Morgunblaðið - 01.05.2014, Side 6

Morgunblaðið - 01.05.2014, Side 6
SVIÐSLJÓS Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Mikilvægt er fyrir Íslendinga að gera sér vel grein fyrir því hvaða áhrif atburðir á borð við Skaftárelda hafa í nútímasamfélaginu. Vinna við að skilgreina viðbrögð við slíku gosi er hafin en er hins vegar ekki langt á veg komin, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarð- eðlisfræði við Háskóla Íslands. Sagt var frá því í vikunni að sér- fræðingar breskra stjórnvalda hefðu nefnt stórt hraungos á Íslandi líkt og átti sér stað í Lakagígum árið 1783 sem eina af þremur alvarlegustu náttúruvám sem steðjað gætu að Bretlandi. Eftir gosið í Eyjafjallajökli árið 2010 sem setti flugsamgöngur úr skorðum sannfærðust bresk yfirvöld um að raunveruleg hætta væri af ís- lenskum eldfjöllum. Þau létu síðan skilgreina hvers konar gos gætu valdið skaða þar. Þau komust að raun um að það væri helst öskugos af svipuðu tagi og 2010 og meiriháttar flæðigos eins og í Skaftáreldum með tilheyrandi brennisteinsmengun. Magnús Tumi segir að gott sam- starf hafi verið á milli bresku jarð- fræðistofnunarinnar og veðurstof- unnar annars vegar og íslenskra eldfjallafræðinga, Veðurstofunnar og Jarðvísindastofnunar hins vegar, sérstaklega eftir gosið í Eyjafjalla- jökli. Síðan þá hafi verið tekið saman yfirlit yfir íslenskar eldstöðvar og áhrif af þeim sem verður aðgengilegt fyrir alþjóðlega notendur, þar á með- al flugaðila. Það verkefni er að miklu leyti fjármagnað af Alþjóðaflug- málastofnuninni. Íslenskir vísindamenn eru þegar byrjaðir að huga alvarlega að afleið- ingum stærri gosa á borð við Skaft- árelda. Hér á landi hófst samstarfs- verkefni Veðurstofunnar, Jarðvísindastofnunar HÍ, Land- græðslunnar, Vegagerðarinnar og Almannavarna sem nefnist Gosvá árið 2011. Það er langtímaverkefni, allsherjarhættumat vegna eldgosa. „Það er mjög mikilvægt fyrir okk- ur Íslendinga að við gerum okkur vel grein fyrir því hvaða áhrif atburður eins og Skaftáreldar myndi hafa á nútímasamfélag og til hvaða ráða við eigum að grípa ef til þess kæmi. Við erum ekki komin langt í skilgreina áætlanir en þetta verðum við að gera. Viðbúnaður gegn eldgosavá er einfaldlega nauðsynlegur þáttur í íslensku nútímasamfélagi. Við þurfum að vera eins vel undirbú- in fyrir svona atburð og hægt er“ segir hann. Morgunblaðið/RAX Eldgos Gosið í Eyjafjallajökli vakti athygli breskra stjórnvalda á hættunni af íslenskum eldfjöllum. Íslenskir og breskir vísindamenn vinna saman í Futurevolc, stóru evrópsku verkefni um vöktun og viðbúnað við eldgosum. Huga að hættunni af stærri eldgosum  Vísindamenn meta áhrif af eldgosum á nútímasamfélag 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2014 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugard. 11–16, sunnud. lokað Við leitum að listaverkum erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð sem fer fram í maí Við leitum að verkum eftir frumherjana í íslenskri myndlist. Sérstaklega eftir Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Kristínu Jónssdóttur, Louisu Matthíasdóttur, Þórarinn B. Þorláksson, Svavar Guðnason og Nínu Tryggvadóttur. Ennfremur er mikil eftirspurn eftir verkum Georgs Guðna, Kristjáns Davíðssonar, Gunnlaugs Blöndal og Gunnlaugs Scheving. Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 LISTMUNAUPPBOÐ Í MAÍ Í samantekt sem Magnús Tumi og kollegar hans við Jarðvís- indastofnun og Almannavarnir gerðu um eldgosavá á Íslandi og birtist í tímaritinu Jökli ár- ið 2008 eru þrjár gerðir gosa skilgreindar sem hættuleg- astar. Það voru stórt flæðigos með eituráhrifum eins og í Skaftáreldum, stórt Kötlugos með hamfarahlaupi til vesturs niður Markarfljót og Landeyjar og stórt sprengigos eins og varð í Öræfajökli árið 1362 sem talið er hafa eytt um 30 bæjum í Litla-Héraði. Magnús Tumi segir að við þetta megi bæta að horfa þurfi sér- staklega til hraun- gosa í eða við þéttbýli eins og í Vest- mannaeyjum árið 1973. Skilgreindu þrjár gerðir ELDGOSAVÁ Magnús Tumi Guðmundsson Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Níu tilkynningar um tjón á fast- eignum hafa borist til byggingar- félagsins Þingvangs vegna spreng- inga á Lýsisreit við Grandaveg 42-44. Eins og fram kom í Morg- unblaðinu á mánudag undirbúa eig- endur fjögurra fasteigna sem standa nærri Lýsisreitnum málsókn til að fá skaðabótaskyldu sprengiverktaka og tryggingarfélagsins VÍS viður- kennda. Bergþór Jóhannsson, for- stjóri sprengiverktakans Hagtaks, telur það undarlega forgangsröðun að ætlast til þess að undirverktaki greiði skaðabætur í þessu tilfelli. „Okkur finnst það hálfhjákátlegt að ætlast sé til þess að við borgum fyrir tjón sem verður þegar við erum að vinna innan ramma reglugerða,“ segir Bergþór Jóhannsson, forstjóri Hagtaks. Farið eftir reglum Hann segir að fyrirtækið hafi ver- ið undir eftirliti byggingarfulltrúa og bylgjuhraði sprenginga hafi aldrei farið yfir leyfileg mörk. Í trygging- arsamningi fyrirtækisins við VÍS komi fram að fyrirtækið beri ábyrgð á tjóni ef starfsmaður þykir hafa gert mistök eða hafi sýnt af sér víta- vert gáleysi. Svo sé þó ekki í þessu tilfelli. „Við erum að vinna eftir reglum sem yfirvöld setja og þetta er eins og með umferðarlögin. Þú getur ekki verið skaðabótaskyldur vegna óljóss tjóns sem verður ann- ars staðar þegar þú ferð eftir regl- unum. Ekkert tryggingafélag býður upp á tryggingu vegna tjóns sem hugsanlega getur orðið þegar farið er eftir reglum,“ segir Bergþór og bætir við: „Við erum undirverktakar og það ætti að vera eðlilegra að byggingaraðilinn, eða sá sem hagn- ast á framkvæmdunum, beri tjón, en ekki einhver ræfilsundirverktaki sem er bara að reyna að vinna vinn- una sína.“ Ekki framarlega í röðinni Brynjar Einarsson, forsvars- maður framkvæmdanna hjá Þing- vangi, segir að félagið hafi ekki feng- ið á sig skaðabótakröfu vegna meints tjóns af sprengingum. „En miðað við þau lögfræðibréf sem ég hef séð um málið hefur sjónum einna helst verið beint að undirverktakanum og tryggingafélagi hans, auk yfirvalda. Við erum í það minnsta ekki fram- arlega í röðinni,“ segir Brynjar. Sprengiverktaki hafnar bótakröfu  Níu tilkynningar borist um tjón á húsum vegna sprenginga á Lýsisreit Morgunblaðið/Árni Sæberg Sprengingar Undirverktaki hafnar skaðabótakröfu vegna sprenginga. Á fundi borgarstjórnar þann 4. mars sl. var einróma tekið undir áhyggjur Sjálfstæðisflokks um að þörf væri á heildstæðri skoðun á því hvernig samþykkt uppbygging borgarinnar mundi ganga fyrir sig. Þar segir að ákveðið hafi verið að setja strax á fót vinnuhóp sem hefði m.a. það hlutverk að svara hver beri ábyrgð á tjóni á borð við það sem íbúar á Lýsisreit virðast hafa orðið fyrir þrátt fyrir að unnið sé innan leyfilegra reglna. Ekkert bólar hins vegar á þessum starfs- hópi. „Þessi hópur hefur ekki verið stofnaður þrátt fyrir að meiri- hlutinn hafi sagst ætla að gera það strax. Það er gagnrýn- isvert skeyting- arleysi gagnvart viðkvæmu máli sem vekur óör- yggi íbúa varðandi framtíðarupp- byggingu í Reykjavík sem áætlað er að verði í þéttri byggð,“ segir Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Ekkert bólar enn á hópnum ÁÆTLAÐ VAR AÐ STOFNA VINNUHÓP EFTIR FUND 4. MARS Hildur Sverrisdóttir Ef sveitarfélögin gera kjarasamn- inga með svipuðum kostnaðarhækk- unum og felast í samningi ríkisins og félags framhaldsskólakennara, án þess að fá ámóta ávinning á móti, er ljóst að þau sprengja stöðugleika- stefnuna í loft upp. Þetta kemur fram í leiðara Hannesar G. Sigurðssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Sam- taka atvinnulífsins, í fréttabréfi SA. „Ábyrgðin sem hvílir á sveitar- félögunum er mikil og afleiðingar kjarasamninga þeirra á næstunni munu skipta sköpum um þróun verð- bólgu, gengis og kaupmáttar launa á næstu árum,“ segir hann. Þótt samningurinn við framhalds- skólakennara hafi verið verulegt frá- vik frá launastefnunni sem mótaðist á almennum vinnumarkaði felast í honum möguleikar á mikilli hagræð- ingu í skólastarfi að mati SA sem hafa lýst stuðningi við markmið rík- isins með samningsgerðinni. SA telja kostnaðinn ásættanlegan og ekki vera fyrirmynd fyrir aðra kjara- samninga. „Í lok síðasta mánaðar var undir- ritaður kjarasamningur milli Sam- bands íslenskra sveitarfélaga og 11 aðildarfélaga BHM sem valdið hefur undrun og titringi hjá öðrum samn- ingsaðilum,“ segir í grein Hannesar. Reyna muni verulega á stjórn Sam- bands sveitarfélaga, í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga, að standa fast í fæturna og víkja ekki frá mark- aðri stefnu í samningum við stærstu hópana, leikskólakennara og grunn- skólakennara. Samningar sveitar- félaga skipta sköpum  Undrun og titringur vegna BHM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.