Morgunblaðið - 15.03.2014, Blaðsíða 46
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Ég varð fyrst var við Neneh
Cherry er lagið „Buffalo Stance“
glumdi látlaust í viðtækjum sum-
arið 1989. Ég var fimmtán ára, í
draumavinnunni (lagermaður hjá
Steinari í Kópavogi) og allra
handa neðanjarðartónlist var tek-
in að heilla. Cherry var því
„bara“ popp og ég pældi lítið í
henni, fannst lagið þó ágætt en
ekki mikið meira en það (og hefði
aldrei viðurkennt slíkt á þessu of-
urviðkvæma þroskaskeiði). Það
var ekki fyrr en löngu síðar að ég
komst að því að hún hafði spilað
sæmilega rullu í síðpönkssenunni í
London í upphafi níunda áratug-
arins og væri fósturdóttir djass-
risans Dons Cherrys. Ég varð svo
heldur betur var við hana í hitteð-
fyrra, er platan The Cherry
Thing kom út, samstarf hennar
við jaðardjassarana sænsku í The
Thing og nú, í síðasta mánuði,
kom platan Blank Project út,
fyrsta sólóplata Cherry í 18 ár.
Hluturinn
En áður en við veltum fyrir
okkur tildrögum hennar skulum
við kíkja lítið eitt á litskrúðugan
tónlistarferill Cherry. Hún fædd-
ist árið 1964 í Stokkhólmi, dóttir
Monicu „Moki“ Cherry og trym-
bilsins Amahdu Jah frá Síerra
Leóne. Monica giftist síðar Don
Cherry og gekk hann Neneh í
föðurstað. Hún ólst upp í sænsku
sveitinni og var húsið undirlagt af
allra handa sköpunargleði og var
gestkvæmt mjög að því leytinu til.
Þetta uppeldi átti eftir að móta
Cherry fyrir lífstíð.
Fjölskyldan bjó um hríð í
New York en sem unglingur flutti
Cherry til London og tók þátt í
síðpönkssenunni þar. Hún bjó
t.a.m. með Ari Up úr Slits, söng
með Rip Rig + Panic og spilaði
hipp-hopp sem plötusnúður.
Það var því harla óvænt er
Þörf „Ég hafði djúpa, knýjandi þörf fyrir að gera þessa plötu,“ segir Neneh Cherry.
Hrá … eins og sushi
Neneh Cherry snýr aftur á sjónarsviðið Litskrúðugur
ferill; varðaður pönki, poppi og taugaáföllum
» Cherry varð fyrirmiklu áfalli við þann
atburð og lagðist í mikið
þunglyndi í kjölfarið.
Stóð það yfir í meira en
ár, þar sem hún var
meira og minna „frosin“
að eigin sögn.
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2014
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Söngfuglarnir í kvennakórnum Vox
Feminae bjóða tónlistarunnendum
upp á sannkallaða vortónleika í Saln-
um í Kópavogi í dag klukkan fjögur
enda skammdegið á undanhaldi og
styttist óðum í vorjafndægur. Tón-
leikarnir eru liður í afmælisdagskrá
kórsins sem fagnaði 20 ára afmæli
sínu á síðasta ári og eru tónleikarnir
í dag lokapunkturinn á hátíðar-
höldum afmælisársins. Sigrún
Pálmadóttir, sópransöngkona, syng-
ur með kórnum í dag en hún var
fastráðin við óperuhúsið í Bonn í
tæpan áratug. „Við fögnum því sér-
staklega að hafa fengið með okkur
ungt og efnilegt tónlistarfólk sem
hefur dvalið um nokkurt skeið er-
lendis við nám en hefur nú snúið
heim til að auðga íslenskt tónlistar-
líf,“ segir Hallveig Andrésdóttir, al-
mennur kórfélagi í Vox Feminae og
tengiliður kórsins við fjölmiðla. „Sig-
rún flutti nýlega frá Bonn til Bol-
ungarvíkur og mun án efa auðga ís-
lenskt tónlistarlíf. Auk hennar koma
fram Hafdís og Kristján Karl en þau
hafa leikið saman dúó um árabil.“
Tónleikarnir eru skiptir en á fyrri-
hluta syngur kórinn klassísk íslensk
lög eins og Vorvindur og Svanurinn
minn syngur en eftir hlé færir kór-
inn sig yfir í Vínarljóð og Vínarvalsa.
Kvennakór Stelpurnar í kvennakórnum Vox Feminae ætla að fagna hækk-
andi sól og 20 ára afmæli kórsins með glæsilegum tónleikum í Salnum.
Vorbragur hjá kvenna-
kórnum Vox Feminae
Síðustu afmælistónleikar kórsins
Lækjargötu og Vesturgötu