Morgunblaðið - 24.05.2014, Side 2

Morgunblaðið - 24.05.2014, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2014 Gr eið slu mi ðlu n Vissir þú að . . . Með ferlum Alskila í greiðslumiðlun tryggjum við viðskiptavænt viðmót fyrir þína greiðendur! Alskil hf • Sími: 515 7900 • alskil@alskil.is • www.alskil.is Ka nnaðu Málið!alskil.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðríður Guðbrandsdóttir, elsti nú- lifandi Íslendingurinn, hélt í gær upp á 108 ára afmælið í faðmi fjöl- skyldunnar. Það var létt yfir af- mælisbarninu þegar blaðamann og ljósmyndara bar að garði og sagðist hún hafa það gott, enda umkringd góðu fólki. Afkomendur Guðríðar eru alls 56 talsins. Guðríður, sem fæddist 23. maí 1906 á Spákelsstöðum í Laxárdal, býr í Furugerði 1 og kann vel við sig þar. „Það er hugsað vel um mig, mér er hjálpað á fæturna á morgn- ana og mér er færður upp morgun- maturinn en ég fer alltaf niður í há- degismat og fer það sjálf,“ segir hún. Guðríður er dugleg að hreyfa sig og gengur um gangana í Furugerði til að halda sér í formi. Þá unir hún sér við að hlusta á hljóðbækur og heldur sérstaklega upp á Guðrúnu frá Lundi og Ingibjörgu Sigurðar- dóttur. Hún má þó passa sig að gleyma sér ekki yfir bókunum. „Ég fór að verða stirðari eftir að ég fékk þessar bækur, þá sat ég meira. Svo uppgötvaði ég að ég fékk ekki nóga hreyfingu. Ég varð að hreyfa mig meira,“ segir hún. holmfridur@mbl.is Hlustar á Guðrúnu frá Lundi Morgunblaðið/Golli Guðríður Guðbrandsdóttir 108 ára er elsti núlifandi Íslendingurinn Guðni Einarsson gudni@mbl.is Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) hefur breytt úthlutunar- reglum fyrir næsta skólaár, 2014- 2015. Grunnframfærsla á Íslandi hækkar um 3,2% og verður 149.463 kr. eða 22.419 kr. á ECTS-einingu. Hins vegar verður framfærsla er- lendis lækkuð um allt að 10%. LÍN segir þetta vera gert til samræming- ar við framfærslu á Íslandi. Fram- færslan verður lækkuð að hámarki um 10% í hverju landi. SÍNE harmar niðurskurð Samband íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) harmar að námslán til námsmanna erlendis verði skorin niður um 10%. Fulltrúi SÍNE í stjórn LÍN neitaði að skrifa undir úthlutunarreglurnar í mótmæla- skyni. Fulltrúar SÍNE mættu á fundi með úthlutunarnefnd LÍN til að mótmæla þessum vinnubrögðum og að SÍNE skyldi ekki eiga neina aðkomu að þessari ákvörðun. „Við hefðum viljað sjá vinnu við að finna framfærsluþörfina,“ sagði Hjördís Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri SÍNE. Hún sagði að LÍN hefði undanfarið stuðst við upplýsingar frá sænska námslánasjóðnum um framfærslukostnað. Sænsku sendi- ráðin víða um heim afla þeirra upp- lýsinga. Þær tölur hafi verið notaðar um framfærslukostnað íslenskra nemenda. Hjördís sagði að SÍNE hefði ekki verið kallað til við ákvörðun LÍN. „Þetta er okkar hópur, fólkið sem við erum í tengslum við,“ sagði Hjördís. Hún sagði að hinar ýmsu náms- mannahreyfingar skipti með sér setu í nefndum LÍN. Fulltrúi SÍNE er í vafamálanefnd LÍN en fulltrúar frá Stúdentaráði og Sambandi íslenskra framhaldsskólanema eru í nefnd LÍN um úthlutunarreglur. Of seint fram komið „Við fengum ekki að vita fyrr en fremur seint að þetta stæði til. Við reyndum að hamla á móti og komum með okkar skýringar, en þær voru ekki teknar til greina,“ sagði Hjör- dís. Hún gagnrýndi einnig að þessi breyting væri seint fram komin. Námsmenn séu búnir að gera áætl- anir fyrir næsta skólaár en nú muni þeir hafa allt að 10% minna á milli handanna. Þá gagnrýndi Hjördís einnig að LÍN mun framvegis einungis veita ferðalán einu sinni á hverju náms- stigi en ekki á hverju ári eins og ver- ið hefur. „Námsmenn í Bandaríkjunum hafa ekki atvinnuleyfi og mega ekki vinna þar. Þeir fá framfærslu frá LÍN í níu mánuði á ári. Það hefur verið ómetanlegt fyrir þá að fá ferða- lán og geta komið heim og unnið. Annars þurfa þeir að dreifa níu mán- aða framfærslu á heilt ár án þess að komast heim,“ sagði Hjördís. Breyttar úthlutunarreglur  LÍN hækkar framfærslukostnað innanlands um 3,2%  Framfærslukostnaður erlendis lækkaður um allt að 10%  SÍNE harmar að námslán séu skorin niður „Við hefðum viljað sjá vinnu við að finna framfærslu- þörfina.“ Hjördís Jónsdóttir Kristinn ehf., sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu, hefur keypt allt hlutafé í ÍSAM ehf. (Ís- lensk-ameríska). Kaupin eru gerð með fyrirvara um sam- þykki Samkeppniseftirlitsins og kaupverðið er trúnaðar- mál. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu ÍSAM. „Sýn Kristins ehf. á framtíð ÍSAM er í góðum sam- hljómi við áherslur stjórnenda og fyrri eigenda félagsins. Við væntum mikils af nýjum eigendum,“ er haft eftir Agli Ágústssyni, forstjóra ÍSAM, í tilkynningunni. Að sögn Sigurbjörns Magnússonar, lögmanns Kristins, verður gengið frá kaupunum á næstu vikum en aðspurður um ástæður þeirra segir hann um að ræða góða fjárfestingu. Seljendur ÍSAM eru fjölskylda Berts Hanson en hann stofnaði félagið 15. apríl 1964, eftir að hafa flutt til Ís- lands frá Bandaríkjunum ásamt konu sinni Ragnheiði Jónasdóttur. Fyrirtækið hefur verið í eigu fjölskyldunn- ar frá upphafi. Hjá ÍSAM starfa um 370 manns en umsvif félagsins felast í inn- og útflutningsverslun, umboðssölu, fram- leiðslu og rekstri fasteigna. Kristinn ehf. kaupir allt hlutafé í ÍSAM ehf. Morgunblaðið/Golli Kaup Myllan er eitt af vörumerkjum ÍSAM en önnur eru Ora, Frón og Kexsmiðjan, svo einhver séu nefnd.  Góð fjárfesting, segir lög- maður Kristins um kaupin Fundur hefur verið boðaður í kjara- deilu Flugfreyjufélags Íslands, vegna félagsmanna sem starfa hjá Icelandair, og Samtaka atvinnulífs- ins (SA), sem fer með samnings- umboð fyrir Icelandair, í dag. Samninganefndirnar mættu til fundar klukkan 16.00 í gær hjá rík- issáttasemjara og stóð samninga- fundurinn enn þegar blaðið fór í prentun. Sem kunnugt er hafa flugfreyjur boðað tímabundna vinnustöðvun hjá Icelandair á þriðjudag, 27. maí, milli klukkan 06.00 og 24.00, náist ekki samningar fyrir þann tíma. Ótíma- bundið yfirvinnubann hjá Icelandair tók gildi sunnudaginn 18. maí. Tíma- bundnar vinnustöðvanir hafa einnig verið boðaðar 6. júní og 12. júní. Ná- ist ekki samningar hefst allsherjar- verkall flugfreyja hjá Icelandair hinn 19. júní klukkan 06.00. Kjaradeilu Flugfreyjufélagsins við Icelandair var vísað til sátta- semjara 31. janúar. gudni@mbl.is Fundað í flugfreyju- deilu í dag Flugfreyjur Vinnustöðvun boðuð.  Verkfall hjá Ice- landair á þriðjudag Morgunblaðið/Golli Hreiðar Eiríksson, sem skipar 5. sæti framboðslista Framsóknar og flugvallavina í Reykjavík, styður ekki lengur framboðið. Ástæðan er ummæli Sveinbjargar Birnu Svein- björnsdóttur, oddvita listans, í gær um að hún teldi að hætta ætti við að úthluta Félagi múslíma lóð undir byggingu mosku. Í staðinn ætti að leyfa borgarbúum að greiða atkvæði um þá ákvörðun. Í færslu á Facebook-síðu sinni seg- ir Hreiðar að það stríði gegn sam- visku sinni að styðja skoðanir eins og þær sem oddvitinn hafi kynnt. Nafn hans verður ennþá á listanum, því ekki er hægt að fjarlægja það eftir að framboðsfrestur rann út. Styður ekki lengur framboðið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.