Morgunblaðið - 05.05.2014, Blaðsíða 36
MÁNUDAGUR 5. MAÍ 125. DAGUR ÁRSINS 2014
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Langlífustu tvíburar Íslandssögunnar
2. „Og nú er hún dáin“
3. Hvolpur féll ofan í holu og drukknaði
4. Sendir henni 15 sms á dag
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Sýningin Önnur lykt/Un autre Parf-
um verður opnuð í Verksmiðjunni á
Hjalteyri í dag klukkan 17.00. Hún er
afrakstur vikulangrar starfsdvalar í
Verksmiðjunni og mikilvægur áfangi
listasmiðjunnar Delta Total. Þátttak-
endur í smiðjunni eru nemar og kenn-
arar í listaskólum í Frakklandi og
Myndlistaskólanum á Akureyri.
Önnur lykt í Verk-
smiðjunni á Hjalteyri
Rósalind Gísla-
dóttir messósópr-
an kemur fram á
hádegistónleikum
í Hafnarborg
ásamt Antoníu
Hevesi píanóleik-
ara á morgun,
þriðjudaginn 6.
maí, klukkan 12.
Yfirskrift tónleikanna er Ástir og
óvissa og á efnisskránni eru aríur eft-
ir Bizet, Mascagni og Verdi.
Rósalind syngur á
hádegistónleikum
Borgarleikhúsið hefur ráðið Hrafn-
hildi Hagalín Guðmundsdóttur og
Hlyn Pál Pálsson sem nýja leiklistar-
ráðunauta. Hrafnhildur á m.a. að hlúa
að íslenskum leikskáldum, sem
starfa fyrir leikhúsið, og
annast verkefni sem
varða nýsköpun,
þýðingar og leik-
gerðir. Hlynur á
m.a. að sitja í verk-
efnavalsnefnd
og starfa sem
dramatúrg.
Ráðunautar ráðnir
í Borgarleikhúsið
Á þriðjudag Austan 8-13 m/s. Skýjað með köflum á Norður- og
Vesturlandi, annars rigning, einkum suðaustanlands. Hiti frá 5
stigum með austurströndinni, upp í 15 stig vestantil.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt 3-8 m/s og bjart með köfl-
um, en 8-13 m/s undir kvöld og fer að rigna sunnan- og aust-
anlands. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast um landið vestanvert.
VEÐUR
„Auðvitað er það alltaf leið-
inlegt að segja nei. En plan-
ið var bara að byrja tímabil-
ið aðeins seinna og þess
vegna passaði þetta mót
ekki nógu vel fyrir mig að
þessu sinni,“ sagði Ásdís
Hjálmsdóttir spjótkastari
sem hafnaði boði á Dem-
antamótið í Doha í Katar
sem fram fer á föstudag.
Hún vonast til að fá boð á
mótin í Róm og New York
síðar í sumar. » 1
Hafnaði boði á
Demantamót
Á eftir að muna lengi
eftir þessari leiktíð
„Það er frábær tilfinning að hafa end-
að markahæstur í deildinni eftir langt
og skemmtilegt tímabil, sem ég á eft-
ir að muna eftir lengi,“ sagði Alfreð
Finnbogason sem varð markakóngur
hollensku úr-
valsdeild-
arinnar í
knatt-
spyrnu með
29 mörk.
Hann er á
förum frá
Heeren-
veen. » 11
„Ég hef trú á því að sú staðreynd að
Haukar unnu alla þrjá leiki liðanna í
deildinni eigi eftir að spila svolítið
með Hafnarfjarðarliðinu,“ sagði Guð-
laugur Arnarsson, þjálfari Fram, fyrir
úrslitaeinvígi Hauka og ÍBV í hand-
knattleik karla sem hefst í kvöld á
Ásvöllum. Hann útilokar hins vegar
ekki að ævintýri Eyjamanna geti
haldið áfram. »12
Heldur ævintýri ÍBV
áfram í úrslitunum?
ÍÞRÓTTIR | 12 SÍÐUR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Boltinn er farinn að rúlla á knatt-
spyrnuvöllum landsins og spark-
kverúlantar farnir að spá í spilin. En
þó að karlaboltinn í meistaraflokki
njóti mestrar athygli er einnig heil-
mikið um að vera í yngri flokkunum,
eins og sást á því að um helgina voru
samhliða tvö knattspyrnumót, Voda-
fone-mótið, sem Víkingur stóð fyrir í
ellefta sinn fyrir 7. flokk, og Stjörnu-
mót TM, sem Stjarnan í Garðabæ
hélt fyrir 5., 6. og 7. flokk. Mótin eru
haldin fyrir bæði kyn, en þannig
hittist á í gær að á báðum stöðum
voru kvennaflokkar að spila. Voru
því eflaust margar af framtíðar
landsliðskonum Íslands á ferðinni í
gær á Víkingsvelli og Stjörnuvelli.
Valgeir Sigurðsson, formaður
barna- og unglingaráðs Stjörn-
unnar, segir að 2.200 ungir iðkendur
hafi sótt mótið, sem haldið sé yfir
tvær helgar. „Það eru gríðarlega
margir foreldrar sem koma að fram-
kvæmdinni og skipulagningunni,“
segir Valgeir, en einnig komi eldri
leikmenn Stjörnunnar að dómgæslu.
Mótið sé því samvinnuverkefni af
bestu gerð, sem sýni gróskuna í
yngri flokkunum. Valgeir segir að
kvennaknattspyrna hafi verið í örum
vexti síðustu árin og að mót af þessu
tagi styðji við þann vöxt.
Þórhallur Víkingsson, formaður
barna- og unglingaráðs Víkings, tek-
ur í sama streng. Mótið hafi verið
haldið í ellefu ár, og stelpur hafi
komið inn í það fyrir nokkrum árum.
Hann segir að mikil gróska sé hjá
Víkingum í kvennaboltanum og svip-
að gildi um önnur félög. Kvenna-
landsliðið spili þar stóran þátt. „Með
aukinni velgengni hefur umfjöllun
aukist og það hleypti þessu af stað,
en svo hafa félögin gripið boltann.“
Stelpurnar storma í stórsókn
Mikil gróska í yngri flokkum kvenna
Fjölmennt á mótum um helgina
Morgunblaðið/Golli
Vodafone-mótið Þessi ákveðna Skagastúlka var einungis ein af um níu hundruð þátttakendum á Vodafone-móti Víkings um helgina.
Morgunblaðið/Guðm. Sv. Hermannsson
Stjörnur á Stjörnuvelli Fjöldi stúlkna tók sömuleiðis þátt í Stjörnumóti TM
í gær, en um 2.200 manns af báðum kynjum kepptu fyrir sitt lið á mótinu.