Morgunblaðið - 01.05.2014, Síða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2014
Það er margs að minnast
þegar horft er um öxl í sam-
skiptum mínum við Völlu
frænku. Sérstaklega minnist ég
tímans þegar systurnar þrjár,
mamma, Valla og Gústa, komu
með mér til San Diego í Kali-
forníu þar sem ég bjó á þeim
tíma með fjölskyldu minni. Það
var augljóst hvað þær systur
nutu þess að vera saman og oft
heyrðust hlátrar þegar þær
minntust skemmtilegra atvika
úr þeirra lífi. Yngri sonur minn
var oft á tíðum með þeim og á
hann góðar minningar frá þeim
tíma.
Einnig eru mér minnisstæð-
ar heimsóknir foreldra minna
og systkina til Völlu og Alberts
til Sauðárkróks þar sem þau
bjuggu um árabil. Valla missti
eiginmann sinn, Albert, fyrir
nærri tuttugu árum síðan og
bjó hún hin síðari ár í notalegri
íbúð í Breiðholtinu þar sem
henni leið mjög vel. Valla kom
oft í Garðabæinn til foreldra
minna og þær systur gerðu
eitthvað skemmtilegt saman
Valgerður
Valdemarsdóttir
✝ ValgerðurValdemars-
dóttir fæddist 6.
maí 1936. Hún lést
á líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 12. apríl 2014
Útför Valgerðar
fór fram frá Frí-
kirkjunni í Hafn-
arfirði 25. apríl
2014.
eins og að fara í
gönguferðir eða í
búðir. Yfirleitt
settust þær svo yf-
ir kaffibolla og
meðlæti þar sem
mikið var spjallað
og hlegið. Gústa,
systir þeirra slóst
stundum í hópinn.
Ég hafði tækifæri
til að taka þátt í
kaffispjallinu af og
til og hafði gaman af.
Ég minnist Völlu frænku
með söknuði. Hún var alltaf
hress og kát og hló mikið. Það
var skemmtilegt að ræða við
hana um ýmis mál því hún hafði
ákveðnar skoðanir og brenn-
andi áhuga á flestum þáttum
daglegs lífs. T.d. hafði hún mik-
inn áhuga á íþróttum og hún
fylgdist iðulega með árangri
mínum í hástökki á sínum tíma
og einnig systkinabarna minna
í þeim íþróttum sem þau hafa
stundað. Hún las mikið og
fylgdist vel með fjölmiðlum og
sá yfirleitt skemmtilegar hliðar
á öllum málum og meira að
segja á líknardeildinni stuttu
fyrir andlátið þá kom þessi eig-
inleiki hennar fram. Brynja,
systir mín, veitti Völlu mikinn
stuðning á síðustu vikum og
mánuðum í hennar veikindum
og kom Ásta, systir, einnig þar
að. Ég veit að þessi stuðningur
var Völlu mikilvægur.
Það er alltaf erfitt að sjá á
bak nánum ástvinum og ég
sendi Alberti og Tomma, fjöl-
skyldum þeirra og systkinum
Völlu mínar samúðarkveðjur.
Anna Lilja.
Þegar ég kveð með nokkrum
orðum kæra vinkonu í 56 ár
sækja á hugann margar minn-
ingar. Eitt af mörgu sem ein-
kenndi Völlu umfram flesta
aðra var einstök jákvæðni
hennar og eiginleiki til að gleðj-
ast og gefa öðrum hlut í gleði
sinni. Oftast fóru allir glaðir af
hennar fundi, sama hvernig líf-
ið valt. „Sjáðu Esjuna mína
núna, sjáðu hvað allt er ynd-
islega fallegt,“ sagði hún oft.
Íþróttir allskonar voru henni
hugleiknar. Hún naut þeirra í
sjónvarpinu og fótboltakeppnir
og Ólympíuleikar voru næstum
heilagar stundir. Valla las
ógrynni af bókum og enginn
kom að tómum kofunum hjá
henni ef rætt var um bók-
menntir, því minnið var ótrú-
legt. Enga bók taldi hún þess
virði að eiga ef ekki væri hægt
að lesa hana tvisvar.
Á seinni árum voru göngu-
ferðir henni mikið áhugamál og
borgina þekkti hún orðið afar
náið. Hún skoðaði allt sem fyrir
augu bar, m.a. flest söfn í borg-
inni og víðar og kunni á því
flestu góð skil. Hún var ein-
stök.
Kynni okkar Völlu hófust í
Hafnarfirði og tókust þar með
fjölskyldum okkar vináttubönd
sem alltaf héldust. Við hjónin
fluttumst til Sauðárkróks og
þau Valla og Alli skömmu síðar.
Þau byggðu sér þar stórt og
fallegt hús og á neðri hæð þess
flutti Valla blómabúðina sína
sem þá var sú fyrsta og eina í
Skagafirði. Á Króknum var hún
virk í félagslífi og mörgum eru
ógleymanlegir þeir gamanleikir
sem hún lék þar í. Völlu var af-
ar margt til lista lagt, til eru
falleg málverk og handavinna
eftir hana frá yngri árum. Á
þeim tímum hafði fólk sem ekki
átti sterka að lítil tök á að láta
drauma sína rætast. Hún var
send í sveit barn að aldri til að
létta af heimilinu eins og þá
tíðkaðist en börnin voru oft
notuð til erfiðra verka og að-
búnaður stundum bágborinn.
Atvinnuleysi var mikið í
Reykjavík og alla tíð voru þess-
ir erfiðleikatímar henni ofar-
lega í huga. Við hjónin fluttum
aftur suður og Valla og Alli
skömmu síðar. Eftir að suður
kom hófu þau rekstur matvöru-
verslunar og starfaði Valla þar
alla tíð. Síðast komu þau upp
og ráku myndarlegt gistiheim-
ili, en Alli var þá orðinn veikur
og lést skömmu síðar. Því
fylgdu erfiðleikar. Eftir að hún
bjó um sig lítilli fallegri íbúð
sem hún átti í Breiðholtinu leið
henni vel. Þar átti hún fallegt
útsýni, m.a. til Esjunnar sem
hún dáði svo mjög. Þar naut
hún lífsins á sinn skemmtilega
hátt. „Ég hef allt til alls og ég
þarf ekki að kvarta,“ sagði hún
oft. Hún hafði þó aðeins elli-
launin. Hún átti góð og náin
samskipti við sína nánustu sem
voru henni mikils virði. Sjálf á
ég eftir að sakna okkar löngu
samtala sem voru ekki svo fá
og síðasta árið oft í viku. Þetta
ár var Völlu erfitt þó hún bæri
sig eins og hetja. Og nú er hún
horfin af heimi. Það var alla tíð
hennar sannfæring að dauðinn
væri í senn kveðja og stefnu-
mót við gengna ástvini og fé-
laga. Ég segi bara far vel, vin-
kona, og takk fyrir allt.
Kristín Viggósdóttir (Lóló).
Það eru yfir 30
ár síðan við kynnt-
umst, þá á skóla-
bekk í rafeinda-
virkjun við
Iðnskólann í Reykjavík. Við vor-
um ungir að árum og komum
hver úr sinni átt. Vinátta tókst
snemma með hópnum sem efld-
ist með árunum. Svavar varð
snemma miðpunktur hópsins og
hafði jafnan frumkvæði að því
að kalla menn saman og voru
reglulegir vinafundir hjá honum
á skólaárunum. Undir lok náms-
ins kynnti Svavar okkur fyrir
Rannsý sem samstundis féll vel
inn í hópinn. Að námi loknu
tóku þau hjónin upp þann sið að
bjóða árlega til endurfunda á
heimili sínu.
Ef ekki hefði komið til stað-
festa Svavars hefði fyrir okkur
legið það sama og svo mörgum
öðrum, að missa tengsl að námi
loknu. Í tímans rás höfum við
alltaf vitað hver af öðrum og þá
oftast fyrir tilstilli Svavars.
Svavar bjó yfir mikilli gleði
og bjartsýni. Hans smitandi
hlátur var aldrei langt undan
þegar við félagarnir hittumst.
Hann talaði ávallt vel um
náungann og beindi athyglinni
að því jákvæða með lifandi og
skemmtilegri frásögn.
Okkur er það mjög minnis-
stætt hversu mikill fjölskyldu-
maður Svavar var. Það var auð-
heyranlegt í hans máli, því hann
talaði ávallt af miklu stolti um
fjölskyldu sína. Frásagnir hans
báru þess vott hversu margt
þau gerðu saman.
Svavar og Rannsý áttu ynd-
Svavar Sæmundur
Tómasson
✝ Svavar Sæ-mundur Tóm-
asson fæddist 5.
júní 1959 og lést 13.
apríl 2014. Svavar
var jarðsunginn 25.
apríl 2014.
islegt heimili. Því
fylgdi alltaf til-
hlökkun að sækja
þau hjón heim en
þau mættu okkur
með gleði og hlýju.
Við verðum þeim
ævinlega þakklátir
fyrir okkar vina-
fundi í gegnum ár-
in.
Við eigum afar
bágt með að trúa
að vinur okkar sé horfinn til
nýrra heima og minnumst hans
með hlýju og söknuði. Við erum
þakklátir fyrir að hafa fengið að
kynnast Svavari og minningar
um góðan vin munu alltaf verða
ofarlega í huga okkar. Við vott-
um Rannsý og fjölskyldu okkar
dýpstu samúð.
Fyrir hönd félaga úr raf-
eindavirkjuninni,
Guðmundur Kristján
Kristinsson.
Mikið finnst okkur það óraun-
verulegt að í dag fylgjum við
vinnufélaga og vini til grafar.
Stórt skarð er nú höggvið í
góðan hóp hér á vinnustaðnum
og fregnin af andláti Svavars
kom eins og þruma úr heiðskíru
lofti, hann sem alltaf fór svo
varlega og brýndi fyrir öllum að
leika sér aldrei með lífið og
passa vel upp á allan örygg-
isbúnað. En enginn veit sína
ævina fyrr en öll er en það verð-
ur að segjast að Svavar notaði
tímann vel, rækti vel fjölskyldu
og vini, sinnti áhugamálum sín-
um, veiðinni, ferðalögum, dans-
inum, dúntekjunni fyrir vestan
og vélsleðasportinu, öllu skipt
niður í árstíðir, enda Svavar
með eindæmum skipulagður
maður og deildi hann þeirri
gleði óspart með okkur, þannig
að okkur leið eins og hefðum
verið á staðnum.
Svavar var afar vel liðinn
meðal allra sem hann átti í sam-
skiptum við, í vinnu sem utan,
með sinni léttu lund, glaðværð
og hlátri hreyfði hann við öllum
í kringum sig. Við erum lánsöm
og þakklát fyrir samfylgdina
sem var allt of stutt.
Elsku Rannsý, Anna Hlíf,
Tómas, Áslaug og fjölskyldur.
Missir ykkar er mikill en minn-
ingin lifir í hug og hjarta okkar
allra.
Úr hjarta mínu hverfur treginn,
er ég hugsa um hlátur þinn.
Bros þitt veitti birtu á veginn,
betri um stund var heimurinn.
Farðu í friði, góði vinur,
þér fylgir hugsun góð og hlý.
Sama hvað á okkur dynur,
aftur hittumst við á ný.
(Magnús Eiríksson)
Innilegar samúðarkveðjur frá
samstarfsfélögum hjá Friðriki
A. Jónssyni og Marás ehf.
Guðmundur Bragason,
Steinþór Ólafsson, Auður
Gróa Kristjánsdóttir og El-
ín Gautadóttir.
Við, Siggi og Kata, viljum í
nokkrum orðum minnast vinar
okkar, Svavars, sem nú er fall-
inn frá í blóma lífsins.
Vinskapurinn byrjaði þegar
við vorum táningar, en þá hófu
foreldrar Svavars byggingu
framtíðarheimilis þeirra við
Skildinganes í Skerjafirði. Svav-
ar féll strax inn í vinahópinn í
Skerjó og varð fljótt mikilvægur
hluti af hópnum.
Siggi og Svavar gengu saman
í Iðnskólann og unnu saman
bæði við húsasmíði og til sjós, á
Hafnarbergi, skipi Tomma föður
Svavars.
Margt var brallað á unglings-
árunum sem mótaði okkur til
framtíðar og treysti vinarbönd-
in.
Á þessum árum var heimili
foreldra Svavars opið okkur vin-
unum og var Siggi þar eins og
heimagangur. Einn af föstu
punktunum í tilverunni var að
Íris móðir Svavars bakaði alltaf
pönnukökur eftir hádegi á laug-
ardögum og voru allir vinirnir
sem vildu, hjartanlega velkomn-
ir í pönnsur og var það oft vel
þegið.
Ransý kom til sögunnar og
lífið tók á sig nýja mynd. Stofn-
aðar voru fjölskyldur og tímabil
barneigna fór í hönd. Við vorum
á sama róli og Svavar og Ransý
að þessu leyti. Vinskapur okkar
fjögurra var meiri en nokkru
sinni og samgangur fjölskyldna
okkar mikill.
Þau voru ófá spilakvöldin og
ekki vantaði fjörugar umræður
um allt milli himins og jarðar.
Tengslin voru svo mikil á þess-
um tíma að börnin okkar köll-
uðu móður Svavars „Írisi
ömmu“ og þótti það hinn eðli-
legasti hlutur.
Þegar kom að því að finna
framtíðarheimili fyrir fjölskyld-
ur okkar, varð niðurstaðan að
byggja hús hlið við hlið í
Hamratanga í Mosfellsbæ.
Svona leið lífið í leik og starfi.
Svavar var mikill vinur vina
sinna og hrókur alls fagnaðar.
Sú mynd sem situr sterkt eftir
er hláturmildi og glaðværð
hans. Hann var alltaf til í rök-
ræður en þeim lauk þó alltaf í
góðu, með gleði og glensi.
Svavar og Ransý voru höfð-
ingjar heim að sækja og hefur
Svavar verið einstakur í að
halda sambandi við vini og fé-
laga í gegnum tíðina hvort sem
þeir eru búsettir á Íslandi eða
erlendis.
Skarðið sem nú er höggvið
með fráfalli Svavars er stórt og
verður hans sárt saknað.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem)
Hugur okkar er hjá fjöl-
skyldu Svavars og til ykkar
sendum við okkar dýpstu sam-
úðarkveðjur.
Sigurður V. Viggósson,
Katrín Sigurðardóttir og
fjölskyldur.
Elsku pabbi. Það
er svo mikill sökn-
uður í hjarta mínu
og eftir lifir minn-
ing um yndislegan
föður sem ég á eftir að sakna
svo sárt. Ég þakka þér fyrir all-
ar þær góðu stundir sem við átt-
um saman og allt sem þú gerðir
fyrir mig. Minningin um þig
mun ávallt lifa í huga mínum og
hjarta.
Guð gaf mér engil sem ég hef hér á
jörð,
hann stendur mér hjá og heldur um
mig vörð.
Hann stýrir mér í gegnum lífið með
ljósi sínu,
ég er svo þakklát að hafa hann í lífi
mínu.
Ég vona að hann viti að hann er mér
kær,
allar mínar bestu hugsanir hann fær.
Hans gleði og viska við alla kemur,
við flestalla honum vel semur.
Hann stendur mér hjá þegar illa ligg-
ur við,
hann víkur ekki frá minni hlið.
Nema sé þess viss að allt sé í lagi,
fer þá að vesenast í málarastússi af
ýmsu tagi.
Hann er vandvirkur og iðinn,
hann sinnir alltaf sínu vel,
hann segir það aðalatriðin,
sem er rétt, það ég tel.
Hann hefur kennt mér að vera þol-
inmóð og sterk,
hvetur mig áfram að stunda mín
dagsverk.
„þú skalt alltaf standa á þínu,“ hann
ávallt hefur sagt
mikla áherslu á það lagt.
Þótt svo hann segi ekki við mann oft
mikið.
Þá meinar hann alltaf margt.
Hann getur aldrei neinn svikið.
það getur hann ekki á neinn lagt.
Hann er bara þannig maður.
Hann er bara þannig sál.
Hann er aldrei með neitt þvaður.
Hann meinar allt sitt mál.
Hann sýnir mér svo mikla ást.
Hann vill aldrei sjá neinn þjást.
Hann er minn klettur
og hann er mín trú
hann er minn besti pabbi, staðreyndin
er sú.
(Katrín Ruth, 1979)
Elska þig.
Þín dóttir,
Elva Hrund.
Takk fyrir allt, elsku afi, við
söknum þín svo rosalega mikið.
Takk fyrir allt sem þú kenndir
okkur og gerðir með okkur, það
var alltaf svo gaman hjá okkur.
Við munum geyma þær fallegu
minningar í hjörtum okkar.
Rita vil ég niður hvað hann var mér
kær,
afi minn góði sem guð nú fær.
Hann gerði svo mikið, hann gerði svo
margt,
og því miður get ég ekki nefnt það
allt.
Að tala við hann var svo gaman,
á þeim stundum sem við eyddum
saman.
Hann var svo góður, hann var svo
klár,
æ, hvað þessi söknuður er sár.
En eitt er þó víst,
og það á við mig ekki síst.
að ég sakna hans svo mikið, ég sakna
Guðmundur Krist-
inn Þórðarson
✝ GuðmundurKr. Þórðarson,
Muggur, fæddist 1.
mars 1949. Hann
lést 4. apríl 2014.
Útför hans fór fram
11. apríl 2014.
hans svo sárt,
hann var mér góður
afi, það er klárt.
En alltaf í huga mín-
um verður hann,
afi minn góði sem ég
ann.
Í himnaríki fer hann
nú,
þar verður hann glað-
ur, það er mín trú.
Því þar getur hann vakað yfir okkur
dag og nótt,
svo við getum sofið vært og rótt.
Hann mun ávallt okkur vernda,
vináttu og hlýju mun hann okkur
senda.
Elsku afi, guð mun þig geyma,
yfir okkur muntu sveima.
en eitt vil ég þó að þú vitir nú,
minn allra besti afi, það varst þú.
(Katrín Ruth, 1979)
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson)
Elskum þig.
Þínar afastelpur,
Aníta Mist og Birta Rós.
Það er erfitt að kveðja bróður
sinn og eiga aðeins minningarn-
ar eftir. Muggur, eins og hann
var alltaf kallaður, var yngstur
af okkur systkinunum, ég í miðj-
unni og Díana Íris elst.
Við ólumst upp á Bjarnastöð-
um í Kleppsholtinu og síðan á
Austurbrún 37, þar sem foreldr-
ar okkar byggðu sér hús. Ég
man það eins og það hefði gerst
í gær, þegar okkur var tilkynnt
að það ætti að fara að byggja
hús, að þá stóð lítill maður upp
og sagði: „Ég skal hjálpa þér að
byggja hús, ég get verið á
steypuvélinni.“ Þá brosti pabbi
og það var samþykkt. Æskuvin-
ina eignaðist Muggur í Holtinu;
Magga, Stebba, Villa og fleiri
góða vini og hefur sú vinátta
haldist öll þessi ár.
Árið 1964 fluttust foreldrar
okkar á Hellissand og Muggur
með þeim. Muggur heillaðist
alltaf af sjónum, enda pabbi okk-
ar sjómaður og var ávallt viðrið-
inn sjóinn. Muggur byrjaði sína
sjómennsku á Arnkatli SH og
var síðan á Skarðsvíkinni með
Sigurði Kristjónssyni, sem hann
hafði miklar mætur á.
Árin liðu og Muggur fór í Sjó-
mannaskólann og eftir að honum
lauk varð hann stýrimaður og
skipstjóri á ýmsum skipum,
meðal annars á Vestfjörðum.
Hann var um árabil hjá Björgun
og síðast var hann skipstjóri á
hafrannsóknaskipinu Bjarna
Sæmundssyni.
Muggur bróðir minn var svo
lánsamur að giftast henni Terrý
og eignuðust þau Evu Lind,
Elvu Hrud og Kristin Þór.
Terrý, börnin hans og fjölskyld-
ur þeirra stóðu við hlið hans sem
klettur í veikindum hans og um-
luktu hann ást og umhyggju.
Ég og fjölskyldan mín vottum
Terrý, Evu Lind, Elvu Hrund,
Kristni Þór og fjöskyldum
þeirra okkar dýpstu samúð.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Guð vaki yfir þér, kæri bróðir.
Gyða Þórðardóttir
og fjölskylda.