Morgunblaðið - 20.05.2014, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2014
PIPA
R\TBW
A
•SÍA
•141418
www.jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind
Útskriftar-
stjarnan
Okkar hönnun og smíði
Ógleymanleg útskriftargjöf
Úr gulli kr.16.900
Úr silfri kr. 7.900
Eftir að hafa fylgst
með Vetrarólympíu-
leikunum, sem fram
fóru í Sotsjí í Rússlandi
sl. vetur og horft á ís-
lensku keppendurna,
sem stóðu sig með mik-
illi prýði og unun var
að fylgjast með, þá
verður mér ósjálfrátt
hugsað til Skíðaskól-
ans í Kerlingarfjöllum
og þess ótrúlega magnaða starfs,
sem unnið var þar um 40 ára skeið,
þar sem tugþúsundir Íslendinga
lærðu á skíðum fyrir tilstilli nokk-
urra einstaklinga, sem áttu sér þann
draum að opna skíðaskóla fyrir al-
menning á Íslandi. Það var árið
1961, sem þeir Valdimar Örnólfsson,
Sigurður Guðmundsson, Eiríkur
Haraldsson, Jónas Kjerúlf, Jakob
Albertsson, Þorvarður Örnólfsson,
Magnús Karlsson og Einar Eyfells
(þeir fjórir síðastnefndu látnir)
stofnuðu Skíðaskólann í Kerlingar-
fjöllum. Það var hverjum manni
ljóst, sem til þekkti að þarna fóru
menn með ástríðuna að vopni. Kerl-
ingarfjöll eru staðsett nokkurn veg-
inn á miðju Íslandi, en þetta er ægi-
fagur fjallgarður mitt á milli
Langjökuls og Hofsjökuls. Snæ-
kollur rís þar hæstur um 1.490
metra yfir sjávarmáli og á góðum
sólskinsdegi og í góðu útsýni má á
toppi Snækolls jafnvel sjá í sjó bæði í
norður og suður. Samgöngur árið
1961 voru langt frá því að vera góðar
á þessu svæði og var það þessum
átta einstaklingum ekki auðvelt að
komast Kjalveginn úr suðri með hin-
ar ýmsu vörur, sem fylgdu því að
reka skólann og tæki og tól, bæði til
byggingaverka og uppsetningar
skíðalyfta, sem á þessum tíma voru
frá því að vera engar til traktorslyfta
eða kaðallyfta eins og þær voru líka
kallaðar. Seinna, eða um 1970 voru
svo settar upp diskalyftur, jöklalyft-
ur, sem hægt var að færa til með
litlum tilkostnaði, enda var skíða-
svæðið aldrei eins frá ári til árs
vegna hreyfingar jökulkinnarinnar,
þar sem mest var
skíðað. Það var fyrir
tilstilli foreldra minna
og kunningsskapar
þeirra við stofnendur
skólans að ég hóf þar
störf árið 1974, þá ein-
ungis 13 ára gamall
óharðnaður unglingur
og ekki beysinn í vexti.
Ég var lyftustrákur,
stjórnaði traktorslyftu
í Keisinni, sem var
neðra skíðasvæðið af
tveimur á þessum tíma.
Bræður mínir, fimm árum eldri en
ég, voru þá skíðakennarar við skól-
ann. Það var með miklu stolti og
þeirri ábyrgð, sem mér var falin
stráklingnum, að ég reif mig á fætur
á hverjum morgni þetta sumar, en
skíðaskólinn var aðeins starfræktur
á sumrin, og mætti verkum dagsins
með bros á vör. Það var nefnilega
þannig að þessir frábæru menn, sem
stofnuðu Skíðaskólann í Kerlingar-
fjöllum gengu manni nánast í föður-
stað þessi fyrstu sumur, sem ég
starfaði þar, en það var að sjálfsögðu
erfitt til að byrja með að vera for-
eldralaus í svo langan tíma í einu, en
skólinn var starfræktur frá miðjum
júní og fram í byrjun september.
1974 var nefnilega fyrsta árið af 15
árum, sem ég starfaði við skíðaskól-
ann. Ég byrjaði að kenna á skíðum
við skólann árið 1978 og kenndi á
hverju ári eftir það til ársins 1991
með hléum þó árin 1985, 1987 og
1989. Það var unun að fylgjast með
þeim Kerlingarfjallamönnum reka
skólann og hvernig þeir tóku á móti
fólki, sem kom í rútum og einka-
bifreiðum á skíðanámskeið. Það var
alltaf bros á vör, stutt í söng og jafn-
vel jóðl og þar fóru þeir fremstir í
flokki Valdimar, Sigurður og Eirík-
ur. Það var mikið lagt upp úr því að
fólki liði vel og skíðakennslan var
stór þáttur í því. Það voru ótrúlega
margir skíðakennarar, sem þarna
störfuðu þessi 40 ár og er ég stoltur
að hafa verið í þeim flokki. Þarna
lærðu algjörir byrjendur og uppí
vana skíðamenn að beita sér betur á
skíðum og það var oftar en ekki kátt
á hjalla í brekkunum, þegar mönn-
um var jafnvel kennt að detta líka.
Kvöldvökurnar í Kerlingarfjöllum
voru landsfrægar og birtust oft brot
frá þeim í íslensku sjónvarpi. Það
má segja að ég hafi hafið minn feril
sem tónlistarmaður, þegar ég var
beðinn um að stjórna kvöldvökusöng
og gítarspili árið 1979. Það er óhætt
að fullyrða að það afrek, sem þeir
Kerlingarfjallamenn unnu í skíða-
kennslu og kynningu á skíðaíþrótt-
inni á Íslandi á tímum mikilla snjóa,
erfiðra samgangna og misbúinna
farartækja verður seint fullþakkað
og ég held að óhætt sé að fullyrða að
skíðaíþróttin á Íslandi á Skíðaskól-
anum í Kerlingarfjöllum og þeim
átta einstaklingum og ofurhugum,
sem hann stofnuðu, ótrúlega mikið
að þakka. Þó að skíðalyfturnar hafi
þagnað í Kerlingarfjöllum er þar
enn í dag rekin glæsileg ferðaþjón-
usta á sumrin og hvet ég alla Íslend-
inga, sem enn hafa ekki stigið þar
fæti til að gera það sem fyrst. Þarna
takast á miklar öfgar, þar sem jöklar
og háhitasvæði haldast hönd í hönd
og náttúrufegurð og gönguleiðir fara
saman. Ég vil að lokum þakka þeim
Valdimar, Sigurði, Eiríki, Jónasi,
Jakobi, Magnúsi, Þorvarði og Einari
fyrir að gefa mér einn stórkostleg-
asta tíma, sem ég hef lifað. Ég hugsa
oft til þeirra tíma, er við svifum um
skíðasvæðin í Kerlingarfjöllum,
sungum og dönsuðum á stystu dans-
leikjum Íslandssögunnar og vorum
vinir og samstarfsmenn í senn á
þessum einum fallegasta stað á Ís-
landi og það vottar jafnvel fyrir litlu
saknaðartári á hvarmi.
Skíðaskólinn í Kerlingar-
fjöllum – Minning
Eftir Eyjólf Krist-
jánsson » Það var nefnilega
þannig að þessir
frábæru menn, sem
stofnuðu Skíðaskólann
í Kerlingarfjöllum
gengu manni nánast
í föðurstað þessi
fyrstu sumur.
Eyjólfur Kristjánsson
Höfundur er lyftustrákur, skíðakenn-
ari og tónlistarmaður.
Í síðustu greinum
mínum hef ég farið
nokkuð yfir skipulags-
ruglið í Vesturbænum
og hefði þó viljað bæta
smákafla við það mál
um miðbæinn, þar sem
stefnan virðist vera sú,
að hafa lítið annað en
hótel og aftur hótel frá
Aðalstræti og upp á
Hlemm, þó að við
þurfum ekki á svo
mörgum hótelbyggingum að halda
hvað sem spekingarnir í borg-
arstjórninni og ferðamálaiðnaðinum
segja. Hins vegar eiga hvergi að
fyrirfinnast verslanir í miðbænum
að sama skapi til að þjóna þessum
sömu ferðamönnum, nema kannski
Rammagerðin og Bókaverslun Ey-
mundssonar því að staðreyndin er
sú, að verslanirnar eru að flýja
miðbæinn og munu gera það, þegar
verið er að loka honum fyrir bílum,
og ekki einu sinni vörubílar mega
koma þar til að afferma vörur í
verslanirnar og borgarstjórninni
finnist það bara í fínu lagi. Er eitt-
hvert vit í þessu?
Hins vegar ætla ég að koma að-
eins meira inn á umferðarmálin og
starfsemi þeirrar stofnunar og emb-
ættismanna, sem standa mér næst,
þ.e. kirkjunnar og prestanna. Ég
hef verið að velta fyrir mér, hvernig
þjónustunni þar muni reiða af með
breyttum götumyndum og umferð-
arskipulagi, þar sem engum öðrum
er ætlað að aka nema helst rútum
og strætisvögnum.
Hvort sem Degi og kompaníi lík-
ar það betur eða verr, þá mun kirkj-
an halda áfram sinni starfsemi og
fólk láta skíra og ferma börnin sín,
gifta sig og fólkið hættir heldur ekki
að deyja þrátt fyrir þetta. Það er
nokkuð, sem liggur fyrir okkur öll-
um, Degi og hans liði líka. Hvernig
mun nú prestunum ganga að messa
og framkvæma allar þessar athafn-
ir, þegar bannað verður að fara í
einkabílum um þessa stóru borg
okkar? Það eru nú komnir tveir aðr-
ir kirkjugarðar hér í borgarlandinu
og Hólavallagarður að verða fullur.
Það kallar á flutninga um langveg.
Varla er fólki ætlað að ganga eða
hjóla þann veg, og ekki er hægt að
flytja líkkistur þannig suður í Foss-
vog eða upp í Grafarvog. Það geta
heldur ekki allar athafnir farið fram
í Fossvogi. Það segir sig sjálft.
Eiga brúðhjónin svo kannski að
ganga eða hjóla uppábúin í kirkjuna
til að láta pússa sig saman? Varla.
Ég sé ekki annað fyrir mér í þeim
efnum, en að það verði að fara að
endurvekja embætti keyrarans
gamla og koma hér upp hestvögnum
að gömlum og góðum sið, enda
margar göturnar gerðar fyrir slík
farartæki og láta aka brúðhjónum
til og frá kirkju um götur borgar-
innar í hestvögnum að konung-
legum sið og gestum í rútum. Ekki
amaleg brúðkaup það!
Varðandi útfarirnar sé ég ekki
aðra lausn en að útfararstofurnar
og kirkjurnar verði að koma sér upp
útfararkapellum á hjólum, þar sem
útfarirnar eru fram-
kvæmdar á leiðinni í
kirkjugarðinn, því að
tæplega munu Dagur
og kompaní leyfa líkbíl-
um að fara um götur
borgarinnar frekar en
einkabílunum, enda
væri þetta líka betri
lausn á allri þeirri runu
af bílum, sem vilja oft-
ast nær vera á eftir lík-
bílnum. Hestvagninn
gæti líka komið þarna
að góðum notum, sér-
staklega þegar forsetar, ráðherrar
eða annað heldra fólk verður jarðað
og líkfylgdinni þá smalað saman í
rútur, sem fylgja á eftir! Þar með
væri það mál leyst.
Á sunnudögum mundu svo kirkju-
rútur fara um hverfin og smala
saman kirkjugestum eftir að hafa
fyrst flutt prestana, organistana og
annað starfsfólk kirkjunnar, sem
þarf að vera mætt í kirkju löngu
fyrir messu, fermingarbörnin sömu-
leiðis um páskana. Þetta held ég að
yrði óhjákvæmileg niðurstaða ef
umferðarskipulagsruglinu yrði fylgt
eftir. Hvort þetta sé æskilegt er svo
aftur annað mál. En fólk virðist vilja
þetta!
Nei, gamanlaust, allt þetta skipu-
lagsrugl er frá upphafi til enda svo
arfavitlausar og freklegar tillögur
að engu tali tekur.
Svo er fólk að kvarta og kveina
yfir því, að á það sé ekki hlustað,
það sé ekki virt svars, sýndur hroki,
og svokallað íbúalýðræði fótum
troðið! Samt sem áður er ekki ann-
að að sjá á skoðanakönnunum en
fólk vilji hafa þetta lið áfram við
völd í borginni! Það er alveg með
ólíkindum!
Ég hef aðeins þessi einu skilaboð
til kjósenda í borginni: Að kosn-
ingum loknum, þegar þið hafið
tryggt áframhaldandi stjórn þessa
fólks, sem vill rífa niður borgina og
eyðileggja hana, vaða yfir eignar-
rétt fólks í nafni þéttari byggðar,
þrengja götur og útrýma einkabíln-
um og fjarlægja flugvöllinn, og ansa
því í engu, sem þið segið eða bæna-
skjölum ykkar, þá þýðir lítið fyrir
ykkur að væla og kvarta yfir því,
þar sem þið hafið engan við að sak-
ast nema ykkur sjálf að hafa kosið
þetta áfram yfir ykkur, og viljið
þessa vitleysu og hroka áfram! Þið
sækist eftir þessu!
Hins vegar vil ég segja þetta við
sjálfstæðismenn: Þó að þið hafið
verið í sókn, þá var það kannske
ekki besta leiðin að velja fyrrver-
andi bæjarstjóra á Ísafirði til að
leiða listann ykkar, þótt maðurinn
sé upprunninn héðan úr borginni.
Hann hefur verið alltof lengi utan-
bæjar til þess. Það hefði leitt til
betri árangurs, held ég, að bindast
höndum saman við flugvallarvini og
Hjartað í Vatnsmýrinni um lista og
láta Júlíus Vífil leiða listann. Það
má bara ekki gerast, að Dagsliðið
og ruglið þeirra ráði hér eftir kosn-
ingar!
Um umferðarmálin
og kirkjuþjón-
ustuna samkvæmt
skipulagsruglinu
Eftir Guðbjörgu
Snót Jónsdóttur
Guðbjörg Snót
Jónsdóttir
»Hins vegar eiga
hvergi að fyrirfinn-
ast verslanir í mið-
bænum að sama skapi
til að þjóna þessum
sömu ferðamönnum,
nema kannski Ramma-
gerðin og Bókaverslun
Eymundssonar.
Höfundur er guðfræðingur
og fræðimaður.
- með morgunkaffinu