Morgunblaðið - 05.05.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.05.2014, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það ætti ekkiað vefjastfyrir mörg- um að skattar eru ekki uppspretta þess sem gera skal. En það gerir það samt. Skattsvikarar eru ekki hátt skrifaðir og ættu ekki að vera það. En með sama hætti er það viðurkennt að skattheimta get- ur fengið á sig einkenni lög- brota gangi hún úr hófi fram. Þá er ekki verið að tala um efnahagslegt eða stjórn- málalegt óhóf. Í nýlegum dómi Hæsta- réttar um svokallaðan „auð- legðarskatt“ er vikið að því að löggjafanum sé ætlað verulegt svigrúm til að ákvarða hvenær skattar séu innan marka sem lesa megi út úr stjórnarskrá landsins. En í slíkum orðum felst einnig staðfesting dóms- ins á þeirri kunnu staðreynd að mörk séu svo sannarlega fyrir hendi, og þau verði stjórnvöld landsins og þing- meirihlutinn, sem veitir þeim völdin að virða. Stjórnmálamenn geta þann- ig, að mati nefnds dóms, á grundvelli síns lýðræðislega umboðs ákveðið skattlagningu, sem er mjög íþyngjandi fyrir afmarkaðan hóp, og þess vegna ekki almenn og þótt hún sé til þess fallin að ganga á eignir þess sem skattlagður er. Slíkt „svigrúm“ þykir ýmsum auðvitað fremur frjálslega ákveðið. En þegar rökstuðn- ingur dómsins er skoðaður fer vart á milli mála að sérstakar aðstæður (bankahrun) og það, að svo óvæginn skattur sé tímabundinn, hefur stuðlað að þeirri niðurstöðu sem varð. Þess vegna þótti skattheimtan standast gagnvart þeim rökum að hún hyggi nærri eignarrétt- arákvæðum stjórnarskrár- innar. Hinir skattaglöðu stjórn- málamenn hafa sjálfsagt vitað hversu nærri þeir væru því að fara yfir strikið. Þess vegna hafa þeir ákveðið að hafa þessa tilteknu skatta tímabundna og vísa til þeirra almennu vand- ræða sem orðið höfðu í land- inu. Það létu þeir sig hafa þótt þeir sjálfir hefðu löngum kall- að eftir óhófssköttum af því tagi í vísun í pólitískt réttlæti. Þeir voru og eru þeirrar skoð- unar að því meira sem hið op- inbera tekur til sín af því sem fólk aflar, því betra. Ríkið sé best til þess fallið að vera í því hlutverki að ráðstafa sem stærstum hluta þess sem erfiði hvers og eins skapar. Í stjórnarandstöðu eða þenj- andi sig á fokksfundum með samherjum lenda menn ekki í árekstrum við veruleikann, þegar veifað er slíkum jafn- réttissjónarmiðum, eins og þau eru gjarnan kölluð. En veru- leikinn er fljótur að gera vart við sig, þegar ábyrgð- in hefur tekið við af upphrópununum, að minnsta kosti að nokkru leyti. Fyrir tæpum tveimur ára- tugum voru fjármagns- tekjuskattar mjög háir á Ís- landi. Prósenturnar þær voru svo sannarlega í fullu sam- ræmi við skattaleg jafnræð- issjónarmið, eins og það er stundum kallað. En skatturinn sá, sem riddarar réttlætisins þóttust mega vera svo montnir af, skilaði lengst af sáralitlum tekjum í hina sameiginlegu sjóði landsmanna. Á síðasta áratug seinustu aldar voru fjármagns- tekjuskattarnir því lækkaðir myndarlega. Auðvitað höfðu þeir, sem líklegastir voru til þess, uppi nokkur hróp og köll af því tilefni. En enn furðu- legra varð það þó að verða vitni að því, hvernig þeir brugðust við þegar skatta- lækkunin sú tók að skila mikl- um fjármunum í ríkissjóð. Það virtist skyndilega algjört aukaatriði. Hinir skattaglöðu jafnræðismenn settust niður með reiknistokkinn og marg- földuðu þá upphæð, sem snar- lækkuð innheimtuprósenta gaf af sér með gömlu skattpró- sentunni, sem ekkert hafði gefið og fullyrtu að fúlgur fjár hefðu bersýnilega verið færðar „fjármagnseigendum“ á silf- urfati. Þeim hinum sömu sem borguðu í reynd enga fjár- magnstekjuskatta meðan innheimtuprósentan fór með himinskautum. Hugmynda- fræðin virtist taka heilbrigða skynsemi úr sambandi á einu augabragði. Þá víkur sögunni að Hol- lande, núverandi forseta Frakklands. Hann mætti í sína höll nýkjörinn og uppfullur af efnahagslegum vísdómi á borð við þann, sem þau Steingrímur og Jóhanna höndluðu ung og hefur tekið upp allt pláss í far- teski þeirra síðan. En það tók Hollande forseta aðeins tvö ár í embætti að sjá ljósið. Senni- lega hefur það lagað þá sýn forsetans betur en nokkur gleraugu hefðu getað gert, að hann er nú sá langóvinsælasti sem setið hefur í því embætti í Frakklandi í tæp 60 ár. Hol- lande, sem gekk fram í kosn- ingum með skattahækkana- prógramm, sem sinn rauða þráð, segir að nú sé skatta- lækkunarátak framundan. Fróðlegt verður að sjá hvort þessi óvænta umpólun Hol- lande forseta muni duga til að hressa upp á ímynd hans eða hvort henni sé ekki lengur við bjargandi. Skattheimta, sem gengur of langt, skilar sér sífellt verr } Skattagleði sett í skammarkrókinn H verfisskipulagið var fellt af eigin liðsmönnum á föstudaginn var. Enda kannski skiljanlegt að meirihlutinn vildi ekki fara með slíka kosningabombu inn í vorið. Raunar er magnað að allt kjörtímabilið hefur þessi meirihluti nánast verið í sífelldum átök- um, sem þó hafa ekki bitið neitt á fylgi hans. Sameining skólanna fór fyrir brjóstið á fólkið í Grafarvogi, skipulagsbreytingar og breytingar á Hofsvallagötu og Borgartúni og fleiri götum fóru fyrir brjóstið á íbúum þar, íbúum í Skerja- firði líst ekkert á fyrirhugaða byggð þar og þannig má lengi telja áfram. En núna loksins var mælirinn fullur. Núna þurfti að bjarga bíl- skúrunum! Það hefði ekki átt að þurfa próf úr Harvard til að sjá að íbúar í nágrenni Hofsvallagötu myndu ekki taka því fagnandi að allt í einu væru komin skrítin flögg af minigolfvelli og fuglahús á miðja umferð- argötu, væntanlega í þeirri trú að smáfuglar myndu kjósa sér hinn allra versta mögulega stað til þess að koma þaki yfir höfuðið. En samt var farið áfram með breytingarnar, án þess að hafa samráð við íbúa. En samt kom það þeim sem réðu á óvart að breytingunum væri mótmælt. Það ætti heldur ekki að koma neinum á óvart, þó að fyr- irtækjaeigendur við Borgartún kvarti vegna þess að bíla- stæðum hafi verið fækkað þar, og enn síður þó að íbúar í nágrenninu kvarti þegar sama starfsfólk og nú á bara að hjóla í vinnuna leggur bílunum sínum í stæðin hjá þeim. En samt er eins og enginn í ráðhúsinu skilji hvers vegna fólk er óhresst. Það er því kannski engin furða að meirihlut- inn skuli hafa talið sig geta komist upp með það að hóta óbeint stórfelldu eignarnámi og uppbyggingu á lóðum sem fyrir löngu var búið að ráðstafa, allt í nafni þéttingar byggðar. Stundum er talað um NIMBY-isma, eða „Not In My Back-Yard“. Hugtakið er einkum notað á niðrandi hátt um fólk sem vill helst ekki hafa neitt leiðinlegt í „bakgarðinum“ hjá sér, hvorki flugvöll né ungt hávaðasamt partí- fólk, hvað þá barnafjölskyldur. Eflaust á það oft rétt á sér, að fólk sé aðeins of vart um sig gagnvart því sem gerist í nærumhverfi þess. Það hlýtur samt að vera ósköp skiljanlegt, þegar á að reisa íbúðarhús með nær engum bílastæðum, bókstaflega í bakgarðinum hjá fólki, eins og ætlunin virtist vera á Hjarðarhaga og víðar í Vesturbænum, að íbúar verði frekar óhressir með það. Loksins rankaði einhver við sér við stýrið og borg- arráðið felldi tillögur umhverfis- og skipulagsnefndar ein- róma. En á að fagna því? Í bókun borgarráðs var því borið við að matslýsingar hefðu verið gallaðar. Verður bætt úr því? Eða verður bara beðið þangað til eftir kosningar, með sama meirihluta sem hugsanlega fær viðbót frá Vinstri grænum, og síðan keyrt aftur áfram með sama hverf- isskipulag? Þetta er spurning sem nauðsynlega þarf að fá svör við áður en gengið verður að kjörborðinu í lok mán- aðarins. sgs@mbl.is Stefán Gunn- ar Sveinsson Pistill Björgum bílskúrunum! STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Þrátt fyrir að ríkissjóður veitií ár 520 milljóna kr. framlagtil tónlistarnáms á vegumsveitarfélaga og sveit- arfélögin skuldbindi sig á móti til að taka tímabundið yfir verkefni frá rík- inu fyrir 230 millj. kr., er aðeins um skammtímalausn að ræða. Ágrein- ingur er milli stjórnvalda og sveitar- félaga um hvernig leysa beri úr flóknu fyrirkomulagi við fjármögnun tónlistarnáms. Frumvarp menntamálaráðherra um verkefnin sem sveitarfélögin taka yfir og framlengingu framlagsins liggur nú fyrir Alþingi. Þar með upp- fyllir ríkið skuldbindingar sínar vegna tímabundna samkomulagsins sem ríki og sveitarfélögin gerðu árið 2011 um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms. Sveitarfélögin halda því hins vegar fram að framlag rík- isins sé ekki nægilegt. ,,Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg og Samtökum tónlistarskóla í Reykjavík stefnir í alvarlegan rekstrarvanda nokkurra tónlistarskóla og virðist ljóst að einhverjir tónlistarskólar muni ekki geta starfað með óbreytt- um hætti á komandi skólaári,“ segir Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands ísl. sveitarfélaga, í umsögn til allsherjar- og menntamálanefndar. Karl heldur því fram að markmið samkomulagsins frá 2011 um að framlag ríkisins til verkefnisins standi undir kennslu- og stjórn- unarkostnaði á miðstigi í söng og framhaldsstigi í söng og hljóðfæra- leik hafi ekki gengið eftir. Ástæðan sé m.a. sú að framlagið er hvorki tengt verðlags- né launaþróun en jafnframt hefur fjöldi nemenda reynst umtals- vert meiri en forsendur sam- komulagsins gerðu ráð fyrir. Illugi Gunnarsson mennta- málaráðherra og Katrín Jakobs- dóttir, fyrrv. menntamálaráðherra, voru aftur á móti á einu máli um það við fyrstu umræðu um frumvarpið, að framlag ríkisins væri viðbót til sveit- arfélaganna sem sjálfum bæri að leggja skólunum til það sem upp á vantar. Illugi sagði valda vonbrigðum að Reykjavíkurborg legði þann skiln- ing í samkomulagið, að þar með hefði myndast tækifæri fyrir borgina að draga til baka fjármuni. Sagði hann samkomulagið frá 2011 skynsamlegt en það gæti ekki verið varanleg lausn. Af hálfu ríkisins hafi hugsunin aldrei verið sú að einstök sveitarfélög gætu eða ættu þar með að draga til baka eða verulega úr framlagi sínu til verk- efnisins. Mikill þrýstingur Félag tónlistarskólakennara segist í umsögn ekki sjá rök fyrir svo flóknu kerfi við úthlutun á framlagi ríkisins. Taka þurfi af allan vafa um ábyrgð sveitarfélaga og skyldur þeirra gegn fjárframlagi ríkisins. ,,Úthlut- unarreglur gera ráð fyrir að lögheimilissveitarfélag nemanda greiði þann kennslukostnað sem út af kann að standa en mismunandi túlk- un ríkis og sveitarfélaga veldur því að framkvæmd samkomulagsins er í ólestri og rekstrarskilyrði tónlistar- skóla ótæk,“ segir í umsögn Sigrúnar Grendal, formanns félagsins. Karl bendir á að nú sé mikill þrýst- ingur á sveitarstjórnir að bæta tón- listarskólum hallareksturinn. ,,Jafn- framt hafa tónlistarskólar neyðst til þess að hækka skólagjöld sem leiðir til þess að efnaminni nemendur hverfa frá tónlistarnámi. Að áliti sam- bandsins er takmarkaður vilji meðal sveitarfélaga til að framlengja sam- komulagið við ríkið nema sátt náist milli aðila um verulegar úrbætur, segir í umsögn Karls. Stefnir í alvarlegan rekstrarvanda Morgunblaðið/Golli Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna Takmarkaður vilji er sagður meðal sveitarfélaga til að framlengja samkomulagið við ríkið nema sátt náist. Samtök tónlistarskóla í Reykja- vík vilja að lögfest verði að sveitarfélög sem fá greitt sam- kvæmt samkomulaginu við rík- ið, skuldbindi sig til að gera þjónustusamninga við tónlistar- skólana og sveitarfélögin verði ábyrg fyrir þessu námi með sama hætti og almenna náminu, þ.e. greiði þann kostnað. ,,Skól- arnir hafa fengið að vita um mitt skólaár hvert fjármagnið er sem þeir fá. Þeir hafa því ekki tök á að bregðast við og einnig þó að þeir vilji hafa nemenda- stýringu, þá dugar það skammt, því þá minnka framlögin að sama skapi. Má því segja að það sé innbyggð hengingaról í fyrir- komulaginu eins og það snýr að tónlistarskólunum í Reykjavík. Ef skólarnir hefðu þjónustu- samninga, þá væri staðan önn- ur,“ segir Vilberg Viggósson, formaður samtakanna, í um- sögn. Innbyggð hengingaról TÓNLISTARSKÓLARNIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.