Morgunblaðið - 01.05.2014, Síða 39
fallegri sveit er erfitt að finna.“
Eftir grunnskóla lá leiðin í Iðn-
skólann í Reykjavík að læra raf-
virkjun og var Gunnar í síðasta
hópnum sem fór í gegnum gamla
meistarakerfið. Hann fór á samning
hjá Braga Friðfinnssyni rafverk-
taka og lauk honum með sveinsprófi
í greininni. Hann lauk rafmagns-
iðnfræði og iðnrekstrarfræði frá
Tækniskóla Íslands 1994. Síðan þá
hefur hann unnið hjá fyrirtækjum í
innflutningi á rafmagnsvörum í sölu
og ráðgjöf. Einnig hefur hann unnið
að gerð raflagnateikninga sem lög-
giltur raflagnahönnuður.
Gunnar var virkur í félagi Round
Table 8 árin 1992-2002.
Áhugamál
„Þau eru nokkur en ef það er
hægt að tala um karlmannlega ein-
hverfu þá er það sennilega rallakst-
ur eða rall almennt. Ég var heil-
mikið í kringum það og rallið átti
hug minn allan í mörg ár. Keppti
sjálfur sem ökumaður og einnig sem
aðstoðarökumaður, var í þjónustu-
liði, tímavörslu og flestu sem við-
kemur ralli. Til að ná góðum
árangri í þessu sporti þurfa margir
hlekkir í langri keðju að halda og
hún er ekki sterkari en veikasti
hlekkurinn. Ég upplifði sigra en líka
mörg vonbrigðin, en heilt yfir var
þetta skemmtilegt. Félagsskap-
urinn í kringum þetta sport er eng-
um líkur, snillingar, sérvitringar og
auðvitað alvitringarnir sem eru á
hliðarlínunni sem aldrei hafa sest
upp í rallbíl en vita manna best
hvernig á að gera þetta, en engu að
síður er stórskemmtilegur sirkus í
kringum þetta. Ég hef farið nokkr-
um sinnum utan að horfa á þá bestu
með berum augum í hópi góðra fé-
laga.
Skíðin eru okkar fjölskyldusport
sem við reynum að stunda eins mik-
ið og við getum. Við hjónin höfum
farið ófáar ferðir í Alpana, sem eru
mitt himnaríki, og ef ég gæti ráðið
því myndi ég vilja fæðast þar í
næsta lífi. Í eldhúsinu líður mér vel
og á margar gæðastundir þar, á
mínu náttborði eru matreiðslubæk-
ur. Nú er ég nýlega byrjaður í golfi
og líst meira en vel á það og sé mest
eftir að hafa ekki byrjað fyrr. Jú,
einu er ég að gleyma, síðasta haust
byrjaði ég í skokkhópi og er að
reyna að elta snillingana í Árbæjar-
skokki.“
Fjölskylda
Eiginkona Gunnars er Elsa Krist-
ín Elísdóttir, 20.9. 1966, bókari hjá
Sjóvá. Foreldrar hennar eru Elís
Rósant Helgason, f. 4.1. 1939, versl-
unarmaður í Reykjavík, og Inga
Guðríður Guðmannsdóttir, f. 18.3.
1941, prófarkalesari í Reykjavík.
Börn Gunnars og Elsu eru Hildur
Ösp, f. 4.4. 1996, Hulda Björk, f.
15.10. 2001, og Halldór Viðar, f.
23.7. 2005.
Systkini Gunnars eru Pálmar
Viggósson, f. 17.4. 1965, viðskipta-
stjóri í Reykjavík, Jóhanna Ingi-
björg Viggósdóttir, f. 15.7. 1966,
sjálfstætt starfandi löggiltur sjúkra-
nuddari í Reykjavík, og Fjóla
Viggósdóttir, f. 17.6. 1973, hjúkr-
unarfræðingur í Reykjavík.
Foreldrar Gunnars eru Viggó
Pálsson, f. 24.2. 1936, verkamaður í
Reykjavík, og Guðbjörg Lilja Ing-
ólfsdóttir, f. 1.1. 1943, húsfreyja í
Reykjavík.
Úr frændgarði Gunnars Viggóssonar
Gunnar
Viggósson
Lilja Elínborg Jónsdóttir
frá Haukagili í Vatnsdal, A-Hún.
Eggert Thorberg Grímsson
sjómaður, Elliðaey í Breiðaf.,
síðar verkamaður í Rvík
Þorbjörg Eggertsdóttir
húsfreyja í Neðri-Dal, V-Eyjafjallahr.
Ingólfur Ingvarsson
bóndi í Neðri-Dal, V-Eyjafjallahr.
Guðbjörg Lilja Ingólfsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Guðbjörg Ólafsdóttir
húsfreyja í Neðri-Dal
Ingvar Ingvarsson
bóndi í Neðri-Dal
Ingibjörg Ólafsdóttir
húsfreyja á Núpi
Ólafur Ketilsson
bóndi á Núpi, V-Eyjafjallahr.
Jóhanna Ólafsdóttir
húsfreyja á Fit, V-Eyjafjallahr.
Páll Guðmundsson
bóndi á Fit, V-Eyjafjallahr.
Viggó Pálsson
verkamaður í Reykjavík
Vigdís Pálsdóttir
húsfreyja á Fit
Guðmundur Einarsson
bóndi á Fit
Afmælisbarnið Gunnar Viggósson.
ÍSLENDINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2014
Anna Jeeves hefur varið doktors-
ritgerð sína við Deild erlendra tungu-
mála, málvísinda og bókmennta innan
Hugvísindasviðs Háskóla Íslands.
Þetta var fyrsta doktorsvörnin við
Deild erlendra tungumála. Ritgerðin
ber titilinn: Relevance and the L2 Self
in the Context of Icelandic Secondary
School Learners: Learner Views (Gildi
og tungumálasjálf íslenskra fram-
haldsskólanemenda: Viðhorf nem-
enda).
Viðfangsefnið í ritgerðinni er við-
horf nemenda til enskunáms í skóla og
um það hvert gildi formlegs náms er í
málaumhverfi þar sem enskan er víða
notuð fyrir utan skólastofuna. Nið-
urstöðurnar sýna að staða ensku á Ís-
landi gerir landið um margt að góðu
rannsóknarefni, þar sem enska er not-
uð daglega og Íslendingar þurfa mjög
góða málfærni bæði í háskólanámi og
við vinnu. Hins vegar hefur þessi
sterka staða ensku í umhverfinu þau
áhrif að sumir skólanemendur telja
margra ára enskunám óþarft. Sýnt er
fram á að gildi enskunnar birtist sem
mjög einstaklingsbundið og breytilegt
eftir hugmyndum um notkun hennar í
dag, sem var og sem verður.
Doktor
Doktor í ensku
Anna Jeeves er fædd 19. september 1954. Hún ólst upp í London og stund-
aði þar grunn- og framhaldsskólanám. Hún stundaði háskólanám við Univers-
ity of Dublin, Trinity College og lauk BA-gráðu í frönsku og ensku 1977. Anna
flutti til Íslands 1978 og frá Háskóla Íslands lauk hún diplómagráðu í íslensku
fyrir erlenda stúdenta 1980, díplóma í uppeldis- og kennslufræði 1989 og díp-
lóma í sérkennslufræðum 2003. MA-gráðu lauk Anna frá Menntavísindasviði
Háskóla Íslands 2008. Anna Jeeves hefur lagt stund á enskukennslu um árabil,
bæði við Flensborgarskóla í Hafnarfirði og Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Árin
1996-98 kenndi hún ensku sem annað tungumál í London og tók þar DELTA
diplómanám í enskukennslu. Anna er nú enskukennari við Fjölbrautaskólann í
Garðabæ og aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Eiginmaður Önnu er Frímann Benediktsson, tölvunarfræðingur og sagn-
fræðingur, og eiga þau sjö börn af fyrri hjónaböndum. Börn Önnu eru Solveig
Edda, Stefán Arthur og Helga Valdís. Stjúpbörnin eru Óskar, Steindór, Margeir
Trausti og Brynjar. Barnabörn Önnu eru Alma Ísafold og Katrín Ylfa.
95 ára
María Magnúsdóttir
90 ára
Hulda Pétursdóttir
Kristín Einarsdóttir
Kristín Guðmundsdóttir
Soffía Stefánsdóttir
Unnur Baldursdóttir
85 ára
Guðríður Magnúsdóttir
Unnur Andrésdóttir
80 ára
Aðalbjörg Albertsdóttir
Anna Margrét Lárusdóttir
Þórunn Haraldsdóttir
75 ára
Alda Ingólfsdóttir
Guðbjörg Eggertsdóttir
70 ára
Gréta Þorbergsdóttir
Guðrún Helga Pálsdóttir
Helga Magnúsdóttir
Karl Albert Manúelsson
Krystyna Stachow
Þórhallur Steinsson
60 ára
Gísli Steindór Þórðarson
Guðfinna Sveinsdóttir
Guðrún Ásta Einarsdóttir
Hafsteinn G. Þórhallsson
Hrafnhildur Þorgrímsdóttir
Katrín Hilmarsdóttir
Magnús Emilsson
Perla Chuanchom
Rotruamsin
Petrea Sæunn Þórólfsdóttir
Sæunn Jeremíasdóttir
Þorgrímur G. Pálmason
Þórey Björk Þorsteinsdóttir
50 ára
Halla Signý Kristjánsdóttir
Hermann Unnsteinn
Guðmundsson
Ingibjörg Guðmundsdóttir
Jóhann Viðarsson
Ómar Örn Bjarnason
Sigurborg Sverrisdóttir
Wojciech Akimowicz
40 ára
Baldur Viðar Jónsson
Bekim Veselaj
Lilja Sigrún Hafsteinsdóttir
Marcin Dariusz
Zwierzchowski
Margrét Hauksdóttir
Ólafur Þór Arason
Rósa Guðrún Daníelsdóttir
Sigríður Hilmarsdóttir
Svala Svavarsdóttir
Vanesa Martinez Pastor
30 ára
Borghildur Dóra
Björnsdóttir
Guðmundur Hjalti
Sigurðsson
Hrafnhildur Hjaltadóttir
Jasmin Rexhepi
Josef Dolejs
Michael Steinn
Kristófersson
Til hamingju með daginn
40 ára Helga Vigdís er
Húsvíkingur og rekur hár-
greiðslustofuna Hárform.
Maki: Kristinn Jóhann
Ásgrímsson, f. 1972.
Börn: Mikael Elí Aguilar, f.
1995, Evíta Marín Aguilar,
f. 1996, Herdís Mist og
Karítas Embla, f. 2006,
og Birkir Leví, f. 2007,
Kristinsbörn.
Foreldrar: Aðalbjörn Þor-
móðsson, f. 1949, d.
2002, og Jónasína Arn-
björnsdóttir, f. 1945.
Helga Vigdís
Aðalbjörnsdóttir
30 ára Unnur er alin upp
í Kópavogi en býr í
Reykjavík og er matráður
hjá Sláturfélagi Suður-
lands.
Börn: Viktor Ísar Stef-
ánsson, f. 2001, og Alex-
ander Erlar Unnarson,
f. 2011.
Foreldrar: Árni Guð-
mundsson, f. 1955, starf-
ar hjá Securitas, og Sig-
ríður Huld Konráðsdóttir,
f. 1956, kennari. Þau eru
bús. í Kópavogi.
Unnur Svanborg
Árnadóttir
30 ára Brynja Vala er Ak-
ureyringur, fædd þar og
uppalin, er viðskiptafræð-
ingur og vinnur hjá Arion
banka á Akureyri.
Maki: Sveinn Þorkelsson,
f. 1988, viðskiptafræð-
ingur og vinnur hjá
Landsbankanum.
Foreldrar: Guðmundur
Hrafn Brynjarsson, f.
1956, og Bryndís Reynis-
dóttir, f. 1956. Þau vinna
bæði á Sjúkrahúsinu á
Akureyri.
Brynja Vala
Guðmundsdóttir
Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af
slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta í 90 ár