Morgunblaðið - 15.03.2014, Side 49
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2014
Sýning Sirru Sigrúnar Sigurðar-
dóttur og Erlings T.V. Klingenberg,
Form, verður opnuð í Listamönnum
galleríi, Skúlagötu 32, klukkan 17 í
dag, laugardag. Í veggspjaldi sem
listamennirnir gerðu fyrir sýn-
inguna spinnast tveir spíralar saman
og í texta segir: „Þráin til að sundra
þar til hverfur – Þráin til að sameina
þar til birtist.“ Sirra segir að þau
vinni þó ekki sameiginleg verk held-
ur stilli verkum sínum saman þannig
að samhljómur verði á sýningunni.
„Við Erling erum ekki mjög líkir
listamenn en okkur hefur þónokkuð
oft verið boðið að sýna saman og við
höfum vissulega gert verk saman, en
oftar höfum við farið þessa leið,“
segir hún og bætir við að þetta sé í
fyrsta skipti sem þau sýna saman
hér heima á þennan hátt, en þau
hafa sett upp sameiginlegar sýn-
ingar í Kaupmannahöfn, Hamborg
og Winnipeg. „Við höldum hér áfram
með það samtal,“ segir hún.
Um sameiginlega þræði í verk-
unum segir Sirra að þau eigi iðulega
í samtali við myndlistarformið og
ímynd listamannsins á einhvern
hátt. „En aðferðafræðin okkar er
hinsvegar ólík. Ég sanka hug-
myndum að mér úr ýmsum áttum og
færi þær síðan niður í einfalda
mynd; aftur á móti er ákveðinn
sprengikraftur í vinnuferli Erlings,
hann brýtur hlutina upp,“ segir hún.
„Ég er skapandi jarðbundinn mót-
orhjólamaður sem fer á stöku flug
um geiminn,“ bætir hann við.
Þau Sirra Sigrún og Erling sýna
bæði þrívíð verk og „einhverskonar
þrykk,“ að hennar sögn. „Hann sýn-
ir ný „mótorhjólaþrykk“ en ég hef
gert skúlptúra úr gifsi sem ég tek
síðan blindþrykk af. Ég sýni bæði
skúlptúrinn og þrykkið.“
Erling gerir sín þrykk með raun-
verulegu mótorhjóli. „Þetta eru
ákveðnar tilraunir,“ segir hann. „Ég
festi niður ákveðin augnablik. Á sýn-
ingunni er líka portertt af mótor-
hjólamanninum í hefðbundnum
portrettstíl en gesturinn skynjar
hann frekar en að sjá hann. Þá eru
aðrir skúlptúrar, býsna spontant, en
mótorhjólið er þema og formið og
formleysan eru tengd mótor-
hjólum.“
Erling bætir við að gestir skynji
viðveru listamannsins á ákveðnu
augnabliki en hann sé löngu farinn
eitthvað annað. efi@mbl.is
Mótorhjólaþrykk,
samtal og blindþrykk
Sirra Sigrún og Erling T.V. Klingenberg opna sýningu
Morgunblaðið/Ómar
Listamennirnir Sirra Sigrún Sigurðardóttir og Erling T.V. Klingenberg
vinna verkin ekki saman en sýna saman – hún einfaldar en hann brýtur upp.
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mb.is
Dómkórinn í Reykjavík og Kór
Menntaskólans í Reykjavík halda
tvenna tónleika í Langholtskirkju
á morgun, sunnudaginn 16. mars,
og hefjast þeir klukkan fimm og
átta. Flutt verður tónverk Carls
Orffs, Carmina Burana, við æva-
fornan kveðskap úr Bæheimi sem
hefur valdið hneykslan og hroll-
vekjandi hrifningu frá því hann
varð til.
„Alls taka hundrað manns þátt í
flutningnum í kirkjunni og það má
segja að hér mætist þrjár kyn-
slóðir sem taki höndum saman því
Dómkórinn, kór Menntaskólans í
Reykjavík og drengir úr Skólakór
Kársness koma við sögu í verk-
inu,“ segir Kári Þormar dómorg-
anisti, sem heldur utan um tón-
leikana.
Með kórunum syngja einsöngv-
ararnir Hallveig Rúnarsdóttir
sópran, bróðir hennar Þorbjörn
Rúnarsson tenór og Jón Svavar
Jósefsson bassabaritón. Vanalega
er verkið flutt í hljómsveit-
arútsetningu en að þessu sinni er
undirleikur í höndum tveggja pí-
anóleikara að sögn Kára. „Þau
Helga Bryndís Magnúsdóttir og
Kristinn Arnar Kristinsson og sex
manna slagverkssveit munu sjá
um allan undirleik á þessu
skemmtilega verki.“
Þrír kórar koma saman til að flytja
verkið Carmina Burana á sunnudag
Siðlausir söngvar
Kynslóðir Kór Menntaskólans í Reykjavík, drengir úr Skólakór Kársness
og Dómkórinn koma fram á tónleikum í Langholtskirkju á sunnudaginn.
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
POMPEII KL.5:40-8-10:20
300:RISEOFANEMPIRE3D KL.5:40-8-10:20
300:RISEOFANEMPIREVIP KL.1:30-3:40-5:40-8-10:20
SAVINGMR.BANKS KL.8-10:40
NONSTOP KL.5:40-8-10:20
WINTERSTALE KL.10:20
HR.PÍBODYOGSÉRMANN ÍSLTAL3DKL.3:40 (1:30(LAU))
HR.PÍBODYOGSÉRMANN ÍSLTAL2DKL.1:30-3:40-5:50
THELEGOMOVIE ÍSLTAL KL.3D:1:20-3:30 2D:1:30-3:40-5:50
THELEGOMOVIEENSTAL2D KL.3:30-8
JÓNSIOGRIDDARAREGLAN ÍSLTAL2DKL.1:30
KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI
SPARBÍÓ
MERKTAR MEÐ GRÆNU EÐA APPELSÍNUGULU
KR.750 Á APPELSÍNUGULT OG KR. 1000 Á GRÆNT
POMPEII KL.5:50-8
300:RISEOFANEMPIRE2DKL.5:45-8-10:20
NONSTOP KL.10:30
HR.PÍBODYOGSÉRMANN ÍSLTAL3DKL.1:30-3:40
THELEGOMOVIE ÍSLTAL2DKL.1:30-3:40
KEFLAVÍK
AKUREYRI
POMPEII KL.8
300:RISEOFANEMPIRE3DKL.5:45-8-10:20
NONSTOP KL.10:20
GAMLINGINN KL.5:30
THELEGOMOVIE ÍSLTALKL.3D:1:30-3:40 2D:3:20
JÓNSIOGRIDDARAREGLAN ÍSLTAL2DKL.1:20
WERTHERÓPERA KL.4:55(LAU)
POMPEII KL. (5:40(SUN)) 8-10:20
300:RISEOFANEMPIRE2DKL.(11(LAU)) (10:30(SUN))
NONSTOP KL.10:40
GAMLINGINN KL.3-5:30(8:30(LAU)) (8(SUN))
12YEARSASLAVE KL. 5:20 -8
LEGOMOVIE ÍSLTALKL.3D:1 -3:10 2D: (1:20 -3:30(SUN))
FROSINN ÍSLTAL2D KL. 12:50
POMPEII KL.5:40-8-10:20
300:RISEOFANEMPIRE3DKL.5:40-8-10:20
NONSTOP KL.8-10:20
GAMLINGINN KL.5:40-8
LÍFSLEIKNIGILLZ KL.10:25
HR.PÍBODYOGSÉRMANN ÍSLTAL3DKL.1:20-3:30
HR.PÍBODYOGSÉRMANN ÍSLTAL2DKL.1-3:10-5:50
THELEGOMOVIE ÍSLTAL2DKL.1:20-3:30
FROSINN ÍSLTAL2D KL.1-3:20
SÝNDMEÐ ÍSLENSKUOG ENSKU TALI
Í 2D OG 3D
SÝNDMEÐ ÍSLENSKU TALI Í 2D OG 3D
FRÁBÆR TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
VARIETY
ENTERTAINMENT WEEKLY
FRÁ FRAMLEIÐANDANUM ZACK SNYDER,
LEIKSTJÓRA 300 OG MAN OF STEEL
NEW YORK MAGAZINE
SKEMMTILEGRI EN
NOKKRARHAMFARIRÆTTU
AÐVERA
SKYLMINGAÞRÆLAR, FORBOÐIN ÁST OGNÁTTÚRUHAMFARIR
Í EINNU FLOTTUSTU MYND ÞESSA ÁRS
ÍSL TAL
G.D.Ó. - MBL
12
12
12
12
L
L
L
ÍSL
TAL
16
ÞRÆLGÓÐ SPENNUMYND
MEÐ KEVIN COSTNER
OG HINUM ÍSLENSKA
TÓMASI LEMARQUIS
FRÁ ÞEIM SÖMU OG
FÆRÐU OKKUR TAKEN
-bara lúxus sími 553 2075
www.laugarasbio.is
Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
THE BAGMAN Sýnd kl. 8 - 10:20
3 DAYS TO KILL Sýnd kl. 8 - 10:20
HR.PÍBODY & SÉRMANNS 3D Sýnd kl. 2 - 4 - 6
HR.PÍBODY & SÉRMANNS 2D Sýnd kl. 1:45 - 3:45
THE MONUMENTS MEN Sýnd kl. 10:25
RIDE ALONG Sýnd kl. 6
THE LEGOMOVIE 2D Sýnd kl. 1:50 - 4
DALLAS BUYERS CLUB Sýnd kl. 5:45 - 8