Morgunblaðið - 15.03.2014, Side 44

Morgunblaðið - 15.03.2014, Side 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2014 Haraldur Jónsson myndlistarmaður tekur á sunnudag klukkan 15 þátt í leiðsögn um sýningu sína, H N I T, í Hafnarborg í Hafnarfirði. Í fram- haldi af leiðsögninni verður fluttur gjörningurinn L I T sem Haraldur hefur unnið í tengslum við sýn- inguna. Sunnudagurinn er lokadag- ur sýningarinnar en á henni gefur að líta ný verk Haraldar, teikningar og skúlptúra sem virkja skynjun áhorf- enda og upplifun af rými og táknum. Titillinn, H N I T, liggur eins og leið- arstef gegnum sýninguna og vísar til staðsetningar og hreyfinga líkama og tilfinninga í rými sem bæði getur verið hið innra og umhverfis okkur, ferðalag um sýnilegan og ósýnilegan arkitektúr. Haraldur Jónsson (f. 1961) nam myndlist við Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands, Listaakademíuna í Düsseldorf og Institut des Hautes Études en Arts Plastiques í París. Hann hefur haldið fjölda sýninga. Haraldur með leiðsögn og gjörning Morgunblaðið/Einar Falur Listamaðurinn Haraldur ræðir við gesti um verkin á sunnudag. María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Hljómsveitin Mezzoforte hlaut heið- ursverðlaun Íslensku tónlistarverð- launanna 2013 en þau voru afhent við hátíðlega athöfn í Hörpu í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem hljómsveit hlýtur heiðursverðlaun en fram að þessu hafa einungis einstaklingar hlotið þau. Sveitin er sögð skipuð færustu hljóðfæraleikurum landsins sem hafi borið hróður íslensks djassbræðings um allan heim en um þessar mundir eru þrjátíu ár síðan Mezzoforte kom lagi á topp 20- smáskífulista í Bretlandi, fyrstir ís- lenskra tónlistarmanna. Þykir vænt um þennan heiður Eyþór Gunnarsson, hljómborðs- leikari Mezzoforte, segir þá félaga vera mjög ánægða og þakkláta fyrir verðlaunin. „Okkur þykir mjög vænt um það að vera sýndur þessi heiður. Það sem stendur upp úr þegar litið er yfir farinn veg er það ótrúlega ævin- týri sem hófst árið 1983. Engin ís- lensk hljómsveit hafði komist þetta langt á þeim tíma. Þá komu vin- sældirnar okkur nokkuð á óvart þar sem við tilheyrðum ekki þessum meginstraumi og vorum að semja tónlist með engum söng sem var kannski ekki líklegt til vinsælda. Við höfum ferðast um allan heim og er- um enn að. Við erum almennt ekki mikið að blása í lúðra hérna heima en við höfum í nógu að snúast er- lendis og höfum í rauninni aldrei hætt.“ Eyþór segir að ástæða velgengni Mezzoforte sé einfaldlega sú að tón- listin höfði vel til fólks. „Velgengni er náttúrlega afstætt hugtak. Sú tegund tónlistar sem við Íslensku tónlistarverðlaunin 2013 Morgunblaðið/Golli Mammút Hljómsveitin Mammút hlaut þrenn verðlaun á hátíðinni. Lagið Salt var valið besta lagið í flokki popp- og rokktónlistar, plata sveitarinnar Komdu til mín svarta systir var valin besta platan og umslagið hlaut verðlaun. Mammút sigursæl og hlaut þrenn verðlaun  Mezzeforte hlaut heiðurs- verðlaun Morgunblaðið/Golli Verðlaunahafi Gunnar Þórðarson hlaut verðlaun, ásamt Friðriki Erlings- syni, fyrir tónlistarviðburð ársins - uppsetningu óperunnar Ragnheiður. Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Sunnudagur 16. mars: Tveir fyrir einn af aðgangseyri Þriðjudagur 18. mars kl. 12: Gunnar Karlsson fjallar um Sigurð Vigfússon þjóðminjavörð Ástarsaga, HönnunarMars á Torgi Nýr ratleikur um Silfur Íslands í Bogasal Betur sjá augu – Ljósmyndun íslenskra kvenna 1872-2013 í Myndasal Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár - grunnsýning Safnbúð og kaffihús Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið alla daga nema mánudaga í Þjóðminjasafni 11-17. Listasafn Reykjanesbæjar MANNLEGAR VÍDDIR Sefán Boulter og Stephen L. Stephen sýna mannamyndir 15. mars – 27. apríl Bátasafn Gríms Karlssonar Byggðasafn Reykjanesbæjar Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn FORM, LITUR, LÍKAMI: HÁSPENNA / LÍFSHÆTTA Magnús Kjartansson 7.3.-11.5. 2014 GERSEMAR - DÝR Í BÚRI 8.11. - 11.5. 2013 SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is Opið daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Sýningin, HÚSAFELL ÁSGRÍMS. Opið sunnudaga kl. 14-17. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Sýningin, BÖRN AÐ LEIK Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 H N I T Haraldur Jónsson Síðasta sýningarhelgi sýningunni lýkur sunnudag 16. mars Sunnudag 16. mars kl. 15 Listamannsspjall og gjörningur Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is, sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Verið velkomin Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Páskadvöl Innifalið í verði: Gisting, fullt fæði, aðgangur að líkamsræktarsal og baðhúsinu Kjarnalundi með inni- og útisundlaug, heitum pottum, nuddpotti, víxlböðum, sauna og vatnsgufubaði. Fjölbreytt dagskrá er innifalin yfir páskana: Vatnsleikfimi – Ganga – Slökun – Qi Gong – Leikfimi – Jóga o.fl. Matreiðslunámskeið verður 19. mars (3.500 kr.) Verð: Einn í herb. Tveir í herb. 1 sólarhringur 15.200 kr. 25.800 kr. 3 daga dvöl 38.700 kr. 65.790 kr. 5 daga dvöl 58.050 kr. 90.000 kr. Heilsustofnun býður sérstakt tilboð á styttri dvöl fyrir þá sem vilja hvíld og njóta lífsins í fallegu umhverfi. - berum ábyrgð á eigin heilsu Bókanir og nánari upplýsingar á hnlfi.is eða í síma 483 0300

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.