Morgunblaðið - 15.03.2014, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 15.03.2014, Qupperneq 47
hún sló í gegn sem poppsöngkona með fyrstu breiðskífu sinni, Raw like Sushi (1989). Illa gekk þó að fylgja frægðinni eftir, samstarf hennar og Youssous N’Dours í laginu „7 Seconds“ vakti þó mikla athygli árið 1994 og lagið fékk mikla spilun á öldum ljósvakans. Cherry hefur því verið utan alfaraleiðar lengi vel en árið 2011 fékk hún hljómgrunn á jaðrinum, þar sem hún fann upprunalega sína rödd. The Cherry Thing, sem er unnin með The Thing (Mats Gustafsson er m.a. í sveitinni), er hávaðasöm, tilraunakennd skífa og eru verk fósturföður hennar, Dons, m.a. til grundvallar. Plöt- unni var vel tekið og veitti Cherry innblástur til frekari verka. Frosin The Blank Project var samið af Cherry og eiginmanni hennar, Cameron McVey. Upptökur fóru fram í Woodstock en upptöku- stjórnandinn, Kieran Hebden (Fo- ur Tet), býr þar hluta úr ári. Gestir eru m.a. sænska popp- stjarnan Robyn og slagverksdúett- inn RocketNumberNine. Tónlistin og textarnir eru nokkurs konar hugleiðing um móður Cherry, sem lést 2009. Cherry varð fyrir miklu áfalli við þann atburð og lagðist í mikið þunglyndi í kjölfarið. Stóð það yfir í meira en ár, þar sem hún var meira og minna „frosin“ að eigin sögn. Upptökur á The Blank Proj- ect stóðu í fimm daga og var tveimur lögum rúllað inn á harða diskinn á dag. Hugmyndin var að hafa framvinduna hráa og „lif- andi“ en tökur urðu aldrei fleiri en þrjár. Að fanga „andann“ var aðalmálið. Návist Hebdens er þá greinileg, maður finnur á fyrstu sekúndunum að þessi maður hafði tilsjón með framvindunni, svo ein- kennandi er stíll hans. Platan er ágeng og hörð, dálítið myrk, og hvellt slagverkið hringar öll lög. Miðlæg er svo Cherry, sem er auðheyranlega að hella úr hjart- anu, eða eins og hún segir í við- tali við Pitchfork: „Með fyrri verk mín, þá finnst mér, þegar ég lít til baka, eins og ég sé ekki alveg á staðnum. Ég er hins vegar alger- lega heil með þessum lögum. Ég hafði djúpa, knýjandi þörf fyrir að gera þessa plötu en ég var um leið undarlega róleg og æðrulaus í gegnum allt ferlið.“ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2014 Kvennakór Kópavogs heldur tvenna tónleika í Kaldalóni í Hörpu í dag og hefjast fyrri tónleikarnir klukkan fjögur en þeir síðari klukk- an átta. Fluttar verða léttar og sí- gildar dægurperlur sem spanna tímabillið frá kreppuárunum og fram yfir seinna stríð. Á efnis- dagskránni má m.a. finna lög eins og Papermoon, Dream a little dream og Sugartime. Þá flytur kórinn einnig syrpu af lögum frá sjöunda áratug síðustu aldar. Undirleikarar verða þeir Árni Heiðar Karlsson á píanó og Birgir Bragason á bassa. Tónleikarnir í dag eru vor- tónleikar kórsins en seinna í vor ætla konurnar að skella sér norður til Akureyrar á Landsmót kvenna- kóra. Stjórnandi er Gróa Hreins- dóttir. Kreppan og stríðsárin sungin í Hörpu Vortónleikar Kvennakór Kópavogs syngur í Kaldalóni Hörpu í dag. Tónlistarskólar landsins halda um þessar mundir hátíð til að fagna góðum árangri í tónlistaruppeldi landans. Hátíðin gengur undir nafninu Nótan – uppskeruhátíð tónlistarskólanna. Hápunktur hátíð- arinnar verður í Hörpu þann 23. mars næstkomandi með veglegum lokatónleikum. Segja má að hátíðin hafi byrjað fyrir alvöru um síðustu helgi þegar haldnir voru nemendatónleikar í Reykjavík og Hafnarfirði með þátt- töku tónlistarskóla af suðvestur- horninu. Á þessum tónleikum sem jafnan eru nefndir svæðistónleikar koma fram framúrskarandi nem- endur á ýmsum stigum hljóðfæra- náms og flytja margvíslega tónlist fyrir hönd síns skóla. Valnefnd vel- ur síðan þau atriði af þessum tón- leikum sem þeim finnst best til þess fallin að koma fram á lokahá- tíðinni í Hörpu. Nemendatónleikar Uppskeruhátíð Nótan er uppskeruhátíð tónlistarskóla landsins þar sem nemendur fagna góðum árangri í tónlistaruppeldi landsins.  Þeir bestu spila í Hörpunni aðra helgi Bæjarbíó, bíóhús Kvikmyndasafns Íslands, sýnir í dag klukkan 16.00 mynd Leni Riefestahl Olympia. Myndin er bæði umdeild og þrungin sepnnu enda fjallar hún um Ólympíuleikana í Berlín árið 1936. Myndin sem tekin var í tveim- ur hlutum var fyrsta heimildar- bíómyndin af Ólympíuleikum, sem gerð hafði verið. Fyrri hlutinn heit- ir Hátíð þjóðanna og sá síðari nefn- ist Hátíð fegurðarinnar. Stutt hlé verður gert milli sýningarhlutanna tveggja og er aðgangur ókeypis. Fyrsta heimildar- myndin um Ólymp- íuleikana 1936 WWW.OPERA.IS ÓPERUKYNNING FYRIR SÝNINGU: Höfundar óperunnar kynna verkið fyrir sýningu í boði Vinafélags Íslensku óperunnar kl. 19:15 hvert sýningarkvöld. 15. MARS KL. 20 - UPPSELT 16. MARS KL. 20 - UPPSELT 22. MARS KL. 20 - UPPSELT 28. MARS KL. 20 - NÝ SÝNING 29. MARS KL. 20 - UPPSELT 6. APRÍL KL. 20 - LAUS SÆTI MIÐASALA Í HÖRPU OG Á HARPA.IS MIÐASÖLUSÍMI 528 5050 Ragnheiður – ópera eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson NÝ SÝNING 28. MARS KOMIN Í SÖLU! Úr ummælum gagnrýnenda: Framúrskarandi sviðsetning stórfenglegrar óperu … Gæsahúð hvað eftir annað … Bravissimo – Jónas Sen, Fréttablaðið Stórkostlegt – Dagný Kristjáns, Djöflaeyjan Tær snilld – Hugrún Halldórsdóttir, Stöð 2 Söguleg stund – Silja Aðalsteins, TMM Ótrúleg upplifun...frábær sýning... stórkostleg tónlist – Lísa Pálsdóttir, RÚV Glæsileg frumraun … fagmennska, fágun og öryggi – Hlín Agnars, DV Ummæli Óperugesta á netmiðlum: Stórkostlegt kvöld...fallegasta og stílhreinasta óperusýning sem ég hef séð á Íslandi í langan tíma – Kristinn Sigmundsson, óperusöngvari Sannkallaður stórviðburður í íslenskri menningarsögu – Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður Magnað meistaraverk –tónlistarsögulegur viðburður – Eiður S. Guðnason, sendiherra 6 stjörnu sýning, sem enginn má missa af … STÓRKOSTLEGT!!! –Gerrit Schuil, píanóleikari ÞÓRA EINARSDÓTTIR VIÐAR GUNNARSSON ELMAR GILBERTSSON JÓHANN SMÁRI SÆVARSSON ELSA WAAGE GUÐRÚN JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR BERGÞÓR PÁLSSON ÁGÚST ÓLAFSSON BJÖRN INGIBERG JÓNSSON KÓR OG HLJÓMSVEIT ÍSLENSKU ÓPERUNNAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.