Morgunblaðið - 20.05.2014, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2014
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Steingrímur J. Sigfússon, þingmað-
ur Vinstri grænna, er ræðukóngur
nýafstaðins þings. Steingrímur tal-
aði lengst allra á
143. löggjafar-
þingi Alþingis
sem hófst 1. októ-
ber sl. og lauk 16.
maí. Hann talaði
samtals í 1.615
mínútur úr ræðu-
stól þingsins eða í
tæpar 27 klukku-
stundir samtals,
flutti 179 þing-
ræður og gerði
290 athugasemdir.
Steingrímur var fyrr á árum
margfaldur ræðukóngur Alþingis
eða þar til Pétur H. Blöndal, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, tók við
titlinum en hann var ræðukóngur
fimm þing í röð allt til ársins 2012.
Pétur komst ekki í hópinn
Pétur er að þessu sinni ekki í hópi
þeirra tíu þingmanna sem töluðu
lengst á nýafstöðnu þingi.
Árni Páll Árnason, formaður
Samfylkingarinnar, er þar í öðru
sæti og talaði samtals 1.156 mínútur
eða rúmlega 19 klst. Hann flutti 140
þingræður og gerði 274 athuga-
semdir úr ræðustól þingsins. Bjark-
ey Gunnarsdóttir, þingmaður Vg, er
í þriðja sæti. Hún talaði í 1.074 mín-
útur eða í tæplega 18 klst.
Fimm þingmenn Vg eru í hópi
þeirra tíu þingmanna sem töluðu
mest á þinginu og fjórir þingmenn
Samfylkingarinnar.
Bjarni eini stjórnarliðinn
Bjarni, fjármálaráðherra og for-
maður Sjálfstæðisflokksins, er eini
stjórnarliðinn sem kemst á lista yfir
þá þingmenn sem töluðu mest.
Bjarni vermir 5. sætið, talaði í 1.031
mínútu og tók til máls í 334 skipti.
Mikil endurnýjun varð í hópi þing-
manna í kjölfar alþingiskosninganna
fyrir ári þegar 27 nýir þingmenn
tóku sæti á þingi. Nýir þingmenn
eru áberandi í hópi þeirra sem töl-
uðu minnst á nýafstöðnu þingi.
Jóhanna María Sigmundsdóttir,
Framsóknarflokki, er sá þingmaður
sem talaði styst eða í samtals 55
mínútur. Hún flutti 15 þingræður og
gerði tvisvar athugasemdir.
Fjöldi varaþingmanna tók sæti
um skemmri eða lengri tíma á nýaf-
stöðnu þingi. Ólafur Þór Gunnars-
son, þingmaður Vg, var sá varaþing-
maður sem talaði mest eða í samtals
188 mínútur.
Alls fluttu alþingismenn 5.061
þingræðu á seinasta löggjafarþingi, í
tæplega 337 klst. samtals, og at-
hugasemdir voru gerðar í 6.123
skipti .
Steingrímur J. ræðukóngur
Steingrímur talaði í 27 klukkustundir úr ræðustól á liðnum vetri Fimm
þingmenn VG og fjórir úr Samfylkingu meðal þeirra tíu sem töluðu mest
Þingmenn sem töluðu lengst á Alþingi
1 Steingrímur J. Sigfússon 1.615 mín
2 Árni Páll Árnason 1.156 mín
3 Bjarkey Gunnarsdóttir 1.074 mín
4 Guðbjartur Hannesson 1.061 mín
5 Bjarni Benediktsson 1.031 mín
6 Lilja Rafney Magnúsdóttir 941 mín
7 Helgi Hjörvar 937 mín
8 Katrín Jakobsdóttir 925 mín
9 Árni Þór Sigurðsson 883 mín
10 Össur Skarphéðinsson 873 mín
Þingmenn sem skemmst töluðu
1 Jóhanna María Sigmundsd. 55 mín
2 Haraldur Einarsson 67 mín
3 Þórunn Egilsdóttir 76 mín
4 Líneik Anna Sævarsdóttir 78 mín
5 Elín Hirst 86 mín
Steingrímur J.
Sigfússon
20 þingmenn stjórnarand-
stöðunnar samþykktu ekki
frumvarp til lokafjárlaga árs-
ins 2012 þegar það var sam-
þykkt sem lög á seinasta
þingfundi Alþingis, heldur
sátu hjá við atkvæðagreiðsl-
una. Frumvarpið er endanleg
staðfesting á fjárlögum fyrri
ríkisstjórnar fyrir árið 2012
og á niðurstöðu ríkisreikn-
ings.
Stjórnarandstæðingar
gagnrýndu að fjárlaganefnd
hefði ekki gefist kostur á að
fara yfir frumvarpið með til-
hlýðilegum hætti og algjör-
lega ónógur tími gæfist til
þess. Bjarkey Gunnarsdóttir,
þingmaður VG, sagði í þing-
ræðu að vegna þessa gæti
minnihlutinn í fjárlaganefnd
ekki samþykkt frumvarpið.
Vigdís Hauksdóttir, for-
maður fjárlaganefndar, sagði
merkilegt að þingmenn VG
og Samylkingarinnar sætu
hjá við atkvæðagreiðslu um
lokafjárlög 2012, „sem sagt
þingmennirnir treysta sér
ekki til þess að samþykkja
sinn eigin ríkisreikning eða
þau fjárlög sem þeir fylgdu
árið 2012“.
20 þingmenn
sátu hjá
LOKAFJÁRLÖG 2012
Uppsafnað áhorf á Söngvakeppni
evrópskra sjónvarpsstöðva var 83% í
aldurshópnum 12-80 ára á Ríkissjón-
varpinu, samkvæmt mælingum
Capacent. Um 201.000 landsmenn
horfðu á Pollapönk flytja lagið No
Prejudice, eða Enga fordóma, á
laugardaginn 16. maí sl.
Mesta áhorfið á Norðurlöndum
„Áhorfið var frábært. Það er alla
jafna mikið áhorf á Eurovision á Ís-
landi. Miðað við aðrar Norður-
landaþjóðir erum við með mesta
áhorfið. Áhorfið sýnir hversu mikinn
áhuga íslenska þjóðin hefur á þess-
um viðburði og sýnir mikilvægi
keppninnar,“ sagði Skarphéðinn
Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkis-
sjónvarpsins.
Hann segir að Eurovision skili þó-
nokkrum tekjum. Það sé gott fyrir
stofnunina og einnig samfélagið í
heild. „Eitt af hlutverkum stofn-
unarinnar er að sameina þjóðina.
Það verður sífellt erfiðara með
breyttu fjölmiðlaumhverfi. Þegar
Eurovision er annars vegar þá lyft-
ist samfélagið upp og fólk sameinast
þrátt fyrir jafnvel neikvætt ástand í
samfélaginu eins og verkföll og ann-
að af þeim toga.“
Þó að áhorfið á Pollapönk teljist
býsna gott þá nær það þó ekki mesta
áhorfi sem hefur mælst á Söngva-
keppnina. Það er 92,3%, þegar Jó-
hanna Guðrún flutti lagið Is it true,
árið 2009 en þá lenti hún í öðru sæti.
Fimmta mesta áhorfið frá 2008
Áhorfið á aðalkeppnina í ár er það
fimmta mesta frá árinu 2008. Þá
mældist uppsafnað áhorf á undan-
keppnina, þegar Pollapönk komst
áfram í aðalkeppnina, 80,3%. Á bak
við þann fjölda eru um 195 þúsund
manns.
Hera og Eyþór Ingi jafnvinsæl
Árið 2013, þegar Eyþór Ingi flutti
lagið Ég á líf, var áhorfið um 85% á
aðlakeppnina. Það áhorf var svipað
og þegar Hera Björk fór fyrir Ís-
lands hönd árið 2010 og söng lagið
Je Ne Sais Quoi.
Ef skoðað er áhorfið á þær undan-
keppnir þegar Ísland hefur tekið
þátt, þá er áhorfið alla jafna minna á
hana en á sjálfa aðalkeppnina, nema
í eitt skipti. Það var árið 2012 þegar
Greta Salóme og Jónsi fluttu lagið
Never forget, þá var áhorfið á und-
ankeppnina 84,6% en á aðalkeppnina
náði það 80,3%. thorunn@mbl.is
83% áhorf á Polla-
pönk í Eurovision
Jóhann Guðrún á enn metið, 92,3% áhorf árið 2009
Áhorf á Eurovision
2014 Pollapönk
No Prejudice
2013 Eyþór Ingi
Ég á líf
2012 Gréta Salóme & Jónsi
Never forget
2011 Vinir Sjonna
Coming home
2010 Hera Björk
Je Ne Sais Quoi
2009 Jóhanna Guðrún
Is it true?
2008 Eurobandið
This is my life
0% 40% 80%20% 60% 100%
83,0%
85,6%
80,3%
80,8%
85,7%
92,3%
91,4%
Þeir leikir sem Aron Jóhannsson
mun leika fyrir bandaríska landsliðið
á heimsmeistaramótinu í fótbolta í
Brasilíu í sumar verða í lokaðri dag-
skrá á Stöð tvö sport. 365 miðlar
keyptu sýningarrétt á 18 leikjum af
64 á HM af Ríkisútvarpinu. Þar á
meðal eru allir leikir með bandaríska
liðinu. Aron er fyrsti og eini Íslend-
ingurinn sem spilar á HM.
Dýrt að sýna HM-leiki
„Það er dýrt að sýna frá heims-
meistaramótinu í fótbolta. Við erum
að sýna ákveðna ábyrgð með því að
selja réttinn á þessum leikjum, þar
sem ljóst er að Ríkisútvarpið er rek-
ið með halla á árinu,“ sagði Skarp-
héðinn Guðmundsson, dagskrár-
stjóri Ríkissjónvarpsins.
Ekki fékkst uppgefin sú upphæð
sem greidd var fyrir leikina 18, en
um „verulegar fjárhæðir“ er að
ræða.
Skarphéðinn segir að veitt sé
sama þjónusta og árið 2010. Þá voru
einnig seldir leikir til 365 miðla.
„Ef við myndum sýna alla leikina
þá yrði nánst ekkert nema fótbolti í
sjónvarpinu. Þó að mótið sé stórt þá
er ekki forsvaranlegt að leggja alla
sjónvarpsdagskrána undir það,“ seg-
ir Skarphéðinn.
Um er að ræða 10 leiki í riðla-
keppninni sem sýndir eru klukkan
10 á kvöldin. Þegar þeim leikjum
lýkur verða þeir sýndir í opinni dag-
skrá á RÚV um miðnætti.
Leikirnir eru í fyrstu tveimur um-
ferðunum, tíu leikir eru sýndir
klukkan 10, fjórir leikir klukkan
fjögur og fjórir leikir klukkan átta.
„Þetta eru leikir með vinsælustu lið-
unum sem sýndir verða hjá okkur,“
sagði Hjörvar Hafliðason, dagskrár-
stjóri Stöðvar tvö sport. Auk leikja
með bandaríska liðinu er m.a. um að
ræða leiki með Englandi, Þýska-
landi, Frakklandi, Spáni, Portúgal
og Brasilíu. thorunn@mbl.is
Leikir Arons á HM
í lokaðri dagskrá
Dagskrárstjóri segir RÚV sýna ábyrgð
EPA
Fótbolti Aron Jóhannsson verður fyrsti Íslendingurinn til að spila á HM.
Lækkanir ýmissa gjalda sem ríkis-
stjórnin lofaði í tengslum við gerð
kjarasamninga á almenna vinnu-
markaðinum, voru lögfestar á sein-
asta degi þingsins. Lækkanirnar
taka gildi 1. júní en á þessu hafa orð-
ið miklar tafir því þær áttu að verða
þegar samningarnir voru gerðir í
vetur að sögn Gylfa Arnbjörnssonar,
forseta ASÍ. ,,Gjaldskrárlækkan-
irnar áttu að koma miklu fyrr til
framkvæmda,“ segir hann og bætir
við að hafa þurfi samráð við ríkis-
stjórnina um þá mánuði sem upp á
vantar. ,,Við borguðum hærri gjöld í
fjóra mánuði,“ segir hann.
Gylfi segir að stóra óleysta málið
sem snýr að stjórnvöldum varði
efnahagsstefnuna og peningamálin.
ASÍ hefur gagnrýnt að ríkisstjórn
og sveitarfélög hafi að undanförnu
samþykkt veruleg frávik frá megin-
línu almennu kjarasamninganna frá
í vetur. Viðræður á næstunni munu
mótast af því að félagsmenn ASÍ fái
sambærilegar leiðréttingar og aðrir,
að sögn Gylfa. „Menn gera sér grein
fyrir því að það mun þýða meiri átök
á vinnumarkaði.“
Morgunblaðið/Eggert
Lagasetning Ýmis gjöld munu
lækka frá og með 1. júní.
„Borguðum
hærri gjöld
í 4 mánuði“