Morgunblaðið - 05.05.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.05.2014, Blaðsíða 27
Hann hafði áður unnið hjá Jarðbor- unum ríkisins sem voru og hétu á þeim tíma, og var einnig iðnráðgjafi fyrir Norðurland um tíma. Árið 2012 stofnaði hann síðan Alvarr Sverige AB. Friðfinnur fékk krefj- andi verkefni fyrir orkuveituna í Lundi sem stóð yfir frá 2011-2013 og er nú meira og minna starfandi í Svíþjóð og byrjaður í öðrum verk- efnum þar. Áður hafði hann unnið fyrir orkuveituna í Lundi bæði 2004 og aftur 2010. Eins og kunnugt er hefur orkuiðnaðurinn á Ísland verið í lamasessi á undanförnum árum og því fór hann eins og margir fleiri að leita fyrir sér erlendis. Alvarr ehf. er þó enn með starf- semi hér heima, t.d. er nú verið að afla fæðivatns fyrir varmadælu sem fyrirhugað er að koma upp fyrir íþróttahús, sundlaug og önnur mannvirki í Vík í Mýrdal. Friðfinnur er frumkvöðull að eðlisfari og hefur hannað og smíðað í samstarfi við aðra góða menn bæði varmadælur sem og allskonar önnur tæki og tól tengd borana- og orku- geiranum. Í apríl sl. fékk Friðfinnur styrk úr frumkvöðlasjóði Íslandsbanka vegna verkefnis sem snýr að þróun nýrrar aðferðar við boranir í hart berg. Verkefnið er unnið í samstarfi við ungan nemanda sem er að ljúka meistaranámi við í Háskólann í Reykjavík. Nú sem stendur er verið er að smíða frumgerð borkrónunnar en fyrstu prófanir ættu að geta farið fram í lok maí. Ef hugmyndin geng- ur upp má búast við verulegum framförum á þessu sviði sem spara munu tíma og fjármuni og nýtast bæði litlum og stórum jarðborum. Áhugamál „Ferðalög eru ofarlega á blaði, að sjá nýja staði og kynnast lifn- aðarháttum og aðstæðum annarra. Reyni að fara á tónleika eftir því sem færi gefst og hlusta töluvert á tónlist á ferðalögum. Einnig er alltaf jafngaman að vera úti í náttúrunni og renna t.d. fyrir silung, ég byrjaði í því sem smástrákur en hef of lítinn tíma fyrir það í dag. Bílar, trukkar og hverskyns vélar eru alltaf innan áhugasviðsins og ávallt er kíkt á þess háttar sýningar ef í boði eru.“ Fjölskylda Eiginkona Friðfinns er Arna Þor- valds, f. 21.8. 1956, leikskólakennari á Seltjarnarnesi. Foreldrar hennar eru Hrafnhildur Þorvaldsdóttir og Reynar Hannesson en þau eru bæði látin. Börn Friðfinns og Örnu eru Hilda Friðfinnsdóttir, f. 12.8. 1976, hjúkr- unarfræðingur og ljósmóðir á Land- spítalanum, og Birkir Friðfinnsson, f. 29.7. 1982, sjúkraþjálfari sem hef- ur einnig lokið lokaprófi frá Vél- skóla Íslands. Systkini Friðfinns eru Anna Rósa Daníelsdóttir, f. 9.4. 1950, hjúkr- unarfræðingur; Þórlaug Daníels- dóttir, f. 27.2. 1952, bús. í Bandaríkj- unum sem á og rekur íbúðir sem hún leigir út; Svanhildur Daníels- dóttir, f. 1.7. 1958, sérkennari á Ak- ureyri; Friðjón Ásgeir Daníelsson, f. 1.8. 1967, múrari að mennt og vinn- ur nú hjá Sjóvá. Foreldrar Friðfinns eru Daníel Pálmason, f. 21.6. 1912, d. 19.3. 1999, bóndi í Gnúpufelli í Eyjafirði, og Ingibjörg Bjarnadóttir bóndi f. 22.9. 1926, bús. í Gnúpufelli. Úr frændgarði Friðfinns K. Daníelssonar Friðfinnur K. Daníelsson Sigríður Gunnarsdóttir húsfreyja á Leiti Vigfús Nathanaelsson bóndi á Leiti í Alviðru í Dýrafirði Sigríður Gunnjóna Vigfúsdóttir húsfreyja í Innri-Lambadal Bjarni Sigurðsson bóndi í Innri-Lambadal í Dýrafirði Ingibjörg Bjarnadóttir bóndi á Gnúpufelli Guðrún Bjarnadóttir húsfreyja á Felli Sigurður Bjarnason bóndi á Felli í Mýrahreppi Þuríður Friðfinnsdóttir frá Seljahlíð Einar Hallgrímsson Thorlacius frá Hrafnagili, fór til Vesturheims Anna Rósa Einarsdóttir húsfreyja á Gnúpufelli Pálmi J. Þórðarson bóndi á Gnúpufelli Daníel Pálmason bóndi á Gnúpufelli í Eyjafirði Guðlaug Jónasdóttir húsfreyja í Gnúpufelli Þórður Daníelsson bóndi víða í Eyjafjarðarsveit, síðast í Gnúpufelli Afmælisbarnið Í garðinum heima. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2014 Magnús Torfi Ólafsson fædd-ist á Lambavatni á Rauða-sandi 5.5. 1923, Foreldrar hans voru Ólafur Sveinsson, bóndi þar, og k.h. Halldóra Guðbjört Torfadóttir húsmóðir. Ólafur var sonur Sveins Magnús- sonar, b. á Lambavatni, og k.h., Halldóru Ólafsdóttur húsfreyju. Halldóra Guðbjört var systir Önnu Guðrúnar, móður Torfa Jónssonar, formanns kaþólskra leikmanna á Ís- landi, föður Ólafs, fyrrv. ritstjóra Þjóðviljans. Móðir Halldóru Guð- bjartar var Guðbjörg Ólína, systir Ólafs í Hænuvík, föður Guðbjarts, hafnsögumanns í Reykjavík, föður Dóru, ekkju Ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra. Magnús Torfi varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1944. Hann var blaðamaður við Þjóðvilj- ann 1945-1962, lengst fréttastjóri er- lendra frétta, og ritstjóri 1959-1962. Hann var deildarstjóri í Bókabúð Máls og menningar í Reykjavík 1963-1971, Magnús Torfi var alþingismaður Samtaka frjálslyndra og vinstri manna 1971-1978, mennta- málaráðherra 1971-1974, samgöngu- og félagsmálaráðherra maí til sept- ember 1974. Hann var blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar 1978-1989. Magn- ús Torfi sat í menntamálaráði 1967- 1971, var formaður Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík 1966-1967, formaður Samtaka frjálslyndra og vinstri manna 1974-1982, formaður sendinefndar Íslands á umhverf- ismálaráðstefnu SÞ 1972. í sendi- nefnd Íslands á allsherjarþingi SÞ 1974 og 1975 og á hafréttarráðstefnu SÞ 1976, 1977 og 1978. Hann var for- maður stjórnar Þjóðhátíðarsjóðs 1986-1994, og sat í stjórnarskrár- nefnd frá 1986. Kona Magnúsar Torfa var Hin- rika Kristjana Kristjánsdóttir, f. 23. ágúst 1920, d. 22.3. 2010, hjúkr- unarfræðingur. Foreldrar hennar voru Kristján Þórðarson og k.h. Sig- urlína Kolbeinsdóttir. Börn þeirra eru Ingimundur Tryggvi, Halldóra Guðbjört og Sveinn Eyjólfur. Magnús Torfi Ólafsson lést 3.11. 1998. Merkir Íslendingar Magnús Torfi Ólafsson 90 ára Guðborg Franklínsdóttir Ólafur Ólafsson Sesilía Þorsteinsdóttir 85 ára Borgþór S. Olsen Gunnar Lárusson Lúðvík R.K. Guðmundsson Sigurgeir Ingimarsson 80 ára Bryndís Jónasdóttir Erla Baldursdóttir Hjördís Jónasdóttir Ragnar Guðlaugsson Ragnheiður Sigvaldadóttir Sólveig Alexandersdóttir Stefán Þór Óskarsson 75 ára Guðrún Marsibil Jónasdóttir Júlíana Sigurðardóttir Kristinn Benediktsson Sigrún Garðarsdóttir Sigurður Björgvin Björgvinsson 70 ára Grethe Wibeke Iversen Hörður Sigmundsson Ída Bergmann Hauksdóttir Jóna Sigurbjörg Óladóttir Karl Jóhann Ottósson Maj-Britt Kolbr. Hafsteinsdóttir Vilmundur Víðir Sigurðsson 60 ára Bjarndís Jónsdóttir Kristján Sigurmundsson Sighvatur Blöndahl Magnússon Sigrún Baldursdóttir Sigurður Árnason Þórdís Björg Kristinsdóttir 50 ára Ásta Linda Helgadóttir Björn Ingi Guðmundsson Erling Sigurðsson Helga Eiríksdóttir Helgi Þorkell Kristjánsson Jósef Gunnar Sigþórsson Júlíana F. Harðardóttir Kristinn Stefán Einarsson Kristján Þ. Vilhjálmsson Malgorzata Polinska Sigurður Haraldsson Snorri Emilsson Sólrún B. Guðbjartsdóttir Sævar Lúðvíksson 40 ára Anna María Hjálmarsdóttir Björn Arnar Kristbjörnsson Heiðrún Þorsteinsdóttir Helgi Vigfússon Hrannar Már Sigmarsson Hulda Orradóttir Illugi Fanndal Birkisson Ólöf Ósk Kjartansdóttir Rúnar Páll Sigmundsson Sólveig Björgvinsdóttir Þórunn Ösp Björnsdóttir Ægir Snær Sigmarsson 30 ára Ewelina Olow Ívar Jensson Jaroslaw Serwatka Jón Kolbeinn Guðjónsson Lilja Helgadóttir Óli Þór Hjaltason Til hamingju með daginn 30 ára Kristín Erla er Garðbæingur og er í fæð- ingarorlofi. Maki: Birgir Kristjánsson, f. 1982, rekstrarstjóri hjá KFC. Börn: Karítas, f. 2007, og Dagur Kári, f. 2013. Foreldrar: Þórir Bald- ursson, f. 1955, leið- sögumaður hjá Kynn- isferðum, og Auður Guðmundsdóttir, f. 1962, bókari hjá Samtökum at- vinnulífsins. Kristín Erla Bech Þórisdóttir 30 ára Þorgrímur Tjörvi er fæddur og uppalinn á Höfn í Hornafirði og er ný- fluttur þangað aftur til að gerast ferðaþjón- ustubóndi. Maki: Birna Jódís Magn- úsdóttir, f. 1987, ferða- þjónustubóndi. Dóttir: Katla Eldey, f. 2013. Foreldrar: Halldór Tjörvi, f. 1952, kennari, og Amalía Þorgrímsdóttir, f. 1952, hjúkrunarfræðingur. Þorgrímur Tjörvi 30 ára Tui Hirv er fædd og uppalin í Tallinn í Eistlandi en fluttist til Íslands á síð- asta ári og býr í Reykjavík. Hún er klassískt menntuð ljóðasöngkona og tónlist- arfræðingur. Maki: Páll Ragnar Pálsson, f. 1977, tónskáld. Sonur: Eiríkur Hirv, f. 2009. Foreldrar: Indrek Hirv, f. 1956, ljóðskáld í Eistlandi, og Pille Lehis, f. 1958, vatnslitamálari í Eistlandi. Tui Hirv

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.