Morgunblaðið - 01.05.2014, Síða 22
KOSNINGABARÁTTAN
SKIPULAGSMÁLIN Í BRENNIDEPLI
FRÉTTASKÝRING
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Þ
egar mánuður er til
sveitarstjórnarkosninga
er kosningabaráttan
langt frá því að vera
hafin af einhverjum
krafti. Hér verður sjónum beint að
Reykjavík, þar sem greinileg undir-
alda er vegna áforma meirihlutans
um mikla þéttingu byggðar. Hvorki
sjálfstæðismönnum né öðrum fram-
boðum hefur tekist að virkja
óánægju og áhyggjur borgarbúa í
sína þágu. Óvíst er með öllu hvern-
ig þessi mál þróast fram að kjör-
degi.
Róttæk framtíðarsýn
Það er smám saman að renna
upp fyrir Reykvíkingum að hið nýja
aðalskipulag borgarinnar felur í sér
mun róttækari breytingar á um-
hverfi og mannlífi en áður hefur
verið stefnt að. Í nafni þéttingar
byggðar eru miklar húsbyggingar
komnar á dagskrá og nálægt fram-
kvæmdastigi í grónum hverfum.
Þéttingin breytir verulega ásýnd
hverfanna og hefur áhrif á daglegt
líf fólks.
Jafnframt á samkvæmt skipulag-
inu að þrengja að einkabílnum í
borginni til að skapa gangandi og
hjólandi vegfarendum og almenn-
ingssamgöngum meira svigrúm.
Stór umferðarmannvirki sem greiða
fyrir bílaumferð heyra sögunni til.
Það mun valda þeim sem þurfa á
einkabílnum að halda óþægindum
og töfum. Þá er stefnt að því að
taka flugvallarsvæðið í Vatnsmýr-
inni undir nýja byggð eftir nokkur
ár. Sú stefna hefur ekkert breyst
þótt nýtt flugvallarstæði sé ekki í
augsýn. Lokun flugvallarins mun
hafa áhrif á samgönguvenjur allra
landsmanna.
Aðalskipulagið nýja naut mikils
stuðnings í borgarstjórn. Aðeins
þrír fulltrúar sjálfstæðismanna
greiddu atkvæði gegn því og vöruðu
við afleiðingum þess. En óánægja
margra borgarbúa með það kom í
ljós þegar á undirbúningstímanum;
aldrei hafa fleiri sent skriflegar at-
hugasemdir við skipulag. Þessi
gagnrýni hafði hins vegar engin
áhrif. Innan borgarkerfisins og
meðal meirihlutans í borgarstjórn
er mjög sterk sannfæring fyrir því
að aðalskipulagið sé stórt framfara-
skref og að með því sé á ábyrgan
hátt lagður grundvöllur að mann-
eskjulegra og vistvænna borgarlífi.
Óánægja og áhyggjur
Á íbúafundi í Úlfarsárdal á
mánudaginn kom fram mjög mikil
óánægja íbúa með þá ákvörðun
borgaryfirvalda, sem staðfest er í
aðalskipulaginu, að hætta nær allri
frekari uppbyggingu hverfisins. Þar
búa nú um þúsund manns, en upp-
haflega stóð til að þarna risi tíu til
tólf þúsund manna byggð. Ákvörð-
unin hefur mikil áhrif á þjónustu í
hverfinu, þar á meðal aðstöðu barna
og unglinga til íþrótta.
Fréttir Morgunblaðsins að
undanförnu um það hvernig stefnan
um þéttingu byggðar mun birtast í
framkvæmd í borginni á næstu ár-
um hafa einnig vakið nokkurt upp-
nám. Í Vesturbænum eru menn
agndofa yfir hugmyndum um að
taka bílastæði og bílskúra sem eru í
eigu íbúa undir nýja byggð. Aldrei
hefur verið talað um þetta áður og
hugmyndin ein getur haft áhrif á
verðmæti fasteignanna.
Ef hugmyndirnar í hverfaskipu-
laginu, sem er næsta skref á eftir
aðalskipulaginu, ná fram að ganga
verða stór græn svæði, sem fólk
hefur gengið að vísum til fram-
búðar, sums staðar tekin undir
íbúðir og atvinnuhúsnæði. Annars
staðar verður þrengt svo að gamlli
byggð með nýbyggingum að yf-
irbragð umhverfisins breytist. Erf-
iðara verður að finna bílastæði og
Undiralda vegna þrengingar byg
Enn hefur ekki tekist að virkja
óánægjuna í kosningabaráttunni
Bílskúrarnir við Hjarðarhaga eru mál
af því tagi sem getur fellt meirihluta
Umdeilt Hugmyndir borgaryf-
irvalda um íbúðarbyggingar þar
sem nú eru bílastæði og bíl-
skúrar við Hjarðarhaga hafa
vakið undrun og óánægju íbúa.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2014
0 kr. útborgun
Langtímaleiga
Langtímaleiga AVIS er þægilegur, sveigjanlegur og umfram
allt skynsamlegur kostur þegar kemur að rekstri bifreiða.
Í langtímaleigu fæst nýr eða nýlegur bíll, engin útborgun,
tryggingar innifaldar, engin endursöluáhætta og ekkert
vesen við dekkjaskipti, olíuskipti eða smáviðhald.
Losnaðu við vesenið með langtímaleigu
Kynntu þér málið í síma 591-4000
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
Myndin sem skoðanakannanir draga
upp af landslagi stjórnmálanna í að-
draganda sveitarstjórnarkosninga
hefur lítið breyst frá því í haust.
Flokkum í þröngri stöðu hefur hvergi
tekist að snúa taflinu sér í hag. Í því
sambandi vekur að vonum mesta at-
hygli hve þungur róðurinn hefur
reynst Sjálfstæðisflokknum, hinum
gamla höfuðflokki Reykvíkinga um
áratugaskeið. Kannanir fram að
þessu benda til þess að flokkurinn sé
frekar að tapa fylgi en að bæta við
sig.
Í grófum dráttum má segja að
myndin sem nú blasir við sé þessi: Í
Reykjavík heldur meirihlutinn velli
og Dagur B. Eggertsson verður
borgarstjóri. Sjálfstæðisflokkurinn
fær lökustu kosningu frá upphafi.
Helstu nýmælin felast í möguleikum
Pírata til að fá fulltrúa kjörinn. En
ekki er líklegt að það muni hafa mikil
áhrif í borgarstjórn því sennilega yrði
sá fulltrúi ekki aðili að meirihluta-
samstarfinu.
Á Akureyri fellur meirihluti Lista
fólksins og gömlu flokkarnir sækja í
fyrra horf. Spurning er þó hvort ný-
leg uppstokkun á framboði Lista
fólksins, sem runnið hefur saman við
Bæjarlistann, muni breyta stöðunni.
Á höfuðborgarsvæðinu utan
Reykjavíkur heldur Sjálfstæðisflokk-
urinn sterkri stöðu sinni, sækir sums
staðar verulega á og heldur meiri-
hlutanum á Seltjarnarnesi, í Garðabæ
og Mosfellsbæ. Meirihluti flokksins í
Reykjanesbæ hefur virst traustur í
sessi en óvíst er hvort klofnings-
framboð Frjáls afls setji strik í reikn-
inginn. Í Hafnarfirði eiga sjálfstæð-
ismenn möguleika á að komast í
meirihluta eftir kosningar. Þá er lík-
legt að meirihluti þeirra og framsókn-
armanna haldi velli í Kópavogi. Víða á
landsbyggðinni er flokkurinn einnig
sterkur og í sókn, svo sem í Vest-
mannaeyjum og á Akranesi. Í Árborg
er meirihluti sjálfstæðismanna hins
vegar fallinn.
Utan Reykjavíkur hefur Samfylk-
ingin víðast hvar átt undir högg að
sækja. Það stafar einkum af fylgi við
Bjarta framtíð sem býður fram í
nokkrum stórum sveitarfélögum.
Margt bendir til sögulegs ósigurs
Samfylkingarinnar í Hafnarfirði,
sjálfum kratabænum.VG hefur
hvergi náð sér á strik. Í Hafnarfirði
Stjórnmálin eru
í óbreyttu fari
Mynd skoðanakannana af landslagi
stjórnmálanna hefur lítið breyst í vetur