Morgunblaðið - 05.05.2014, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2014
ÞJÓÐARSJÚKRAHÚS
Á TÍMAMÓTUM
Ársfundur Landspítala 2014
Hótel Hilton 6. maí kl. 13.00
Ávarp
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra
Landspítali – leiðin framundan
Páll Matthíasson forstjóri
Ársreikningur Landspítala 2013
María Heimisdóttir framkvæmdastjóri fjármálasviðs
Vísindi og menntun – forsenda framfara á Landspítala
Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga
Starfsmenn heiðraðir
Páll Matthíasson forstjóri og Bryndís Hlöðversdóttir starfsmannastjóri
MÁLÞING: UPPBYGGING Í AUGSÝN
Öruggur spítali – góður vinnustaður
Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar og Bryndís Hlöðversdóttir starfsmannastjóri
Skilvirkir verkferlar – ábyrgur rekstur
Benedikt Olgeirsson aðstoðarforstjóri og María Heimisdóttir framkvæmdastjóri fjármálasviðs
Spítalinn okkar – landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
Anna Stefánsdóttir formaður
Umræður og fyrirspurnir
Samantekt og lokaorð
Páll Matthíasson forstjóri
Fundarstjóri: Guðfinna S. Bjarnadóttir
Fundurinn er öllum opinn
Skráning á www.landspitali.is
iðjuverum í landi sé orðin svo mik-
il, að vinnulaunin í landi séu sára-
lítill kostnaður fyrirtækjanna.
Fyrirtæki eins og Síldarvinnslan,
Ísfélagið og Skinney-Þinganes, svo
dæmi séu tekin, hafi komið sér
upp svo frábærri tækni og gæða-
stjórnun í fiskverum sínum í landi
að þau ráði við að taka 500 til 700
tonn í gegn á dag í frystingu.
„Ef ráðamenn hafa áhyggjur af
þessum svokallaða umframhagnaði
í greininni, sem ákveðinn hópur
hagfræðinga er alltaf að tala um,
þá er hann kannski að myndast
þarna. En þarna er líka mjög mikil
fjárfesting, bæði í skipum og
vinnslu,“ segir Guðmundur.
Hann bendir á að þegar makríll-
inn kom hafi sjö stærstu fengið
um 90% af makrílkvótanum, vegna
þess að þau hafi verið búin að
byggja sig upp í nauðsynlegri
tækni og því getað afkastað svona
miklu magni á degi hverjum. „Að
vísu bræddu þau nær allan makríl-
inn á þessum árum og engin önnur
sjávarútvegsfyrirtæki komust að,
þar sem þáverandi stjórnvöld
ákváðu sóknarmark á makríl. Sá
sem átti stærstu bræðsluna, eða
veiddi mest í bræðslu, náði mestri
hlutdeild. Svo voru veiðar bara
stöðvaðar um miðjan júlí 2009,
þrátt fyrir að besti tíminn fyrir að
veiða verðmætasta markílinn væri
eftir.
Við mótmæltum þessu strax árið
2010 og sögðum að ef þessi fyr-
irtæki fengju allan makrílkvótann
sætum við hinir eftir og ættum
engan séns í framtíðinni. Þetta er
nákvæmlega það sem hefur gerst.
Það sést bara af því að skoða
þessa töflu sem ég var að sýna
þér, að hjá þessum sjö fyr-
irtækjum er eini alvöruhagnaður-
inn sem myndast í greininni.“
Guðmundur heldur því fram að í
sjávarútvegsráðherratíð Stein-
gríms J. Sigfússonar hafi þetta í
raun verið skipulagt. Skipuð hafi
verið þingmannanefnd, undir for-
ystu ráðherrans, þeir Kristján
Möller, Sigurður Ingi Jóhannsson,
Einar K. Guðfinnsson og Björn
Valur Gíslason.
Hver passaði eigið kjördæmi
„Og hvað gerðist svo? Jú, hver
og einn þingmannanna passaði
bara upp á sitt eigið kjördæmi.
Einar K. reddaði Snæfellsnesi og
Vestfjörðunum með því að fá
vaxtaafsláttinn, Björn Valur,
Kristján Möller og Steingrímur J.
samþykktu, með því að hafa vit-
lausan þorskígildisstuðul, að þá
hlífðu þeir Samherja, Síldarvinnsl-
unni, Eskju, Loðnuvinnslunni og
HB Granda í sínu kjördæmi og
Sigurður Ingi passaði upp á það
fyrir gullkarfa og úthafskarfa. Þá
kem ég aftur að þorskígildis-
stuðlunum,“ segir Guðmundur.
„Gullkarfi er 0,89 þorskígildi en
úthafskarfinn er 1,25 þorskígildi.
Þetta þýðir að af úthafskarfa-
veiðum er borgað 40% hærra
veiðileyfagjald en af gull-
karfaveiðum. Það sér það hver
maður í hendi sér að þetta gengur
ekki upp, þegar um jafnverðmætar
fisktegundir er að ræða og álagt
veiðileyfagjald miðast við það
hvernig hann er unninn, þ.e. úti á
sjó í frystitogurum, eða í frysti-
húsum í landi. Þetta ræðst af því,
samkvæmt túlkun sjávarútvegs-
ráðuneytisins á lögunum um
þorskígildisstuðla, þar sem bara er
tekið tillitil til hvert verðmæti
fiskitegunda er yfir bryggjuna, en
ekki heildarverðmæti við útflutn-
ing.“
Guðmundur bendir á að einna
dýrmætasti framtíðarmarkaður Ís-
lendinga fyrir sjávarfang sé í Asíu.
„Japanir og Kínverjar eru ekkert
spenntir fyrir að fá fimm til sjö
daga gamlan ísfisk, frystan í landi.
Þorskurinn er nær allur tekinn
hér við land í ferskfiskvinnslu, af
því að það er hagkvæmara. Evr-
ópubúar borða þorskinn og þangað
getum við sent hann ferskan.
Karfinn og grálúðan fer hins vegar
í miklum mæli til Asíu og þeir vilja
fá fiskinn sjófrystan, það eru
mestu gæðin.
Með þessari uppsetningu veiði-
leyfagjaldanna er í raun verið að
eyðileggja okkar Asíumarkað,“
segir Guðmundur.
Loks segir Guðmundur að út-
flutningsverðmæti fyrir þorskinn
sé um 450 krónur fyrir þorskígild-
iskílóið en fyrir úthafkarfa og
djúpkarfa sé það um 250 krónur.
„Þess vegna spyr ég: Af hverju er
karfinn að borga 20% hærri veiði-
leyfagjald en þorskurinn?
Þetta er ástæða þess að við höf-
um alltaf mótmælt þessu útreikn-
ingsfyrirkomulagi með þorskígild-
isstuðlana,“ segir hann.
sama fyrir Vestmannaeyjar og
Skinney. Með því að hafa þorsk-
ígildisstuðlana vitlausa, þá borg-
uðu þessi fyrirtæki miklu minna í
veiðileyfagjöld en þau hefðu í raun
átt að gera.
Svo vorum við hinir sem áttum
engan þingmann til að passa upp á
okkar hagsmuni bara skotnir á
færi. Þess vegna erum við að
draga saman rekstur frystitogara,“
segir Guðmundur
Fjárfest fyrir 40 milljarða
Guðmundur bendir á að þau fyr-
irtæki sem hafi fengið úthlutað
nær öllum makrílkvótanum á und-
anförnum fjórum árum hafi fjár-
fest í kvóta og skipum fyrir um 40
milljarða króna. Þau hafi keypt
Berg-Hugin, ÚA, Stálskip, Dala
Rafn, Stíganda og fleiri, en ekkert
af fyrirtækjunum í 8. til 12. sæti,
þ.e. FISK-Seafood, Þorbjörn,
Brim, Vísir og Rammi, hafi fjár-
fest á sama tímabili.
Guðmundur bendir á að ekki sé
síður athyglivert að skoða afla-
verðmæti sjö veltuhæstu fyr-
irtækjanna á árinu 2012 og bera
saman við næstu fimm.
Aflaverðmæti fyrirtækjanna sjö
hafi verið tæpir 62 milljarðar árið
2012, samanborið við tæplega 30
milljarða næstu fimm, en EBITDA
fyrirtækjanna í 8. til 12. sæti sé
mjög lítil í samanburði við þau sjö
stærstu. (Sjá töflu).
„Er það einhver furða að við
kveinkum okkur?!“ spyr hann.
„Með þessari þróun og því að
mismuna rekstri fiskiskipa með
þessum hætti, er í raun og veru
verið að leggja áherslu á að leggja
niður hálaunastörf frystitog-
arasjómanna,“ segir Guðmundur.
Hann ber saman álögð veiði-
leyfagjöld á úthafskarfa og gull-
karfa. „Gullkarfinn er að mestu
leyti tekinn hér inn í hús úr ísfisk-
togurunum en úthafskarfinn er
fullunninn á frystitogurunum, en
þegar þessar tegundir eru fluttar
úr landinu er mjög svipað verð
HB Grandi hf 50.031.182 11,87%
Samherji hf. 29.798.047 7,07%
Þorbjörn hf 21.186.470 5,03%
FISK-Seafood ehf. 19.481.782 4,62%
Vinnslustöðin hf 17.982.292 4,27%
Brim hf 16.993.343 4,03%
Skinney-Þinganes hf 16.511.147 3,92%
Síldarvinnslan hf 16.115.268 3,82%
Vísir hf 15.601.778 3,70%
Rammi hf 15.439.865 3,66%
Ísfélag Vestmannaeyja hf 13.880.083 3,29%
Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf 11.539.548 2,74%
Heimild: Fiskistofa
Kvótastærstu fyrirtækin 2012
samkv. Fiskistofu
Velta, EBITDA og aflaverðmæti 2012
Aflaverðmæti
Velta 2012 Ebit 2012 skipa 2012
1 Samherji hf. 88.902* 21.600 12.982
2 HB Grandi hf 31.712 9.525 17.733
3 Síldarvinnslan hf 23.963 9.660 6.675
4 Ísfélag Vestmannaeyja hf 18.457 6.357 8.014
5 Vinnslustöðin hf 14.163 3.275 6.098
6 Skinney-Þinganes hf 11.832 4.644 5.386
7 Eskja hf 9.239 3.182 4.917
58.243 61.804
8 FISK-Seafood ehf. 9.778 2.121 6.462
9 Þorbjörn hf 9.260 1.802 7.043
10 Brim hf 9.190 2.521 8.607
11 Vísir hf 9.143 2.058 2.058
12 Rammi hf 7.614 2.220 5.558
10.722 29.728
*Mikill hluti af veltu Samherja verður til erlendis Heimild: Útreikningar Brims hf.