því að leggja sér til munns feita og meyra lirfu, eða kjamsa á stökkri engisprettu, en skordýr eru hluti af fæðu 2 millj- óna manna í heiminum, sem nýta um 1.900 tegundir til manneldis. „Það er ekki skaðlegt að borða skordýr, þvert á móti. Þau eru næringar- og próteinrík og eru álitin lostæti í mörgum löndum,“ sagði Eva Müller, fram- kvæmdastjóri Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sam- einuðu þjóðanna í fyrra, þegar stofnunin kynnti nýja bók um skordýraát og fæðuöryggi. Skordýraeldi er bæði hagkvæmara og fyr- irhafnarminna en hefðbundin búfjárrækt en Müller sagði viðbjóð neytenda gagnvart skor- dýraáti eina helstu fyrirstöðuna fyrir neyslu þeirra á Vesturlöndum. Hún benti hins vegar á að Evrópubúar hefðu fúlsað við því að borða hráan fisk fyrir tuttugu árum en í dag væri sushi á hvers manns borði. Að minnsta kosti einn hugdjarfur frum- kvöðull hefur ákveðið að láta slag standa og hyggst markaðssetja fyrirlitið sníkjudýr sem herramannsmat. Pierrick Clément, franskur athafnamaður, ætlar raunar að slá tvær flug- ur í einu höggi með því að moka upp sjáv- arsnigli við strendur Bretagneskaga og vinna til manneldis en snigillinn, slipper shell, er plága fyrir ostru- og kræklingaræktendur á svæðinu. Það verður á brattann að sækja fyrir karl, því þrátt fyrir að Frakkar hafi gert góðan róm að landsniglum eru þeir uppfullir af fordómum gagnvart sjósniglinum, vegna sníkjulífis hans og ófagurrar ásýndar. Það var satt sem svínin sögðu: sum dýr eru jafnari en önnur. Clément virðist þó kunna sitt fag, hefur fengið verðlaunakokka í lið með sér og endurskírt snigilgreyið berlingot de mer, eða „hyrna hafsins“. Það verður síðan spennandi að fylgjast með hvort Íslendingar tileinki sér í náinni fram- tíð að kíkja eftir próteinríku millimáli undir steini eða í næsta tré. holmfridur@mbl.is Hólmfríður Gísladóttir Pistill Food and fun í fjöruborðinu STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Þó að stjórnarfrumvarpi tilnýrra heildarlaga um sölufasteigna, fyrirtækja ogskipa, sem Alþingi hefur nú til meðferðar, sé fyrst og fremst ætlað að auka vernd neytenda, hef- ur það sætt töluverðri gagnrýni. Neytendasamtökin telja sér t.a.m. ekki fært að styðja frumvarpið eins og það er úr garði gert og segja í umsögn til efnahags- og viðskipta- nefndar að ekki verði séð í fljótu bragði að neytendavernd muni aukast mjög frá því sem nú er með lögfestingu þess. Fasteignakaup eru stærstu við- skipti sem flestir eiga á ævinni og því eru miklir hagsmunir í húfi þeg- ar reglum um þau er breytt. Frum- varpið er byggt á eldra frumvarpi sem ekki hefur náð í gegn á fyrri þingum þrátt fyrir nokkrar tilraunir en meðal helstu breytinga sem boð- aðar eru nú er að afnuminn verði einkaréttur fasteignasala til að hafa milligöngu um sölu fyrirtækja. Há- skólum verður falið að hafa umsjón með 90 eininga námi fasteignasala og skerpa á á ákvæðum um að inn- heimta fasteignasala á umsýslu- gjaldi þurfi að eiga sér stoð í fyrir fram gerðum samningi á milli kaup- anda og fasteignasala. Skylduaðild að Félagi fast- eignasala (FF) verður afnumin og boðaðar eru breytingar á skipan eft- irlitsnefndar fasteignasala sem fel- ast m.a. í því að slitið er á tengslin milli nefndarinnar og FF. Atvinnu- vega- og nýsköpunarráðherra verði falið að skipa alla fulltrúa í nefndina en í dag tilnefnir FF tvo fulltrúa í nefndina. FF yrði þ.a.l. framvegis ekki ætlað neitt lögbundið hlutverk. Hlutverk eftirlitsnefndarinnar breytist því auk eftirlits með fast- eignasölum á hún að taka við kvört- unum frá kaupendum og seljendum telji þeir að fasteignasala eða fast- eignasali hafi valdið sér tjóni. Frá því að núgildandi lög tóku gildi ári 2004 hafi fasteignasalar haft milligöngu um tæplega 56.000 fasteignaviðskipti að því er fram kemur í umsögn FF. Í frumvarpinu er hnykkt á því, eins og segir í greinargerð, að fasteignasala er óheimilt að fela öðrum að vinna þau störf sem löggilding hans tekur til. Þetta atriði er meðal fjölmargra ákvæða sem FF hefur gagnrýnt. Nauðsynlegt sé að lögfest verði svo ekki verði um villst að fasteigna- salar sinni sjálfir þeim störfum sem þeir hafa hlotið einkarétt til. Tryggja verði að þessi störf séu ekki unnin af réttindalausum aðilum að því er fram kemur í umsögn FF. Í umfjöllun um frumvarpið í Neytendablaðinu segir um þetta að ekki sé gengið nógu langt þegar lagt er til að fasteignasala verði óheimilt að kaupa sjálfur eign sem honum hefur verið falið að selja. Neytendasamtökin segjast iðulega fá erindi þar sem seljendur halda því fram að kaupandi eignar hafi verið barn eða systkini fast- eignasala. Gera samtökin þá kröfu að fest verði í lög að aðilar nákomn- ir fasteignasala megi ekki kaupa eign sem honum hefur verið falið að selja. Í sameiginlegu erindi FF og Neytendasamtakanna til Alþingis er m.a. vakin athygli á því að í frum- varpinu séu siðareglur gerðar val- kvæðar fasteignasölum og þeim al- farið í sjálfsvald sett hvort þeir fylgi þeim í störfum sínum gagnvart neytendum. „Alger nauðsyn er að skoðað verði alveg sérstaklega hve ríka vernd siðareglur hafa skapað neytendum. Það er ekki boðlegt að fara þá auðveldu leið að sleppa allri skoðun á þessu eins og því miður hefur verið gert,“ segir þar. Telja skrefin alltof stutt fyrir neytendur Morgunblaðið/Ómar Fasteignakaup Með löggjöfinni verður hlutverk eftirlitsnefndar aukið, neytendavernd styrkt og fyrirkomulagi menntunar fasteignasala breytt. Tryggja þarf að fram komi á söluyfirliti fasteigna upplýsingar um ástand þeirra sem byggjast á sérþekkingu að mati Neytenda- samtakanna. Þau segja í um- sögn að í dag bæti söluyfirlit í raun litlu við lýsingu eignar eins og hún er birt í auglýsingum. Söluyfirlit samanstandi jafnan mestmegnis af lýsingum á innra skipulagi og herbergjaskipan. Voru auglýsingar á fasteignavef Morgunblaðsins skoðaðar sér- staklega. ,,[…] kemur í ljós að „falleg“ kemur fyrir í 3.498 aug- lýsingum, „glæsileg“ í 2.204 auglýsingum, „stórkostleg“ kemur 63 sinnum fyrir en „bygg- ingarefni“ aðeins 42 sinnum, „einangrun“ 217 sinnum, „skólp“ 76 sinnum og „dren“ 102 sinnum. Hin síðartöldu eru þó tvímælalaust atriði sem varð- ar kaupendur mun meira að fá upplýsingar um heldur en lýs- ingar á huglægu mati fasteigna- sala.“ Lýsingar og huglægt mat SÖLUYFIRLIT OG AUGLÝS- INGAR FASTEIGNA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.