Morgunblaðið - 24.05.2014, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2014
VORTILBOÐIÐ GILDIR TIL 1. JÚLÍ GEGN 150 ÞÚSUND KRÓNA
STAÐFESTINGARGJALDI. AFHENDING HAUST 2014.
495þúsAFSLÁTTURFRÁ LISTAVERÐI
TILBOÐ
300þús TURBO 190
www.yamaha.is
Arctic Trucks | Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | Sími 540 4900
YAMAHA SRVIPER
ÁRGERÐ 2015 - MEÐ 3 ÁRA ÁBYRGÐ!
Án ísetningar.
Verksmiðjuábyrgð gildir ekki
eftir ísetningu.
Fullt verð er kr. 570.000,-
NÁNARI UPPLÝSINGAR HJÁ SÖLUMÖNNUM ARCTIC TRUCKS
Einungis ein vika er til sveitarstjórn-
arkosninganna, sem haldnar verða
31. maí næstkomandi. Morgunblaðið fer áfram yfir stöðu mála í stærstu sveitarfélögum landsins og
heyrir álit oddvita helstu flokkanna á þeim málum sem helst hafa verið rædd í kosningabaráttunni og
hvernig landið liggi áður en lokasprettur kosningabaráttunnar hefst. Í dag verður farið yfir stöðu mála
í Reykjanesbæ, í Vestmannaeyjum og í Árborg.
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
ur. Það sé bagalegt – og bókstaflega
ógn við öryggi – í ljósi þess hve sam-
göngur eru oft stopular. Starfsemi
skurðdeildar sjúkrahússins hefur
verið mikið skert og fæðingardeild
þess lokað, þannig að barnshafandi
konur þurfa að leita þjónustu á
fastalandinu. Það er meðal annars í
þessum málum sem víglínan liggur.
Krakkar fái frístundakort
Sitjandi meirihluti Sjálfstæðis-
flokksins í Vestmannaeyjum er
sterkur og hefur ráðið ferðinni í bæj-
armálum þar um árabil. Og svo virð-
ist sem almenningi líki vel hvernig
haldið hefur verið á málum því í ný-
legri könnun í Morgunblaðinu kom
fram að fylgi flokksins í bænum væri
69,6% sem skila myndi fimm bæj-
arfulltrúum. Eyjalistann styðja
29,2% og með það fylgi fengi hann
tvo í bæjarstjórnina.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Baráttan við ríkið um brýn hags-
munamál er rauði þráðurinn í bæj-
arpólitíkinni í Vestmannaeyjum.
Samgöngumál hafa lengi verið í
deiglunni og hvar sem fólk skipar
sér í fylkingu er það sammála um að
úrbóta sé þörf. Á margan hátt hefur
Landeyjahöfn ekki staðið undir
væntingum og nauðsynlegt þykir að
fá nýja ferju í stað Herjólfs til sigl-
inga í höfnina á hinni sendnu strönd.
Og meðan niðurstaða og framtíð-
arlausn, bæði hvað varðar ferju og
öruggari flugsamgöngur, er ekki
fengin, sækja bæjaryfirvöld áfram á
ríkið. Annars má segja að sam-
göngur og heilbrigðismál hangi á
sömu spýtu. Viðsjárvert þykir hvað
þjónusta við heilbrigðisstofnunina í
Eyjum hefur verið skorin mikið nið-
Safnið Eldheimar – þar sem
brugðið er ljósi á eldgosið árið 1973
– var opnað í gær. Jórunn Ein-
arsdóttir oddviti Eyjalistans segir
starfsemi þess opna möguleika fyrir
ferðaþjónustu í Eyjum, sem sé að
eflast. Svo sóknin megi haldast sé
hins vegar mikilvægt að treysta
samgöngur.
„Velferðarþjónustan þarf að vera
sterk,“ segir Jórunn sem kallar eftir
því að ríkið gefi skýr svör um hvern-
ig standa skuli að rekstri heilbrigð-
isstofnunarinnar í bænum til lengri
framtíðar. Yfirtöku bæjarins á starf-
seminni hafi borið á góma sem Jór-
unn telur þó ekki góðan kost, meðan
margt í málinu sé enn óljóst.
Af öðrum verkefnum nefnir Jór-
unn að stækka þurfi leikskóla bæj-
arins og koma upp deild fyrir fólk
með heilabilun við hjúkrunarheim-
ilið Hraunbúðir. Almennt þurfi að
búa betur að öldruðum og því sé
æskilegt að til starfa verði ráðinn
iðjuþjálfi sem myndi leggja línurnar
um þjónustu við aldraða, fatlaða og
nemendur grunnskólans.
„Stóra málið okkar nú er að inn-
leiða frístundakort með 25 þúsund
króna inneign fyrir krakka 6 til 16
ára, enda myndi það gefa þeim aukin
tækifæri til að taka þátt í góðu tóm-
stundastarfi,“ segir Jórunn.
Ekki kosið um stóru málin
„Stóru málin hér í Eyjum eru ekki
endilega það er kosið er um, það er
samgöngur og heilbrigðismál. Al-
mennt er það svo að í bæjarmál-
unum hér þarf að heyja hagsmuna-
baráttuna t.d. gagnvart ríkisvaldinu
á mörgum sviðum, nú síðast um fisk-
veiðistjórn og veiðigjöld,“ segir El-
liði Vignisson bæjarstjóri og for-
ystumaður Sjálfstæðisflokks.
Fjárhagsstöðu Vestmannaeyja-
bæjar segir Elliði vera sterka og
bæjarsjóður sé skuldlítill. Álögur á
íbúa hafi verið lækkaðar á yfirstand-
andi kjörtímabili en jafnframt sé
svigrúm til ýmissa brýnna verkefna,
svo sem að bæta búsetuskilyrði aldr-
aðra og fatlaðra. Þá þurfi sorpmál í
Eyjum að komast í gott og varanlegt
horf.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Vestmannaeyjar Horft af hraunbrún yfir kaupstaðinn þar sem í dag búa
nærri 4.300 manns. Fólkinu hefur fjölgað talsvert á síðustu árum.
Samgöngur
og sjúkrahús
Barátta við ríkisvaldið um mörg efni