Morgunblaðið - 05.05.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.05.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2014 Kerfisáætlun Landsnets2014-2023ogumhverfisskýrsla Landsnet boðar til almenns kynningarfundar um kerfisáætlun 2014-2023 og umhverfisskýrslu kerfisáætlunarinnar þriðjudaginn 6. maí kl. 9-10 í höfuðstöðvum Landsnets að Gylfaflöt 9 í Reykjavík. Á fundinum verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum kerfisáætlunar Landsnets en henni er ætlað að spá fyrir um nauðsynlega uppbyggingu flutningskerfis raforku á Íslandi. Einnig verður fjallað um drög að umhverfisskýrslu kerfisáætlunar 2014-2023 en þetta er í fyrsta sinn sem kerfisáætlun Landsnets fylgir slíku ferli. Gerð verður grein fyrir forsendum og nálgun matsvinnu, samanburði á umhverfisáhrifum valkosta, mótvægisaðgerðum og niðurstöðum matsins. Það er von Landsnets að sem flestir sjái sér fært að mæta á fundinn en einnig verður hægt að fylgjast með beinni útsendingu frá honum á heimasíðu Landsnets, www.landsnet.is. Kerfisáætlunin og drög að umhverfisskýrslunni verða aðgengileg á heimasíðu Landsnets og á vef Skipulagsstofnunar þriðjudaginn 6. maí 2014. VIÐTAL Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf., er ómyrkur í máli, þeg- ar hann ræðir álögð veiðileyfagjöld og umreikning alls afla í þorsk- ígildi. Hann fullyrðir að gjöldin komi mjög misjafnlega niður á fyr- irtækjum, eftir því hverskonar starfsemi þau reka, þ.e. frystiskip eða ísfiskskip með landvinnslu, frystiskipaútgerð mjög í óhag. Einnig sé ekkert tillit tekið til hvort sjávarútvegsfyrirtæki hafi fjárfest í dýrum og stórum skipum eða ekki. „Þessi þorskígildisstuðull, sem er notaður í dag, er algjörlega gal- in aðferð og mun bara skaða sjáv- arútveginn og þjóðfélagið í heild á næstu árum,“ segir Guðmundur í samtali við Morgunblaðið. – Útskýrðu aðeins þessa stað- hæfingu þína, Guðmundur: „Í sinni einföldustu mynd, get ég svarað þessu með spurning- unni, af hverju er verið að greiða 40% hærra veiðileyfagjald af út- hafskarfa (sem veiddur er og unn- inn á frystitogurum – innskot blm.) en af gullkarfa (sem veiddur er af ísfisktogurum)? Það er sama útflutningsverð á þessum teg- undum. Eða annarri spurningu: Af hverju er verið að borga 20% hærra veiðileyfagjald af karfa en þorski? Útflutningsverð á þorski er nærri helmingi hærra en á karfa,“ segir Guðmundur. Vill gegnsæi – allt upp á borðið „Hefur þú einhvern tíma heyrt um það að kjördæmi eða sveit- arfélög greiddu veiðileyfagjald? Nei, auðvitað ekki, því það eru fyr- irtæki og einstaklingar sem greiða veiðileyfagjöldin. Hvers vegna flokkar Fiskistofa álögð veiðileyfa- gjöld eftir kjördæmum og það meira að segja gömlu kjör- dæmaskipaninni? Hvers vegna má ekki allt vera uppi á borðum, og gegnsætt í sambandi við það hvað hvert fyrirtæki eða einstaklingur borgar í veiðileyfagjald?“ spyr Guðmundur og bendir á að á bak við hverja einustu greiðslu veiðileyfagjalds sé kennitala fyr- irtækis eða einstaklings og því ætti það að vera sáraeinfalt að leyfa landsmönnum að fylgjast með því hvernig þessari gjaldtöku er í raun og veru háttað. Allar þessar upplýsingar séu til hjá Fiskistofu, en ráðamenn þjóð- arinnar leyfi ekki birtingu þessara upplýsinga. „Getur verið að alþing- ismenn þori ekki að birta þessar upplýsingar? Getur verið að síð- asta ríkisstjórn hafi verið að fela upplýsingar fyrir þjóðinni?“ spyr Guðmundur. Guðmundur leggur áherslu á að hann sé alls ekki mótfallinn því að greiða veiðileyfagjald. „Ég vil bara að það sé sanngjarnt. Og að sú mismunun sem nú er við lýði, verði aflögð og að tekið verði tillit til þess hvað þarf að fjárfesta í sjávarútvegi til að veiða og búa til verðmæti úr þessari auðlind,“ seg- ir hann. Á vegum fyrirtækis hans, Brims, hafa verið gerðir útreikn- ingar sem byggjast á ársreikn- ingum sjávarútvegsfyrirtækja fyrir árið 2012. Í þeim útreikningum kemur fram að sjö stærstu sjávar- útvegsfyrirtækja landsins voru með 58,243 milljarða króna í EBITDA-hagnað á árinu 2012 og næstu fimm þar á eftir voru sam- tals með 10,722 milljarða króna í EBITDA-hagnað. Mestur var EBITDA-hagnaður Samherja, eða 21,6 milljarðar króna, en Guðmundur bendir á að ekki sé marktækt að taka Sam- herja inn í samanburðinn, þar sem svo stór hluti tekna fyrirtækisins komi erlendis frá. Sjö stærstu með 58,2 milljarða EBITDA HB Granda fyrir árið 2012 var 9,525 milljarðar króna, Síldarvinnslunnar 9,660 milljarðar króna, Ísfélags Vestmannaeyja 6,357 milljarðar króna, Vinnslu- stöðvarinnar 3,275 milljarðar króna, Skinneyjar-Þinganess 4,644 milljarðar og Eskju 3,182 millj- arðar króna. Samtals nam EBITDA-hagnaður sex af sjö stærstu því 36,643 milljörðum króna (Samherji undanskilinn af ofangreindum ástæðum). Sam- anlagður EBITDA-hagnaður næstu fimm í röðinni, þ.e. FISK- Seafook, Þorbjarnar, Brims, Vísis og Ramma nam 10,722 milljörðum króna. „Það sem ég hef gagnrýnt svo mikið er að þorskígildisstuðlar séu notaðir við skattlagningu veiði- gjalda, því það er svo rangur mælikvarði. Við skulum bara sleppa Samherja í þessum sam- anburði, því tekjur hans erlendis frá skekkja myndina svo mikið. Ef við lítum bara á kvóta stærstu fyr- irtækjanna í þorskígildum var HB Grandi með 50 þúsund þorskígildi 2012, eða 11,87% af úthlutuðum kvóta, Þorbjörn í Grindavík var með 21 þúsund þorskígildistonn, eða 5,03% af úthlutuðum kvóta, FISK-Seafood með rúm 19 þúsund tonn, 4,62% af kvótanum, Vinnslu- stöðin með tæp 18 þúsund tonn, 4,27% og við hjá Brimi með 17 þúsund tonn, 4,03%. Þetta eru samkvæmt Fiskistofu stærstu fyr- irtækin í sjávarútvegi árið 2012. En þessi þorskígildi eru í engu samræmi við afkomu fyrirtækj- anna.“ Guðmundur útlistar að ranglæt- ið sé í því fólgið að þorskígild- isstuðlarnir séu fundnir út miðað við verðlag á fiski við löndun yfir bryggjukant. Frystitogarinn landi sínum afla beint í gáma, því aflinn hefur verið unninn úti á sjó, en ís- fisktogarinn landi yfir bryggjuk- antinn í fiskiðjuver. Þar sé aflinn unninn og fari eftir það í gáma. Sjö fyrirtæki með 90% makrílkvótans Hann bendir auk þess á að tæknivæðingin í sumum fisk- Veiðileyfagjöld koma misjafnlega við  Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segir að veiðileyfagjöld komi hart niður á frystitog- araútgerðum  Vill að veiðileyfagjöld séu reiknuð miðað við EBITDA-hagnað fyrirtækjanna Morgunblaðið/Ómar Ósáttur Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, er afar ósáttur við það hversu misjafnlega íþyngjandi veiðileyfagjöldin eru fyrir útgerðirnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.