Morgunblaðið - 01.05.2014, Side 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2014
Í dag kveð ég
Ástu móðursystur
mína með söknuði
og þakklæti. Hún
var mikilvægur hluti
af mínu lífi og var ávallt til staðar
ef eitthvað bjátaði á. Sem barn
man ég eftir góðum stundum í
eldhúsinu í Staðarbakkanum. Eft-
ir að hafa borðað góða grjóna-
grautinn hennar, skoðaði ég mig
um heimilið þar sem ríkti góður
andi. Þótti mér ævintýralegt og
heillandi að horfa á vegg þar sem
Ásta og Arnór geymdu minningar
um ferðalög meðal annars í formi
korta og minjagripa. Ég á góðar
minningar frá ferðalagi fjölskyldu
minnar til Ítalíu sumarið 1989
ásamt Fridda, Ástu og Arnóri.
Á fimm ára afmælisdegi Ástu
eignaðist hún litla systur, Aðal-
heiði móður mína. Ásta var svo
glöð og hljóp út á götu og tilkynnti
hverjum sem heyra vildi að hún
hefði fengið litla stelpu í afmæl-
isgjöf. Þær systur voru alla tíð
mjög nánar.
Ásta var útivinnandi, starfaði
lengst af sem skrifstofustjóri hjá
Nóa Síríusi. Hún hreyfði sig
reglulega, fór í gönguferðir,
stundaði jóga og líkamsrækt í
World Class í mörg ár. Hún fór
samviskusamlega eftir ráðlegg-
ingum sem hún fékk frá fagfólki
og öðrum varðandi heilbrigðan
lífsstíl. Hún hafði áhuga á áhrifum
mataræðis á heilsuna. Stutt er
síðan hún sagði mér frá því að hún
væri að gera tilraunir með eplae-
dik og hunang til að koma betri
reglu á svefninn.
Ásta var fróð, víðlesin og
áhugasöm um menn og málefni.
Fylgdist vel með fréttum og var
mjög opin fyrir nýjungum og for-
dómalaus. Hún var sterkur kar-
akter og lá ekki á skoðunum sín-
um. Oft var stutt í glensið og man
ég eftir því þegar hún endurtók
grínið aftur og aftur og fannst
okkur það alltaf jafn fyndið. Við
áttum það sameiginlegt að hafa
gaman af góðum kvikmyndum og
fórum við oft í bíó ásamt móður
Ásthildur
Torfadóttir
✝ ÁsthildurTorfadóttir var
fædd 3. ágúst 1929.
Hún lést 14. apríl
2014. Útför Ást-
hildar var gerð 28.
apríl 2014.
minni.
Ásta var alltaf
gjafmild á tíma sinn,
trygg og var mjög
annt um minn hag.
Hún sýndi það í
verki í veikindum
mínum, er ég þakk-
lát fyrir það.
Þegar ég hugsa
um Ástu koma
margar góðar minn-
ingar upp í hugann.
Ég fór oft í heimsókn til hennar
þegar ég bjó í Álftamýrinni og við
horfðum saman á kvikmyndir og
Idol-keppnina. Þá töluðum við
saman oftar en ekki fram á rauða
nótt. Samskipti okkar voru náin
og vinátta okkar mér mjög kær.
Hún sagði mér frá æsku sinni,
foreldrum sínum og þótti mér
gaman að heyra um þau, því ég
kynntist þeim lítið.
Oftar en ekki ræddum við um
tilgang lífsins, dauðann og um
umskiptin úr þessum heimi. Stutt
er síðan ég talaði við Ástu í síma
og var hún hress í bragði, þrátt
fyrir erfið veikindi. Rödd hennar
ómar enn í höfði mér þegar ég
skrifa þessar línur.
Ég sakna hennar og vil þakka
allar dýrmætu samverustundirn-
ar. Dætrunum, Gerði og Björk
Ingu og fjölskyldum þeirra sendi
ég innilegar samúðarkveðjur.
Hvíl í friði, elsku Ásta mín.
Þegar nóttin kemur
taktu henni feginshugar.
Hún mun loka hurðinni
að baki deginum
og lyfta byrði hans
af herðum þínum.
Hún, sem geymir fortíðina
og safnar óskunum,
mun vita
hvert skal leiða þig
og vídd hennar er önnur.
(Þóra Jónsdóttir.)
Þín
Tinna.
Í dag kveðjum við hinstu
kveðju Ásthildi Torfadóttur, hana
Ástu.
Ástu, og Arnóri eiginmanni
hennar, kynntist ég sumarið 1969
þegar dóttir þeirra, vinkona mín,
Björk Inga, kom í fyrsta sinn til
sumardvalar til okkar í sveitina.
Bundust fjölskyldur okkar þá vin-
áttuböndum sem haldið hafa æ
síðan.
Ásta var góðum gáfum gædd,
hafði húmor, var heiðarleg, rétt-
sýn og hjálpsöm. Jafnréttismál
voru henni alla tíð ofarlega í huga.
Hún var skipulögð og mikið
snyrtimenni. Hún var sjálfstæð,
hreinskiptin og fylgin sér.
Ung lauk hún prófi frá Versl-
unarskóla Íslands. Hún vann alla
tíð utan heimilis sem ekki var al-
gengt að húsmæður gerðu þegar
hún var ung kona. Lengst af
sinnti hún skrifstofustörfum hjá
sælgætisgerðinni Nóa eða þar til
hún lét af störfum sökum aldurs.
Hún stundaði einnig heilsurækt
og fór reglulega í leikfimi á meðan
heilsan leyfði. Ásta var ávallt vel
til höfð og fallega klædd.
Hún hafði mikið yndi af því að
ferðast, bæði utan lands og innan.
Ferðuðust þau Arnór mikið sam-
an á meðan hans naut við.
Ásta var vinur vina sinna og
fjölskyldan var henni mikils virði.
Þegar ég kynntist þeim hjón-
um höfðu þau reist sér fallegt rað-
hús við Staðarbakka. Bar heimili
þeirra vott um þá reglusemi og
snyrtimennsku sem einkenndi
þau og öllu var vel við haldið.
Nokkrum árum eftir fráfall Arn-
órs árið 1993 flutti Ásta í Hvassa-
leitið og hélt þar heimili til ævi-
loka.
Ég á þeim hjónum margt að
þakka. Heimili þeirra stóð mér
ávallt opið. Þegar ég fór til
Reykjavíkur í menntaskóla bjó ég
hjá þeim fyrstu önnina. Síðar
leigðum við Björk saman íbúð um
tíma skammt frá þeim og sam-
gangur var mikill.
Þegar ég eignaðist mitt fyrsta
barn rétt orðin tvítug og dvaldi af
því tilefni um tíma í Reykjavík átti
ég vísan samastað hjá þeim hjón-
um og átti stuðning þeirra og
þeirra góðu fjölskyldu vísan. Þeg-
ar ég varð stúdent var slegið upp
veislu í Staðarbakkanum.
Á kveðjustund er margs að
minnast. Ég minnist ferðalaganna
með þeim Ástu, Arnóri og Björk
um landið sem barn, ýmist í
tjaldútilegur eða sumarbústaði.
Ég minnist kvöldanna þegar Arn-
ór tók fram slides-myndirnar. Þá
var oft mikið hlegið. Ég minnist
súkkulaðikökunnar góðu hennar
Ástu og hún bjó til heimsins besta
rækjusalat. Ég minnist þess að
oftast var saltfiskur í matinn í há-
deginu á laugardögum og ef var
afgangur þá steikti Arnór hann
stundum á pönnu með kartöflum
og lauk. Þá minnist ég allra stund-
anna við eldhúsborðið í Staðar-
bakkanum þar sem rædd voru
stjórnmál, jafnréttismál og mál-
efni líðandi stundar. Þeirra
stunda er nú ljúft að minnast.
Mín síðasta heimsókn til Ástu
var nú í febrúar þegar við pabbi
áttum notalega og skemmtilega
dagstund með henni og Björk.
Heilsunni hafði hrakað en lundin
var sú sama.
Að leiðarlokum kveð ég Ástu
mína með virðingu og þakklæti
fyrir alla tryggðina, vináttuna,
hjálpsemina og hlýjuna sem hún
sýndi mér og mínum alla tíð.
Elsku Bjögga mín, Gerður og fjöl-
skyldur, mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur til ykkar allra.
Margrét Ríkarðsdóttir.
Við fráfall ættingja eða náins
vinar verða oft umbrot í sálarlíf-
inu og finn ég sannlega fyrir því
er ég kveð Ástu Torfa, bestu vin-
konu eiginkonu minnar sálugu.
Kynni þeirra hófust í Verslunar-
skólanum en þaðan útskrifuðust
þær vorið 1949. Þær voru fljótar
að ná sér í ágætis eiginmenn og
fjölskyldurnar urðu stórar og
mannvænlegar. Báðar gerðust
frumbyggjar í Smáíbúðahverfinu
í Sogamýrinni, Ásta og Arnór í
Akurgerði og Bíbí og undirritaður
í Langagerði. Þótt margt væri
ólíkt með þeim vinkonum var vin-
átta þeirra innileg og trúnaðarrík.
Ásta var lengi starfandi á vinnu-
markaðnum en Bíbí átti stærri
fjölskyldu og sinnti aðallega
heimilisstörfum. En samveru-
stundir þeirra urðu alltaf fjöl-
margar, ég minnist fyrstu sam-
eiginlegu utanlandsferðar þeirra
til grísku eyjarinnar Rhodos árið
1981 og þá vorum við Arnór með í
ferð. Seinna fóru þær tvær saman
til Grænlands, það var árið 1994.
Dugnaður þeirra og samheldni
var aðdáunarverð. Síðasta sam-
eiginlega utanlandsferð þeirra
vinkvennanna var árið 2002, en þá
fórum við til Rússlands og gistum
í Moskvu og Pétursborg. Ásthild-
ur Torfadóttir er einhver sú besta
og heilsteyptasta sómakona sem
ég hef kynnst. Tengsl og vinátta
þeirra skólasystra var svo sterk
að ég leit alltaf á Ástu sem meðlim
fjölskyldu okkar og ég veit að
börn mín sakna hennar ekki síður
en ég.
Við leiðarlok kveð ég Ástu með
mikilli virðingu og þakklæti fyrir
kynnin. Í veraldarvídd hugarins
vona ég að vinkonurnar nái saman
á nýjan leik.
Kristján Oddsson.
Við þurfum flest
okkar að kveðja ást-
vin á okkar lífsleið.
Nú er komið að mér
að kveðja hann Geir
tengdaföður minn.
Ég ætla ekki að halda einhverja
lofræðu um þann mæta mann,
enda hefði það ekki verið í hans
anda.
Í mínum huga var hann og
verður alltaf ljúfmenni, og það var
eitthvað sérstakt við brosið hans
sem heillaði mig. Það sagði manni
alltaf hvernig honum leið á hverj-
um tíma fyrir sig. Kímnin, gleðin
og ástin speglaðist svo vel í þess-
um fallegu augum.
Að missa móður sína 3 ára gam-
all, bróður sinn ungan að aldri og
ekki síst dóttur sína, hana Sól-
veigu, 16 ára gamla var þungur
baggi. Það kom alltaf sérstakt
dökkt blik í fallegu augun hans
þegar við töluðum um hana Sollý
hans.
Ég ætla ekki að segja einhverj-
ar frægðarsögur af hans golf-
kunnáttu, það geta einhverjir aðr-
Geir Þórðarson
✝ Geir Þórðarsonfæddist 21.
október 1926. Hann
lést 9. apríl 2014.
Útför Geirs fór
fram 22. apríl 2014.
ir gert, en að fara
þrisvar sinnum holu
í höggi held ég að sé
bara nokkuð gott,
eða hvað?
Það var gaman að
fá hann tengdaföður
minn í mat, og ég
tala ekki um ef elda-
mennskan var
óvenjuleg eins og
hann orðaði það,
kryddið og framandi
sósur vöktu mikinn áhuga hjá
honum, og hann gat spurt enda-
lausra spurning, en alltaf endaði
hann á því að lofa þennan yndis-
lega mat.
Ekki má gleyma honum
pönnukökuafa eins og barnabörn-
in mín kölluðu hann. Það var sama
hvert tilefnið var, hann hringdi og
spurði: Má ég koma með pönnu-
kökur? sem hann gjarnan pakkaði
í silfurpappír og mætti með, öllum
til mikillar ánægju og gleði.
Þakka þér að lokum fyrir okkar
góðu kynni.
Guð geymi þig.
Anna.
Elsku afi minn, þá er komið að
kveðjustund.
Það fyrsta sem kemur upp í
huga minn er þakklæti. Þakklæti
fyrir að fá að hafa þig, elsku afi
minn, svona lengi í mínu lífi. Fyrir
mér varst þú alltaf hann „Geiri
afi“ sem ég heimsótti með pabba
mínum oft um helgar og man ég
vel eftir að alltaf voru skálar fullar
af nammi á borðum sem maður
fékk að læðast í og ekki má
gleyma öllum bókunum sem þú
gafst mér í gengum tíðina og voru
þjóðsögur Jóns Árnasonar þar í
miklu uppáhaldi hjá mér og las ég
þær oft. En það var svo ekki fyrr
en á seinni árum sem þú fórst að
segja mér sögur af sjálfum þér
þegar þú varst ungur og afi, þú
varst nú meiri prakkarinn, ha ha!
Það sem ég gat hlegið að uppá-
tækjum þínum og ég sem hélt að
þú hefðir alltaf verið bara „afi“.
Ég man líka eftir myndinni af þér
sem var tekin þegar þú hefur
kannski verið eitthvað í kringum
tvítugt þar sem þú liggur í grasinu
með kettling við hliðina á þér og
ég man að þegar ég sá þessa mynd
þá hélt ég fyrst að þetta væri Elvis
Presley. Já, myndarlegur varstu,
drengur, og enn og aftur greini-
lega ekki alltaf bara verið „afi“.
En svo komu langafabörnin til
sögunnar og dætur mínar voru nú
ekki alveg á þeim buxunum að
kalla þig „langafa“ þar sem þeim
fannst þú nú vera frekar stuttur í
annan endann en ekki langur,
þannig að þær fundu það út að þú
fengir nafnið „pönnuköku-afi“ og
þann titil áttir þú réttilega skilið
því í hvert skipti sem þú komst í
heimsókn til okkar bakaðir þú
pönnukökur og komst með þær til
okkar, sem var mjög viturlega
gert af þér, ég næ aldrei að gera
þær svona þunnar og flottar og
fékk ég oft að heyra það frá dætr-
um mínum, „mamma, pönnsurnar
þínar eru góðar en pönnuköku-afi
gerir þær betur“ og reyndi ég
ekki að þræta fyrir það.
Ég er óendanlega þakklát fyrir
að hafa tekið þá ákvörðun að koma
heim til Íslands og heimsækja þig
í síðasta mánuði og fá að kveðja
þig og segja þér hvað ég elska þig
mikið, afi minn. Ég hugga mig við
margar góðar minningar um þig.
Elsku pabbi minn og mamma,
hugur minn er hjá ykkur þessa
daga.
Hvíl í friði, elsku afi minn. Þín
Kristín.
HINSTA KVEÐJA
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Elsku pabbi minn, hvíl í
friði.
Gunnar Þór
Á sínum tíma
sóttu tveir miklir framsóknar-
menn um lóð undir tvíbýlishús í
nýju hverfi á Melunum í
Reykjavík, að Reynimel 23.
Þetta voru þeir Árni Benedikts-
son, forstjóri Mjólkursamsöl-
unnar, og Kristjón Kristjóns-
son, aðalféhirðir SÍS. Húsið
reis með undrahraða á stórri
hornlóð. Snilldar-arkitektinn
Þórir Baldvinsson teiknaði hús-
ið. Svo fluttu fjölskyldurnar
inn. Börn Árna og Jónu Jó-
hannesdóttur voru Benedikt
Árnason og Þórdís Árnadóttir,
sem síðar fluttist til Ameríku
og eignaðist góða fjölskyldu.
Benedikt var fæddur árið
1931, hann lést 25. marz sl.
Hann fór í gamla menntaskól-
ann, hvarf ungur inn fyrir for-
tjöld leiklistargyðjunnar og
þegar hann bauð okkur systk-
inunum að sjá leikrit með hann
í aðalhlutverki vorum við í
leiðslu í marga daga. Jóna móð-
ir Benna, falleg og yndisljúf og
vönduð kona, en Jóhann skáld
Sigurjónsson var föðurbróðir
hennar og mörgum þótti Benni
minna á frænda sinn í útliti og
jafnvel að innri gerð. Við gris-
lingarnir á neðri hæðinni á
Reynimel áttum ávallt yndis-
skipti. Hann hélt til London í
Konunglega leiklistarskólann.
Oft kom hann heim um jól og
voru fagrar konur með í för og
leiddu rannsóknir okkar gris-
linganna í ljós að aldrei var
sama konan með í ferð tvívegis.
Benni varð aðalleikstjóri í Þjóð-
leikhúsi í áratugi. Og stjórnaði
mörgum mjög stórum verkum.
Bakkus var oft förunautur hans
líkt og frænda frænda hans Jó-
hanns Sigurjónssonar. Eitt lítið
atvik lýsir lund Benna. Hann
setti upp revíu eftir Bjarna
Guðmundsson í Sjálfstæðishús-
inu og þar lék Nína mín Björk
Benedikt Örn
Árnason
✝ Benedikt ÖrnÁrnason, leik-
ari og leikstjóri,
fæddist í Reykjavík
23. desember 1931.
Hann lést 25. mars
2014 á Sóltúni.
Úför Benedikts
fór fram frá Dóm-
kirkjunni í Reykja-
vík 8. apríl 2014.
vænt hlutverk. Við
Nína vorum byrjuð
að skjóta okkur
saman en ég var
búsettur utanbæj-
ar. Í leikritinu lék
Nestor leikara-
stéttarinnar Har-
aldur Björnsson.
Nína, sem varla
hafði leikið nema í
tveim til þrem leik-
ritum eftir leiklist-
arskólann, hafði áhuga á að
kanna, hvort „kærastinn“ væri í
húsi. Bað hún Benna um að
komast að þessu nokkrum mín-
útum fyrir leikbyrjun og Benni
fór og fann gaurinn, þá varð
Haraldi að orði: „Sussum svei
svei, svona er leikhúsið orðið.
Leikstjórinn á flandri út í sal,
nokkrum mínútum fyrir leik-
sýningu að leita að einhverjum
gæja“. Erna Geirdal kynntist
ung Benna og var held ég
fyrsta eiginkona hans en þau
skildu fljótlega af fjölmörgum
ástæðum. Fyrir allnokkrum ár-
um lá Benni á sjúkrahúsi. Var
hann svo fársjúkur að endur-
lífga þurfti hann. Svo vildi til að
Erna Geirdal var stödd á land-
inu en hafði verið búsett er-
lendis áratugum saman. Katrín
Thors leikkona fór ásamt Ernu
að heimsækja Benna. Þar end-
urlífgaðist þeirra forna ást. Ég
hef í áranna rás þekkt aragrúa
kvenna sem báru afar djúpar
tilfinningar til Benna, vildu all-
ar „eiga hann“. Næstsíðast hitti
ég Benna þegar hann kom heim
til okkar Nínu fyrir löngu og
var þá á leið í vímuefnameð-
ferð. Reyndar sá ég þau Ernu á
Laugavegi fyrir um 7 árum og
var nærri dauður undir strætó,
þegar ég stökk yfir götuna í
faðm þeirra. Benedikt Árnason
var hæfileikaríkur listamaður
sem lagði líf sitt undir fyrir
listina. Okkur sambýlingunum
hans á Reynimel 23 í barnæsku
þótti svo vænt um hann og allt
hans góða fólk. Hann var
breyskur og undur raungóður
maður, sem lifir með okkur sem
elskuðum hann meðan öndin
blaktir í hálsinum.
Innilegur samhugur til barna
hans og ástvina.
Bragi Kristjónsson
Elsku fallegi,
hlýi, sniðugasti, brosmildi, litli
bróðir minn, þú gafst mér
heiminn með komu þinni í líf
mitt og fylltir mitt þá unga,
þunga hjarta af gleði og ham-
ingju, ekkert jafnaðist á við að
eiga þig og hefur aldrei gert.
Þú þekktir mig best af öllum og
ég þig, hvort sem við vorum í
hlutverkum eða ekki. Mikið
gátum við hlegið, spunnið og
líka grátið og rifist, nánari
systkin finnast ekki, það veit ég
og syrgi.
Einn svipur, eitt blikk og ég
vissi líðan þína og öfugt. Þú
áttir alltaf opnar dyr hjá mér,
ég elskaði þig of mikið kannski
og þú mig. Ég skal reyna, elsku
Ólafur Freyr
Hervinsson
✝ Ólafur FreyrHervinsson
fæddist í Reykjavík
20. september
1987. Hann lést á
heimili sínu, Svölu-
tjörn 20, Reykja-
nesbæ, 9. apríl
2014.
Útför hans fór
fram 25. apríl 2014.
bangsalóabró, af
öllum mætti að lifa
án lúbba míns sem
ég treysti fyrir
öllu, treysti á og
trúði.
Þungt og rífandi sárt
er tómið,
getur heimurinn
áfram gengið,
þegar þú mest elsk-
aða blómið,
hvarfst, eftir að ég hafði þig fengið?
Ég sakna þín svo mikið, Óli,
ég get ekki sætt mig við að þú
sért ekki hér né verðir. Mig ór-
aði ekki fyrir að það væri hægt
að sakna einhvers, svíða, þrá
eitthvað eins mikið og ég geri.
Ég elska þig, góði, litli bróðir
minn, og ekkert sem ég hér
skrifa getur lýst þeirri ást og
söknuði.
Engillinn minn er nú aftur til
himna kominn. Pabbi tekur á
móti þér og hlýjar þér og hugg-
ar. „One Love.“
Þín systir, Glow-Glow,
Herdís Kristjana
Hervinsdóttir.