Morgunblaðið - 01.05.2014, Side 35

Morgunblaðið - 01.05.2014, Side 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2014 Elsku amma. Það er komið að þeirri stund sem við vissum öll að myndi koma fyrr en síðar. Þrátt fyrir það er gríðarlega erfitt að sætta sig við að þú sért farin og við getum ekki heimsótt þig framar. Ég og börnin söknum þín rosalega mikið en huggum okkur við það að þú ert núna komin til afa og á leiðinni til hans þurftirðu ekki að þola miklar kvalir. Elsku amma, þegar ég heyrði að þú værir farin varð ég svo reið við sjálfa mig að hafa ekki kíkt í heimsókn til þín nýlega. Mig langaði svo að fá að kveðja þig. Það er svo skrýtið að hugsa til þess að á föstudaginn þegar ég var á heimleið með börnin lang- aði mig í heimsókn til þín. Hins vegar ákváðum við að fara heim og var hugsunin að fara í heimsókn til þín daginn eft- ir. Það var síðan hringt í mig rúmlega klukkustund síðar og mér tjáð að þú værir dáin. Ég varð svo reið í fyrstu að hafa ekki farið til þín fyrr um daginn eins og ég ætlaði en áttaði mig síðan á að líklegast hefði það ekki verið sniðugt fyrir börnin að sjá þig veika. Þess í stað vil ég líta svo á þessar sterku hugsanir til þín þennan dag að þú hafir verið að kveðja mig. Líklegast var þetta þín leið að segja bless. Ég vil alla- vega trúa því elsku amma mín. Jóhanna Hall Kristjánsdóttir ✝ Jóhanna HallKristjánsdóttir fæddist í Alberts- húsi á Ísafirði 20. desember 1924, Hún lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 18. apríl 2014. Útför Jóhönnu fór fram frá Víði- staðakirkju 25. apr- íl 2014. Það eru svo margar yndislegar stundir sem ég man með þér. Þú varst alltaf jafnglöð að sjá mig og börnin, ljómaðir öll og þú krafðist ávallt þess að fá tvo kossa hvora á sína kinnina og stundum fleiri. Það var svo yndislegt og sýndi bara hversu mikið þú elskaðir okkur börnin. Þegar ég sýndi Adam mynd af þér og sér á borðinu hjá okkur þar sem ég er með kveikt á kerti sagðist hann sakna þín, já mikill er sökn- uðurinn. Við erum rosalega heppin að hafa fengið að kynnast þér. Með tárin í augunum kveðj- um við þig með þessum fallegu orðum: Þegar ég hugsa um engla, þá hugsa ég um þig með þitt fallega bros og verkin þín góð. Ég heyrði að þú værir farinn. Nei, það getur ekki verið satt. Þegar ég hugsa um engla, þá hugsa ég um þig. Guðs blessun til þín, engill, hvert sem þú ferð. Þótt þú sért farinn, þá veistu af hjörtum okkar fullum af sorg. En við styðjum hvert annað og höldum veginn áfram, án þín. Ég sé þig aftur, elsku engill, þegar tími minn kemur. Þegar ég hugsa um engla, þá hugsa ég um þig. (KK, þýtt.) Hvíl í friði, elsku amma. Díana Ósk og börn. Í örfáum orðum langar mig að minnast hennar Hönnu og þess tíma sem við unnum saman í Blómabúðinni Burkna. Leiðir okkar lágu þó ekki fyrst saman sem samstarfskonur, heldur sem sængurkonur á fæðingardeild LSH. Ekki þekktumst við þar. Kom það síðar í ljós, í einu spjalli okkar, að við hefðum verið á fæð- ingardeildinni á sama tíma, Hanna með sitt yngsta barn en ég með mitt elsta. Má segja að það hafi verið upphafið af kynn- um okkar. Við Hanna unnum saman í 18 ár og langar mig örlít- ið að minnast þeirra. Þegar við Hanna unnum saman var staða blómaverslana með allt öðrum hætti en er í dag. Mikil sala var í alls kyns blómaskreytingum og þá sérstaklega fyrir jólin. Mikið var lagt upp úr því að verslunar- gluggi blómabúðarinnar væri sem fagurlegast skreyttur áður en verslunardyrnar væru opnað- ar í byrjun desember og vorum við mættar til vinnu fyrir klukk- an 6 að morgni, til að gera gluggann kláran. Í þá daga tíðk- aðist hjá mörgum fjölskyldum að fara í bíltúr á aðventunni og skoða í verslunarglugga, þannig að ekki mátti glugginn í Burkna vera neitt annað en sem jólaleg- astur. Skreytingarnar sem við Hanna gerðum í tuga tali, ásamt öðrum samstarfskonum, tóku mið af tískusveiflum eins og ann- að. Ýmist voru þær úr greni eða þurrkuðum blómum, um tíma voru skreytingar úr trélurkum eða trjágreinum mjög vinsælar. Ég minnist þess hve Hanna var sérstaklega ósérhlífin þegar kom að því að útvega þessar greinar. Hún fór með eiganda Burkna, vopnuð sög, út í hraun eða hvar þar sem sjálfsprottið birki hafði fest rætur, til að afla skreytinga- efnis. Síðan sá Hanna um að mála greinarnar og lurkana hvíta og strá glimmeri yfir. Allt tók þetta sinn tíma, en Hanna sinnti þessu verki með brosi á vör. Unnið var myrkranna á milli á aðventunni og var það ósjaldan sem vinnu- dagurinn var 16-18 tímar. Það kom ekki að sök því alltaf var jafngaman að taka þátt í jólaund- irbúningnum með Hönnu og hin- um samstarfskonunum. Mikið var hlegið og gert grín og hlátra- sköllin bárust fram í búð. Sjálf- sagt má nú viðurkenna að örlítill svefngalsi hafi verið kominn í mannskapinn þegar langt var lið- ið á kvöld og vinnudagurinn ekki á enda. Að lokum langar mig að minnast á eitt atvik sem kemur mér alltaf til að hlæja og minnast Hönnu sem kærrar samstarfs- konu. Eitt kvöldið á aðventunni höfðum við gert jólaskreyting- arnar eins og svo oft áður og rað- að tilbúnum kertaskreytingum í hillur í kringum okkur í skreyt- ingaraðstöðunni. Eitthvað var það sem vakti áhuga Hönnu á einni skreytingunni sem var uppi í hillu. Hún stóð upp og fór að skoða málið aðeins betur. Hún tók höndum um kertið sem stóð fagurrautt í skreytingunni með greni og köngla allt um kring, leit á mig og sagði: „Magga mín. Á kveikurinn örugglega ekki að snúa upp á kertinu?“ Og trúið mér, við fengum enn eitt hláturs- kastið og með hláturinn ómandi í minningunni vil ég þakka fyrir að hafa verið þeirrar gæfu aðnjót- andi að hafa kynnst Hönnu. Fjöl- skyldu hennar sendi ég samúðar- kveðjur og ég veit að góðar minningar ylja þeim á erfiðri kveðjustund. Margrét Pétursdóttir. HINSTA KVEÐJA Með þessu ljóði kveð ég ástkæru Hönnu mína. Þakka þér kærleikann, hjartalag hlýtt, af gæsku þú gafst yl og hlýju. Í heimi guðsenglanna hafðu það blítt, uns hittumst við aftur að nýju. (Höf. ók.) Minningin um Hönnu verður vel geymd í hjarta mínu um ókomin ár. Sandra. Með söknuði minnist ég föð- ur míns sem oftast var kallaður Silli. Manns sem háði langt og erfitt stríð síðustu ævimánuð- ina. Það er margs að minnast, en efst eru í huga mínum ýms atvik tengd sjómennskunni. Við feðgar áttum það sameiginlegt að hafa valið sjómennsku sem fyrripartsstarf. Pabbi hafði þó endalausan áhuga á fiskeríi og öllu sem því viðkom þótt hann væri hættur til sjós. Þegar ég fór fyrsta sinn á togara bjó pabbi mig undir það inni í bíl- skúr heima. Mér var kennt að splæsa og taka í kríulöpp. Einnig fékk ég leiðbeiningar um hvernig skyldi bera sig að við hin ýmsu störf um borð. Það var þó eitt atriði sem fest- ist í huga mínum. Ég skyldi alltaf vera vakandi fyrir því sem þyrfti að gera og ekki láta segja mér hlutina, heldur ganga í þá. Honum fannst það mjög mikilvægt að til þess að verða góður sjómaður yrði maður að hafa þetta á tæru. Eins eru það sjóferðirnar á sumrin þegar hann var enn við skipstjórn og ég 8-12 ára að fá að fara með í humartúr. Oftast var ég svo sjóveikur að ég komst ekki fram í lúkar til að borða en hélt mig aftur í stýr- ishúsi eða úti á dekki. Pabbi færði mér matinn upp í stýr- ishús. Þegar komið var í land var ég hættur við að verða sjó- maður en gleymdi því auðvitað strax og sjóriðan hvarf og byrj- aði að rella um að fá að fara með aftur. Þegar ég keypti mér Kristján Bjarni Einarsson ✝ Kristján BjarniEinarsson (Silli), fv. skipstjóri, fæddist á Ísafirði 16.10. 1936. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 15.4. 2014. Útför Kristjáns fór fram frá Kálfa- tjarnarkirkju 23. apríl 2014. smábát 25 ára gamall var spenn- ingurinn ekki minni hjá honum en mér að komast með á færi. Hann tók sér óvenjulangt sumarfrí til að geta komið með vestur á firði á færavertíð. Þar var hann í ess- inu sínu, gleymdi öllu öðru og ein- beitti sér að veiðunum. Okkur gekk glimrandi vel og átti hann þar auðvitað mestan þáttinn. Tvö atvik standa upp úr í minn- ingunni frá því sumri. Það fyrra þegar við vorum staddir á Nes- dýpi í blíðalogni og þoku í mok- fiskeríi að fylla bátinn, hvað hann fylgdist vel með hverning báturinn hlóðst og vildi hætta þótt enn væri fiskur undir. Þar sýndi hann syninum hvað er að vera góður og skynsamur sjó- maður þótt veiðigleðin sé sterk. Hitt atriðið er þegar við fórum norður á Hornbanka og lentum í bandvitlausum smáfiski sem var svo gráðugur að það komu allt upp í sex fiskar upp á fjór- um krókum. Pabbi tilkynnti mér að hann væri í sumarfríi frá veiðieftirlitsstörfum og væri háseti á bátnum og hefði ekkert um þetta smáfiskadráp að segja. Pabbi var farsæll skip- stjóri og síðar veiðieftirlitsmað- ur og sinnti sínum störfum af áhuga og heilindum. Nú andar suðrið sæla vindum þýðum; á sjónum allar bárur smáar rísa og flykkjast heim að fögru landi ísa, að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum. Ó, heilsið öllum heima rómi blíðum um hæð og sund í drottins ást og friði; kyssið þið, bárur, bát á fiskimiði; blásið þið, vindar, hlýtt á kinnum fríðum. (Jónas Hallgrímsson) Einar Birgir Kristjánsson. Elsku amma mín. Nú er kallið komið og við þurfum að kveðja þig sem er svo sárt. Þú varst svo mikil kraftaverkakona í öllum þínum veikindum. Þú varst sjálfstæð og dugleg en líka ákveðin og þrjósk. Ég tel að þetta sé það sem þurfti til að kljást við lífið. Þú varst líka mjög lífsglöð og jákvæð félagslynd kona. Þú varst mér miklu meira en amma. Ég ólst upp hjá þér og afa með mömmu til 16 ára aldurs á Eiríksgötunni, þar bjó líka langamma mín. Ég var heppin stúlka, dekrað var við mig á öll- um hæðum. Við áttum líka góðar stundir í ferðalögum með fjöl- skyldu og vinum. Á hverjum sunnudegi komu systkini þín og fjölskylda saman og áttum við góðar stundir. Fyrir sjö árum dó mamma og þá gekkst þú mér í móðurstað, við vorum miklar vin- konur, hringdum hvor í aðra mörgum sinnum á dag. Ég á svo sannarlega eftir að sakna símtala okkar og vinskapar. Við skrupp- um oft saman í búðir og þá lá leið- in oft á veitingastaði. Þú vildir allt fyrir mig, Björgvin og börnin okkar gera, alveg sama hvað það var. Það var aldrei neitt mál. Við þökkum þér fyrir það. Þú varst alltaf svo hlý og góð við börnin okkar og áttu þau góðar stundir með þér og fallegar minningar. ✝ Erna Smith,fyrrverandi kaupmaður, fædd- ist 4. mars 1937. Hún lést í Sóltúni, Reykjavík, 19. apríl 2014. Útför Ernu fór fram frá Fossvogs- kirkju 25. apríl 2014. Þú keyptir þér íbúð í Njarðvík á sex- tugsaldri og varst svo stolt af fyrstu íbúðinni. Þú áttir þar fallegt heimili. Mér fannst þú bara svo ein þar en þér leið vel og eignaðist góða vini þar sem reyndust þér vel og léttu af mér áhyggj- um mínum um ein- veru þína. Fyrir einu og hálfu ári fluttir þú í Sóltún og það var ynd- islegur tími. Við fjölskyldan tók- um þátt í félagsstarfi með þér og skemmtum okkur vel. Við spjöll- uðum, spiluðum, borðuðum og horfðum á sjónvarpið saman. Á Sóltúni kom handavinnuáhugi þinn aftur og eigum við fallega muni eftir þig. Þú áttir góða vini og fjölskyldu enda varst þú for- inginn í að halda fólki saman, halda og skipuleggja veislur og ferðalög til að fá fólk saman og eiga góðar minningar. Allt skipu- lagt tímanlega og aldrei neitt mál að skreppa túr um landið. Ég minnist þín á hverju kvöldi er ég breiði yfir mig sængina sem þú gafst mér, umvafin hlýju frá þér. Það er mikil sorg að þú skyldir ekki ná útskrift Thelmu af bak- arabraut en þú varst byrjuð að skipuleggja veisluna, panta sal- inn og þú keyptir húfuna fyrir hana, svo þú tekur þátt í henni með okkur í hjörtum okkar. Við erum líka ánægð að þú skyldir sjá fína og fallega heimilið þeirra Thelmu og Begga. Ég elska þig elsku amma og þakka þér fyrir allt. Ég vil þakka starfsfólki Sól- túns fyrir frábæra umönnun og hlýhug til okkar. Og Jóni djákna, sem reyndist fjölskyldu minni má gleyma þegar við og tvær vin- konur þínar, Elín og Magga, fór- um saman í bæinn að versla eða fórum á Flúðir að ná í grænmeti. Það var frábært að fá þig á Sól- tún, þá gátum við eytt meiri tíma til að spjalla saman og spila. Það var ógleymanleg stund að sjá þig föndra alla þessa fallegu gripi sem þú hafðir gert og ég hjálpaði þér að setja þá í jólapakka til að gleðja vini og ættingja. Einnig fannst mér frábært að sjá þig ganga fyrir mig í sjúkraþjálfun eftir stönginni fram og til baka eftir erfið veikindi. Ég get lýst þér í tveimur orðum; frábær amma. Mér fannst alltaf gaman að tala við þig í síma á hverjum degi og alltaf gátum við talað um daginn og veginn. Þú hafðir mik- inn áhuga á náminu mínu og það þótti mér vænt um. Ég get ekki lýst því hvað ég er þakklát fyrir að þú gast gefið mér útskriftar- húfuna núna áður en þú kvaddir okkur, því þá get ég haft þig í há- sætinu hjá mér. Mér finnst leið- inlegt að þú getir ekki komið í veisluna því þú elskaðir veislur. Ég get ekki lýst því hvað ég sakna þín og mig vantar alltaf að hringja í þig og koma í heimsókn. En amma, ég mun passa mömmu og klára námið mitt með stæl eins og þú vildir. Hvíl í friði elsku amma. Þín langömmustelpa, Thelma Rós Björgvinsdóttir. HINSTA KVEÐJA Elsku amma. Hvíldu í friði. Mér finnst mjög ósann- gjarnt að hafa einungis þekkt þig í 11 ár en það voru mjög góð ár. Við horfðum alltaf saman á Ís- land got talent það voru mjög góðir tímar. Ég bara get alls ekki lýst því hvað ég sakna þín rosalega mik- ið, þú varst svo góð. Kveðja, ömmustelpan þín, Stefanía Ósk. sérstaklega vel. Guð geymi þig amma. Hver minning er dýrmæt perla. Þín ömmustelpa, Erna Stefanía. Elsku amma hin. Ég ólst upp með mömmu og ömmu og lang- ömmu og ég kallaði þig alltaf ömmu en það gekk ekki því ég fékk alltaf svar frá báðum í einu. Þá ákvað ég að kalla þig ömmu hina. Nú ertu farin frá mér. Ég sakna þín mikið því þú varst svo góð amma, en ég hugga mig við það að þér líður betur núna, þeg- ar þú ert komin til mannsins þíns, dóttur, mömmu þinnar og pabba og litla bróður. Þú ert komin heim í heiðardalinn, komin heim með slitna skó í leit að ró. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og hjálpað mér í gegnum mín 20 ár, þau eru búin að vera ógleymanleg. Það er ekki hægt að segja annað en að þú sért besta langamma sem ég veit um og mikil hetja miðað við það sem þú hefur gengið í gegnum síðan þú varst 35 ára. Ég vil minnast okkar góðu stunda sam- an þegar við fórum saman í bæ- inn, út að borða, í afmæli og ekki Erna Smith ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát GEIRS ZOEGA. Sigríður E. Zoega og fjölskylda. ✝ Útför ástkærs eiginmanns míns og föður okkar, MAGNÚSAR GUÐMUNDSSONAR, fyrrverandi eftirlitsflugstjóra og flugeftirlitsmanns, sem lést sunnudaginn 27. apríl, fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 5. maí kl. 13.00. Agnete Simson, Bragi Magnússon, Guðný Magnúsdóttir, Guðmundur Magnússon, Una Þóra Magnúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.