Morgunblaðið - 20.05.2014, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2014
Kerfið stóðst
snarpt álag
Kerfið sem sett var upp til að taka
við umsóknum um leiðréttingu fast-
eignaveðlána stóðst snarpt álag sem
varð á fyrsta sólarhringnum eftir að
opnað var fyrir umsóknir. Mesta
álagið var eftir kvöldfréttir í fyrra-
kvöld og þá voru 1.200 manns sam-
tímis inni á umsóknavefnum.
Ríkisskattstjóri hefur ráðið átta
nýja starfsmenn til að vinna að leið-
réttingunni. Koma þeir til viðbótar
starfsmönnum sem teknir eru úr
öðrum verkum. Þar á meðal eru
tæknimenn og fimm starfsmenn úr
þjónustuveri ríkisskattstjóra á Ak-
ureyri. Alls eru þetta rúmlega tutt-
ugu starfsmenn. Þar fyrir utan er
verkefnisstjórn leiðréttingarinnar í
fjármálaráðuneyti, starfsmenn
tölvu- og hugbúnaðarfyrirtækja, auk
hóps manna frá fjármálafyrirtækj-
unum.
Margir kynna sér málin
Samkvæmt upplýsingum Skúla
Eggerts Þórðarsonar ríkisskatt-
stjóra höfðu 22 þúsund manns sótt
um leiðréttingu fasteignalána síð-
degis í gær. Umsóknirnar eru færri
því talin er hver kennitala og hjón
sem eru með sameiginlegan fjárhag
teljast tveir umsækjendur.
Fleiri hafa verið að kynna sér mál-
in því síðdegis í gær höfðu 39 þúsund
skoðað vefinn í alls 47 heimsóknum
og flett alls 261 þúsund síðum. Þá
höfðu um 16 þúsund manns skoðað
kynningarmynd-
band um umsókn-
arferlið. Umsókn-
irnar fara í
gegnum netþjóna
hjá Advania og
stóðst kerfið álag-
ið vel. „Þetta er
snarpt álag. Það
hafa komið held-
ur fleiri umsóknir
en við reiknuðum
með. Það kemur til dæmis á óvart að
heimsóknir komu frá 80 þjóðlönd-
um,“ segir Skúli. 93% heimsókna á
vefinn voru frá Íslandi, næstflestir
voru í Noregi.
Skúli telur líklegt að nú hægist um
en býst við öðrum toppi í lok ágúst
þegar umsóknarfresti lýkur. Sumar-
ið fer í að búa til hugbúnað til að
reikna úr lækkun fasteignalánanna
og að taka við gögnum frá fjármála-
fyrirtækjum.
Verið er að undirbúa umsóknir um
ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á
fasteignaveðlán. Reynt verður að
hefja móttöku umsókna í kringum
næstu mánaðamót. Skúli tekur fram
að sú umsókn verði flóknari því um-
sækjendur þurfi að taka afstöðu til
þess hversu miklum séreignarsparn-
aði þeir vilja ráðstafa með þessum
hætti og inn á hvaða veðlán. Búast
megi við meiri þjónustu við umsækj-
endur í því ferli en við leiðrétt-
inguna. helgi@mbl.is
Skúli Eggert
Þórðarson
Yfir 20 starfsmenn við leiðréttinguna
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Vorið er einstaklega gott sunnanlands og vestan.
„Þetta verður dásamlegt sumar og við gleymum
öllum slæmu árunum,“ segir Elvar Eyvindsson,
bóndi á Skíðbakka II í Landeyjum. Hann telur
að sláttur geti hafist fyrr en oftast áður og á von
á góðu kornári.
„Það kemur yfirleitt eitthvert bakslag þegar
vel vorar, kuldar eða rigningar. Núna hjálpast
allt að, það rignir hæfilega og svo hlýnar smám
saman. Það getur ekki verið betra,“ segir Elvar.
Gróður hefur svarað þessum aðstæðum vel.
Grasið sprettur sem aldrei fyrr. Það kæmi Elvari
ekki á óvart þótt bestu túnin yrðu tilbúin til slátt-
ar fljótlega upp úr mánaðamótum en gott hefur
þótt að byrja slátt um miðjan júní. „Ég hóf slátt
31. maí eitthvert árið til að komast á spjöld sög-
unnar. Ég hef grun um að nokkrir verði til að slá
því við og komast á spjöld sögunnar þetta árið.“
Kornið hefur tekið vel við sér, á ökrum sem
sáð var snemma í, og er komið vel upp úr mold-
inni. Sums staðar er það orðið 10-12 sentímetra
hátt.
Kúnum hleypt út í vikunni
„Það lítur vel út með gróður. Túnin eru falleg,
koma iðjagræn undan vetri og ekki vottar fyrir
kali,“ segir Benjamín Baldursson, bóndi á Ytri-
Tjörnum í Eyjafjarðarsveit. Þar er komin beit
fyrir kýr og reiknar hann með að hleypa þeim út
í þessari viku. Bændum tókst að sá korni á góð-
um tíma, eða fyrstu dagana í maí. Það eru aðeins
farnar að sjást nálar koma upp úr moldinni svo
vel lítur úr með kornþroska.
Heldur kalt var í Eyjafirði í gær en Benjamín
taldi ekki að það hefði mikil áhrif því spáð væri
hlýnandi veðri. Vorverkin eru enn í fullum gangi.
Þótt veðrið leiki við bændur í Eyjafjarðarsveit
og hvergi sé snjór á láglendi er ótrúlega mikill
snjór í fjöllum. „Sigtúnafjallið er nánast alhvítt,“
sagði Benjamín og settist upp í dráttarvélina til
að ljúka áburðardreifingu.
„Ég er ekki minnisgóður á veður. Slæmu árin
gleymast fljótt, þegar vel viðrar,“ segir Elvar um
samanburð við síðustu ár. Hann spáir góðu
hausti líka. Ekki dró það úr honum þegar gamall
maður sagði honum að sumarið yrði gott og vitn-
aði til þess að tjaldurinn verpti nú þremur eggj-
um í stað tveggja.
Góð spretta í grasi og korni
Einstaklega gott vor sunnanlands og vestan Hæfileg rigning og hlýindi
Búist við að sláttur hefjist um mánaðamót Komin beit fyrir kýr í Eyjafirði
Ljósmynd/Elvar Eyvindsson
Hæð Rýgresi nálgast hæð eins lítra
súrmjólkurfernu og er að þéttast.
Samtals 86 ferðir
» Alls 86 leggir á flugáætlun
Icelandair hafa fallið niður
vegna verkfallsaðgerðanna.
» 29 flugferðir féllu niður 9.
maí, 21 ferð 11. maí, 6 ferðir 12.
maí, 3 ferðir 13. maí og 4 ferðir
14. maí.
» Þá féllu niður 5 flugferðir 15.
maí, 1 ferð 16. maí, 4 ferðir 17.
maí, 3 ferðir 18. maí og 10 í gær.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ótímabundið yfirvinnubann hjá
Flugfreyjufélagi Íslands hefur þegar
raskað áætlunarflugi Icelandair og
kemur til viðbótar áhrifum þess að
flugmenn neita að vinna yfirvinnu.
Yfirvinnubannið hófst kl. 6 að
morgni sl. sunnudags og boða flug-
freyjur svo verkfall frá kl. 6 og til
miðnættis næsta þriðjudag. Frekari
aðgerðir eru svo boðaðar.
Sigríður Ása Harðardóttir, for-
maður Flugfreyjufélags Íslands,
segir mikið bera í milli í kjaravið-
ræðum félagsins við Icelandair.
„Við höfum ekki fundað með
fulltrúum Icelandair síðan fyrir
helgi. Fundi sem var boðaður á
fimmtudaginn kemur var flýtt um
tvo daga en svo var því breytt. Það
verður því enginn fundur fyrr en á
fimmtudag. Staðan milli viðsemj-
enda er því óbreytt.“
Vilja lítið ræða við okkur
„Við fáum mjög lítið til baka frá
fyrirtækinu. Fulltrúar Icelandair
hafa lítið vilja ræða við okkur. Þeir
vilja ekki semja til lengri tíma. Við
erum að karpa um túlkun á aðfara-
samningnum, hvar þessi 2,8% launa-
hækkun eigi að byrja. Það strandar á
því. Við skrifuðum ekki undir aðfara-
samning heldur litum svo á að við
hefðum tækifæri til að semja til
lengri tíma við okkar fyrirtæki. Það
er hins vegar hvorki vilji Samtaka
atvinnulífsins né Icelandair að gera
það. Þeir bjóða okkur samning til 1.
febrúar 2015,“ segir Sigríður Ása.
Að mati Hafsteins Pálssonar, for-
manns Félags íslenskra atvinnuflug-
manna, er ólíklegt að flugmenn hjá
Icelandair taki að sér yfirvinnu, sé
þess óskað, næstu vikur, fari svo að
kjaraviðræðum ljúki 1. júní án lausn-
ar og komi til kasta gerðardóms, sem
skal ákveða kjörin fyrir 1. júlí. En
sem kunnugt er voru lög sett á verk-
fallið 15. maí.
Ákvörðunar gerðardóms beðið
Spurður hvort það muni hafa áhrif
á afstöðu félagsmanna hjá Icelandair
til yfirvinnu, ef gerðardómur tekur
til starfa í júní, segir Hafsteinn of
snemmt að segja til um það.
„Þetta er mjög óvenjuleg staða að
réttindi heils stéttarfélags séu num-
in burt með lögum og sett í gerðar-
dóm. Ég veit að lögreglumenn voru
ekki glaðir með það sem gerðardóm-
ur úthlutaði þeim. Auðvitað ræðst af-
staða flugmanna mikið af því hver
ákvörðun gerðardóms verður.“
Lífeyrissjóður verzlunarmanna er
stærsti hluthafinn í Icelandair Gro-
up með 14,58% hlut. Markaðsverð-
mæti félagsins er áætlað 85,25 millj-
arðar króna og er verðmæti hlutar
sjóðsins því um 12,4 milljarðar.
Ásta Rut Jónasdóttir, formaður
stjórnar sjóðsins, segir hluthafa eðli-
lega hafa áhyggjur af stöðunni.
„Auðvitað hafa allir áhyggjur af
því. Það er allra hagur – og starfs-
manna Icelandir líka – að fyrirtæk-
inu gangi vel. Hagsmunirnir fara
saman hvað það varðar.“
Hún segir heildarverðmæti eigna-
safns sjóðsins yfir 450 milljarða.
Hluturinn í Icelandair er því tæp 3%
af öllum eignum. Gengi bréfa í Ice-
landair er nú 17,05 en var t.d. 17,35
hinn 30. apríl, áður en verkfalls-
aðgerðir flugmanna hófust.
Stefnir í verkfall hjá flugfreyjum
Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir fulltrúa Icelandair lítið vilja koma til móts kröfur flugfreyja
Formaður FÍA útilokar ekki að yfirvinnubann flugmanna hjá Icelandair haldi út allan júnímánuð
Fátt er meira endurnærandi en að fara út að hreyfa sig
þegar sólin skín, ekki síst í hópi góðra vina. Þessir
drengir sættu lagi og létu ljós sitt skína með tilþrifum
eins og þessum á körfuboltavellinum.
Morgunblaðið/Golli
Í dauðafæri við berskjaldaða körfu
Sólin brosir við körfuboltaköppum í borginni