Morgunblaðið - 15.03.2014, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 15.03.2014, Qupperneq 48
Í dag verður sýnd í Há- skólabíói heim- ildarmynd um tónleikaferðalag tónlistarmanns- ins Peters Gabr- iels. Kvikmynd- inni er leikstýrt af Hamish Ha- milton og var meðal annars tekin upp á tónleikum Gabriels í London í október 2013. Peter Gabriel Heimildarmynd um Peter Gabriel frumsýnd 48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2014 María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Kammersveit Reykjavíkur flytur Schubert-oktettinn á hádegistón- leikum í Hörpu á morgun, sunnu- dag. Oktettinn telst til merkustu kammerverka tónlistarsögunnar. „Þetta er mjög glaðvært og upp- lífgandi verk en um leið blíðlegt og ljóðrænt. Í raun er þetta fullkomið verk fyrir fólk að hlusta á á sunnu- degi,“ segir Arngunnur Árnadóttir klarinettleikari. Aðspurð segir Arngunnur verkið vera nokkuð krefjandi í flutningi en flutningurinn tekur nærri klukku- stund. „Þetta er mjög umfangsmikið verk í sex köflum bæði hvað varðar lengd og tónlistarlegt innihald. Það er næstum eins og að spila heila sin- fóníu, að spila þetta verk. Þá er það líka ákveðin áskorun að vera átta í kammerhópi.“ Ólíkar kynslóðir koma saman Athygli vekur að aldurssamsetn- ing hópsins er mjög breið. Þar koma saman bæði þaulreyndir hljóðfæra- leikarar og aðrir yngri. „Það skemmtilega við hinn klass- íska tónlistarheim er að fólkið sem þar starfar saman hefur ólíkan bak- grunn og er oft af allt annarri kyn- slóð en maður sjálfur. Það myndast oft góð og náin vinátta með okkur öllum. Í þessum hóp mætast þrjár kynslóðir og samstarfið gengur mjög vel og það er einstaklega gam- an að spila með þessu fólki. Þetta eru allt samstarfsfélagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þessir elstu í faginu hafa tekið vel á móti mér og okkur sem yngri erum og hjálpað okkur mjög að læra inn á starfið og það hefur mikla þýðingu fyrir mig að fá að taka þátt í þessu verkefni með þeim nú.“ Arngunnur segist halda að alltaf megi greina einhvern blæbrigðam- un á milli kynslóða. „Áherslur í tónlist eru stöðugt að breytast og það er alltaf einhver þróun sem setur mark sitt á fólk. Þá er það misjafnt hvað fólk hefur lagt áherslu á í námi sínu og það hefur líka sitt að segja.“ Beethoven ruddi brautina Verkið hefur tvisvar áður verið flutt af Kammersveit Reykjavíkur, á fyrsta starfsárinu 1974 til 1975 og svo aftur haustið 1989. Schubert skrif- aði oktettinn fyr- ir tréblásara og strengi árið 1824. „Beethoven hafði rutt brautina fyr- ir þessa hljóð- færasamsetningu 25 árum fyrr með sínum Septett. Schubert kemur síðan með þetta verk sem er að mörgu leyti frá- brugðið. Það er til að mynda mun lengra auk þess sem Schubert setti mark sitt á verkið og víkkar það út,“ segir Arngunnur. Sveitin fagnar 40 ára afmæli Kammersveit Reykjavíkur fangar í ár 40 ára afmæli sínu en sveitin var stofnuð árið 1974 af Rut Ingólfs- dóttur ásamt 12 öðrum hljóðfæra- leikurum. Markmiðið var m.a. að gefa áheyrendum kost á reglulegum tón- leikum með kammertónlist af ýmsu tagi. Flytjendur á sunnudag eru Arn- gunnur Árnadóttir klarinett, Rúnar H. Vilbergsson fagott, Joseph Ogni- bene horn, Una Sveinbjarnardóttir fiðla, Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðla, Guðrún Hrund Harðardóttir víóla, Sigurgeir Agnarsson selló og Richard Korn kontrabassi. Tónleikarnir eru haldnir í Kalda- lóni í Hörpu og hefjast þeir klukkan 12.15. Miðasala fer fram í Hörpu og á midi.is, almennt miðaverð er 2.000 krónur en afsláttarverð fyrir nema, eldri borgara og öryrkja er 1.000 krónur. Morgunblaðið/Þórður Tónaflóð Oktett Kammersveitar Reykjavíkur flytur á sunnudag Oktett D803 (op. posth. 166) eftir Franz Schubert. Glaðvær, ljóðrænn og blíðlegur Schubert  Hádegistónleikar Kammersveitar Reykjavíkur í Hörpu Arngunnur Árnadóttir Í dag, laugardaginn 15. mars, kl. 15 verður opnuð samsýningin Stétt með stétt í Deiglunni á Ak- ureyri. Þar sýnir fjöldi listamanna verk sem öll eru unnin út frá gangstéttinni í Listagilinu. Hver listamaður býr til sína eigin hellu í myndverki og saman mynda þær eina stétt. Þannig samanstendur sýningin af hellum sköpuðum af fólki úr öllum stéttum þjóðfélags- ins. Sýningin stendur til 20. apríl og er opin alla daga nema mánudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis. Stétt með stétt á Akureyri Þú færð GO Walk skó í: Skór.is, Kringlunni og Smáralind | Steinar Waage, Kringlunni og Smáralind | Intersport, Reykjavík | Dion, Glæsibæ Skóhöllinni Firði, Hafnarfirði | Versl. Nína, Akranesi | Blómsturvellir, Hellisandi | Heimahornið, Stykkishólmi | Hafnarbúðin, Ísafirði | Skóhúsið, Akureyri | Skóbúð Húsavíkur, Húsavík | Sentrum, Egilstöðum | Lónið, Höfn í Hornafirði | Skóbúð Selfoss, Selfossi | Axel Ó, Vestmanneyjum Palóma, Grindavík| Skóbúðin, Keflavík SVO ÞÆGILEGIR AÐ ÞÚ GETUR GENGIÐ ENDALAUST. HVER ÆTLI SÉ SÁTTUR VIÐ ÞAÐ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.