Morgunblaðið - 15.03.2014, Síða 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2014
Nokkur umræða fer nú
fram um Evrópustefnu
sitjandi ríkisstjórnar og
ekki öll mjög hófstillt.
Með pólitískum loftfim-
leikum er því haldið fram
að ríkisstjórnarflokk-
arnir svíki gefin kosn-
ingaloforð ef þeir fylgja
stefnum og funda-
samþykktum flokka
sinna og slíta aðildav-
iðræðum við ESB.
Í aðdraganda síðustu alþingis-
kosninga voru umræður um aðild að
ESB ekki miklar og svolítið ruglings-
legar. Vinstriflokkarnir sem hrökkl-
uðust frá völdum eftir að hafa sett
allt sitt afl og sína æru í ESB-aðild
voru áhugalitlir um þessa umræðu
þar sem hún var þeim síst til frama.
Hægriflokkarnir tveir sem nú sitja
að völdum vonuðust til að halda inn-
an sinnan raða bæði já- og nei-
sinnum ESB-málsins og vildu því
heldur ekkert um málið tala.
Sá sem hér skrifar
var í hópi andstæð-
inga ESB-aðildar
sem tefldu fram lista
til þess að skerpa á
þessari umræðu og
standa vörð um full-
veldisbaráttuna.
Flest komum við úr
VG en sá flokkur var
þá fyrir löngu geng-
inn í björg heimatrú-
boðs ESB-sinna. Með
því að bjóða upp á
kost þar sem enginn
afsláttur væri gefinn frá einarðri
kröfu um tafarlaus slit ESB-
viðræðna töldum við okkur þrýsta á
stóru flokkana að hvika ekki frá eigin
samþykktum. Það er fljótsagt að við
höfðum þar algerlega erindi sem erf-
iði. Þrátt fyrir hik og margskonar
orðagjálfur viku hvorki Framsókn-
arflokkur né Sjálfstæðisflokkur frá
þeim stefnum sem markaðar höfðu
verið í grasrótum flokkanna og sam-
þykktar á þingum að aðlögunarferli
ESB skyldi stöðvað og það taf-
arlaust.
Sú ríkisstjórn sem nú situr er ekki
líkleg til afreka í þágu almennings.
Gjafir til handa heimilunum í land-
inu eru nú framkomnar í ríflegum
skenkingum til þeirra heimila sem
halda á kvóta í sjávarútvegi. Það eru
vissulega fjölskyldur líka og kannski
þær einar sem flokkarnir voru sam-
stiga um að fá ættu gjafafé.
En í ESB-málinu voru ríkisstjórn-
arflokkarnir algerlega samstiga.
Það er lágmarkskrafa okkar allra,
sem studdum að því að koma hinni
óvinsælu ESB-stjórn Jóhönnu Sig-
urðardóttur frá völdum, að þeir sem
nú ráða standi hér við gefin loforð.
Að svíkja kosningaloforð
Eftir Bjarna
Harðarson »Það er lágmarkskrafa
okkar sem studdum
að því að koma hinn óvin-
sælu ESB-stjórn Jó-
hönnu frá völdum að þeir
sem nú ráða standi hér
við gefin loforð.
Bjarni Harðarson
Höfundur er bóksali.
Kínverjinn Li Chao er sig-urvegari Reykjavíkur-skákmótsins sem lauk íHörpu á miðvikudaginn
eftir spennandi lokaumferð. Li
Chao hlaut 8 ½ vinning af 10 mögu-
legum. Kínverjar eru stórveldi í
skákinni og að fulltrúi þeirra skuli
vinna þetta mót kemur ekki á óvart.
Sennilega hefur komið á óvart að
greinarhöfundur sem lítið hefur
teflt undanfarið skyldi eiga mögu-
leika á efsta sætinu en í lokaumferð-
inni var efsta sætið undir í harðri
baráttuskák við Kanadamanninn
Eric Hansen. Taktík þeirrar við-
ureignar var að tefla frekar þurrt í
þeirri von að andstæðingurinn
myndi sprengja sig. En í skákinni
var ákveðnu jafnvægi ekki raskað
og úr varð einhverskonar störu-
keppni sem endaði með því að kepp-
endur slíðruðu sverðin eftir mikil
uppskipti. Undirritaður var því fyrir
vikið í 2.-5. sæti ásamt Hollend-
ingnum Robin Van Kampen, Eric
Hansen og Litháanum Eduardas
Rosentalis, allir með 8 vinninga. Í
humátt á eftir komu m.a. Hjörvar
Steinn Grétarsson og Hannes Hlífar
Stefánsson með 7 ½ vinning.
Lokaúrslitin að öðru leyti bera
með sér að margir af okkar ungu
skákmönnum bættu sig verulega.
Hinn 11 ára gamli Vignir Vatnar
Stefánsson hækkaði mest allra eða
um 55 elo-stig. Félagar hans í sig-
urliði Íslands á NM í skólaskák
hækkuðu flestir heilmikið, Jón
Kristinn Þorgeirsson, Oliver Jó-
hannesson, Dagur Ragnarsson,
Hilmir Freyr Heimisson og Nökkvi
Sverrisson og einnig ungir skák-
menn á hraðri uppleið, Gauti Páll
Jónsson, Símon Þórhallsson, Dagur
Andri Friðgeirsson og Birkir Karl
Sigurðsson svo nokkrir séu nefndir.
Þá stóð Lenka Ptacnikova sig frá-
bærlega.
Nýjasti stórmeistari Íslendinga
Hjörvar Steinn Grétarsson átti gott
mót en lykilinn að árangrinum fann
hann í 9. umferð er honum tókst að
leggja að velli 2. borðs mann Eng-
lendinga frá síðasta Ólympíumóti:
Hjörvar Steinn Grétarsson –
Gawain Jones
Pirc-vörn
1. d4 d6 2. e4 Rf6 3. Rc3 g6 4.
Be3 a6 5. a4 Bg7 6. Dd2 O-O 7. Rf3
Bg4 8. Be2 Rc6 9. O-O e5 10. d5
Re7 11. g3
Sérstæður leikur en 11. a5 lá
beinast við. Eftir 11. … Rd7 á hvít-
ur 12. Rg5.
11. … Bd7 12. Dd3 h6 13. Rd2
Rg4 14. Bxg4 Bxg4 15. f4 Dd7 16.
fxe5 dxe5 17. Rb3 Hab8 18. Rc5
Dd8 19. Rd1 Bh3 20. Hf3 Bg4 21.
Hf1 Bh3 22. Hf3 a5
Jafntefli kemur ekki til greina.
23. Rf2 Bc8 24. Hd1 b6 25. Rb3
g5 26. h3 Rg6?!
Riddarinn er fremur óvirkur
þarna. Mun betra var 26. … f5
strax.
27. Rd2 Bd7 28. b3 h5 29. Rc4
Bh6 30. Bc1 Dc8 31. Re3!
Eftir að hvítur nær að hertaka f5-
reitinn á svartur afar erfitt um vik.
31. … Bxh3 strandar á 32. Rxh3
Dxh3 33. Rf5! Kh7 34. g4! Dxg4
Hg3 og drottningin á engan reit.
31. … g4 32. hxg4 Bxe3 33. Dxe3
Bxg4
34. Dh6!
Þrumuleikur sem hótar 35. Bg5.
Svartur er varnarlaus gagnvart
þeirri hótun.
34. … Bxf3 35. Bg5!
Sá kostur að láta drottninguna af
hendi með 35. … Dd8 var ekki fýsi-
legur.
35. … f5 36. Dxg6+ Kh8 37. Dh6
Kg8 38. Dg6 Kh8 39. Bf6 Hxf6 40.
Dxf6 Kg8 41. Hd3 fxe4 42. Dg6 Kf8
43. Hc3! c5 44. dxc6 Dc7 45. Rxe4
Bxe4 46. Dxe4 Hd8 47. Df3+ Ke7
Eða 47. … Df7 48. Dxf7+ Kxf7
49. c7 Hc8 50. Kf2 og endataflið er
auðunnið.
48. Dxh5 Dd6 49. Dh7+ Ke8 50.
Dg8+ Ke7 51. Dg7+ Ke8 52. Hf3
Dc5+ 53. Kh2 Hd1 54. Dg8+ Ke7
55. Hf7+ Ke6 56. Dg6+ Kd5 57.
Hd7+
- og loks gafst Gawain Jones upp.
Ungu skákmennirnir
bættu sig verulega á
Reykjavíkurmótinu
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
TWIN LIGHT
GARDÍNUR
Betri birtustjórnun
MEIRA ÚRVAL
MEIRI GÆÐI
ÍSLENSK
FRAMLEIÐSLA
EFTIR MÁLI
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Hringdu og bókaðu tíma í máltöku
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. Sími: 588 5900 ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík. Sími: 421 2061
Glerárgötu 32, Akureyri. Sími: 462 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán.-fös. 11-18
Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver
Er ferming framundan?
Láttu okkur sjá um veisluna
Gómsætir réttir við allra hæfi
Allar nánari upplýsingar í
síma 533 3000
Móttaka
aðsendra
greina
Morgunblaðið er vettvangur lif-
andi umræðu í landinu og birtir
aðsendar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk-
un og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morg-
unblaðsins og höfunda.
Morgunblaðið birtir ekki greinar
sem einnig eru sendar eru á aðra
miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt
er á lógóið birtist felligluggi þar
sem liðurinn "Senda inn grein" er
valinn.
Í fyrsta skipti sem inn-
sendikerfið er notað þarf notand-
inn að nýskrá sig inn í kerfið.