Morgunblaðið - 05.05.2014, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2014
VIÐTAL
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Arna Kristín Einarsdóttir tók við
stöðu framkvæmdastjóra Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands síðastliðið
haust og er því rétt að ljúka sínu
fyrsta starfsári í nýju starfi en hún
var áður tónleikastjóri hljómsveit-
arinnar. Spurð um stöðuna, stefnu-
mótun og áherslur segir Arna: „Sin-
fóníuhljómsveit er dálítið eins og
stórt skip á siglingu. Þú breytir ekki
hratt um stefnu enda hlutirnir fast-
mótaðir og skipulagðir langt fram í
tímann. Skipstjórar þurfa þó stund-
um að geta verið skjótir til ákvarð-
ana. Það er hins vegar einstakt tæki-
færi að fá að taka við stjórninni á
þeim tímamótum sem hljómsveitin
stendur á, nýflutt í tónlistarhús þar
sem allar aðstæður eru á heims-
mælikvarða og hljómsveitin hefur
möguleika á að ná listrænu flugi nú
sem aldrei fyrr.“
Leit að aðalhljómsveitarstjóra
Spurð um þau umskipti sem það
var fyrir Sinfóníuhljómsveitina að
fara úr Háskólabíói í Hörpu segir
Arna: „Þetta breytir öllu. Harpa hef-
ur sett okkur í nýtt alþjóðlegt sam-
hengi. Einleikarar og hljómsveit-
arstjórar sækjast eftir að koma og
vinna með okkur. Það er hins vegar
mikið og flókið ferli að flytja stofnun
á milli staða. Að fara úr sal sem var
hannaður fyrir bíó í sal sem er hann-
aður fyrir sinfóníska tónlist þar sem
allt heyrist reynir miklu meira á
hljóðfæraleikarana en gefur hljóm-
sveitinni um leið möguleika á að vaxa
og dafna. Við búum því einstaklega
vel og erum þakklát fyrir að vera í
þessu glæsilega tónleikahúsi.“
Hvað er framundan hjá hljómsveit-
inni?
„Í þessari viku er heiðursstjórn-
andi okkar VladimirAshkenazy að
stjórna hljómsveitinni. Hann er risi í
íslensku tónlistar- og menningarlífi.
Hann stjórnaði Sinfóníuhljómsveit
Íslands og byggði upp, stofnaði
Listahátíð í Reykjavík og lagði
grunninn að byggingu tónlistarhúss-
ins Hörpu með því að fara fyrstur af
stað með söfnun fyrir tónlistarhúsi
fyrir um 30 árum í London. Að hafa
fengið að kynnast og vinna náið með
Ashkenazy og Þórunni eiginkonu
hans er mér persónulega ákaflega
dýrmætt. Eftir þrjár vikur kemur
Osmo Vänskä, fyrrverandi aðal-
hljómsveitarstjóri, að stjórna hljóm-
sveitinni í þriðju sinfóníu Mahlers á
Listahátíð. Hann er algjör galdra-
maður með tónsprotann.
Næsta starfsár hefst svo á því að
hljómsveitin spilar á bresku tónlist-
arhátíðinni Proms 22. ágúst sem er
gríðarlegur heiður, einstakt tækifæri
og mikil landkynning. Það er því allt-
af eitthvað spennandi framundan hjá
okkur.
Hljómsveitin stendur líka á
ákveðnum tímamótum því við erum
að hefja leit að nýjum aðalhljómsveit-
arstjóra og þurfum að finna réttu
manneskjuna til að vinna með okkur.
Ég held að það séu mikil tækifæri í
stöðunni. Í leikhúsum eru listrænir
stjórnendur heimafólk en hjá okkur
eru aðalhljómsveitarstjórar, sem
einnig eru listrænir stjórnendur, allt-
af að utan. Það myndast ákveðin
dýnamík að fá utanaðkomandi aðila
að starfa með og margt hægt að læra
af erlendum hljómsveitarstjórum.
Þeir þurfa hins vegar líka að vera til-
búnir að hlusta á það hvernig við ger-
um hlutina því að mörgu leyti eru að-
stæður okkar sérstakar og ýmislegt
Nýtt alþjóð-
legt samhengi
Arna Kristín Einarsdóttir er
framkvæmdastjóri Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands
» Stundum finnstmér ég nánast
vera í trúboði. Ég
trúi svo sterkt á tón-
listina og það afl sem
í henni býr. Tónlistin
talar beint til tilfinn-
inganna og hjálpar
fólki að komast í
samband við sjálft
sig. Hún hjálpar
okkur að finna til og
ég vil skapa sem
flestum umgjörð og
færi á að upplifa og
heyra stórkostleg-
ustu tónverk manns-
andans.
Harpa breytti öllu „Einleikarar og hljómsveitarstjórar sækjast eftir því að koma og vinna með okkur,“ segir Arna
Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Morgunblaðið
gefur út
glæsilegt
sérblað um
Heimili og
hönnun
föstudaginn
9. maí
Í blaðinu verða kynntir geysimargir möguleikar og
sniðugar lausnir fyrir heimilin.
Skoðuð verða húsgögn og hönnun fyrir stofu,
hjónaherbergi, barnaherbergi og innréttingar
bæði í eldhús og bað.
SÉRBLAÐ
HEIMILI & HÖNNUN
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA:
fyrir kl. 16 mánudaginn 5.maí.