Morgunblaðið - 15.03.2014, Side 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2014
Höskuldur
Skarphéðinsson var
heimagangur á
heimili mínu. Sem
krakki horfði ég með
virðingu á hann, hetju úr land-
helgisdeilum Íslendinga, hann
hafði verið fangi Breta um tíma,
en þess á milli stýrði hann skipum
Íslendinga í hinum mikilvægu
stríðum, hann fékk fálkaorðuna
og hann var móðurbróðir minn.
Virðing mín fyrir honum minnk-
aði aldrei.
Hann var nátengdari fjöl-
skyldu minni en aðrir frændur
fyrir tvær sakir: Eftir að amma
mín, móðir Höskuldar og
mömmu minnar, fékk krabba-
mein þá fluttist hún inn í hús okk-
ar. Og vegna fráfalls fyrstu eig-
inkonu hans þá endaði sonur
hans á heimili okkar sem uppeld-
isbróðir minn þegar ég var um
þriggja ára.
Höskuldur var ekki gallalaus.
Eiginlega oftast á skjön. Hann
var mikill vinstrimaður í Land-
helgisgæslunni – og þar voru þeir
yfirleitt vandfundnir. Hann var
samt svo samviskusamur að þó
margir hefðu viljað bregða fæti
fyrir hann var það erfitt.
Hann var alltaf að rífast um
pólitík og leysti upp margar veisl-
ur á heimili mínu með látum.
Hann var samt reglumaður og
svo mikill prinsippmaður að síð-
ast þegar ég talaði við hann um
pólitík þá gat hann ekki lengur
kosið neinn flokk.
Stóran hluta æskuára minna
var ég alltaf að reyna að ganga í
augun á honum. Foreldrar mínir
töluðu ákaflega vel um hann, þótt
þau hefðu andstæðar skoðanir á
flestu. En hann hafði allar þær
dyggðir sem þau mátu mest,
reglusemi, vinnusemi, samvisku-
semi og heiðarleika.
Með fallegustu minningum
mínum úr æsku er þegar fyrir-
myndir mínar allar, Höskuldur,
pabbi og afar mínir tveir, unnu
heilt sumar við að byggja hús for-
eldra minna. Samheldnir og oft-
ast svo þreyttir að enginn orkaði
Höskuldur
Skarphéðinsson
✝ HöskuldurSkarphéð-
insson fæddist 15.
júní 1932. Hann lést
3. mars 2014. Útför
Höskuldar fór fram
14. mars 2014.
að rífast um pólitík
þótt enginn þeirra
kysi það sama.
Það var ekki
lenska hjá þessari
kynslóð karlmanna
að gráta. Ég man
þegar sonur Hösk-
uldar, Hermann
bróðir minn, lést í
umferðarslysi á átj-
ánda ári og ég á því
tólfta, að þá vakti
pabbi mig og sagði tíðindin lágum
rómi. Tíðindi sem voru einsog
bakraddir fyrir háværan reiði-
lestur og öskur Höskuldar
frammi í eldhúsi um að Hermann
hefði ekki valið sér vini nógu vel,
verið of frakkur eða eitthvað ann-
að. Ég skildi það ekki fyrr en
seinna að öskur sumra er þeirra
grátur. Ég sá Höskuld aldrei
gráta. Þegar ég færði mig inní
eldhúsið seinna sá ég samt tár
falla í stríðum straumum niður
hvarma hans í reiðilestrum hans,
en það var ekki grátur í mínum
skilningi en svo sannarlega í
hans.
Hann var og er ein af mínum
fyrirmyndum. Réttlætiskennd
hans var mikil. Bókþekking var
svo ríkur þáttur í því að hann teldi
fólk orðið að mönnum að ég lagð-
ist í lestur. Átta ára gamall barði
ég mig í gegnum Brennu-Njáls-
sögu til þess eins að ganga í augun
á honum. Ég lýsti fjálglega hvað
mér hefði þótt gaman að henni
þótt í raun hefði þetta verið svaka-
leg þolraun fyrir smástrák, ef
undan eru skildar bardagasenurn-
ar. Þó ég muni lítið eftir mér þeg-
ar ég var átta ára þá man ég mjög
skýrt eftir þessum þjáningar-
stundum heima hjá Höskuldi. En
ég fékk mín laun sem voru hrós
Höskuldar.
Ég valdi ýmsar aðrar leiðir en
Höskuldur á lífsleiðinni en man
sérstaklega eftir því að þegar ég
fór að vinna fyrir NATO á stríðs-
svæðum að þá sendi ég honum
nokkur bréf þar sem ég skrifaði
texta um eitthvað allt annað en
ég var að hugsa. Inná milli lín-
anna vonaði ég að hann læsi:
Elsku Höskuldur, prinsippmaður
hinn mesti, vona að NATO kom-
ist ekki uppá milli okkar?
Höskuldur var og er mér góð
fyrirmynd, blessuð sé minning
hans.
Börkur Gunnarsson.
✝ Guðrún Mark-úsdóttir fædd-
ist í Haukadal í
Dýrafirði 1. októ-
ber 1920. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Ísafjarðarbæjar 5.
mars 2014.
Foreldrar henn-
ar voru Eleseus
Markús Jónsson, f.
23. október 1895,
hann fórst með vél-
bátnum Dýra í apríl 1921, og
Sigríður Ólafsdóttir, f. 15. jan-
úar 1891, d. 14. febrúar 1933.
Bróðir Guðrúnar er Markús
Markússon, f. 11. janúar 1922.
Hinn 21. nóvember 1943 gift-
ist Guðrún Skarphéðni Njáls-
syni, f. 31. maí 1916, d. 18. sept-
ember 2006. Foreldrar hans
voru Njáll Sighvatsson, f. 3.
ágúst 1872, d. 18. mars 1950, og
Jóna Ágústína Jónsdóttir, f. 5.
nóvember 1882, d. 23. mars
1960.
Börn Guðrúnar og Skarphéð-
ins eru: 1) Gunnar Ólafur, f. 2.
ágúst 1945, d. 11. janúar 2009.
2) Sigríður Margrét, f. 5. maí
1948, gift Skarphéðni Ólafssyni,
f. 10. október 1946. Sonur Sig-
ríðar: Skarphéðinn Rúnar Grét-
arsson, f. 14. febrúar 1966, d. 30.
nóvember 2005. Börn hans eru
Konráð Ari, f. 26. desember
1985, unnusta Helga Hrund Sig-
urðardóttir, f. 6. júní 1991, dótt-
ir þeirra Natalía Rún, f. 15.
ágúst 2011, Linda Rún, f. 24. júlí
1994, og Berglind Eva, f. 29.
september 1998. 3) Njáll Arnar,
f. 15. nóvember 1952, kvæntur
Pálínu Katrínu Baldvinsdóttur,
f. 27. desember 1951. Börn
þeirra eru Guðrún Ósk, f. 2. júní
1977, og Skarphéðinn Arnar, f.
28. nóvember 1982. 4) Guðbjörg
Bergþóra, f. 20. ágúst 1956, gift
Hilmari Pálssyni, f. 1. október
1952. Börn þeirra eru Páll Ja-
nus, f. 5. apríl 1978, kvæntur El-
ísu Stefánsdóttur, f. 22. apríl
1982, dætur þeirra eru Hrefna
Dís, f. 20. september 2004,
Soffía Rún, f. 22.
maí 2008. Hugrún
Lilja, f. 2. apríl
1980, í sambúð með
Steinari Nóna
Hjaltasyni, f. 3.
nóvember 1978.
Sindri Viðar, f. 20.
ágúst 1987, dóttir
hans Emilía Rós, f.
12. júní 2011. 5)
Bjarki Rúnar, f. 14.
apríl 1961, í sam-
búð með Sigrúnu Lárusdóttur, f.
21. desember 1962. Börn þeirra
eru Kolbrún Helga, f. 7. júlí
1983, gift Pálma Péturssyni, f.
13. ágúst 1986, dóttir þeirra
Nína Rakel, f. 4. mars 2012.
Stefán Hrafn, f. 21. apríl 1988,
Arnar Kári, f. 10. október 1989.
Guðrún ólst upp í Miðbæ í
Haukadal hjá móðurafa sínum
Ólafi Guðbjarti Jónssyni og
móðursystrum sínum Guð-
björgu og Guðrúnu. Hún stund-
aði nám í farskóla í Haukadal og
við Héraðsskólann á Núpi. Hún
vann einn vetur í eldhúsi Núps-
skóla og um tíma í Reykjavík
þar til hún giftist og flutti til
Þingeyrar. Utan heimilis starf-
aði hún við ræstingar og síðar
við fiskvinnslu hjá Hraðfrysti-
húsi Dýrfirðinga. Hún starfaði
mikið með Skógræktarfélagi
Þingeyrar. Hún var ötull þátt-
takandi í starfi Kvenfélagsins
Vonar á Þingeyri og var heið-
ursfélagi þess. Hún söng í
kirkjukór Þingeyrarkirkju í
áratugi. Guðrún og Skarphéð-
inn hófu búskap 1943 á Brekku-
götunni á Þingeyri en 1950
fluttu þau að Aðalstræti 23 og
bjuggu þar allan sinn búskap.
Þau fluttu á Tjörn, dvalarheim-
ili aldraðra á Þingeyri, 2002. Ár-
ið 2006 flutti Guðrún á Hlíf 1,
dvalarheimili aldraðra á Ísa-
firði, og haustið 2012 flutti hún
á öldrunardeild Heilbrigð-
isstofnunar Ísafjarðarbæjar.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Þingeyrarkirkju í dag, 15. mars
2014, og hefst athöfnin kl. 11.
Mig langar að minnast
tengdamóður minnar, Guðrúnar
Markúsdóttur, eða Dunnu, eins
og hún var alltaf kölluð, í nokkr-
um orðum. Ég var svo lánsamur
að kynnast ungri stúlku hinn 16.
júní 1973 á balli í Súgandafirði,
mínum heimabæ. Og þar með
varð ekki aftur snúið og ég var
orðinn einn af fjölskyldu Dunnu
og Héðins. Síðan hafa liðið rúm
40 ár og tel ég mig einstaklega
lánsaman fyrir þessi rúmu 40 ár.
Dunna tók mér strax sem eigin
syni og alltaf þótti mér einstak-
lega gott að koma á heimili
þeirra hjóna. Þar mætti mér allt-
af indælt og hlýtt viðmót. Það
var eins og einhver innri friður
ríkti á þessu heimili og ég fann
alltaf hvað ég gat slappað vel af í
Aðalstrætinu. Það var margt
nýtt sem ég kynntist á heimili
Dunnu og þá sérstaklega í mat-
argerð hennar. Hún notaði með-
al annars grænmeti meira en ég
var vanur að heiman og sumt af
þessu grænmeti ræktaði hún
sjálf í garðinum ofan við húsið,
einnig sauð hún niður í krukkur
Guðrún
Markúsdóttir
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför
SIGURÐAR HALLGRÍMSSONAR,
Vík í Mýrdal.
Ingibjörg Þórdís Sigurðardóttir,
Sólborg Sæunn Sigurðardóttir,
Margrét Sigurðardóttir,
Jóhanna Sigurðardóttir,
Svandís Salómonsdóttir.
✝
Alúðarþakkir til allra sem auðsýndu okkur
samúð og vináttu við andlát og útför
elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
HÓLMFRÍÐAR FINNSDÓTTUR,
frá Straumfjarðartungu.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Brákarhlíðar í Borgarnesi fyrir
einstaklega góða umönnun og hlýju.
Valgeir Ingólfsson, Jóhanna Þ. Björnsdóttir,
Guðbjörg Ingólfsdóttir, Gunnar Ragnarsson,
Finnur Ingólfsson, Guðríður Ebba Pálsdóttir,
Páll Ingólfsson, Brynja Þórhallsdóttir,
Þórður Ingólfsson,
Haraldur Ingólfsson,
Steinunn Ingólfsdóttir, Helgi Valur Friðriksson,
Baldur Ingólfsson, Guðrún Helga Helgadóttir,
ömmu- og langömmubörn.
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur hlýhug og samúð við andlát og útför
okkar ástkæru móður, tengdamóður,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
EYRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Kálfhóli,
Skeiðum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Ljósheima, Selfossi, fyrir góða
umönnun.
Elsa Aðalsteinsdóttir,
Guðmundur Þórðarson,
Gestur Þórðarson, Margrét J. Ólafsdóttir,
Valgeir Þórðarson, Kristín Hjálmarsdóttir,
Hrafnkell Baldur Þórðarson, Siril Iren Sagstad,
Elín Þórðardóttir, Sigurður Guðmundsson,
Gunnar Már Þórðarson, Kolbrún Björnsdóttir,
Þorbjörg Valgeirsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og
útför okkar ástkæra
ZÓPHANÍASAR MAGNÚSAR
MÁRUSSONAR,
Meltröð 4,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólkinu á Sunnuhlíð fyrir
hlýhug og góða umönnun.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
fráfall föður okkar, tengdaföður og afa,
HILMARS SÆVALDS GUÐJÓNSSONAR.
Pétur S. Hilmarsson, Margrét K. Sverrisdóttir,
Axel Viðar Hilmarsson, Ásdís Ingþórsdóttir,
Snorri Freyr Hilmarsson, Anna Söderström
og barnabörn.
✝
Hugheilar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og vinsemd við andlát og útför
GUNNARS DANÍELS LÁRUSSONAR
verkfræðings.
Anna Þrúður Þorkelsdóttir,
Ragnar Lárus Gunnarsson, Katherine Williamson Day,
Ragnhildur Anna Gunnarsdóttir,
Þorkell Máni Gunnarsson, Sigrún Erla Blöndal,
Anna Þrúður Guðbjörnsdóttir,
Soffía Sara Steingrímsdóttir,
Jóhanna Ester Þorkelsdóttir,
Gunnhildur Anna Þorkelsdóttir,
Erla Karen Þorkelsdóttir.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu
okkur hlýhug og samúð við andlát og útför
okkar kæru
HLÍFAR ERLENDSDÓTTUR,
Hátúni 10a,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir sendum við því starfsfólki í heimaaðhlynningu
sem annaðist hana með hlýju, virðingu og vináttu.
Jóna María Eiríksdóttir, Reynir Þorsteinsson,
Kristján Hjaltested,
Gerður, Frank og börn.
✝
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar yndislegs
eiginmanns míns, ástkærs föður, tengda-
föður og afa,
RAGNARS GÍSLASONAR
skólastjóra,
Efstalundi 4,
Garðabæ.
Sérstakar þakkir færum við Guðmundi Rúnarssyni lækni og
starfsfólki deildar 11G á Landspítalanum við Hringbraut.
Ingibjörg Gunnarsdóttir,
Gunnar Bjarni Ragnarsson,
Sigríður Elísabet Ragnarsdóttir, Jónatan F. Vilhjálmsson,
Ragnheiður Þórdís Ragnarsdóttir, Úlfar Linnet
og barnabörn.
✝
Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við
andlát og útför okkar elskulegu
EVU DAGGAR ÓLAFSDÓTTUR,
Björnskoti,
Skeiðum.
Sérstakar þakkir viljum við færa öllu því góða
fólki sem aðstoðaði hana við daglegt líf og
fyrir einstaka umhyggju í hennar garð.
Einnig viljum við þakka þeim fjölmörgu sem minntust hennar
með því að leggja ferðasjóði Selsins, tómstundaklúbbs fatlaðra
á Selfossi, eða öðrum góðum málefnum lið.
Ólafur F. Leifsson, Harpa Dís Harðardóttir,
Ólafur F. Ólafsson, Guðfinna Magnúsdóttir,
Elvar Örn Ólafsson,
Ólöf S. Ólafsdóttir, Sibba,
Hörður Björgvinsson, Hugrún P. Skarphéðinsdóttir.