Morgunblaðið - 05.05.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.05.2014, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2014 HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS leikhusid.is SVANIR SKILJA EKKI –„Bráðfyndin og skemmtileg sýning...“ Fréttablaðið SPAMALOT (Stóra sviðið) Fös 9/5 kl. 19:30 30.sýn Lau 17/5 kl. 19:30 32.sýn Lau 24/5 kl. 19:30 34.sýn Lau 10/5 kl. 16:00 31.sýn Sun 18/5 kl. 19:30 33.sýn Sun 25/5 kl. 19:30 35.sýn Salurinn veltist um af hlátri. Fáránlega skemmtilegt! Svanir skilja ekki (Kassinn) Mið 7/5 kl. 19:30 23. sýn Lau 17/5 kl. 19:30 25.sýn Fös 9/5 kl. 19:30 24. sýn Sun 18/5 kl. 19:30 26.sýn Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur um undarlegt eðli hjónabandsins. Eldraunin (Stóra sviðið) Fim 8/5 kl. 19:30 5.sýn Fim 15/5 kl. 19:30 7.sýn Fim 22/5 kl. 19:30 9.sýn Sun 11/5 kl. 19:30 6.sýn Fös 16/5 kl. 19:30 8.sýn Fös 23/5 kl. 19:30 10.sýn Tímalaust meistaraverk - frumsýning 25.apríl. Litli prinsinn (Kúlan) Lau 10/5 kl. 14:00 Aukas. Sun 11/5 kl. 16:00 14.sýn Sun 18/5 kl. 14:00 Lau 10/5 kl. 16:00 Aukas. Lau 17/5 kl. 14:00 Sun 18/5 kl. 16:00 Sun 11/5 kl. 14:00 13.sýn Lau 17/5 kl. 16:00 Falleg sýning um vináttuna og það sem skiptir máli í lífinu. Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Furðulegt háttalag –★★★★★- HA, DV Furðulegt háttalag hunds um nótt (Stóra sviðið) Fim 8/5 kl. 20:00 Fös 23/5 kl. 20:00 Fös 6/6 kl. 20:00 Fös 9/5 kl. 20:00 Lau 24/5 kl. 20:00 Lau 7/6 kl. 20:00 lokas Sun 11/5 kl. 20:00 Lau 31/5 kl. 20:00 Fim 22/5 kl. 20:00 Sun 1/6 kl. 20:00 Ótvíræður sigurvegari Olivier Awards 2013. BLAM (Stóra sviðið) Þri 13/5 kl. 20:00 1.k Lau 17/5 kl. 14:00 Fös 20/6 kl. 20:00 aukas Mið 14/5 kl. 20:00 2.k Sun 18/5 kl. 14:00 6.k Lau 21/6 kl. 20:00 aukas Fim 15/5 kl. 20:00 3.k Sun 18/5 kl. 20:00 7.k Sun 22/6 kl. 20:00 lokas Fös 16/5 kl. 20:00 4.k Fim 19/6 kl. 20:00 aukas Sýning ársins í Danmörku 2012, 6 Grímutilnefningar 2013. Aðeins þessar sýningar! Dagbók Jazzsöngvarans (Nýja sviðið) Fim 8/5 kl. 20:00 Lau 17/5 kl. 20:00 Lau 31/5 kl. 20:00 Fös 9/5 kl. 20:00 Lau 24/5 kl. 20:00 Nýtt verk frá CommonNonsense sem færðu okkur Tengdó, Grímusýningu ársins 2012 Ferjan (Litla sviðið) Þri 6/5 kl. 20:00 16.k Þri 20/5 kl. 20:00 25.k Lau 31/5 kl. 20:00 32.k Mið 7/5 kl. 20:00 17.k Mið 21/5 kl. 20:00 aukas Sun 1/6 kl. 20:00 33.k Fim 8/5 kl. 20:00 aukas Fim 22/5 kl. 20:00 26.k Þri 3/6 kl. 20:00 34.k Fös 9/5 kl. 20:00 18.k Fös 23/5 kl. 20:00 27.k Mið 4/6 kl. 20:00 35.k Sun 11/5 kl. 20:00 19.k Lau 24/5 kl. 20:00 aukas Fim 5/6 kl. 20:00 aukas Mið 14/5 kl. 20:00 20.k Sun 25/5 kl. 20:00 28.k Fös 6/6 kl. 20:00 36.k Fim 15/5 kl. 20:00 21.k Þri 27/5 kl. 20:00 29.k Lau 7/6 kl. 20:00 37.k Fös 16/5 kl. 20:00 22.k Mið 28/5 kl. 20:00 30.k Mið 11/6 kl. 20:00 38.k Lau 17/5 kl. 20:00 23.k Fim 29/5 kl. 20:00 31.k Fim 12/6 kl. 20:00 Sun 18/5 kl. 20:00 24.k Fös 30/5 kl. 20:00 aukas Fös 13/6 kl. 20:00 Fyrsta leikrit Kristínar Marju eins ástsælasta rithöfundar þjóðarinnar Hamlet litli (Litla sviðið) Þri 6/5 kl. 10:00 * Lau 10/5 kl. 13:00 ** Fim 15/5 kl. 10:00 * Mið 7/5 kl. 10:00 * Sun 11/5 kl. 13:00 Fös 16/5 kl. 10:00 * Fim 8/5 kl. 10:00 * Þri 13/5 kl. 10:00 * Sun 18/5 kl. 13:00 Fös 9/5 kl. 10:00 * Mið 14/5 kl. 10:00 * Harmsaga Hamlets fyrir byrjendur. * Skólasýningar. **Táknmálstúlkuð sýning Der Klang Der offenbarung Des Göttlichen (Stóra svið) Mið 28/5 kl. 20:00 1.k Fim 29/5 kl. 20:00 2.k Fös 30/5 kl. 20:00 3.k Myndlistarverk fyrir svið eftir Ragnar Kjartanson. Tónlist Kjartan Sveinsson ★★★★ – SGV, Mblamlet Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Fuglinn blái (Aðalsalur) Þri 13/5 kl. 20:00 Leiklestur Wide Slumber (Aðalsalur) Lau 24/5 kl. 20:00 Sun 25/5 kl. 20:00 Mán 26/5 kl. 20:00 Miða má nálgast hjá Listahátíð í Reykjavík Danssýningin Death (Aðalsalur) Fim 29/5 kl. 20:00 Fös 30/5 kl. 20:00 Stund milli stríða (Aðalsalur) Fös 9/5 kl. 20:00 sem er takmarkandi í þeim miðað við það sem gerist víða erlendis. Sam- keppnin um bestu hljómsveitar- stjórana er hörð svo það kallar á út- sjónarsemi og að grípa tækifærin þegar þau gefast. Við Íslendingar eigum líka stór- kostlegt listafólk sem Sinfóníu- hljómsveitin á að mínum dómi að leggja áherslu á að vinna með. Til dæmis Önnu Þorvaldsdóttur sem vann Tónlistarverðlaun Norður- landaráðs. Daníel Bjarnason er einn- ig að gera frábæra hluti, vinnur með stærstu og virtustu hljómsveitum í heimi sem panta og frumflytja verk eftir hann. Og Ólafur Arnalds, sem vann nýlega BAFTA-verðlaunin, var að spila með okkur á Airwaves. Sam- vinnu við íslenska listamenn, á borð við þau og ýmsa fleiri ónefnda, þarf að efla og auka.“ Spennandi tilraunaverkefni Hvernig er aðsókn að Sinfóníu- tónleikum? „Aðsóknin er frábær. Við eigum ákaflega tryggan áheyrendahóp sem hefur margfaldast við flutninginn í Hörpu. Ég hef mikinn áhuga á að ná beinu sambandi við áheyrendur og hlusta vel á þeirra skoðanir. Við stefnum á að verða mun virkari á samfélagsmiðlum en verið hefur og styrkja okkur í hinum rafræna heimi og viljum byggja upp gagnvirkt sam- band við áheyrendur. Við sem störf- um í Sinfóníunni erum hér í umboði áheyrenda okkar og þjóðarinnar allr- ar.“ Spurt hefur verið hvort lítil þjóð hafi efni á að reka sinfóníuhljómsveit. Þér finnst væntanlega að við höfum efni á því. „Sinfónían er lýðveldisbarn, stofn- uð af miklum metnaði á fyrstu árum sjálfstæðrar þjóðar. Gleymum því ekki. Ef við höfðum efni á henni á erf- iðum tímum 1950 ættum við að hafa það í dag, en ég veit að þetta er engan veginn sjálfsagt mál. Við Íslendingar erum fámenn þjóð sem á ótrúlega góða sinfóníuhljómsveit. Kannski bú- um við í dag við meiri andlega fátækt en við gerðum þá. Hvaða foreldri hef- ur til dæmis ekki áhyggjur af tölvu- notkun og sjónvarpsglápi barnanna sinna? Við viljum gefa börnunum okkar tækifæri til að eiga ríkt líf, ekki bara í peningum talið heldur í and- legum verðmætum. Einmitt þess vegna er fræðsluhlutverkið ákaflega mikilvægt í starfsemi Sinfóníu- hljómsveitarinnar. Síðan ég kom til starfa hjá hljóm- sveitinni sem tónleikastjóri árið 2007 hef ég unnið markvisst að því innan stofunarinnar að efla fræðslustarfið. Það sem ég er einna stoltust af á ferl- inum er stofnun Ungsveitar Sinfóníu- hljómsveitar Íslands þar sem tónlist- arnemar fá tækifæri til að vinna með frábærum hljómsveitarstjórum undir leiðsögn hljóðfæraleikara úr Sinfón- íuhljómsveitinni. Nú erum við að undirbúa annað mjög spennandi tilraunaverkefni sem ég hlakka til að sjá hvernig þróast. Hljómsveitin mun gerast nokkurs konar lærimeistari eða mentor Skóla- hljómsveitar Árbæjar og Breiðholts og vinna náið með þeim yfir næsta skólaár. Við fáum krakkana í heim- sókn til okkar til að kynnast þeim og svo fáum við að heimsækja þau á æf- ingar. Þau koma svo fram á jóla- tónleikunum okkar og væntanlega vinnum við saman að tónleikum í Hörpu um vorið. Með þessu viljum við styðja við það frábæra starf sem unnið er í skóla- hljómsveitunum og leggja okkar lóð á vogarskálarnar í tónlistarkennslu.“ Nánast í trúboði Arna er lærður flautuleikari og lék um tíma með Sinfóníunni. „Flautan hefur fylgt mér síðan ég var níu ára,“ segir hún. „Ég lærði í tónlistar- háskólum í Bandaríkjunum og Bret- landi og starfaði sem flautuleikari í fimmtán ár, bæði á Englandi og hér heima, með Sinfóníuhljómsveitinni í fjögur ár.“ En hvernig er fyrir hana sem fyrrverandi flautuleikara Sinfóníuhljómsveitarinnar að vera nú framkvæmdastjóri hennar? „Mér finnst það í raun ekki breyta miklu. Þetta eru bara ólík hlutverk. Og ég geri mér far um að viðhalda vinnugleði þótt fengist sé við verkefni sem oft á tíðum eru erfið og krefj- andi. Þarna eru vinir mínir, kennarar og leiðbeinendur og jafnvel nem- endur mínir. Ég reyni að leiða þenn- an hóp og það er gaman. Við erum til- finninganæmt og gagnrýnið fólk, það er ekki alltaf logn hjá listamönnum, en mestu skiptir að ná listrænum markmiðum og vera í stöðugri snert- ingu við nýja tíma. Fyrir mér er tónlistin aðalatriðið. Stundum finnst mér ég nánast vera í trúboði. Ég trúi svo sterkt á tónlist- ina og það afl sem í henni býr. Tón- listin talar beint til tilfinninganna og hjálpar fólki að komast í samband við sjálft sig. Hún hjálpar okkur að finna til og ég vil skapa sem flestum um- gjörð og færi á að upplifa og heyra stórkostlegustu tónverk mannsand- ans, eins og til dæmis 3. sinfóníu Mahlers, sem hann sagði sjálfur að innihéldi allan heiminn. Það er mín ástríða.“ Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.