Morgunblaðið - 15.03.2014, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 15.03.2014, Qupperneq 30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2014 Föstudaginn 28. febrúar sl. fjallaði Fréttablaðið um tíðni og áhrif stórra undir- skriftasafnana, þar sem segir m.a.: „Sex- tán stórar undir- skriftasafnanir hafa farið fram hér á landi frá því að Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1944.“ Undirskrifta- safnanir eru klárlega fleiri og stærri en um er getið og Ísland varð sjálf- stætt ríki árið 1918, en ekki 1944. Undirskriftasöfnun Umhverfisvina, árið 1999, er þar á meðal, en þá mót- mæltu 45.386 manns áformum um uppistöðulón á Eyjabökkum, en und- irritaður var forsvars- og ábyrgð- armaður þeirrar söfnunar. Undir- skriftasöfnunin varð til þess, að hætt var við fyrirhugaða Fljótsdals- virkjun. Einnig skrifuðu um 17.000 manns undir mótmæli, árið 2012, gegn hótelbyggingu á Landsímareit og að tónlistarhúsið Nasa færi undir hótelið. Borgaryfirvöld skelltu skolla- eyrum við þessum mótmælum. Lík- lega má finna fleiri undirskriftasafn- anir, sem eru stærri en mótmælin gegn niðurskurði á RÚV, árið 2013, þar sem 10.339 manns tóku þátt, en Fréttablaðið telur RÚV-mótmælin með sextán stærstu undirskriftasöfn- unum síðan 1944. Undirskriftasöfn- unin vegna RÚV fór vissulega hátt í fjölmiðlum og mótmælasamkomum, en árangurinn varð ekki í samræmi við það. Ólíkar undirskrifta- safnanir fyrr og nú Stærsta undirskriftasöfnunin á lið- inni öld var Varið land árið 1974, þar sem 55.522 undirrituðu skjal, þar sem mótmælt var áformum um brottför varnarliðsins og lýst áframhaldandi stuðningi við þátttökuna í Atlants- hafsbandalaginu. Undirritaður man vel þau átök í samfélag- inu, sem spunnust út frá undirskrifta- söfnuninni, en veit ekki með vissu hvort undir- skriftalistar hurfu, þar sem þeir lágu frammi eða voru rifnir, eins og gerðist oft í undirskriftasöfnun Um- hverfisvina, aldarfjórð- ungi síðar. Söfnun Var- ins lands var mjög áhrifarík og leiddi beint til þess, að vinstristjórn hrökklaðist frá völdum eftir kosn- ingasigra Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnar- og alþingiskosn- ingum. Í október 1999 voru Umhverfis- vinir stofnaðir, í þeim tilgangi, að safna undirskriftum gegn áformum um Fljótsdalsvirkjun, án lögform- legs umhverfismats, en virkjunar- áformin voru grundvölluð á lögum frá 1991, sem hafði verið breytt árið 1994. Baráttan snerist um að forða Eyjabökkum, við austurhlíðar Snæ- fells, undan 45 ferkílómetra uppi- stöðulóni. 45.386 manns rituðu undir skjal Umhverfisvina, sem þannig varð og er enn næststærsta raun- verulega undirskriftasöfnun Ís- landssögunnar. Þegar mótmæla- skjal Umhverfisvina var afhent fulltrúum ríkisstjórnarinnar og Norsk Hydro hafði Alþingi þegar samþykkt Fljótsdalsvirkjun með miklum meirihluta atkvæða. Ráða- menn hlustuðu ekki, sérstaklega þá- verandi umhverfisráðherra, en Norsk Hydro féll frá Fljótsdals- virkjun 30. mars árið 2000, sem verður að teljast einn stærsti dagur í sögu íslenskrar náttúruverndar. Þriðja stærsta undirskriftasöfnun liðinnar aldar beindist gegn EES- samningnum árið 1992, þar sem skorað var á Alþingi, að efna til þjóð- aratkvæðagreiðslu um samninginn. 34.378 manns skrifuðu undir kröf- una, sem Alþingi hafnaði. Undirskriftasafnanir á 21. öld. Á þessari öld hafa undirskrifta- safnanir verið tíðar, sérstaklega eft- ir að Icesave-samningurinn fór til feðra sinna, eftir vel heppnaða und- irskriftasöfnun, árið 2009-2010. Þar skoruðu 56.089 Íslendingar á forseta lýðveldisins að staðfesta ekki lög um þennan samning. Forsetinn varð við kröfunni. Samningurinn var strá- felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í kjölfarið fylgdu a.m.k. sex undir- skriftasafnanir, þar sem hæst ber undirskriftasöfnun um orkuauðlind- ir, þar sem 47.129 manns skoruðu á stjórnvöld, að koma í veg fyrir sölu á HS Orku til einkaaðila. Þetta var ár- ið 2010-2011, þ.e. í tíð ríkisstjórnar, sem gjarnan talaði um orkulindir í eigu almennings, en stóð ekki við það! Undirskriftasöfnunin skilaði engu. 41.524 manns skrifuðu undir mótmælalista gegn vegatollum á leið til og frá höfuðborgarsvæðinu, og hafa viðbótartollar ekki verið lagðir á síðan. Loks skrifuðu 38.000 manns undir kröfuna um að forseti lýðveld- isins synjaði staðfestingu um frum- varp um annan Icesave-samning, sem Alþingi hafði samþykkt. Forset- inn vísaði málinu til þjóðarinnar, sem felldi samningin. Er þá komið að fjölmennustu und- irskriftasöfnun allra tíma á Íslandi, en aftur skal hnykkt á aðstöðumun- inum frá því að Varið land og Um- hverfisvinir drógu vagninn í því sambandi. 69.722 rituðu undir áskor- un til Reykjavíkurborgar, um að tryggja að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýri. Þegar nú- verandi borgarstjóri tók við undir- skriftunum sýndi hann forráða- mönnum söfnunarinnar og öðrum landsmönnum lítilsvirðingu og borg- aryfirvöld hafa síðan kórónað hlust- unarleysi sitt, með því að halda til streitu áformum um, að byggja yfir NA/SV-brautina, bæði í Skerjafirði og við Hlíðarenda. Á sunnudags- morgni í RÚV var ekki minnst á valdníðslu og hlustunarleysi borg- Undirskriftasafnanir og áhrif þeirra Eftir Ólaf F. Magnússon Ólafur F. Magnússon Reykvíkingar í heimsókn í Gullsmárann á mánudaginn Spilað var á 16 borðum í Gull- smára fimmtudaginn 13. mars. Úr- slit í N/S: Unnar A. Guðmss. – Guðm. Sigursteinss. 323 Örn Einarsson – Sæmundur Björnsson 307 Leifur Kr. Jóhanness. – Ari Þórðarson 295 Pétur Antonss. – Guðlaugur Nielsen 292 Sigtryggur Ellertss. – Tómas Sigurðss. 286 A/V: Björn Péturss. – Valdimar Ásmundss. 363 Guðrún Gestsd. – Filip Höskuldsson 321 Ormarr Snæbjss. – Sturla Snæbjörnss. 307 Gunnar Alexanderss. – Elís Helgason 291 Ágúst Vilhelmsson – Kári Jónsson 289 Næsta mánudag, 17. mars, koma Reykvíkingar í heimsókn. Spilað verður á 10 borðum frá hvorum að- ila. Fullbókað er í þá spilamennsku. Guðjón Svavar og Garðar styrktu stöðu sína Þriðja kvöldið af fjórum í meist- aratvímenningi bridsfélaganna á Suðurnesjum var spilað sl. fimmtu- dag og styrktu Guðjón Svavar og Garðar stöðu sína á toppnum til muna. Staða efstu para í mótinu er nú þessi: (% skor) Garðar Garðarsson – Svavar Jensen 59,9 Gunnar Guðbjss. – Garðar Þór Garðarss.55,6 Dagur Ingimundarson – Bjarki Dagss. 52,4 Karl G. Karlss. – Svala Pálsd. 52,1 Garðar og Svavar fengu mjög góða skor sl. fimmtudag eða 63,4%. Þorgeir Ver Halldórsson og Arnór Ragnarsson skoruðu einnig vel eða 62,3% sem og feðgarnir Dagur og Bjarki sem voru með 61,5% Lokaumferðin verður spiluð nk. fimmtudagskvöld kl. 19 í félagsheim- ilinu á Mánagrund. Eldri borgarar Stangarhyl Fimmtudaginn 13. mars var spil- aður tvímenningur hjá bridsdeild Félags eldri borgara, Stangarhyl 4, Reykjavík. Spilað var á 11 borðum. Efstu pör í N/S: Helgi Hallgrímss. – Ægir Ferdinandss. 244 Friðrik Jónss. – Jóhannes Guðmannss. 226 Björn Árnason – Auðunn Guðmss. 225 Hrafnhildur Skúlad. – Guðm. Jóhannss. 223 A/V Gunnar Jónsson – Magnús Jónsson 279 Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 257 Axel Lárusson – Bergur Ingimundars. 248 Tómas Sigurjss. – Björn Svavarsson 243 Högni Friðþjófs og félagar tóku forystuna hjá BK Þriðja kvöldið af fjórum í Hrað- sveitakeppni Bridsfélags Kópavogs var spilað í gærkvöldi. Sveit Högna Friðþjófssonar náði efsta sætinu samanlagt með 1.726 stigum en Sveit Björns Halldórssonar kemur fast á hæla þeim með þremur stigum minna. Staðan: Högni Friðþjófsson 1726 Björn Halldórsson 1723 Þórður Jörundsson 1680 Vélasalan 1675 Ólafur Magnússon 1643 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is - með morgunkaffinu FERSKLEIKI • GÆÐI • ÞJÓNUSTA HUMARSALAT “á la Café Paris” með klettasalati, papriku, fetaosti, sultuðum rauðlauk, cous-cous og hvítlaukssósu RISARÆKJUR MARINERAÐAR í chili, engifer og lime, bornar fram með spínati, klettasalati, rauðlauk, tómötum, mangó og snjóbaunum BARBERRY ANDAR ,,CONFIT” SALAT með geitaosti, brenndum fíkjum, fersku salati, rauðrófum, melónu, ristuðum graskersfræjum, rauðlauk og appelsínufíkjugljáa Við leitum eftir samstarfsaðila/rekstraraðila/leigjanda að hluta fasteigna í Arnarholti á Kjalarnesi, 116 Reykjavik. Í dag eru 36 herbergi með og án baðherbergis, getum aukið um 8 herbergi. Samtengdar byggingar hýsa allt að 20 íbúðir frá einstaklings til 5 herbergja. Nokkrir stærri og minni salir, stórt eldhús með matsölum. Unnið er að leyfi fyrir gistiheimili. Öll aðstaða sem þarf fyrir lúxushótel þ.e. líkamsrækt, gufubað, afþreyingarsalur með billjarðborði og fleira. Verkstæði og þvottahús. Gert er ráð fyrir aðstöðu fyrir hesta og jafnvel annan búfénað ef þær óskir koma fram. Golfvöllur í nágrenninu. Stórkostlega umhverfi með mikilli sögu og skemmtilegum gönguleiðum. Miklir möguleikar. Arnarholt á Kjalarnesi Hótelrekstur, gisting, heilsuhótel, ráðstefnur og reyndar hvað sem góðum hugmyndasmið dettur í hug. Fasteignin er til sýnis áhugasömum eftir samkomulagi Hafið samband við Stefán í síma 897-6121

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.