Morgunblaðið - 05.05.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2014
Brynjólfur Þorkelsson
Framkvæmdastjóri
binni@remax.is
Sylvía GWalthersdóttir
Löggiltur fasteignasali
sylvia@remax.is
„...Virkilega vönduð, lipur
og góð þjónusta“
Við vorum í söluhugleiðingum og var okkur bent á að fá RE/MAX, Alpha,
til að sjá um söluna. Við sjáum ekki eftir því! Þau sáu um allan pakkann
fyrir okkur. Íbúðin var seld á þremur dögum og sáu þau um allt sem snýr
að sölunni. Einnig aðstoðu þau okkur við kaup á nýju fasteigninni.
Virkilega vönduð, lipur og góð þjónusta, allt sem var sagt stóðst
og er því auðvelt að mæla með RE/MAX, Alpha.
Kv. Áslaug og Benni
820 8080 Hringdu núna ogpantaðu frítt söluverðmat
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ístak hefur náð samningum um að
annast byggingu fimm lítilla virkjana
í Þrændalögum í Noregi. Áætluð
samningsupphæð samsvarar um 9
milljörðum íslenskra króna. Forstjóri
Ístaks segir að verkefnið sé góð bú-
bót fyrir fyrirtækið og jafnframt við-
urkenning á sérþekkingu Íslendinga
við byggingu virkjana.
Orkufyrirtækið Helgelandskraft í
Mosjøen, norðan við Þrándheim, hef-
ur ákveðið að byggja fimm litlar
vatnsaflsvirkjanir við Tosbotn sem
munu sjá jafnmörgum bæjum í Hel-
geland fyrir rafmagni.
Ístak náði samningum við Helge-
landskraft um að taka að sér bygg-
inga- og jarðvinnuhlutann og hefur
stjórn fyrirtækisins samþykkt hann.
Staðarstjóri Ístaks heldur utan í dag
til að hefja undirbúning. „Virkjanirn-
ar á að byggja á þremur og hálfu ári
og við þurfum að nýta sumarið eins
vel og hægt er,“ segir Kolbeinn Kol-
beinsson, forstjóri Ístaks.
Starfsmenn Ístaks þekkja vel til í
Tosbotn því þeir gerðu veggöng þar.
Vinnubúðirnar vegna virkjanaverk-
efnisins verða á sama stað.
Verkið felst meðal annars í því að
gera 6,5 km löng jarðgöng, fimm
stöðvarhús, inntaksmannvirki og
stíflur. Vinna skapast fyrir íslenska
trésmiði og vélamenn. Þeir koma úr
öðrum verkefnum Ístaks í Noregi og
að heiman. Búist er við að 50 menn
verði þar að störfum, þegar mest
verður um að vera. „Verkið kemur
sér vel í framhaldi af Búðarhálsvirkj-
un og stórvirkjun á Grænlandi.“
Litið til hæfni og reynslu
Kolbeinn segir að samningarnir
eigi sér nokkurn aðdraganda. Ístak
hafi verið valið eftir forval, þar sem
verðið hafi vissulega ráðið miklu en
einnig hafi verið litið til hæfni og
reynslu fyrirtækjanna. „Okkur er
treyst til að vinna þetta verk. Það er
viðurkenning á Ístaki og sýnir að við
erum orðnir fullgildir þátttakendur á
þessum markaði en einnig viðurkenn-
ing á kunnáttu okkar Íslendinga í
byggingu virkjana,“ segir Kolbeinn.
Fullgildir á virkjanamarkaði
Ístak hefur tekið að sér byggingu fimm lítilla virkjana í Þrændalögum í Noregi Sjá fimm
bæjum fyrir rafmagni Forstjóri Ístaks segir samningana viðurkenningu á þekkingu Íslendinga
Ljósmynd/Helgelandskraft
Inntakslón Vatn í virkjun fyrir bæinn Leirá kemur úr Leirárvatni.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
„Mér finnst það fyrir neðan allar
hellur og sýnir lítinn skilning á
hlutverki fjölmiðla og blaðamanna,“
segir Hjálmar Jónsson, formaður
Blaðamannafélagsins um tilraunir
lögregluyfirvalda til þess að knýja
blaðamann til þess að gefa upp
heimildarmenn sína í svonefndu
lekamáli. Hæstiréttur staðfesti
hinn 2. maí síðastliðinn, það álit
Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í
apríl að blaðamanni fréttavefsins
mbl.is bæri ekki að bera vitni fyrir
lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
um heimild vefsins fyrir frétt um
tvo hælisleitendur, sem byggðist á
óformlegu minn-
isblaði, sem lög-
reglan rannsakar
hvort að hafi
verið lekið innan
úr innanrík-
isráðuneytinu.
Hjálmar segir
það mjög einfalt
að blaðamenn
verði að standa
vörð um heimildarmenn sína. „Það
er grundvallarforsenda í starfi
þeirra, og ekki hægt að gefa neinn
afslátt af því.“
Hjálmar segir það ekki algengt
að reynt sé að fá blaðamenn til
þess að greina frá heimildum sín-
um með dómi, en þó þekkist þess
nokkur dæmi bæði hér á landi og
erlendis. Blaðamannafélagið sé því
sátt með úrskurði Hæstaréttar og
héraðsdóms í málinu. Dómstólar
hér hafi verndað þennan rétt blaða-
manna, sem sé varinn með lögum.
„En þó svo að dómstólar hefðu
komist að annarri niðurstöðu, þá
breytti það engu um vernd heimild-
armanna. Þetta er lykilatriði í
blaðamennsku og við komumst
ekkert undan því að lúta þeirri
skyldu.“
Hjálmar segir það liggja í augum
uppi að ef vikið yrði frá vernd
heimildarmanna myndi heimildum
blaðamanna fækka og það gerði
þeim erfiðara fyrir að sinna starfi
sínu.
„Fyrir neðan allar hellur
og sýnir lítinn skilning“
Hjálmar Jónsson
Blaðamenn komast ekki undan þeirri grunnskyldu sinni
að vernda heimildarmenn, segir formaður BÍ
Flak breskrar sprengjuflugvélar,
Fairy Battle, sem fórst á Vask-
árjökli á milli Öxnadals og Eyja-
fjarðar vorið 1941, var flutt til Ak-
ureyrar í gær. „Þetta var mjög
langþráð stund,“ sagði Hörður
Geirsson við Morgunblaðið í gær.
Fjórir ungir menn fórust með
vélinni, einn Nýsjálendingur og
þrír Bretar. Það var Akureyring-
urinn Hörður sem fann vélina
skömmu fyrir aldamót, eftir 20 ára
leit. Búið var að safna öllu sem
fannst úr flakinu á einn stað, en
ekki hafa verið tök á að sækja það
fyrr en nú. Of mikill snjór er á
svæðinu yfir vetrartímann en snjó
hefur hins vegar oft skort í Kald-
baksdalinn, á leiðinni upp á jökul,
til að bílar komist þá leið en kjör-
aðstæður voru nú.
„Mest af þessu er ónýtt og fer í
endurvinnslu og tilgangur leiðang-
ursins því fyrst og fremst að
hreinsa til á svæðinu. En við hirtum
sumt, til dæmis hluta af stélinu og
skrúfublöð, sem fara á Flugsafn Ís-
lands á Akureyri,“ sagði Hörður.
Ljósmynd/Hörður Geirsson
Langþráð stund Félagar úr björgunarsveitinni Súlum á Akureyri voru á Vaskárjökli ásamt Herði Geirssyni og fulltrúa breska sendiráðsins í Reykjavík.
Flak Fairy
Battle loks
til byggða
„Þetta er mjög
langþráð stund“