Morgunblaðið - 05.05.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.05.2014, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Leiðin út úr klípunni sem þú ert í er ekki sú sama og þú rataðir í hana eftir. Erfitt samtal sem þú kvíðir mun reynast þér auð- velt. 20. apríl - 20. maí  Naut Það getur reynt á þig að halda heim- ilisfriðinn. Ekki bregðast við. Ef þú vilt ekki staðna verðurðu að sýna dirfsku. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert að velta því fyrir þér hvort þú eigir að sýna meiri hörku í viðkvæmu máli. Hugsun þín er skýr og þú ert tilbúin/n til að sökkva þér niður í hlutina. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Notaðu daginn í dag til listsköpunar, lyftu þér upp eða sæktu leikhús. Gerðu eitt- hvað skapandi í dag og gefðu þér líka tíma til að njóta lífsins með vinum þínum og kunn- ingjum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Samræður þínar við foreldra þína og yf- irmenn geta orðið svolítið erfiðar í dag. Ef þig langar að verða hamingjusamri þá skaltu bara líta upp. Láttu þau ekki raska ró þinni. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er eitt varðandi hið fullkomna samband, það er ekki til. Bakaðu, kauptu af- skorin blóm eða finndu þér nýjan ilm. 23. sept. - 22. okt.  Vog Stundum breytast hugsanir manns og svo breytist maður sjálfur. Gefðu þér tíma til að njóta fegurðar náttúrunnar með þínum nánustu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Fátt er betra en góðir vinir en farðu varlega í að ráðleggja þeim í við- kvæmum málum. Með yfirvegun skilar þú bestum árangri. Mundu að aðgát skal höfð í nærveru sálar. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þér er óhætt að láta eitthvað eftir þér í tilefni farsælla verkloka. Notaðu þitt líf- lega ímyndunarafl til þess að búa til kraft- miklar myndir af framtíðinni. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ert full/ur af krafti sem nýtist til þess að koma þér áleiðis og ná árangri í dag. Persónulegur stíll þinn laðar að þér nýja vini og viðskiptavini. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það liggur við að menn þurfi að hafa augu á hverjum fingri í fjármálaheimi nútímans. Annars vegar eru kröfur vinnunnar og hins vegar kröfur heimilis og einkalífs. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ættir að gera eitthvað fyrir sjálfa/n þig, ekkert stórt, en það má margt gera án mikillar fyrirhafnar eða kostnaðar. Gerðu eins vel og þú getur núna. Nú er í tísku að konur borðifylgjuna eftir fæðingu,“ skrif- ar Davíð Hjálmar Haraldsson. „Er það talið hollt enda vantar konur oft ýmis nauðsynleg efni eftir með- göngu og fæðingu: Sængurkonan matinn metur – mýgrút efna skorta kann – og fylgjuna hún ótrauð etur. Einstaka vill botnlangann.“ Hjálmar Freysteinsson orti þeg- ar Guðni Ágústsson var orðaður við fyrsta sæti Framsóknar í höfuð- borginni: Betri horfum Framsókn fagnar, fylgið talsvert aukist gæti. Annað hvort verður Ólafur Ragnar eða Guðni í fyrsta sæti. Friðrik Steingrímsson lagði orð í belg: Óli og Guðni enga hvetja eða gefa nokkra von, efstan finnst mér ætti að setja Alfreð gamla Þorsteinsson. Ólafur Stefánsson tók upp hansk- ann fyrir Guðna: Engan meira þeir óttast núna, en endurræstan Flóamann, sem tekur sviðið og teymir kúna, teygir lopa og sögur kann. Hjálmar velti fyrir sér hvort ekki mætti fara lengra aftur: Víst er Framsókn fylgissmá en flest má leysa í pólitík. Eystein Jónsson ætti að fá í efsta sæti í Reykjavík. Bjarki Karlsson velti þessu fyrir sér: Frammaranna fylgi hérna furðu mikið yrði ef byðu þeir fram bóndann erna úr Brekku í Mjóafirði. Loks Ágúst Marinósson: Fortíðina flestir þrá, fnyk úr gömlum krúsum. Best þeim kæmi í borg að fá Bjart í Sumarhúsum. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af fylgjum, Framsókn og Bjarti í Sumarhúsum Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG ER BÚIN AÐ LEITA ALLS STAÐAR. ÉG FINN EKKI GLERAUGUN ÞÍN.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar ekkert getur slökkt eldinn sem brennur innra með ykkur. GULRÆTURRADÍSUR VORUM VIÐ EKKI BÚIN AÐ TALA UM AÐ NOTA EKKI BÚNINGA Í ÁR? SÁSTU LISTANN MINN YFIR LEIÐIR TIL AÐ HALDA HÚSINU HREINU? JÁ, JÓN. ÉG SÁ HANN. OG ÉG ÞURRKAÐI AF FÓTUNUM Á HONUM. OG ÞÉR FINNST STUNDUM EINS OG ALLIR GANGI YFIR ÞIG Á SKÍTUGUM SKÓNUM? GÓLF- EFNI Eins og margsinnis hefur komiðfram er Víkverji mikill áhuga- maður um Eurovision. Enda ekki annað hægt, þegar jafn góð skemmt- un og söngvakeppni höfðar líka til þjóðrembunnar. Nú er ekki nema rúmur sólar- hringur þar til drengirnir í Pollapönki stíga á sviðið í Kaupmannahöfn, og spennan er mikil. Líklega hefur Evr- ópa aldrei séð hljómsveit eða atriði á borð við það sem Ísland býður upp á í ár. Óvenjuleg atriði eiga það til að slá annaðhvort rækilega í gegn í keppn- inni eða skítfalla. Afsakið orðbragðið. x x x Reyndar virðist Evrópa tvískipt íafstöðu sinni til íslenska lagsins. Að minnsta kosti ef marka má við- brögð netverja á Youtube-rás keppn- innar. „Eru þeir samkynhneigðir?“ spyr notandinn GegeGtHun. Lagið heitir jú Enga fordóma og varla fer fólk að láta sig slík málefni varða nema það tilheyri minnihlutahópi sjálft, eða hvað? „Þið fáið 12 stig og heimsókn frá mér til Íslands. Gangi ykkur vel, frá Litháen,“ segir Kentas Mafioz. „Þetta lag er alltof skemmtilegt fyrir Eurovision!“ segir rtpe. „Ég vissi alltaf að Ísland væri svalt,“ segir Kate S. En það er án efa notandinn bolix67 sem á skemmtilegustu athugasemd- ina: „Þetta hljómar eins og sigurlag úr keppni skipulagðri af ráðamönn- um Evrópusambandsins. „Umburð- arlyndi er sæla“ – sorglegt. Umberið elítuna sem gefur almenningi í Evr- ópu langt nef. Rétthugsunar- kjaftæði.“ x x x Víkverji hefur heyrt þá skoðunmeðal Íslendinga að lagið Enga fordóma sé ekki nógu Eurovision-legt til að komast áfram í aðalkeppnina. Víkverji hefur hins vegar hlustað á hin lögin sem keppa annað kvöld og telur íslenska lagið sannarlega vera meðal þeirra bestu. Í því samhengi dettur Víkverja í hug nokkuð sem hann lærði þegar hann ferðaðist um dvalarsvæði skóg- arbjarna fyrir nokkrum árum: Þú þarft ekki að hlaupa hraðar en björn- inn, bara hraðar en félagar þínir. víkverji@mbl.is Víkverji Og þetta er vitnisburðurinn: Guð hef- ur gefið okkur eilíft líf og þetta líf er í syni hans. (Fyrsta Jóhannesarbréf 5:11) JEPPADEKK Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is Hljóðlát og endingargóð jeppadekk sem koma þér örugglega hvert á land sem er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.