Morgunblaðið - 05.05.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.05.2014, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2014 SKARTAÐU ÞÍNU FEGURSTA Bankastræti 4 I sími: 551 2770 I www.aurum.is Skartgripalínan Svanur fæst í verslun Aurum, Bankastræti 4. D U X ®, D U X IA N A ® a n d P a sc a l® a re re g is te re d tr a d e m a rk s o w n e d b y D U X D e si g n A B 2 0 12 . Við tökum svefninn alvarlega. Hjá DUX® byggist góður svefn á háþróaðri tækni, góðu handverki, stöðugum prófunum og vandlega völdum efnum. Þegar þú sefur í DUX rúmi hvílir líkami þinn á meira en 85 ára rannsóknum og þróun. duxiana.com DUXIANA háþróaður svefnbúnaður / Ármúla 10 / 568 9950 Gæði og þægindi síðan 1926 Þeir sem komust lífs af þegar aur- skriður féllu yfir þorp í norðurhluta Afganistans á föstudaginn var syrgja nú látna ættingja og vini. Um 700 fjölskyldur eru heimilislausar. Talið er að allt að 2.500 manns hafi grafist undir aurnum og látið lífið. Aurskriðurnar hreinlega gleyptu þorpið Aab Bareek í Badakhshan- héraði. Aurinn fór á augabragði yfir svæðið og skriðunum fylgdu bæði leðja og grjót. Um 300 hús hurfu með öllu og mun fleiri skemmdust. Stjórnvöld í Afganistan segja staðfest að 300 hafi farist en telja að sú tala eigi eftir að hækka mikið því líklega hafi 2.500 grafist undir leðj- unni. Leit að fólki á lífi var hætt á laugardag þar sem ekki var hægt að koma gröfum og öðrum tækjum á svæðið. Aðeins örfá lík hafa fundist í aurnum sem liggur yfir öllu. Sums staðar er nokkurra metra lag af aur yfir húsunum. Sváfu undir berum himni Begum Nisa er þriggja barna móðir og missti heimili sitt í skrið- unum. „Ég var að borða hádegismat- inn við gluggann í húsinu mínu. Þá heyrði ég eins og mikið öskur og ég áttaði mig á því að þorpið okkar væri að fara undir leðjuflóð. Ég öskraði á fjölskyldu mína að reyna að forða sér en það var of seint. Ég missti föður minn og móður. Ég missti einnig frænda minn og fimm úr hans fjöl- skyldu.“ Íbúar sem komust lífs af hófu þeg- ar að grafa í leðjunni með skóflum. Þeir leituðu fólks á lífi en enginn fannst. Neyðarbirgðir voru fluttar á svæðið í fyrradag, meðal annars tjöld svo að fólkið sem missti heimili sín gæti fengið skjól. Búðir hafa ver- ið reistar í nágrenni þorpsins. Marg- ar fjölskyldur þurftu þó að sofa undir berum himni í næturfrostinu. Óttast er að fleiri skriður muni falla. Þegar skriðurnar féllu á föstudag- inn voru margir þorpsbúar við bænir í tveimur moskum þorpsins. Leðju- flóðið fór yfir moskurnar og allir grófust undir. Íbúar komu þá á stað- inn og reyndu að grafa í leðjunni en þá féll annað flóð. Þeir sem voru að reyna að bjarga nágrönnum sínum og fjölskyldum grófust undir. AFP Hjálp Íbúar Aab Bareek í Afganistan taka við hjálpargögnum eftir að aurskriður féllu á þorpið á föstudaginn var. Hundruð manna talin af eftir aurskriður  700 fjölskyldur heimilislausar eftir skriður í Afganistan Lögreglan á Norður-Írlandi leysti í gær Gerry Adams, leiðtoga stjórn- málaflokksins Sinn Féin, úr haldi en hann hafði þá verið í gæsluvarðhaldi í fjóra sólarhringa vegna rann- sóknar á morði sem framið var árið 1972. Lögreglan tilkynnti jafnframt að skýrsla um málið yrði send til ríkis saksóknaraembættis Norður- Írlands. Mun það embætti meta hvort gefin verði út ákæra á hendur Adams vegna málsins. Adams var handtekinn á miðviku- dag í tengslum við rannsókn á dauða Jean McConville, 10 barna móður sem var numin á brott af heimili sínu árið 1972 en lík hennar fannst árið 2003. Talið er að félagar í Írska lýð- veldishernum (IRA) hafi verið þar að verki en þeir höfðu sakað McCon- ville um að vera uppljóstrara. Adams hefur ítrekað vísað því á bug, síðast í gær, að hann tengist morð- inu og hann segist aldrei hafa verið félagi í IRA. Óttast er að þetta mál hafi áhrif á friðarferlið á Norður-Írlandi en Sinn Féin á aðild að heimastjórn landsins. Adams sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi að handtakan ætti sér pólitískar rætur. gummi@mbl.is AFP Mótmæli Hundruð stuðningsmanna Sinn Féin mótmæltu handtöku Adams í Belfast um helgina við nýja veggmynd, sem máluð hefur verið af honum. Adams laus úr haldi  Gæti átt yfir höfði sér ákæru vegna morðs á konu í Belfast árið 1972

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.