Morgunblaðið - 20.05.2014, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 20.05.2014, Qupperneq 36
ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 140. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Starfsmenn Icelandair grýttir 2. Réðust á mann sem góndi á þær 3. Fjögurra ára morðgáta leyst 4. Sigmar hyggst láta af störfum »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tónleikasýningin Meatloaf – Bat out of Hell var haldin tvisvar fyrir fullri Eldborg í Hörpu um helgina og fögnuðu gestir ákaft flutningi fjölda tónlistarmanna á sívinsælli plötu Meatloaf, Bat out of Hell, og risu ítrekað úr sætum. Söngvararnir Matthías Matthíasson, Eiríkur Hauks- son, Stefanía Svavarsdóttir, Friðrik Ómar, Dagur Sigurðsson, Heiða Ólafsdóttir, Stefán Jakobsson og Erna Hrönn fluttu lögin ásamt hljóm- sveit. Í tilkynningu segir að mikil eft- irspurn sé nú eftir aukatónleikum og því sé verið að kanna möguleikann á því að endurtaka leikinn innan tíðar. Ljósmynd/Gunnlaugur Rögnvaldsson Mikil eftirspurn eftir aukatónleikum  Listasafn Samúels býður til Sambahátíðar í Iðnó annað kvöld kl. 20 í þeim tilgangi að safna fé til að reisa aðstöðuhús í Selárdal í sumar svo lista- og fræðimenn geti gist þar og unnið að verkum sínum við ysta haf, eins og segir í tilkynningu. Meðal þeirra sem koma fram annað kvöld eru dj. flugvél og geimskip, Sin Fang, Ghostigital, Helíum og VÍÓ. Aðgangseyrir verður 1.000 kr. og eru frjáls framlög einnig vel þeg- in auk þess sem minjagripir og hollvinaskírteini verða til sölu. Hóp- ur sjálfboðaliða hefur undanfarin sum- ur unnið að endurbótum og viðgerðum á byggingum og einstökum styttum lista- mannsins Sam- úels Jónssonar í Selárdal. Safnað fyrir aðstöðu- húsi á Sambahátíð Á miðvikudag Hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og þurrt að kalla. Hiti 5 til 12 stig. Á fimmtudag Suðvestan 3-10 m/s, skýjað og lítilsháttar væta vestanlands, þurrt og víða bjart fyrir austan. Hiti 5 til 10 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg suðvestlæg eða breytileg átt, skýj- að með köflum og smáskúrir, en víða bjartviðri norðaustantil. VEÐUR Daninn Patrick Pedersen skoraði tvö mörk í fyrsta leik sínum fyrir Val á þess- ari leiktíð þegar liðið vann sigur á Fram í Pepsi- deildinni í knattspyrnu í miklum markaleik, 5:3. Þar með komst Valur upp fyrir KR og í 5. sæti deildarinnar. Fylkir vann annan sigur sinn í röð þegar liðið lagði Víking R. að velli, 2:1, þar sem Sví- inn Sadmir Zekovic skoraði sigurmarkið. »2-3 Valur upp í 5. sæti eftir markaveislu Hollendingurinn Louis van Gaal fær það hlutverk að koma Manchester United aftur í fremstu röð en hann var í gær ráðinn knattspyrnustjóri fé- lagsins til næstu þriggja ára. Van Ga- al bíður krefjandi og erfitt starf á Old Trafford en tímabil rauðu djöflanna í ár var afleitt og ljóst er að fram- undan eru tals- verðar manna- breytingar á liðinu. »1 Krefjandi og erfitt starf bíður Hollendingsins Svo kann að fara að félagslið geti neitað leikmönnum sínum um leyfi til þess að taka þátt í landsleikjum í handknattleik á næstu árum. Verði mál sem 30 félög í Þýskalandi unnu fyrir skömmu gegn þýska handknattleikssambandinu stað- fest geta félagslið neitað leikmönnum sínum um leyfi til þátttöku í alþjóðlegum verkefnum og það gæti komið sér mjög illa fyrir íslenska landsliðið. »1 Dómsmál gæti bitnað á íslenska landsliðinu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Skólahljómsveitin Rassar var stofn- uð í Héraðsskólanum á Núpi í Dýra- firði fyrir 45 árum og spilar aftur í skólanum um næstu helgi en á fimmtudag og föstudag verður hún með tónleika á Ísafirði. Í hljómsveit- inni eru kunnir tónlistarmenn, Egill Ólafsson, sem hefur gert garðinn frægan einn sem og með ýmsum böndum, og Rúnar Þór Pétursson, sem er meðal annars í hljómsveitinni Klettum. Með þeim leikur stofnandi bandsins, Benedikt H. Benediktsson, fyrrverandi lögreglufulltrúi. Strákarnir hafa æft saman síðan í mars og ætla að rifja upp gamla takta. Þeir voru saman í skólanum veturinn 1969/1970. „Ég var í skól- anum veturinn áður og var þá í skóla- bandinu Love,“ rifjar Benedikt upp. „Þegar Egill og Rúnar Þór komu í skólann haustið 1969 fannst mér upp- lagt að stofna nýja skólahljómsveit.“ Samkeppni um nafn á bandinu fór fram á skólaballi. „Egill hafði fót- brotnað og var á hækjum þannig að nokkrar tillögur komu með nafninu Hækjur,“ segir Benedikt. „Mér fannst Rassar eðlilegt enda nafnið í höfuðið á stærsta vöðvanum,“ segir Rúnar Þór. „Vegna nafnsins fengum við ekki að fara með hljómsveitina út af skólalóðinni en nú er okkur það frjálst. Þess vegna ætlum við að nota tækifærið og koma við á Ísafirði á leið okkar í Dýrafjörðinn. Við von- umst til þess að sjá sem flesta í Hús- inu.“ Öflugt band Rúnar Þór og Egill voru sjóaðir tónlistarmenn, þegar þeir komu að Núpi. „Ég kom sæmilega undirbúinn að Núpi, hafði spilað með kunnum mönnum og verið í tónlistarskólanum á Ísafirði,“ segir Rúnar Þór. Hann bætir við að Rassar hafi staðið mjög framarlega og verið mjög góð sveit. „Við Egill skiptum alltaf á hljóð- færum. Hann tók öll lögin sem hann kunni og söng þau og þegar hann var búinn með sitt fór hann á gítarinn og ég tók bassann. Svo var Benni skemmtilegur trommari.“ Egill leggur áherslu á að skólinn hafi verið góð menntastofnun og mik- ið hafi verið að gera fyrir kraftmikla stráka. Þeir hafi verið í fimleika- flokkum, verið með leiksýningar og hann sungið í kirkjukórnum. „Við í bandinu höfðum allir töluverða reynslu í tónlistinni og gerðum okkar útsetningar af lögum,“ segir hann. Piltarnir segja að þeir hafi helst hlustað á Blind Faith, Steppenwolf, Jethro Tull og annað í svipuðum dúr. „Við hlustuðum á framsækna tón- list,“ segir Egill. Rassar á Núpi eftir 45 ár  Benedikt, Egill og Rúnar Þór spila saman á ný Morgunblaðið/Árni Sæberg Núpsbandið Rassar Rúnar Þór Pétursson, Benedikt H. Benediktsson og Egill Ólafsson. Nemendur Héraðsskólans á Núpi í Dýrafirði á árunum 1969 til 1974 koma saman á Núpi um næstu helgi, 23.-25. maí, og gera sér glaðan dag. Sigríður J. Valdimars- dóttir, talsmaður nemenda, segir að um 150 manns úr þessum hópi hafi komið saman á Núpi fyrir þremur árum. Fyrir 40 árum hafi verið 105 nemendur í Núpsskóla en árið áður 157 og 184 með kenn- urum og starfsmönnum. Það hafi verið fjölmennasta skólaárið á Núpi. Boðið verður upp á viðamikla dagskrá frá föstudegi til sunnu- dags. fyrsta kvöldið verður óform- leg kvöldvaka og meðal annars sýnd stuttmyndin Gláma sem ger- ist á Núpi. Á laugardag verður dag- skrá frá morgni til kvölds og lýkur með dansleik þar sem skóla- hljómsveitin Rassar spilar eftir að hafa verið með tónleika á Ísafirði á fimmtudags- og föstudagskvöld. Viðamikil dagskrá NEMENDUR HÉRAÐSSKÓLANS Á NÚPI HITTAST

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.