Morgunblaðið - 15.03.2014, Side 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2014
✝ Geir KonráðBjörnsson
fæddist á Bæ á
Höfðaströnd í
Skagafirði 9. júní
1935. Hann lést á
Sjúkrahúsi Akra-
ness 8. mars 2014.
Foreldrar hans
voru Kristín Ingi-
björg Krist-
insdóttir húsfreyja
og Björn Jónsson
bóndi og hreppstjóri. Önnur
börn þeirra: Jófríður, Jón, Val-
garð, Gunnar, Sigurlína, Hauk-
ur og fóstursonurinn Reynir
Gíslason, systursonur Kristínar.
Geir kvæntist 3. febrúar 1961
Hönnu Cörlu Proppé, f. 5. ágúst
1938. Foreldrar hennar voru
Sigríður F. Proppé og Ástráður
J. Proppé. Börn Geirs og Hönnu
Cörlu eru: 1) Jón Þór, maki
Kristín Anna Hjálmarsdóttir,
dætur þeirra eru Þórhildur Ögn
og Kolfinna. 2) Sigríður Lísa,
maki hennar er Marinó Már
Marinósson, börn Sigríðar Lísu
eru Hanna Carla og Elvar Örn
(faðir Jóhann Heiðmundsson).
Uppvaxin að hluta til eða öllu
Geir sleit barnsskónum á Bæ
en flutti á unglingsaldri til
Borgarness og sótti nám þar.
Hann bjó þar hjá Geirlaugu föð-
ursystur sinni, eiginmanni henn-
ar, Þórði Pálmasyni og dóttur
þeirra, Þorbjörgu (Distu). Geir
lærði bakaraiðn í Borgarnesi og
lauk sveinsprófi 1955. Hann
stundaði síðan nám í kökusk-
reytingum („konditori“) í Dan-
mörku og starfaði þar um hríð,
áður en hann sneri aftur í Borg-
arnes, þar sem hann vann hjá
Kaupfélagi Borgfirðinga. Eftir
að þau Hanna Carla giftust
sigldu þau til Kaupmannahafnar
og dvöldu þar um hríð; þar bætti
Geir við sig námi í gluggaskeyt-
ingum. Þau stofnuðu heimili í
Borgarnesi veturinn 1961-62 en
bjuggu síðar um skeið á Vega-
mótum, Snæfellsnesi, þar sem
þau önnuðust veitingarekstur,
uns Geir var ráðinn hótelstjóri í
Borgarnesi haustið 1965. Þau
störfuðu bæði á hótelinu í tólf
ár. Árið 1977 tóku þau að sér
mötuneytið í Kröfluvirkjun, en
frá árinu 1979 starfaði Geir sem
sölustjóri kjötafurða hjá Kaup-
félagi Borgfirðinga en síðan
rúman áratug sem sölumaður
hjá Kjötvinnslunni Esju og lét
ekki af störfum fyrr en um 75
ára aldur.
Útför Geirs fer fram frá
Borgarneskirkju í dag, 15. mars
2014, og hefst athöfnin kl. 14.
leyti á heimili Geirs
og Hönnu Cörlu
eru einnig 3) dóttir
hans, María Erla
(móðir Arnþrúður
Jóhannsdóttir),
maki hennar er
Theódór Þórð-
arson, synir þeirra
eru Björn, Árni,
Geir Konráð og Ei-
ríkur Þór, og 4)
sonur Hönnu Cörlu,
Ástráður (faðir Eysteinn Þor-
valdsson), maki hans er Anna
Jóhannsdóttir, börn þeirra eru
Jóhann og Eyja, en Ástráður á
einnig synina Andra Þór og
Berg (móðir þeirra er Birna
Kristjánsdóttir). Geir eignaðist
einnig 5) dótturina Kristínu
Ingibjörgu (móðir Sigríður
Bachmann), maki Guðgeir Eyj-
ólfsson, börn þeirra eru Guðrún,
Sigurður og Eyjólfur, og 6) son-
inn Gunnar Má (móðir Svanborg
Kjartansdóttir), maki hans er
Dagmar Jóhannesdóttir, synir
hans eru Andri, Bjarki og Sig-
finnur Helgi (móðir Soffía Sig-
finnsdóttir). Samtals eru barna-
barnabörnin níu.
Ég ólst upp að hluta til hjá
ömmu Kristínu og afa Birni á Bæ
á Höfðaströnd í Skagafirði, ásamt
uppeldisbróður mínum honum
Konna frænda. Við Konni vorum
síðan tekin inn í „Litlabæjargeng-
ið“ sem samanstóð af systkinahóp
feðra okkar, þegar þau komu sér
upp bústaðnum Litla Bæ niðri við
sjó í Bæjarlandinu.
Það hafa verið mikil forréttindi
að fá að kynnast þessum sam-
heldna systkinahópi á æskuslóð-
um okkar allra en hópurinn hefur
komið þar reglulega saman á
hverju ári um áratuga skeið.
Heldur hefur fækkað í hópnum
eins og gengur og nú er hann faðir
minn horfinn á braut. Söknuður-
inn er mikill og minningarnar
hrannast upp í hugann. Yndisleg-
ar minningar um elskulegan og
ljúfan föður.
Að fara með honum á Litla Bæ
var alltaf mjög skemmtilegt og
mikil upplifun. Þar nutu eiginleik-
ar og ríkir hæfileikar hans sín vel,
glettnin og spaugsemin kappið og
dugnaðurinn að ég tali nú ekki um
veiðigleðina. Það kom oftast í hans
hlut og Hönnu Cörlu konu hans að
sjá um matinn sem pabbi hafði
keypt af mikilli útsjónarsemi og
hagsýni og síðan var brugðið upp
dýrindis veislum, sagðar sögur,
spilað og sungið af hjartans lyst.
Ég vona að ég verði jafn dugleg
að miðla sögum, söng og fróðleik
til minna barna og barnabarna
eins og faðir minn og systkinin frá
Bæ hafa verið og ég hef notið.
Ég minnist atvika úr uppvext-
inum þegar ég var hjá pabba sem
var þá hótelstjóri á Hótel Borg-
arnesi. Alltaf svo mikið líf og fjör
og oft svo mikið að gera. Ég lærði
ótrúlega mikið á þeim árum, fékk
að vinna fjölbreytt störf sem
kenndu mér svo margt og svo
kynnin við það góða fólk sem þar
vann. Þau hjónin höfðu svo gott
lag á sínu starfsfólki og krafan
var; „gerið ykkar besta og verið
samviskusöm“.
Pabbi var glæsilegur maður svo
eftir var tekið. Hann hafði mikla
útgeislun og hafði þetta alveg sér-
staka blik í augum og gat hann
auðveldlega hrifið fólk með sér í
leik og starfi. Hann var líka snyrti-
pinni, allt var hjá honum „spikk og
span“ bíllinn gljáfægður og bíl-
skúrinn tandurhreinn og þar var
allt í röð og reglu. Gestrisinn var
hann og þau hjón bæði með af-
brigðum og var maður nú ævin-
lega saddur, sæll og glaður er
heim var haldið.
Pabbi átti við sína veikleika að
stríða eins og svo margir aðrir. En
hann tókst á við þá af æðruleysi og
samviskusemi og hafði sigur.
Ég sé honum pabba bregða fyr-
ir í sonum mínum, á ýmsan hátt.
Við getum glaðst yfir því að þann-
ig lifum við áfram í afkomendum
okkar. Hvíldu í friði og hafðu þökk
fyrir allt og allt.
Þín dóttir María Erla
María Erla Geirsdóttir.
Elsku pabbi minn, ég kveð þig
með sárum söknuði en í hjarta
mínu geymi ég allar þær góðu og
ljúfu stundir sem við áttum sam-
an. Allar góðu ferðirnar okkar á
Litla-Bæ, stundirnar sem við
eyddum saman í að þvo og bóna
bílana okkar.
Þú átt alltaf eftir að verða mér
efst í huga þegar ég set upp jóla-
ljósin. Við Marinó eigum eftir að
sakna spilakvöldanna sem við átt-
um með ykkur mömmu. Ég hefði
ekki getað fengið betri kennara en
þig þegar ég var að stíga mín
fyrstu skref sem hótelstjóri. Ég
kveð þig með þessum orðum:
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Hvíldu í friði elsku pabbi minn.
Þín dóttir,
Lísa.
Stórt skarð er nú höggvið í
Bæjarfjölskylduna við fráfall þitt,
elsku Geiri okkar. Margra góðra
stunda er að minnast frá liðnum
árum, sérstaklega nú í seinni tíð
þegar samskiptin voru orðin meiri
og bræðraböndin styrktust enn
frekar. Varla leið dagur án þess að
við töluðumst við. Maður minnist
allra stundanna í Litla-Bæ við
veiðar, söng og fleira skemmti-
legt. Oft fórum við bræðurnir
saman út á vatn og líka á sjó, og
svo allar stundirnar þegar spilað-
ur var kani fram á nótt með ykkur
Hönnu Cörlu.
Ég get ekki látið hjá líða að
minnast á alla þína hjálpsemi, ein-
staka lipurð og snyrtimennsku.
Ekki má gleyma bílskúrnum hjá
þér í Borgarnesi, þar sem allt var í
röð og reglu. Þegar bíllinn var
þrifinn varstu meira að segja
sagður hafa notað tannbursta til
að fara í smæstu fellingar. Ég er
ekki frá því að það hafi verið satt!
Og Geiri minn, hver kemur
núna með mér að svíða lappirnar í
haust? Þú sem varst alltaf til í þá
skemmtilegu iðju og hlakkaðir til í
hvert skipti. Við Magga munum
mikið sakna samverustundanna
með ykkur Hönnu Cörlu á Hóla-
veginum, í Litla-Bæ og hvar sem
við komum saman.
Mikil samheldni hefur verið í
Bæjarfjölskyldunni. Alltaf hefur
verið hist á vorin í Litla-Bæ og
einnig stundum á haustin, þar sem
við höfum átt yndislega samveru.
En svona er nú lífið. Smátt og
smátt fækkar í fjölskyldunni en nú
eru fjögur systkini farin og þrír
makar. Nú ert þú kominn til fund-
ar við þau, Geiri minn, og áreið-
anlega glatt á hjalla.
Elsku Hanna Carla, börn og
tengdabörn. Guð geymi ykkur og
veiti styrk á þessum erfiðu tímum.
Missir ykkar er mikill. Minning
þín mun lifa, elsku Geiri okkar.
Haukur og Margrét.
Ég kynntist Geira fyrir um ára-
tug, þegar við Ástráður tókum
saman, og kom hann mér strax
fyrir sjónir sem mikill ljúflingur,
vingjarnlegur og hlýr. Geiri var
myndarlegur maður, fallega eygð-
ur, grannur og kvikur í hreyfing-
um, og fas hans einkenndist af
hógværri reisn. Við áttum margar
góðar stundir með Hönnu Cörlu
og Geira, enda lífsglöð hjón og
höfðingjar heim að sækja á Kveld-
úlfsgötuna. Þegar börnin okkar,
Jóhann og Eyja, komu til sögunn-
ar með stuttu millibili, hafði Geiri
gaman af því að gjugga í ungviðið
og lýsir það vel hugulsemi hans
hvernig hann jafnframt gætti þess
þegar eldri afastrákur, Bergur,
var með í för, að sýna honum at-
hygli og hlýju, taka með honum í
spil og spjalla um daginn og veg-
inn. Samræður við Geira voru
ávallt ánægjulegar, enda maður
skarpur, glaðbeittur og glettinn.
Þau hjónin komu iðulega færandi
hendi í heimsóknum sínum í
Garðastrætið eða í sumarbústað-
inn, og síðar á Laufásveginn. Geiri
starfaði allt þar til fyrir fáeinum
árum sem sölustjóri í kjötvinnslu
og nutum við Ástráður góðs af því,
þegar Geiri færði okkur búbót á
jólum, páskum eða við önnur til-
efni, þegar við vorum að koma
okkur upp heimili saman. Ég
gleymi ekki þeirri alúð sem þau
hjón sýndu og hjálpsemi í brúð-
kaupsveislunni okkar, og áttaði
mig þá á því hversu samstillt
teymi þau voru, rösk og eljusöm
og ávallt létt í lund. Geiri bar sig
vel í veikindum sínum og aldrei
heyrði maður hann kvarta. Þegar
ég hitti hann fyrir utan Landspít-
alann í byrjun árs, og gekk með
honum dálítinn spöl eftir Baróns-
stígnum, var af honum dregið og
þá skynjaði ég að hann hafði mest-
ar áhyggjur af henni Hönnu Cörlu
sinni.
Nú er Geir Björnsson horfinn á
braut. Ég kveð tengdaföður minn
með söknuði og þakklæti fyrir
samfylgdina. Eftir sitja minningar
um vandaðan og góðan mann sem
sýndi öðrum umhyggju og veitti
uppörvun með návist sinni. Missir
Hönnu Cörlu er mikill og votta ég
henni og fjölskyldunni allri mína
dýpstu samúð.
Anna Jóhannsdóttir.
Ástkær tengdafaðir minn Geir
Konráð Björnsson er fallinn frá.
Móðir mín, 97 ára gömul, man
vel eftir snaggaralegum og glað-
værum unglingspilti sem kom árið
1948, þá á 14. aldursári, til dvalar
hjá föðursystur sinni Geirlaugu
Jónsdóttur og manni hennar
Þórði Pálmasyni kaupfélagsstjóra
í Borgarnesi, en þá bjuggu for-
eldrar mínir í kjallara sama húss.
„Hann hljóp alltaf beint af augum
og fór eins og elding yfir veggi og
garða til að vera sem fljótastur í
sendiförum fyrir hana frænku
sína.“ Geira líkaði vel hjá Geir-
laugu og Þórði og var kært með
þeim alla tíð. Síðar áttu Geiri og
konan hans Hanna Carla eftir að
koma sér upp bústað í rjóðri við
hliðina á þeim hjónum nærri Bif-
röst. Þar áttu þau margar sæl-
ustundir. Í grúski í gömlum skjöl-
um og ljósmyndum fannst nýlega
gömul einkunnabók úr iðnskóla
Borgarness þar sem fram kemur
að Geiri fékk 10 fyrir verklegt og
einnig 10 fyrir munnlegt. Segja
má að þarna hafi strax komið fram
það sem var einkennandi í hans
fari alla tíð; verklagni og sérstak-
lega góðir sölumannshæfileikar í
bland við léttleika og sterka út-
geislun. Fólk hafði trú á honum
Geira og teysti honum í viðskipt-
um. Hann var einnig þessi hríf-
andi persónuleiki sem átti auðvelt
með að fá fólk á sitt band og virkja
til góðra verka. Hugur Geirs leit-
aði oft til æskustöðvanna á Bæ á
Höfðaströnd í Skagafirði og það
var honum kærkomið þegar þau
systkinin komu sér upp sumar-
húsinu Litla-Bæ á mölunum niðri
við sjó í Bæjarlandinu og byggðu
þar við bústað sem faðir hans
Björn í Bæ hafði sett þar niður.
Það urðu því fastir liðir að systk-
inin kæmu saman á Litla-Bæ og
þá voru nú hendur látnar standa
fram úr ermum hjá þeim og eins
gott fyrir yngra fólkið að vera
bara ekki fyrir. Það var hvergi
dregið af sér hvort heldur sem var
við að dytta að bústaðnum eða að
stunda veiðarnar. Enda voru
bestu kræsingarnar oft dregnar
úr sjónum og Höfðavatninu.
Þrátt fyrir annasama starfsævi
tók Geiri mjög virkan þátt í félags-
störfum. Á yngri árum var hann
driffjöður í leikstarfsemi Ung-
mennafélagsins Skallagríms og
lék þar eftirminnileg hlutverk í
gamanleikjum. Slíkt hentaði hon-
um vel; hann var alla tíð lífsglaður
og gjarnan glettinn og spaugsam-
ur. Hann var einn af stofnfélögum
Lionsfélagsins í Borgarnesi, starf-
aði þar í 55 ár og var gerður að
heiðursfélaga nýlega. Einnig var
hann félagi í frímúrareglunni Akri
á Akranesi í um 40 ár. Hann gerð-
ist ungur skáti og í þeim fé-
lagsskap lagðist hann í ferðalög og
var alla tíð ástríðufullur ferða-
langur, hvort sem var á vélhjóli
um Evrópu liðlega tvítugur eða
síðar með Hönnu Cörlu jafnt inn-
anlands sem utan. Um tíma áttu
þau hesta og fóru um landið á reið-
skjótum. Geiri var röggsamur og
ákveðinn í öllu sem hann tók sér
fyrir hendur; hann var leiðtogi en
jafnframt bjó hann yfir einstakri
þjónustulund og margir fengu að
kynnast greiðvikni hans.
Ég er Geira þakklátur fyrir
Geir Konráð
Björnsson
erfidrykkjur
Grand
Grand Hótel Reykjavík
Sigtúni 38, sími: 514 8000
erfidrykkjur@grand.is
www.grand.is
Hlýlegt og gott viðmót
Fjölbreyttar veitingar í boði
Næg bílastæði og gott aðgengi
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur,
uppeldisbróðir, tengdasonur og mágur,
KRISTJÁN ÓSKARSSON
tónlistarmaður,
Fannafold 121,
Reykjavík,
lést á líknardeildinni í Kópavogi 12. mars.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 20. mars
kl. 13.00.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast
hans er bent á Minningarsjóð líknardeildarinnar í Kópavogi.
Marilyn Herdís Mellk,
Eva Ósk Kristjánsdóttir,
Kristján Indriði Kristjánsson,
Óskar Indriðason,
Margrét Erla Guðmundsdóttir, Örvar Daði Marinósson,
Kristjana Bjargmundsdóttir Mellk,
Róbert Mellk, Guðríður Guðmundsdóttir,
Karen Mellk,
frændsystkini og fjölskyldur.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, mágkona,
tengdamóðir og amma,
MARGRÉT ALBERTSDÓTTIR
Austurbyggð 5,
Akureyri,
lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð mánudaginn
24. febrúar.
Útför hefur farið fram í kyrrþey frá Höfðakapellu að ósk
hinnar látnu.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hlíðar fyrir alúðlega
umönnun og hlýju.
Einar Júlíus Hallgrímsson,
Magnús Albert Einarsson,
Hallgrímur Einarsson, Fjóla Heiðrún Héðinsdóttir,
Friðrik Sighvatur Einarsson,
Anna Kristín Hallgrímsdóttir,
Nataya Sriprasong,
Þorgerður Hafdís Þorgilsdóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
dóttir, systir og mágkona,
HELGA ÞÓRA TH. KJARTANSDÓTTIR,
lést í faðmi fjölskyldunnar á Grensásdeild
Landspítala mánudaginn 10. mars.
Útför hennar fer fram frá Neskirkju
þriðjudaginn 18. mars kl. 15.00.
Hrefna Guðmundsdóttir og Tinna Tynes,
Kjartan Guðmundsson og Emilía Gunnarsdóttir,
Melkorka, Hrafn og Haukur Orri Kjartansbörn,
Hrefna Sigurðardóttir,
Hreinn Kjartansson,
Jens Kjartansson og Þórey Björnsdóttir,
Þórunn Kjartansdóttir og Sigtryggur Jónsson.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir, afi og langaafi,
EINAR SIGURÐUR GÍSLASON,
Suðurgötu 42,
Sandgerði,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
þriðjudaginn 4. mars.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Ingibjörg Gísladóttir,
Ómar Einarsson, Pálína Guðmundsdóttir,
Henríetta Haraldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.