Morgunblaðið - 05.05.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.05.2014, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2014 HVAR ER BARNIÐ ÞITT? Í byrjun árs mættu þúsundir unglinga fyrirvaralaust í Smáralindina til að sjá Vine-stjörnur og sagan endurtók sig svo nýlega þegar YouTube-stjarna mætti til landsins. Nánast ekkert foreldri hafði heyrt um þessar stjörnur og uppákomurnar komu mörgum á óvart. Það er kominn tími til að tala saman Vodafone og Dale Carnegie bjóða því foreldrum og forráðamönnum um land allt á ókeypis vinnustofu um góð samskipti á netinu. Hverjar eru þær nýju áskoranir sem netið og samfélagsmiðlar búa til í samskiptum? Hvað þarf að vita um netsamskipti? Hvernig byggjum við upp góð tengsl og traust í leik og starfi? Hvað eru góð samskipti á milli foreldra og barna? Skráning og nánari upplýsingar er að finna á dale.is/vodafone eða í síma 555 7080. Vodafone Góð samskipti bæta lífið H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Vefurinn vinsæli LinkedIn, sem stundum er kallaður „Facebook fagmannsins“, tók skarpa dýfu á hlutabréfamarkaðinum vestanhafs á föstudag en þá hrundu hlutir í fyrirtækinu í verði um 8,4%. Lækkunin kom í kjölfar frétta af tapi á fyrsta ársfjórðungi upp á 13,32 milljónir dala, jafnvirði um 1,5 milljarða króna. Á sama tímabili í fyrra skilaði vefurinn hagnaði upp á 22,6 milljónir dala. Tapið nam 11 sentum á hlut en markaðsgreinendur höfðu vænst hagnaðar upp á 34 sent á hlut. Tilkynnti LinkedIn jafnframt að á yfirstandandi fjórðungi byggist fyrirtækið við tekjum upp á 500- 505 milljónir dala en spár grein- enda höfðu verið nær efri tölunni. Erfitt fyrir stóran að stækka Businessweek fjallar um þróunina hjá LinkedIn en hlutir í fyrirtæk- inu hækkuðu í virði um 89% fram á seinni hluta síðasta árs, en fóru svo að síga allhratt niður á við þegar sölutölur ollu fjárfestum vonbrigðum. Síðustu sex ársfjórðunga hefur hægt á vexti vefsíðunnar en þar er í dag að finna yfir 300 millj- ónir skráðra notenda, þar af rösk- lega 100 milljónir í Bandaríkj- unum og 65 milljónir í Evrópu. Segir Businessweek að stærð vefj- arins, og sá árangur sem hann hefur náð sé orðinn honum fjötur um fót á markaði sem verðmetur netfyrirtæki eftir því hversu hratt þau stækka. Erfitt sé fyrir 300 milljóna manna vef að viðhalda fjölda eða fjölga notendum. Meðal þess sem LinkedIn hefur gert til að viðhalda skriðþung- anum er að reyna að stækka sig út á Kínamarkað. Kínversk útgáfa af LinkedIn var opnuð í febrúar eftir að stjórnendur vefsins féllust á að fylgja ströngum ritskoð- unarreglum stjórnvalda þar í landi. Netnotkun er nokkuð út- breidd í Kína og mannfjöldinn ákaflega mikill en fá bandarísk veffyrirtæki hafa náð þar ár- angri. Sumir vinsælustu banda- rísku vefirnir, eins og Twitter og Facebook, eru bannaðir á kín- verska netinu. Þrátt fyrir lækkunina á föstu- dag eru hlutabréf í LinkedIn dýr- ustu bréfin sem hægt er að kaupa á bandarískum markaði, ef verðið er sett í samhengi við tekjur. Er markaðsvirði fyrirtækisins, að sögn Businesweek 943 sinnum væntar tekjur á þessu ári. Á með- an eru hlutir í Facebook að selj- ast á verði sem er 91 sinni væntar tekjur en hlutfallið er 31 hjá Google. ai@mbl.is AFP Möguleikar Gestir við skjána á netkaffihúsi. LinkedIn hefur laðað að sér 300 milljón notendur á heimsvísu. Hægir á vextinum hjá LinkedIn  Fékk skell á mörkuðum á föstudag ● Viðskiptajöfurinn litríki Richard Bran- son hefur tilkynnt að bæði hann og allir starfsmenn Virgin-veldisins muni snið- ganga Dorchester Collection- hótelkeðjuna. Kemur þetta til af innleiðingu sharía- laga í soldánsdæminu smáa og auðuga á eyjuni Borneó. Dorchester-keðjan er í eigu soldánins af Brúnei en hann er tal- inn einn ríkasti að- alsmaður heims og auður hans metinn á um 20 milljarða dala. Undir Dorches- ter-keðjuna heyra tíu hótel í hæsta gæðaflokki hér og þar um heiminn. Má þar nefna The Dorchester hótelið sögufræga í Lond- on, The Beverly Hills Hotel í Los Angel- es, Plaza Athénée í París og Le Riche- mond í Genf. Branson er að fylgja fordæmi stjarna á borð við Ellen DeGeneres, Stephen Fry og Sharon Osbourne sem í byrjun síðustu viku sendu þau skilaboð út á Twitter að þau hygðust sniðganga Dorchester-keðjuna í mótmælaskyni, enda kveða sharía-lög m.a. á um dauðarefsingu við samkynhneigð. ai@mbl.is Branson setur Brúnei í straff Richard Branson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.