Morgunblaðið - 01.05.2014, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 01.05.2014, Qupperneq 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2014 Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Tónlistin heldur einstaklingnum sí- ungum og hljómsveitin Basil fursti er skýrasta dæmið um eilífðarvél tónlistarinnar. Hljómsveitin var stofnuð árið 1978 af bræðrunum Andra Erni og Michael Clausen auk þeirra Jóns Karls Ólafssonar, Erlings Kristjánssonar og Birgis Ottóssonar. Eiríkur Hauksson kom síðan til liðs við furstana árið 1979 en önnur verkefni tóku fljótt við og upp úr 1980 bar fjölskyldan, námið og starfið tónlistina ofurliði og hljómsveitin hætti að starfa í sinni upprunalegu mynd. Hljómsveitin kemur saman Jón Karl Ólafsson, hljómborðs- leikari og söngvari, segir tónlistina aldrei hafa horfið heldur fengið nýtt hlutverk í lífi hljómsveit- armeðlima. „Við hættum aldrei að sinna tónlistinni en hljómsveitin tók sér smá frí á meðan við vorum flestir að koma okkur upp fjöl- skyldu. Núna erum við komin sam- an aftur og verðum með gam- aldags sveitaball í Iðnó 9. maí næstkomandi,“ segir Jón Karl en hann lofar því að enginn verði svikinn sem langar að upplifa gömlu sveitaballastemninguna. „Gamla góða rokkið verður spilað eins og í gamla daga og það verða tekin þekkt lög eftir t.d. Bítlana en líka frumsamin lög eftir Michael Clausen en sonur hans Snorri Örn Clausen syngur núna með okkur og spilar á gítar.“ Hafa fyllt Iðnó í tvígang Basil fursti hefur engu gleymt því hljómsveitin hefur fyllt Iðnó í tvígang og síðast mættu 300 manns og komust færri að en vildu. Eftir- spurnin eftir gamla góða rokkinu og sveitaballastemningu er mikil og eins og á sveitaböllunum í gamla daga eru miðar bara seldir við innganginn. „Við erum að þessu fyrst og fremst til að skemmta sjálfum okkur. Stemn- ingin er létt og skemmtileg og mið- inn er á aðeins þúsund krónur og á bara að standa undir kostnaðinum við ballið,“ segir Jón Karl en frá því að hljómsveitin kom saman aft- ur árið 2011 segir hann markmiðið fyrst og fremst hafa verið að njóta þess að spila góða tónlist í góðra vina hópi. „Við værum ekki að þessu nema við hefðum gaman af því að hittast og spila saman.“ Þá Liðsmenn Basil fursta ungir að árum. Þeir halda sveitaball í Iðnó. Sveitaball haldið við Tjörnina  Basil fursti leikur í Iðnó 9. maí Helgi Björns og Reiðmenn vind- anna munu halda tónleika í Eld- borgarsal Hörpu 16. júní nk. Lýk- ur þar með dágóðu tónleikahléi hljómsveitarinnar í höfuðborginni því síðustu tónleikar hennar í Reykjavík fóru fram í Háskólabíói árið 2011. Töluverður þrýstingur hefur verið á reiðmönnunum að endurtaka leikinn, að því er fram kemur í tilkynningu. Helgi og reiðmennirnir hafa á plötum sínum og tónleikum sótt í sönglagaarf þjóðarinnar og hrært saman gömlum hesta- og útilegu- söngvum við þekkt dægurlög. Fjórar plötur hafa komið frá þeim félögum og selst í yfir 40 þúsund eintökum. Sérstakir gestir á tón- leikunum í Eldborg verða leik- ararnir Hilmir Snær Guðnason, Jó- hann Sigurðarson og Örn Árnason og meðlimir úr hljómsveitinni Buff. Helgi og reiðmennirnir halda tónleika í Eldborg Kúreki Helgi vígalegur á kynning- arveggspjaldi fyrir tónleikana. Tónlistarmaðurinn Daníel Hjálmtýsson leikur ábreiður af lögum eftir marga af sínum uppáhaldstónlistar- mönnum á gistiheimilinu Hlemmi Square, Laugavegi 105, kl. 20 í kvöld. Af uppáhaldstónlistarmönnum Daní- els má nefna Townes Van Zandt, Bob Dylan, Neil Young, Nick Cave og Mark Lanegan. Tónleikarnir eru hluti af syrpunni Daniel Acoustic Introspection sem hófst í fyrra. Daníel vinnur einnig að frumsömdu efni sem vænta má í náinni framtíð, eins og það er orðað á fésbókarsíðu viðburðarins. Daníel leikur á Hlemmi Square Daníel Hjálmtýsson Aðalsöguhetju Eftirkast-anna, Lewis Morgan, of-ursta í breska hernum,býðst glæsihýsi í fínasta hverfi Hamborgar í Þýskalandi á fyrstu árunum eftir síðari heims- styrjöldina. Borgin er meira eða minna rústir eftir stríðsátökin, íbú- arnir niður- lægðir, kaldir, svangir og heim- ilislausir og borg- in á forræði herja bandamanna sem hafa það hlutverk að byggja upp innviði sam- félagsins. Lewis ákveður að leyfa eigendum og íbúum hússins, þýska ekklinum Lubert og unglingsdóttur hans, hinni uppreisnargjörnu Friedu, að búa þar áfram í stað þess að reka þau á dyr eins og ætlast er til. Sam- búðin verður nokkuð stíf, eins og vænta má og ekki bætir úr skák þeg- ar Rachael og Edmund, eiginkona og sonur Lewis, koma til Hamborg- ar. Hvað gerist þegar sigurvegarinn og sá sigraði þurfa að hafa daglegt samneyti? Báðir telja sig eiga harma að hefna. Eldri sonur Morgan- fjölskyldunnar lést í loftárás Þjóð- verja á England og Claudia, eigin- kona Luberts og móðir Friedu, er talin af eftir árásir bandamanna á Hamborg. Aðstæður, eins og þær sem Brook lýsir í bók sinni, geta kallað fram það versta í fari fólks. Lubert, fágaður arkitekt af efnafólki kominn, starfar nú sem verkamaður í verksmiðju og býr með dóttur sinni í herbergi þjón- ustufólks í niðurníddu glæsihýsi sínu. Hann bíður eftir því að vera hreinsaður af öllum grun um tengsl við nasistaflokkinn þannig að hann geti farið aftur til fyrri starfa, enda mikið verk framundan við að end- urbyggja borgina. Hann saknar konu sinnar sárt og þess lífs sem þau nutu saman. Rachael er aftur á móti fangi eigin sorgar og missis og ásak- ar eiginmann sinn stöðugt um að láta ekki sorg sína í ljós með jafn af- gerandi hætti og hún gerir. Í bakgrunninum eru Trümmer- kinder, götubörnin eða rústabörnin, hópur heimilislausra og for- eldralausra barna sem flakka um í hópum og beita ýmsum brögðum til að lifa af þessa erfiðu tíma. Þau koma við sögu með ýmsum hætti, virðast stundum gegna því hlutverki að bregða ljósi á erfiðar aðstæður, stundum til að skemmta lesandanum og stundum til þess að benda á að í stríði eru það börnin sem líða mest. Bókina byggir Brook á sögu afa síns, sem var í breska hernámsliðinu í Hamborg á árunum eftir stríð. Hann hefur verið nokkuð gagn- rýndur fyrir að fara frjálslega með ýmsar sagnfræðilegar staðreyndir. Einnig hefur verið fundið að orða- notkun á frummálinu, þar séu notuð orð og orðasambönd sem enga merkingu hafi haft í Hamborg á ár- unum eftir stríð. Um það eru reynd- ar engin merki í afbragðsgóðri þýð- ingu Guðrúnar Evu Mínervudóttur. Lesturinn vekur ýmsar spurn- ingar. Hvað er réttlæti, sektarkennd og hver hefur leyfi til að refsa fólki og fyrir hvað? Þar sem höfundur hefur valið að velta upp svona stórum spurningum býst maður við meira afgerandi svörum en veitt eru, því sums staðar skortir nokkuð á dýpt og málin afgreidd á helst til yf- irborðskenndan hátt. Þetta er vel skrifuð bók að mörgu leyti, áhugaverð og falleg saga um fólk í aðstæðum sem enginn hefur valið sér að vera í, stundum grát- brosleg. Að auki veltir hún upp mörgum spurningum um mannlegt eðli og hegðun og skilur eftir sig ýmsar hugrenningar. Ljósmynd/Nikki Gibbs Áhugaverð Eftirköstin eftir Rhidian Brook er áhugaverð og falleg saga um fólk í aðstæðum sem enginn hefur valið sér að vera í, að mati gagnrýnanda. Þegar sigurvegarinn og sá sigraði deila húsi Skáldsaga Eftirköstin bbbnn Eftir: Rhidian Brook. JPV, 2014. 359 blaðsíður. ANNA LILJA ÞÓRISDÓTTIR BÆKUR K R I N G L U N N I & S M Á R A L I N D SUMARGJÖFIN HENNAR FÆST HJÁ OKKUR ✆ 565 6050 ✆ 565 6070 Gleðilegt Sumar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.